Um hvað er pólitík?

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það sé sífellt að koma betur í ljós að óheftur kapítalismi fæst ekki staðist til lengdar án afskipta ríkisvaldsins.

Auglýsing

Það er að koma æ betur í ljós að kap­ít­al­ismi (mark­aðs­kerfi) – án afskipta rík­is­valds­ins – fær ekki stað­ist til lengd­ar. Ástæð­urnar eru marg­ar, en sú hel­st, að sam­þjöppun auðs og valds á fárra hendur er inn­byggð í kerf­ið. Fjár­mála­kerfi, sem þjónar þeim til­gangi að ávaxta fé hinna ofur­ríku, breyt­ist í kap­ít­al­isma á ster­um. Eft­ir­sókn eftir skamm­tíma­gróða verður alls­ráð­andi. Það breyt­ist í bólu­hag­kerfi sem að lokum springur í banka­kreppu sem skatt­greið­endur – ríkið – verða að bjarga til að forða alls­herj­ar­hruni. Þetta ger­ist með reglu­legu milli­bili. Þetta gerð­ist á árunum 2008-9. Mörg þjóð­ríki – ekki síst innan ESB hafa enn ekki náð sér. Þetta á eftir að ger­ast aftur nema ríkið grípi í taumana í tæka tíð. 

Það er m.ö.o. mis­skiln­ingur að póli­tík snú­ist um val milli þess að vera mark­aðs­sinni eða rík­is­for­sjársinni. Afnám mark­aðs­kerf­is­ins í sov­ét­inu sál­uga bauð upp á svelt­andi sós­í­al­isma. Ster­a-kapital­ismi – mark­aðs­kerfi án rík­is­af­skipta – end­aði í heimskreppu 1929 og lauk ekki fyrr en í heims­styrj­öld sem kost­aði tugi millj­óna manns­lífa. Það var rík­is­valdið sem forð­aði okkur frá nýrri heimskreppu 2008. Í milli­tíð­inni hafa nær öll þjóð­ríki heims orðið fyrir barð­inu á bólu­hag­kerfum og mini-kreppum mark­aðs­kerf­is, sem var annað hvort án afskipta rík­is­valds­ins eða það lét ekki að stjórn. Það þarf ekki frekar vitn­anna við að ster­a-kap­ít­al­ismi er ósjálf­bær. Og það sem verra er: Ef ekki verður gripið í taumana mun hann fyr­ir­sjá­an­lega tor­tíma líf­rík­inu og gera jörð­ina óbyggi­lega. 

Gullöld jafn­að­ar­stefnu

Æ fleiri horfa nú með sökn­uði til tíma­bils­ins 1950-1980 sem nú er kennt við hina sós­í­al-demókrat­ísku gullöld Evr­ópu. Norð­ur­lönd voru þá í far­ar­broddi. En hið félags­lega mark­aðs­kerfi Evr­ópu dró dám af þeim. Umgjörðin um alþjóða­kerfið (kennt við Bretton-Woods) var umsamið fast­geng­is­kerfi gjald­miðla. Fjár­mála­mark­aðir lutu stjórn þjóð­ríkja. Mark­aðs­kerfið laut sam­keppn­is­regl­um, sem ríkið setti og milli­ríkja­samn­ingar greiddu götu alþjóða­við­skipta. Mark­aðir lutu stjórn þjóð­rík­is­ins. 

Innan landamæra þjóð­ríkja voru byggð upp vel­ferð­ar­ríki. Hlutur rík­is­ins í þjóð­ar­tekjum óx frá ca. 20 % í 45- 50%. Ríkið tryggði öllum almanna­trygg­ing­ar, aðgengi að mennt­un, stuðl­aði að fullri atvinnu og sá fyrir því að allir fengu hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um. Þetta var fjár­magnað með stig­hækk­andi sköttum þar sem fjár­magns­eig­endur og hinir efna­meiri greiddu meira til sam­eig­in­legra þarfa en hinir lægst laun­uð­u. 

Þrátt fyrir háa skatta og víð­tæk afskipti af mörk­uðum var hag­vöxtur mun meiri en á yfir­stand­andi tíma­bili nýfrjáls­hyggj­unnar (1980-2020) sem og fram­leiðni. Lífs­kjör fóru hrað­batn­andi og jöfn­uður í eigna- og tekju­skipt­ingu fór vax­andi, vegna afskipta rík­is­valds­ins af mörk­uð­u­m.  Mark­aðir eru nefni­lega ekki sjálf-­leið­rétt­andi. Afskipti rík­is­ins af mörk­uðum draga ekki úr hag­vexti og fjár­fest­ingu, né sköpun starfa. Þvert á móti. Heima­trú­boð nýfrjáls­hyggj­unnar hefur ekki stað­ist dóm reynsl­unn­ar. Trú­boð­arnir hafa reynst vera fals­spá­menn í þjón­ustu auð­valds­ins. 

Upp­reisn gegn vel­ferð­ar­rík­inu

Yfir­stand­andi tíma­bil nýfrjáls­hyggj­unnar (1980-2020) hófst sem upp­reisn gegn vel­ferð­ar­rík­inu. Þetta byrj­aði allt saman með valda­töku Thatcher í Bret­landi og Reagan í Banda­ríkj­un­um. Trú­boðið sner­ist um að hætta afskiptum rík­is­ins af mörk­uð­um; að einka­væða rík­is­eignir og að lækka skatta á fjár­magns­eig­end­um. Þetta átti að örva hag­vöxt, sem að lokum myndi „seytla“ niður til allra. Hag­vaxta­flóðið átti að lyfta öllum bát­um. Þau þjóð­ríki sem ekki spil­uðu eftir leik­reglum nýfrjáls­hyggj­unnar myndu helt­ast úr lest­inni í hag­vaxt­ar­kapp­hlaup­inu og verða stöðnun og atvinnu­leysi að bráð. Nú, fjórum ára­tugum síð­ar, vitum við bet­ur. Nýfrjáls­hyggjan er hug­mynda­lega og hag­fræði­lega gjald­þrota rétt eins og Sov­ét­komm­ún­ism­inn. Nýfrjáls­hyggju­trú­boð­arnir eru greini­lega and­lega skyldir komm­ún­ist­um: Báðir trúa á Stóra­sann­leik, sem stenst í hvor­ugu til­vik­in­u. 

Auglýsing
Afleiðingin af þess­ari þjóð­fé­lags­til­raun nýfrjáls­hyggj­unnar lýsir sér í svo hrað­vax­andi ójöfn­uði í eigna- og tekju­skipt­ingu, að sam­þjöppun auðs og valds í höndum örfá­menns for­rétt­inda­hóps er orðin grafal­var­leg ógn við lýð­ræð­ið, sem hvar­vetna í heim­inum er nú orðið á und­an­haldi. Tökum dæmi af háborg ster­a-kap­ít­al­ism­ans – Banda­ríkj­un­um. Hvað hefur gerst á tíma­bil­inu frá 1970-2018? Hlutur hinna ofur­ríku (1% þjóð­ar­inn­ar) í þjóð­ar­auðnum hefur auk­ist úr 22% í 37% þjóð­ar­auðs­ins. Hlutur hinna (90% þjóð­ar­inn­ar) hefur minnkað úr 40% í 27% þjóð­ar­auðs­ins. Það hafa orðið alger umskipti varð­andi auð og völd: Það sem 90% þjóð­ar­innar hefur tapað hefur for­rétt­inda­hópur fjár­magns­eig­enda áunn­ið. 

Og hvað með tekju­skipt­ing­una? Frá árinu 1980 hafa tekjur 0,1% hinna ofur­ríku auk­ist um 320%. Tekjur hinna vell­ríku (0,01% þjóð­ar­inn­ar) hafa vaxið um 430%. Og tekjur hinna stjarn­fræði­lega ríku (0,001% þjóð­ar­inn­ar, sem sam­anstendur af 2300 ein­stak­ling­um) hafa vaxið um 600%.

Hvað með þann helm­ing þjóð­ar­innar (50% íbúa­fjöld­ans) sem telj­ast til hinna lág­laun­uðu? Tekjur þeirra, að teknu til­liti til verð­bólgu, hafa vaxið árlega um 0,1% á þessum fjórum ára­tug­um. Þess sér engin merki að hag­vaxt­ar­flóðið hafi lyft öllum bát­um, né heldur að neitt hafi „seytlað nið­ur“ eða molar hrotið af borðum hinna rík­u. 

Valda­til­færsla: frá fólk­inu til fjár­magns­eig­enda

Og auði fylgja völd. Hinir ofur­ríku eiga ekki bara fjár­mála­kerf­ið, stór­fyr­ir­tækin og hafa ráðn­ing­ar­vald­ið. Þeir eiga líka fjöl­miðl­ana, hug­veit­urn­ar, flesta póli­tíku­sana, og ráða þar með leik­regl­unum og þar með talið skatt­kerf­inu. Nið­ur­staðan er þessi: „Við getum búið við lýð­ræði eða við sættum okkur við að auð­ur­inn safn­ist á fáar hendur – en við getum ekki búið við hvort tveggja“ – svo vitnað sé til orða Luis Brandeis, for­seta Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna (sem Brandeis col­lege er kenndur við, þar sem margir Íslend­ingar hafa stundað nám, þ.á.m. Geir Haar­de, fv for­sæt­is­ráð­herra). 

Er þetta eitt­hvert nátt­úru­lög­mál? Nei, þetta er póli­tík. Með vax­andi mis­skipt­ingu auðs og tekna, fylgir líka mis­skipt­ing valds og áhrifa. Völdin hafa færst frá almenn­ingi til fjár­mála­el­ít­unn­ar. Frá full­trúum laun­þega (verka­lýðs­hreyf­ing­unni) til atvinnu­rek­enda. Frá þjóð­ríkjum til alþjóða­væddra auð­hringa; frá þjóð­þingum til þjófræð­is. Eitt athygl­is­vert auð­kenni þess­arar þró­unar er eft­ir­far­andi: Það sem hér áður fyrr var talin vera venju­leg þjón­ustu­grein við atvinnu­líf­ið, bók­hald kennt við lög­gilta end­ur­skoð­un, er nú orðið að alþjóð­legri og hálaun­aðri ráð­gjafa­starf­semi með hund­ruð þús­unda sér­fræð­inga í skattsvikum í sinni þjón­ustu.

 Að sögn sér­fræð­inga Berkley háskóla í skatta­brans­anum ganga þessir auð­hringar undir nafn­inu „The Big Four“ (Deloitte, Ernst and Young, KPMG og PriceWa­ter­Hou­seCooper). Undir þeirra vernd­ar­væng hefur orðið til þriðja stærsta hag­kerfi heims, skattaparadís­ir. Á afviknum stöð­um, aflandseyjum og útnárum heims­ins. En ekki bara þar heldur líka þar sem síst skyldi, innan vébanda ESB, sem ætti að vera fremst í flokki fjöl­þjóða­stofn­ana við að koma lögum yfir þjóð­ríki, sem selja full­veldi sitt í þjón­ustu lög­brjóta við að stela skatt­stofnum ann­arra ríkja (og rétt­læta það með því að það þurfi að svelta vel­ferð­ar­ríkin til hlýðn­i).  Lúx­em­borg, Malta, Kýp­ur, já og Nið­ur­lönd­in, Írland og öll eykrílin undir vernd bresku krún­unn­ar. Binda ekki Brex­it-­sinn­arnir vonir sínar um að í stað­inn fyrir stóra Bret­land, geti litla Eng­land blómstrað í City of London sem skattapara­dís fram­tíð­ar­inn­ar?

Nið­ur­staða: Nýfrjáls­hyggju­far­ald­ur­inn, sem hefur farið eins og eldur um sinu um heims­byggð­ina sl. 40 ár er orð­inn að alvar­legri ógn við lýð­ræð­ið, vel­ferð­ar­ríkið og sjálft líf­rík­ið. Um hvað er póli­tík? Hún á að vera um það að taka í taumana í tæka tíð til þess að afstýra þess­ari fyr­ir­sjá­an­legu ógn. Kunnum við það? Já – við höfum gert það áður. Það heitir Nor­ræna mód­el­ið. Sumir kalla það hið félags­lega mark­aðs­kerfi Evr­ópu. Við þurfum að mynda póli­tískt banda­lag allra þeirra sem hafa hags­muna að gæta í því að hrinda yfir­stand­andi árás á vel­ferð­ar­ríkið og líf­rík­ið. 

Ef við ein­blínum á aðal­at­riðin kemur í ljós að það er miklu fleira sem sam­einar en sundr­ar. Við erum meiri­hlut­inn. Virkjum lýð­ræð­ið. Sam­ein­umst um praktískar lausnir sem duga. 

Ítar­efni sem er kveikjan að þess­ari grein má finna í eft­ir­far­andi bók­um: 

  • Saez og Zuck­man: The Tri­umph of Inju­st­ice; How the rich dodge taxes and how to make them pay. W.W. Norton and Company 2019
  • Atk­ins­son, A: Inequ­ality; What can be done? Harvard Uni­versity press 2015. 
  • Piketty, T: Capi­tal and Ideo­logy. The Belknap Press of Harvard Uni­versity 2019.)

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­­maður Alþýð­u­­flokks­ins og utan­rík­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar