Alþjóðavæðingin er lausnin ekki vandamálið

Auglýsing

Donald Trump, sem tekur við sem forseti Bandaríkjanna í vikunni, er nú að sýna á spilin þegar kemur að efnahagsstefnu sinni. Hann vill færa störf í bílaiðnaði til Bandaríkjanna frá öðrum ríkjum og virðist sérstaklega horfa til þess að gera það með sköttum, miðstýringu ríkisvaldsins. 

Nú þegar hefur hann komið þeim skilaboðum til þýska bílaframleiðandans BMW að ef hann standi við áform sín, um að byggja upp framleiðslu í Mexíkó, þá muni BMW fá að finna fyrir því. Nefnir hann sérstaklega 35 prósent skatt á allan bílainnflutning fyrirtækisins til Bandaríkjanna frá Mexíkó.

Miðstýring ríkisvaldsins

Sambærileg skilaboð komu fram hjá honum þegar hann fjallaði um áform Ford. Fyrirtækið hafði áformað að byggja upp framleiðslu í Mexíkó upp á 1,6 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 200 milljörðum króna, en ákvað að breyta til og bíða með helming fjárfestingarinnar. Í staðinn var byggt upp í framleiðslu fyrirtækisins í Michigan. Þetta þýddi að um þúsund störf urðu til í Michigan sem annars hefðu orðið til í Mexíkó. Ekki liggur fyrir enn hvort fyrirtækið ætli að færa starfsemi til Mexíkó síðar. 

Auglýsing

Þessi mál og önnur vekja mann til umhugsunar um á hvaða leið heimurinn er og hvernig markaðsbúskapurinn - alþjóðavæðingin sjálf - mun þróast á næstu misserum. Þar er grunnhugmyndin um að heimurinn sé eitt markaðssvæði og reksturinn leiti í farveg þar sem hagkvæmast er að byggja hann upp. Þetta hefur verið leiðarstefið í miklum vexti alþjóðlegra fyrirtækja undanfarna áratugi. Samhliða þessu skeiði hefur fólki sem býr við sára fátækt fækkað stöðugt.


Kostir og gallar

Í þessari alþjóðlegu þróun eru svæði sem ekki eru með sterka samkeppnishæfa innviði afar viðkvæm. Gott dæmi eru miðríki Bandaríkjanna sem eru ekki með hafnarsvæði og nýsköpunarstarf er hverfandi lítið miðað við nýsköpunarsuðupottana á vesturströndinni og á austurströndinni. Blómstrandi alþjóðleg hagkerfi á vesturströndinni, þar sem um 50 milljónir manna búa, eiga lítið sem ekkert sameiginlegt með slökum hagkerfum miðríkjanna, svo dæmi sé tekið. 

Fátt bendir til annars en að munurinn milli þessara ríkja, þegar kemur að efnahagslegum styrk og uppbyggingu nýsköpunar, muni aukast mikið á næstu misserum. Aukin tæknivæðing vinnur með svæðum sem hafa samkeppnishæft umhverfi, með góðum tengslum háskóla og atvinnulífs, en hún er versti óvinur svæða með viðkvæma innviði, ósamkeppnishæf menntakerfi og litla nýsköpun.

Uppgjör

Hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum ber nú merki þess að mikið uppgjör sé nú farið af stað við alþjóðavæðinguna og er ekki hægt að útiloka að Bandaríkin verði enn ólíkari innbyrðis á næstu árum en þau eru núna. Er þá töluvert mikið sagt. 

Á meðan í Evrópu

Í Bretlandi skynjar maður áform stjórnvalda um að yfirgefa Evrópusambandið og regluverk innri markaðar Evrópu sem óvissuleiðangur. Óhætt er að segja að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, sé gagnrýnin á stöðu mála. 

Leiðangurinn getur bæði endað vel og illa, en eins og mál standa nú þá er ómögulegt að átta sig á því nákvæmlega hvernig ríkisstjórn Theresu May ætlar sér að spila úr stöðunni þannig að vel fari. Gleymum ekki einu í þessu samhengi: ekkert jákvætt hefur gerst eftir að Brexit kosningin fór fram. Þvert á móti hefur efnahagur Bretlands ekki styrkst og gengi pundsins gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur hrunið. 

Fyrir Ísland er staðan í Bretlandi mikilvæg. Um tólf prósent af öllum vöruútflutningi Íslands fór til Bretlands í fyrra og 19 prósent erlendra ferðamanna komu þaðan. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í tilkynningu í tilefni af uppgjöri félagsins fyrir árið 2015 að áformin um Brexit hefðu ekki góð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Krónan styrktist um meira en 30 prósent gagnvart pundinu í fyrra en meðaltalsstyrkingin gagnvart öðrum myntum var 18 prósent. Minna fæst því fyrir þorskinn en áður og arðsemin er minni hjá útgerðarfélögunum vegna þessara viðskipta.

Eins og hér sést, þá eru fólgin mikil tækifæri í því að efla viðskipti við Bandaríkin og einnig Asíu. Evrópa er langsamlega mikilvægasta efnahagssvæði Íslands.

Það verður að koma í ljós hvernig málin þróast en það er full ástæða fyrir íslensk stjórnvöld að fylgjast náið með gangi mála og reyna að vernda hagsmuni Íslands og opna á ný tækifæri. 

Nýir markaðir

Það er ekki hægt að taka upp pólitískan áttavita í þeim aðstæðum sem eru nú í heiminum og segja hvert skuli haldið með neinu öryggi, en á heildina litið ætti Ísland að horfa til þess að opna leiðir inn á nýja markaði. Svarið við tvísýnum aðstæðum ætti að vera aukin alþjóðavæðing og áframhaldandi uppbygging á samkeppnishæfni landsins á þeim forsendum. Menntakerfið og nýsköpunarstarf eru þar í öndvegi.

Hvað sem líður undarlegum yfirlýsingum verðandi forseta Bandaríkjanna um bílaframleiðendur og ýmislegt fleira þá breytir því ekkert, að þekking á alþjóðavæddum heimi mun skipta sköpum inn í framtíðina. Einangrun býður hættunni heim á meðan opið samfélag eykur líkurnar á fjölbreyttum stoðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None