Er þjóðaröryggi Íslendinga einskis virði?

Undanfarið hefur verið tekist á um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Málflutningur hagsmunaaðila hefur verið hávær og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni þeirra. En er þjóðaröryggi Íslands einskis virði?

fánar
Auglýsing

Und­an­farnar vikur hefur verið tek­ist á um þátt­töku Íslands í við­skipta­þving­unum vest­ur­veld­anna gagn­vart Rússum í kjöl­far fram­ferðis þeirra í Úkra­ínu. Mikið hefur borið á mót­mælum útvegs­manna vegna afleið­inga þess­ara aðgerða, við­skipta­banns sem Rússar settu á Íslenskar vörur rúmu ári eftir að við­skipta­bannið hófst og meints tjóns af völdum þess.

Hags­muna­sam­tök sjáv­ar­út­vegs­ins hafa stað­ið ­sig vel og reynt að gera sem mest úr tjón­inu til að knýja á um ein­hverjar bæt­ur frá rík­inu. Þar er rétt að skoða hvort ekki þurfi að koma til ein­hverjar að­gerðir til að bæta ein­stökum byggðum það tjón sem þær kunna að verða fyr­ir­, eins og stjórn­völd hafa þegar ljáð máls á. Það er hins vegar áhyggju­efn­i hvernig mál­flutn­ingur sem bygg­ist á miklum rang­færslum hefur náð eyr­um ­stjórn­mála­manna, jafn­vel þeirra sem ættu að sjá hlut­ina í stærra sam­hengi en ­for­ystu­menn til­tek­inna fyr­ir­tækja eða atvinnu­greina gera.

Utan­rík­is­ráðu­neytið hefur gert vel í að svara þessum rang­færslum lið fyr­ir­ lið og hefur jafn­framt gefið út mats­skýrslu þar sem farið er heild­rænt yfir hags­muni Íslands í mál­inu. Þar eru metnir þeir efna­hags­legu þættir sem máli skipta, en einnig þeir utan­rík­is­póli­tísku þættir sem m.a. varða full­veldi Íslands og utan­rík­is­ráð­herra hef­ur rétti­lega bent á að erfitt sé að meta til fjár – en verða að vera með í dæm­inu eig­i að fást skyn­sam­leg nið­ur­staða. Þessir þættir varða t.a.m. nauð­syn­legar varn­ir Ís­lands sem nágranna- og sam­starfs­ríki tryggja. Hið full­valda ríki Ísland get­ur ekki verið hlut­laus þiggj­andi í þeim efn­um, slíkar varnir eru dýrar og munu því á­vallt kosta ein­hverjar efna­hags­legar fórn­ir.

Auglýsing

Tak­mark­aðir við­skipta­hags­munir orðnir að ­þjóð­ar­hags­munum

Vara­for­maður utan­rík­is­mála­nefndar alþingis sagð­i í útvarps­fréttum nýlega að hún­ teldi rétt að end­ur­skoða stuðn­ing Íslands við við­skipta­þving­anir gagn­vart Rúss­um. Af máli hennar mátti skilja að ekki hefði gætt nægi­legrar for­sjáln­i þegar lagt var að stað og að nú væri staðan sú að þjóð­ar­búið væri að tapa stórum upp­hæðum vegna glat­aðra við­skipta­tæki­færa. Jafn­framt sagði hún­ ­nauð­syn­legt fyrir „okk­ur“ að opna hug­ann og mik­il­vægt væri að skoða málið í stærra sam­hengi, þ,á.m. að ekki væri nauð­syn­legt fyrir Íslend­inga að fylgja eftir aðgerðum á vegum ESB sem við hefðum engum skyldum við að gegna.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið fast í lappirnar gagnvart þrýstingi um að endurskoða stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gegn Rússum.

Þessi ummæli eru í sam­ræmi við mál­flutn­ing ­for­svars­manna sjáv­ar­út­vegs­ins und­an­farnar vikur og við þau er margt að athuga. Fyr­ir­ utan að end­ur­óma beinar rang­færslur úr umræð­unni, sem m.a. sendi­herra Banda­ríkj­anna hafði séð sig knú­inn til að leið­rétta, er ­þing­mað­ur­inn og þeir sem hún virð­ist ganga erinda fyrir að snúa hlut­unum á hvolf. Hvernig getur það verið stórt sam­hengi að skoða málin út frá­ efna­hags­legum for­sendum ákveð­inna fyr­ir­tækja, en ekki hags­munum íslensku þjóð­ar­inn­ar og rík­is­ins í heild? Það gengur ekki upp nema að látið sé sem utan­rík­is­póli­tískir hags­munir séu ekki til, öryggi, full­veldi, virð­ing fyrir alþjóða­lögum og ­sam­staða með banda­lags­ríkjum séu bara eitt­hvað tákn­rænt fyr­ir­bæri eða skrúð­mælg­i á hátíða­stund­um.

Gam­al­gró­inn hugs­un­ar­háttur

Það er að vissu leyti rétt að ekki hafi ver­ið ­skoðað nægi­lega vel hverjar afleið­ingar þátt­töku Íslands yrðu. En jafn­framt má ­segja að það sjón­ar­mið mót­ist af því að þar skipti aðeins máli þau verð­mæti sem telja megi í seldum tonnum af fiski og engu skipti ann­ars konar verð­mæti.

Ástæða þess­ara við­horfa gæti verið sú að það eimi enn eftir af þeim aðstæðum sem hér ríktu lengi vel, þegar sama­sem­merki var milli íslensks sjáv­ar­út­vegs og efna­hags­á­stands­ins á Íslandi. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn var upp­haf og endir alls, sann­kallað fjöregg þjóð­ar­inn­ar. Vissu­lega er ­sjáv­ar­út­vegur mik­il­væg atvinnu­grein og getur verið um tals­verð verð­mæti að ræða ­vegna tap­aðra mark­aða á fiskaf­urð­um. Jafn­framt getur það raskað at­vinnu­mögu­leikum í ein­stökum greinum eða byggð­ar­lög­um.

Utan­rík­is­stefna Íslands getur þó ekki stað­ið og fallið með því hvernig vinnslu og sölu á til­teknum sjáv­ar­af­urðum er hátt­að og þaðan af síður hvort afkoma ein­stakra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fer úr stór­gróða í gróða. Séu hlut­irnir settir í stærra sam­hengi er langur vegur frá­ því að efna­hags­málin standi og falli með sölu á fiski til Rúss­lands. Staða Ís­lands, öryggi og full­veldi, getur hins vegar staðið og fallið með mark­vissri utan­rík­is­stefnu.

Það er skilj­an­legt að hags­muna­gæslu­menn ­fyr­ir­tækj­anna tali með þeim hætti að afleið­ingar af tap­aðri fisk­sölu einka­fyr­ir­tækja séu þjóð­ar­hag­munir en þegar máls­met­andi fólk á borð við vara­for­mann utan­rík­is­mála­nefndar Alþingis Íslend­inga gerir slíkt ­– gengur í raun erinda þess­ara þröngu sjón­ar­miða – steðjar raun­veru­leg hætta að þjóð­ar­hag.

Það er jafn­framt umhugs­un­ar­efni að kjör­inn ­full­trúi í slíkri nefnd, sem ætti að vera öllum hnútum kunn­ugur í ut­an­rík­is­mál­um, fari með jafn mikið fleipur um blint fylgilag við ESB þeg­ar ­ljóst er frá byrjun að við­skipta­þving­an­irnar eru að und­ir­lagi Banda­ríkja­manna ­með full­tingi NATO ríkja, þótt ESB sé þarna auð­vitað virkur ger­andi.

Þau rök sem tals­maður útgerð­ar­innar til­tek­ur um að Ísland hafi ávallt staðið í við­skiptum við Rússa (Sov­ét­rík­in) án þess það hafi haft áhrif á veru okkar í NATO, eru einnig úr lausu lofti grip­in. Banda­rík­in, NATO ríki og Sov­ét­menn hafa alla tíð átt í margs­konar við­skiptum hvað sem kalda ­stríð­inu leið og Íslend­ingar þar með líka. Þá var ein­fald­lega ekki um nein­ar við­skipta­þving­anir að ræða og því ekki hægt að bera stöð­una saman á þenn­an hátt.

Þá var Ísland ómissandi hlekkur í varn­ar­keðju ­Banda­ríkj­anna á Norð­ur­-Atl­ants­hafi. Þegar Íslend­ingum þótti nóg komið af ­yf­ir­gangi Breta í land­helg­is­deil­unum á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar nægði að ­stappa niður fæt­inum til að Banda­ríkja­menn sussuðu á Breska heims­veld­ið. Raun­veru­leik­inn er nú annar og Ísland hefur ekki lengur þann frí­miða í hönd­unum sem tryggði aðgang að ókeypis varn­ar­sam­starfi.

Skip íslensku Landhelgisgæslunnar í höfn sumarið 1983.

Það er jafn­framt dálítið ein­kenni­legt hvern­ig andúð á ESB verður til þess að fólk er til­búið að líta svo á að óvinir ESB séu þar með orðnir vinir þeirra. Einnig eru þeir til sem segja Rússa vera í full­u­m rétti í Úkra­ínu og ekk­ert sem rétt­læti afskipti Vest­ur­landa þar. Því er til að svara að hvaða skoðun sem við höfum á fram­ferði Rússa og Banda­ríkja­manna verð­ur­ að móta afstöðu Íslands í mál­inu út frá heild­rænu hags­muna­mati, en ekki ­per­sónu­legum skoð­unum á Pútín, ESB eða Banda­ríkj­un­um.

Rök útgerð­ar­manna og einnig land­bún­að­ar­ráð­herra um gagns­leysi við­skipta­þving­ana eru einnig van­hugs­uð. Þau ­taka ekki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í beit­ingu slíkra aðgerða. Áður­ ­fyrr tíðk­að­ist að beita við­skipta­banni heilt yfir og skoða lítið ein­stök áhrif ­gagn­vart til­teknum hópum eins og almennum borg­ur­um. Við­skipta­þving­anir eru aldrei galla­lausar en þeim er nú beitt gagn­vart Rússum á mark­vissan hátt, gegn til­teknum aðilum sem til­heyra valda­stétt­inni í kringum Pútín og reynt er að gæta þess að áhrif verði sem minnst á rúss­neskan almenn­ing.

Krefj­andi verk­efni framundan í örygg­is­mál­u­m Ís­lands

Íslend­ingar standa frammi fyrir mjög krefj­andi aðstæðum í örygg­is­mál­um. Grund­vall­ar­at­riði þar er þátt­taka í NATO þar sem frí­mið­inn er ekki lengur í gildi og hefur á und­an­förn­um árum bein­línis verið lagt að Íslend­ingum að auka fram­lag­ið. Því er ljóst að auka þarf fram­lag til alþjóð­legs örygg­is- og varn­ar­mála­sam­starfs, bæði á vett­vangi NATO og á grund­velli sam­starfs Norð­ur­landa.

Íslend­ingar eru almennt mjög upp á önnur rík­i komnir hvað varðar að tryggja öryggi sitt og verður það best gert með sam­starf­i við vest­ræn ríki. Það breytir hins vegar ekki þeirri stað­reynd að Ísland get­ur ­gert mun bet­ur. Fram­lög til örygg­is- og varn­ar­mála eru væg­ast sagt skorin við ­nögl og langt frá því sem landið getur borið – og langt frá því sem lýst hef­ur verið yfir á alþjóða­vett­vangi að stefnt sé að. En það er þó ekk­ert nýtt að ekki fari saman orð og efndir í þeim efn­um, sbr. við­var­andi lág fram­lög Íslands til­ ­þró­un­ar­mála.

Hvaða skoðun sem fólk hefur á NATO og ­Banda­ríkj­unum er því mik­il­vægt að líta raun­sætt á aðstæð­ur. Hver sem þró­un­in verð­ur, t.d. að örygg­is­mála­sam­starf við Norð­ur­landa­þjóðir verði aukið á kostn­að NATO sam­starfs­ins, ríður enn meira á að koma þar fram sem ábyrgur og áreið­an­leg­ur ­banda­mað­ur. Vel stað­sett land­svæði, þekk­ing og trú­verðug stefna í anda vest­rænna lýð­ræð­is­sam­fé­laga er í raun það eina sem Ísland hefur mark­vert fram að færa í slíku sam­starfi. Tæki­fær­is­mennska í alþjóða­sam­skiptum gerir slíkt fram­lag auð­veld­lega verð­lít­ið.

Ísland sem smá­ríki þarf skjól banda­manna en það er ekki sama á hvaða for­sendum það er og vara­samt að reyna að byggja slíkt ­sam­band á hags­mun­unum einum sam­an, eins og reynslan hef­ur ­kennt Íslend­ing­um. Virk aðild að alþjóða­sátt­málum og virð­ing fyr­ir­ al­þjóða­lög­um, full­veldi og landa­mærum er grund­vall­ar­at­riði fyrir smá­ríki. Ef Ís­lend­ingar vilja geta treyst á þessar stoð­ir verða þeir að fylkja sér með þeim ­ríkjum sem vilja standa vörð um þær. Þá dugar ekki henti­stefna sem byggir á þröngum stund­ar­hags­munum ein­stakra hópa heldur þarf að horfa til langs tíma með­ hag íslensku þjóð­ar­innar að leið­ar­ljósi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None