Gluggað í stjórnaryfirlýsingu

Auglýsing

Ef fara á í sauma á stefnu­lýs­ingu nýrrar rík­is­stjórnar þarf mikið rými. Margt er þar ósagt, eitt­hvað óljóst, annað almennt og túlk­an­legt og enn annað bæri­lega skýrt. Sam­kvæmt orðum for­svars­mann­anna eru vel­ferð­ar­mál í víðum skiln­ingi og inn­viðir lands og sam­fé­lags mál mál­anna. Eftir van­fjár­mögnun úrbóta sl. kjör­tíma­bil, í marg­yf­ir­lýstu góð­æri þar sem fjár­laga­frum­varp 2017 var samt undir núlli tekju­meg­in, er deg­inum ljós­ara að mikla við­bót­ar­fjár­mögnun þarf svo koma megi mörgu í betra horf á næstu 1-2 árum. Til þess þarf tugi millj­arða króna, senni­lega 50-60 millj­arða á ári. Þá er ekki gert ráð fyrir t.d. nýjum Land­spít­ala. Aft­ar­lega í stefnu­lýs­ing­unni er skrifað að nú skuli „veru­legar útgjalda­aukn­ingar rúm­ast inn­an­ hag­sveifl­unn­ar. Það merkir að veru­legan tekju­auka í úrbætur má ekki sækja til­ ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem eru meira en aflögu­fær - og það ­stað­fest ­með orðum fjár­mála­ráð­herra um „engar skatta­hækk­an­ir“. Hér er sem sagt verið að binda úrbætur við óvissa hag­sveiflu í stað þess að láta hags­muni almenn­ings ráða og sækja fé þangað sem það er til í miklu magni; t.d. hjá því eina pró­senti fjár­magnstekju­eig­enda sem tekur við 44% allra fjár­magnstekna en þær voru alls 95 millj­arðar sl. ár. Eða með komu­gjöldum eða kolefn­is­skatti á stórðju eða hærri veiði­gjöldum eða...?

Í yfir­lýs­ing­unni er opnað fyrir einka­væð­ingu í mennta­kerf­inu og sam­göngum með loðnu orða­lagi. Í heil­brigð­is­málum er hins vegar ekki minnst á „sam­fjár­mögn­un“ eða „fjöl­breytt­ara rekstr­ar­for­m“. Það eru loðnu hug­tökin sem fela þessi áform um einka­væð­ingu í hinum mála­flokk­un­um. Aðeins er tæpt á mik­il­vægum og jákvæðum mark­mið­um, m.a. „góðri þjón­ustu óháð efna­hag“. Því er nefni­lega þannig varið að einka­væð­ing í heil­brigð­is­þjón­ustu er nokkuð á veg komin og skv. lögum um rík­is­fjár­mál er unnt að halda henni áfram án þess að slíkt komi inn til með­ferðar Alþing­is. 

Í plagg­inu eru jákvæð orð í garð inn­flytj­enda, flótta­manna og fólks utan EES sem leitar hingað til vinnu en ekk­ert um þró­un­ar­að­stoð, aðeins neyð­ar­að­stoð. Við erum ein nís­kasta þjóð heims í þessum efnum með 0,24% af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu (2015) í stað við­mið­unar nágranna­þjóða og mark­miða SÞ sem er 0,7%. Er ekki þarna einn lyk­ill­inn að betri mögu­leikum fólks í fjar­lægum löndum til að efla eigin hag? Eigum við ekki að gera bet­ur?

Auglýsing

Svo­kall­aður stöð­ug­leika­sjóður er ágæt hug­mynd til umræðu og útfærslu. Tekjur í hann hljóta að verða að vera úr nokkrum áttum en ekki aðeins úr afrakstri af orku­auð­lindum eins og rík­is­stjórnin vill. Vegna orð­fæðar getur mann grunað að þarna sé verið að opna smugu á raf­ork­út­flutn­ing til Bret­lands (þótt við séum ekki aflögu­fær næstu árin, hvað sem seinna kann að verða) eða ýtt undir vænt­ingar um gróða úr hugs­an­legri olíu­vinnslu við Jan Mayen. Nú getur nýr umhverf­is­ráð­herra spáð í umhverf­is­hlið þessa síð­ar­nefnda gjörn­ings og vegið á móti orðum um sjálf­bærni, grænt hag­kerfi og andóf gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Hún veit vænt­an­lega að sam­kvæmt alþjóð­legu mati á ekki snerta við nema þriðj­ungi þekktra birgða jarð­efna­elds­neytis ef á að takast að koma böndum á hlýnun á ver­ald­ar­vísu. Ýmis­legt í umhverf­is­mála­stefn­unni er jákvætt og stuðn­ings vert þegar í ljós kemur hvað í henni fel­st, t.d. í aðgerða­á­ætlun vegna Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, stöðvun frek­ari fjár­fest­inga í meng­andi, orku­frekum iðn­aði og í áætlun um vernd mið­há­lend­is­ins.

Afla­marks­kerfið í sjáv­ar­út­vegi er sagt hafa sannað gildi sitt og m.a. „tryggt sjálf­bærni fisk­veiða“. Það er nálægt réttu ef horft er ein­ungis til ástands fiski­stofna, þ.e. nátt­úru­þáttar sjálf­bærn­inn­ar. En alls ekki ef litið er á hina  óað­skilj­an­legu þætti hug­taks­ins:  Hag­rænnar sjálf­bærni og félags­legrar sjálf­bærni. Kvóta­kerfið hefur hvor­ugt tryggt, sbr. afar ójafna dreif­ingu hagn­aðar af auð­lind­inni til fólks og hún hefur bein­línis aukið á félags­legt órétt­læti sé t.d. horft til illa far­inna byggða um allt land. Hvað könnun sem boðuð er á mark­aðsteng­ingu í grein­inni boð­ar, á eftir að koma í ljós, nái flokk­arnir saman um stefnu­mörkun þar. Hver verður lands­byggð­ar­prófíllin þar?

Í land­bún­aði er sumt gam­alt efni. Þar á að fram­fylgja lögum og þar með end­ur­skoðun búvöru­samn­ings sem til varð í fyrra (raunar and­stætt Bjartri fram­tíð) og halda sem öfl­ugastri mat­væla­fram­leiðslu uppi. Sjáum til með hvað það inni­ber. Í umhverf­is­málum land­bún­aðar virð­ist sjónum helst beint rekstri býla og kannski land­nýt­ingu en ekki að öðrum þætti þeirra: Umhverf­is­þætti mat­ar­inn­flutn­ings og þeim háttum sem hafðir eru á dreif­ingu mat­vöru í 

land­inu. Hún ein­kenn­ist af sam­þjöppun versl­unar og afurða­vinnslu, linnu­lausum og miklum flutn­ingum inn­an- og utan­lands og löngum leiðum okkar flestra til kaupa mat­væli. Löngu er tími til kom­inn að horfa á alla mat­væla­fram­leiðslu i hnatt­ræn­u ­sam­hengi. Hagur neyt­enda telst ekki bara í krónum heldur líka í grænum áhersl­um. Hann byggir ekki  ein­ungis á góðu vöru­úr­vali heldur einnig á heil­næmri og hreinni gæða­vöru. Hagn­aður inn­flytj­enda og versl­unar eru ekki eitt helsta mark­mið sam­fé­lags­ins heldur líka skyn­sam­legar nátt­úr­nytjar og orku­sparn­að­ur. 

Ferða­þjón­ust­unni er gert lágt undir höfði í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni og veikri Stjórn­stöð ferða­mála ætlað að koma í stað löngu tíma­bærra skipu­lags­breyt­inga sem varða lög um ferða­þjón­ustu, ýmsar stofn­anir og nýtt ráðu­neyti. Engar veru­legar tekju­mark­anir koma fram og þegar rætt er um sam­hæf­ingu er óljóst hvað gera á í mál­efnum þjóð­garða. Fram­kvæmda­sjóður ferða­manna­staða, end­ur­skipu­lagn­ing björg­un­ar­sveita og land­vörslu eða skil­grein­ingar á þol­mörkum staða, svæða og lands­ins alls sést varla stað­ur. Ferða­menn verða senni­lega komnir nálægt 4 millj­óna mark­inu, ríf­leg tvö­földun miðað við 2016 við lok starfs­tíma stjórn­ar­inn­ar, sitji hún allt kjör­tíma­bil­ið. Bíla­stæða­gjöld eru nefnd og mætti þá biðja um annað og meira í umfjöllun um höf­uða­tvinnu­veg­inn.

Þessi grein tæpir á ýmsu og víst að rík­is­stjórn­inni verður ekki létt að fulln­usta það sem ýjað er að eða sagt fullum fet­um. Þar kemur til dæmis að aug­ljósri frjáls­hyggju­kenndri hægri stefnu hennar og naumum meiri­hluta. Stjórn­ar­and­staðan mun von­andi bera gæfu til að berj­ast á móti því sem er and­stætt hag og lífs­skil­yrðum þorra fólks. Um leið verður hún að styðja það sem er stuðn­ings virði en vafa­laust verður stjórn­inni ekki gert kleift að semja við ein­staka flokka eða þing­menn - hún mætir býsna sam­stæðri and­stöðu fjög­urra flokka. Í þá stöðu kom hún sér sjálf með ófull­nægj­andi eða rangri stefnu í sumum höf­uð­mál­um, og við inn­múrun Við­reisnar í Bjarta fram­tíð, eða öfugt.

Höf­undur er þing­maður VG í Suð­ur­kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None