Um hvað er pólitík?

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það sé sífellt að koma betur í ljós að óheftur kapítalismi fæst ekki staðist til lengdar án afskipta ríkisvaldsins.

Auglýsing

Það er að koma æ betur í ljós að kapítalismi (markaðskerfi) – án afskipta ríkisvaldsins – fær ekki staðist til lengdar. Ástæðurnar eru margar, en sú helst, að samþjöppun auðs og valds á fárra hendur er innbyggð í kerfið. Fjármálakerfi, sem þjónar þeim tilgangi að ávaxta fé hinna ofurríku, breytist í kapítalisma á sterum. Eftirsókn eftir skammtímagróða verður allsráðandi. Það breytist í bóluhagkerfi sem að lokum springur í bankakreppu sem skattgreiðendur – ríkið – verða að bjarga til að forða allsherjarhruni. Þetta gerist með reglulegu millibili. Þetta gerðist á árunum 2008-9. Mörg þjóðríki – ekki síst innan ESB hafa enn ekki náð sér. Þetta á eftir að gerast aftur nema ríkið grípi í taumana í tæka tíð. 

Það er m.ö.o. misskilningur að pólitík snúist um val milli þess að vera markaðssinni eða ríkisforsjársinni. Afnám markaðskerfisins í sovétinu sáluga bauð upp á sveltandi sósíalisma. Stera-kapitalismi – markaðskerfi án ríkisafskipta – endaði í heimskreppu 1929 og lauk ekki fyrr en í heimsstyrjöld sem kostaði tugi milljóna mannslífa. Það var ríkisvaldið sem forðaði okkur frá nýrri heimskreppu 2008. Í millitíðinni hafa nær öll þjóðríki heims orðið fyrir barðinu á bóluhagkerfum og mini-kreppum markaðskerfis, sem var annað hvort án afskipta ríkisvaldsins eða það lét ekki að stjórn. Það þarf ekki frekar vitnanna við að stera-kapítalismi er ósjálfbær. Og það sem verra er: Ef ekki verður gripið í taumana mun hann fyrirsjáanlega tortíma lífríkinu og gera jörðina óbyggilega. 

Gullöld jafnaðarstefnu

Æ fleiri horfa nú með söknuði til tímabilsins 1950-1980 sem nú er kennt við hina sósíal-demókratísku gullöld Evrópu. Norðurlönd voru þá í fararbroddi. En hið félagslega markaðskerfi Evrópu dró dám af þeim. Umgjörðin um alþjóðakerfið (kennt við Bretton-Woods) var umsamið fastgengiskerfi gjaldmiðla. Fjármálamarkaðir lutu stjórn þjóðríkja. Markaðskerfið laut samkeppnisreglum, sem ríkið setti og milliríkjasamningar greiddu götu alþjóðaviðskipta. Markaðir lutu stjórn þjóðríkisins. 

Innan landamæra þjóðríkja voru byggð upp velferðarríki. Hlutur ríkisins í þjóðartekjum óx frá ca. 20 % í 45- 50%. Ríkið tryggði öllum almannatryggingar, aðgengi að menntun, stuðlaði að fullri atvinnu og sá fyrir því að allir fengu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta var fjármagnað með stighækkandi sköttum þar sem fjármagnseigendur og hinir efnameiri greiddu meira til sameiginlegra þarfa en hinir lægst launuðu. 

Þrátt fyrir háa skatta og víðtæk afskipti af mörkuðum var hagvöxtur mun meiri en á yfirstandandi tímabili nýfrjálshyggjunnar (1980-2020) sem og framleiðni. Lífskjör fóru hraðbatnandi og jöfnuður í eigna- og tekjuskiptingu fór vaxandi, vegna afskipta ríkisvaldsins af mörkuðum.  Markaðir eru nefnilega ekki sjálf-leiðréttandi. Afskipti ríkisins af mörkuðum draga ekki úr hagvexti og fjárfestingu, né sköpun starfa. Þvert á móti. Heimatrúboð nýfrjálshyggjunnar hefur ekki staðist dóm reynslunnar. Trúboðarnir hafa reynst vera falsspámenn í þjónustu auðvaldsins. 

Uppreisn gegn velferðarríkinu

Yfirstandandi tímabil nýfrjálshyggjunnar (1980-2020) hófst sem uppreisn gegn velferðarríkinu. Þetta byrjaði allt saman með valdatöku Thatcher í Bretlandi og Reagan í Bandaríkjunum. Trúboðið snerist um að hætta afskiptum ríkisins af mörkuðum; að einkavæða ríkiseignir og að lækka skatta á fjármagnseigendum. Þetta átti að örva hagvöxt, sem að lokum myndi „seytla“ niður til allra. Hagvaxtaflóðið átti að lyfta öllum bátum. Þau þjóðríki sem ekki spiluðu eftir leikreglum nýfrjálshyggjunnar myndu heltast úr lestinni í hagvaxtarkapphlaupinu og verða stöðnun og atvinnuleysi að bráð. Nú, fjórum áratugum síðar, vitum við betur. Nýfrjálshyggjan er hugmyndalega og hagfræðilega gjaldþrota rétt eins og Sovétkommúnisminn. Nýfrjálshyggjutrúboðarnir eru greinilega andlega skyldir kommúnistum: Báðir trúa á Stórasannleik, sem stenst í hvorugu tilvikinu. 

Auglýsing
Afleiðingin af þessari þjóðfélagstilraun nýfrjálshyggjunnar lýsir sér í svo hraðvaxandi ójöfnuði í eigna- og tekjuskiptingu, að samþjöppun auðs og valds í höndum örfámenns forréttindahóps er orðin grafalvarleg ógn við lýðræðið, sem hvarvetna í heiminum er nú orðið á undanhaldi. Tökum dæmi af háborg stera-kapítalismans – Bandaríkjunum. Hvað hefur gerst á tímabilinu frá 1970-2018? Hlutur hinna ofurríku (1% þjóðarinnar) í þjóðarauðnum hefur aukist úr 22% í 37% þjóðarauðsins. Hlutur hinna (90% þjóðarinnar) hefur minnkað úr 40% í 27% þjóðarauðsins. Það hafa orðið alger umskipti varðandi auð og völd: Það sem 90% þjóðarinnar hefur tapað hefur forréttindahópur fjármagnseigenda áunnið. 

Og hvað með tekjuskiptinguna? Frá árinu 1980 hafa tekjur 0,1% hinna ofurríku aukist um 320%. Tekjur hinna vellríku (0,01% þjóðarinnar) hafa vaxið um 430%. Og tekjur hinna stjarnfræðilega ríku (0,001% þjóðarinnar, sem samanstendur af 2300 einstaklingum) hafa vaxið um 600%.

Hvað með þann helming þjóðarinnar (50% íbúafjöldans) sem teljast til hinna láglaunuðu? Tekjur þeirra, að teknu tilliti til verðbólgu, hafa vaxið árlega um 0,1% á þessum fjórum áratugum. Þess sér engin merki að hagvaxtarflóðið hafi lyft öllum bátum, né heldur að neitt hafi „seytlað niður“ eða molar hrotið af borðum hinna ríku. 

Valdatilfærsla: frá fólkinu til fjármagnseigenda

Og auði fylgja völd. Hinir ofurríku eiga ekki bara fjármálakerfið, stórfyrirtækin og hafa ráðningarvaldið. Þeir eiga líka fjölmiðlana, hugveiturnar, flesta pólitíkusana, og ráða þar með leikreglunum og þar með talið skattkerfinu. Niðurstaðan er þessi: „Við getum búið við lýðræði eða við sættum okkur við að auðurinn safnist á fáar hendur – en við getum ekki búið við hvort tveggja“ – svo vitnað sé til orða Luis Brandeis, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna (sem Brandeis college er kenndur við, þar sem margir Íslendingar hafa stundað nám, þ.á.m. Geir Haarde, fv forsætisráðherra). 

Er þetta eitthvert náttúrulögmál? Nei, þetta er pólitík. Með vaxandi misskiptingu auðs og tekna, fylgir líka misskipting valds og áhrifa. Völdin hafa færst frá almenningi til fjármálaelítunnar. Frá fulltrúum launþega (verkalýðshreyfingunni) til atvinnurekenda. Frá þjóðríkjum til alþjóðavæddra auðhringa; frá þjóðþingum til þjófræðis. Eitt athyglisvert auðkenni þessarar þróunar er eftirfarandi: Það sem hér áður fyrr var talin vera venjuleg þjónustugrein við atvinnulífið, bókhald kennt við löggilta endurskoðun, er nú orðið að alþjóðlegri og hálaunaðri ráðgjafastarfsemi með hundruð þúsunda sérfræðinga í skattsvikum í sinni þjónustu.

 Að sögn sérfræðinga Berkley háskóla í skattabransanum ganga þessir auðhringar undir nafninu „The Big Four“ (Deloitte, Ernst and Young, KPMG og PriceWaterHouseCooper). Undir þeirra verndarvæng hefur orðið til þriðja stærsta hagkerfi heims, skattaparadísir. Á afviknum stöðum, aflandseyjum og útnárum heimsins. En ekki bara þar heldur líka þar sem síst skyldi, innan vébanda ESB, sem ætti að vera fremst í flokki fjölþjóðastofnana við að koma lögum yfir þjóðríki, sem selja fullveldi sitt í þjónustu lögbrjóta við að stela skattstofnum annarra ríkja (og réttlæta það með því að það þurfi að svelta velferðarríkin til hlýðni).  Lúxemborg, Malta, Kýpur, já og Niðurlöndin, Írland og öll eykrílin undir vernd bresku krúnunnar. Binda ekki Brexit-sinnarnir vonir sínar um að í staðinn fyrir stóra Bretland, geti litla England blómstrað í City of London sem skattaparadís framtíðarinnar?

Niðurstaða: Nýfrjálshyggjufaraldurinn, sem hefur farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina sl. 40 ár er orðinn að alvarlegri ógn við lýðræðið, velferðarríkið og sjálft lífríkið. Um hvað er pólitík? Hún á að vera um það að taka í taumana í tæka tíð til þess að afstýra þessari fyrirsjáanlegu ógn. Kunnum við það? Já – við höfum gert það áður. Það heitir Norræna módelið. Sumir kalla það hið félagslega markaðskerfi Evrópu. Við þurfum að mynda pólitískt bandalag allra þeirra sem hafa hagsmuna að gæta í því að hrinda yfirstandandi árás á velferðarríkið og lífríkið. 

Ef við einblínum á aðalatriðin kemur í ljós að það er miklu fleira sem sameinar en sundrar. Við erum meirihlutinn. Virkjum lýðræðið. Sameinumst um praktískar lausnir sem duga. 

Ítarefni sem er kveikjan að þessari grein má finna í eftirfarandi bókum: 

  • Saez og Zuckman: The Triumph of Injustice; How the rich dodge taxes and how to make them pay. W.W. Norton and Company 2019
  • Atkinsson, A: Inequality; What can be done? Harvard University press 2015. 
  • Piketty, T: Capital and Ideology. The Belknap Press of Harvard University 2019.)

Höf­undur er fyrrverandi for­maður Alþýðu­flokks­ins og utanríkisráðherra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar