Barnaníðingur stýrir sértrúarsöfnuði úr fangelsi í Texas

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér ótrúlega sögu Warren Jeffs, sem um tíma var á lista FBI yfir hættulegstu glæpamenn Bandaríkjanna.

Kristinn Haukur Guðnason
Warren jeffs
Auglýsing

War­ren Jeffs var um skeið á lista ­banda­rísku alrík­is­lög­regl­unnar yfir 10 hættu­leg­ustu glæpa­menn­ina á flótta. ­Þrátt fyrir það að hann hafi verið hand­samaður árið 2006 og sitji nú bak við lás og slá er hann ekki síður hættu­legur því að hann stýrir ennþá lífum þús­unda víðs vegar um Banda­rík­in. FLDS er söfn­uður sem myndi fylgja War­ren Jeffs í gröf­ina án þess að hika.

Sætt­u ­sig ekki við ein­kvæni

Spá­mað­ur­inn Jos­eph Smith skrif­aði og gaf út Morm­óns­bók árið 1830 og lað­aði í kjöl­farið að sér fjölda safn­að­ar­með­lima í trú­ar­hreyf­ingu sem nefnd var Kirkja Jésú Krists og hinna seinni tíma dýr­linga. Í dag­legu tali eru með­lim­ir ­kirkj­unnar kall­aðir morm­ónar og eru þeir í dag um 15 millj­ónir tals­ins. Smit­h ­stofn­aði kirkj­una í New York fylki en flutti sig um set vestur á bóg­inn til­ Ill­in­o­is. Þar ákvað hann að bjóða sig fram til for­seta Banda­ríkj­anna árið 1844. Fram­boðið var mjög umdeilt þar sem hann boð­aði m.a. fjöl­kvæn­i. 

Smith var myrt­ur af reiðum múg þetta sama ár og hann hefur allar götur síðan verið einn hel­sti ­dýr­lingur og písl­ar­vottur morm­óna­trú­ar. Brig­ham Young tók við kirkj­unni og ­flutti hinn litla og umdeilda söfnuð vestur yfir Kletta­fjöll til Utah þar sem hann festi sig í sessi. Undir lok 19. aldar og í upp­hafi þeirrar 20. átt­u morm­ónar þó í vök að verj­ast gagn­vart banda­rísku rík­is­stjórn­inni vegna ­fjöl­kvæn­is­ins og kirkju­leið­tog­arnir reyndu hægt og bít­andi að upp­ræta það inn­an­ safn­að­ar­ins. 

Auglýsing

Fyrst með til­skip­unum en að lokum með bann­fær­ingu með­lima sem ­stund­uðu það. Ekki sættu allir sig við þessa breyt­ingu og fjöldi smárra að­skiln­að­ar­safn­aða varð til, flestir ein­ungis með nokkur hund­ruð eða þús­und ­með­lim­i. 

Fjöl­menn­asti hóp­ur­inn kall­aði sig Bók­stafs­trú­ar­kirkju Jésú Krists og hinna seinni tíma dýr­linga, FLDS, sem klauf sig frá­ ­móð­ur­kirkj­unni árið 1954. Upp­hafs­maður FLDS var Leroy S. John­son sem var þá kom­inn vel á sjö­tugs­aldur en átti eftir að leiða hinn nýja söfnuð í rúm­lega 30 ár. Hann var álit­inn hinn nýji spá­maður af safn­að­ar­með­limum sem bjuggu flest­ir í tveim ein­angr­uðum smá­bæjum á mörkum Utah og Arizona. Smærri sam­fé­lög FLDS sprutt­u í Texas, Colora­do, Suður Dakota, Okla­homa, Kanada og Mexíkó. Þegar best lét taldi söfn­uð­ur­inn um 15.000 manns.

Ein­angr­að líf

FLDS með­limir velja sér land­fræði­lega ein­angr­aða staði til að búa á, staði sem eru afmark­aðir af fjöll­um, skógum eða ám. Þeir vilja sem minnst vita af umheim­inum og fylgj­ast grannt með öllu ut­an­að­kom­andi fólki. Oft eru háir veggir reistir í kringum sam­fé­lög­in. Vald ­spá­manns­ins yfir safn­að­ar­með­limum er algert og strangar reglur gilda um flesta hluti dag­legs lífs. Hlutir á borð við sjón­vörp, dag­blöð og tölvur eru alger­lega ­bann­aðir og ekki má hafa sam­band við fólk utan sam­fé­lags­ins, jafn­vel þó það teng­ist fjöl­skyldu­böndum. Fólkið eyðir því mestum frí­tíma sínum í lestur trú­ar­legra rita. Fólk­inu er einnig ­gert að klæða sig á ákveð­inn hátt. Karl­menn skulu klæð­ast annað hvort jakka­fötum eða þá galla­buxum og síðri hnepptri skyrtu. Konur klæðast pastellit­uðum „sléttu­kjól­um” og með hárið bundið í fasta fléttu

Ein­angr­un­in og hinn sér­staki klæða­burður minnir því um margt á Amish sam­fé­lögin í Mið­vest­ur­ríkj­un­um. En FLDS eiga sér þó mun stærri skugga­hliðar og mikið af því teng­ist fjöl­kvæn­inu. Karl­menn fá ekki að gift­ast nema með leyfi kirkj­unnar og það leyfi fá þeir ekki nema þeir greiði vissa upp­hæð fyr­ir. Eftir því sem karl­arnir eld­ast og greiða meira og meira til kirkj­unnar fá þeir fleiri eig­in­konur og þar af leið­andi fleiri börn. Konur og afkvæmi eru því eins kon­ar gjald­mið­ill innan sam­fé­lags­ins. Kon­urnar hafa ekk­ert um það að segja hverj­u­m þær gift­ast og eru oft giftar barn­ung­ar. Þetta kerfi veldur því vita­skuld að ein­ungis fáir karl­menn fá að gift­ast. Því eru fjöl­margir ung­lings­piltar rekn­ir úr sam­fé­lag­inu fyrir smá­vægi­leg brot. Þessir piltar hafa verið kall­aðir “týnd­u drengirn­ir” þar sem þeir kunna ekk­ert að bjarga sér út í hinum stóra heimi utan­ FLDS sam­fé­lag­anna. Fjöl­margir þeirra hafa því leiðst út í eit­ur­lyfja­neyslu og ­glæpi. Annað vanda­mál sem fylgir þess­ari sam­fé­lags­gerð er hin mikla ­skyld­leika­ræktun sem á sér stað vegna sifja­spells. Þetta hefur orsakað það að ó­venju hátt hlut­fall FLDS barna fæð­ast með þroska­skerð­ingu, floga­veiki og fleiri kvilla. 

Ald­urs­dreif­ingin í sam­fé­lag­inu er einnig bjög­uð. Um það bil tveir þriðju safn­að­ar­með­lima eru undir tví­tugu. Kirkjan arð­rænir líka safn­að­ar­með­limi sína. Með­lim­ir FLDS eru krafðir um að gefa tíund tekna sinna til kirkj­unnar en í raun er þrýst á að gefa mun stærri hlut. Kirkjan á því flest íbúð­ar­húsin sem eru auð­vitað stór rétt eins og fjöl­skyldu­gerð­in. Kirkjan sjálf er mold­rík og stund­ar at­vinnu­starf­semi að ýmsu tagi svo sem land­bún­að, bygg­ing­ar­iðnað og fram­leiðslu ­vél­ar­hluta. Safn­að­ar­með­limir eru iðu­lega látnir gefa vinnu sína, jafn­vel ­börn­in. Það komst í frétt­irnar árið 2012 að kirkjan hafði tekið börn úr skóla til að sinna pek­an­hnetu­tínslu myrkr­anna á milli og án launa.

Hinn eftilýsti spá­maður

Þegar Leroy S. John­son lést árið 1986 tók Ru­lon Jeffs við stjórn­ar­taumunum í kirkj­unni og stöðu spá­manns. Hann stýrð­i ­kirkj­unni allt til dauða­dags árið 2002. Rulon átti um 20 eig­in­konur og um 60 ­börn, þar á meðal arf­taka sinn War­ren Jeffs. Þegar Jeffs tók við for­yst­unn­i ­gift­ist hann öllum eft­ir­lif­andi ekkjum föður síns til að tryggja völd sín inn­an­ safn­að­ar­ins. Alls á Waren Jeffs um 60 börn með 78 eig­in­kon­um. 

Allt frá unga aldri var War­ren Jeffs hald­inn mik­illi barna­girnd og sem sonur spá­manns­ins var hann í ein­stakri aðstöðu til að kom­ast í kynni við börn. Talið er að hann hafi mis­notað börn allt niður í 5 ára aldur og þar með talin sín eig­in. Sem spá­mað­ur­ beitti hann valdi sínu óspart bæði fyrir sig sjálfan og nán­ustu sam­verka­menn. ­Yf­ir­völd í Utah höfðu haft vit­neskju um hann um tíma en áttu erfitt með að hafa hendur í hári hans þar til árið 2006. Þá náð­ist að koma Jeffs á lista banda­rísku alrík­is­lög­regl­unnar (FBI) ­yfir 10 hættu­leg­ustu glæp­menn lands­ins á flótta. Skyndi­lega var and­lit hans alls staðar en það tók engu að síður um hálft ár að finna hann. Jeffs var hand­tek­inn í bíl rétt utan við Las Vegas við reglu­bundið umferð­ar­eft­ir­lit. Jeffs var fluttur til Utah þar sem réttað var yfir honum fyrir þá sök að koma á gift­ingum milli full­orð­inna karl­manna og stúlku­barna. 

Hann var fund­inn sekur í hér­aði en hæsti­réttur fylk­is­ins vís­aði mál­inu aftur heim í hérað vegna ­form­galla. Ljóst var að dóm­arar í hæsta­rétti voru á bandi spá­manns­ins og hann yrði aldrei dæmdur til fang­els­is­dóms í Utah. Hann var því fram­seldur til Texa­s þar sem hann átti á höfði sér tvær ákærur fyrir nauðgun á stúlkum und­ir­ lögaldri. Þar fékk hann lífs­tíð­ar­dóm auk 20 ára til við­bótar árið 2011. Hand­taka og dómur War­ren Jeffs olli straum­hvörfum í FLDS sam­fé­lag­inu. Fjöld­i ­með­lima hefur síðan skroppið saman um þriðj­ung, niður í 10.000 með­limi þar sem ­fólk hefur annað hvort sagt sig úr kirkj­unni, flúið eða verið rekið úr henni. Þar á meðal fjögur af börnum War­rens. Tvö af þeim, nú upp­kom­in, hafa lýst kyn­ferð­is­mis­notkun sem faðir þeirra framdi gegn þeim. Flest­ir FLDS með­limir halda þó enn tryggð við kirkj­una og War­ren Jeffs sem þeir telja nú vera písl­ar­vott.Upp­lausn­ar­á­stand

Jeffs sagði af sér for­mennsku í söfn­uð­in­um árið 2007 og lýsti því meira að segja yfir að hann væri ekki sannur spá­maður en ­ljóst er þó að hann stýrir söfn­uð­inum innan veggja fang­els­ins. Bróðir hanns, Lyle Jeffs, hittir hann reglu­lega og kemur skila­boðum áleið­is. Einnig hef­ur hann sam­band við í gegnum síma þar sem ræðum hans er oft útvarpað inn­an­ ­sam­fé­lag­anna. Allt frá hand­töku hefur Jeffs sýnt af sér ákaf­lega und­ar­lega hegð­un. Hann talar ekki við nema fáeinna útvalda, aldrei við fjöl­miðla eða ­yf­ir­völd. Í rétt­ar­salnum fór hann sjálfur með loka­orðin í vörn sinni. Hann ­sagði þó ekki stakt orð heldur starði á kvið­dóm­endur í u.þ.b. 40 mín­út­ur. 

Hann hefur farið í mörg hung­ur­verk­föll innan fang­els­is­ins og oft stendur hann graf­kyrr tímunum saman og starir eða þylur upp eitt­hvað alger­lega ­sam­heng­is­laust. Hann fylgist mikið með fréttum og þegar fregnir koma af al­var­legum áföllum eða nátt­úru­ham­förum miðlar hann því til safn­að­ar­ins sem frekari ­sönnun þess að heimsendir sé í nánd. And­legri heilsu hans er því aug­ljós­lega ­virki­lega ábóta­vant. Þessi sturlun hans kemur glöggt fram í FLDS sam­fé­lag­in­u þar sem Jeffs setur fleiri og fleiri und­ar­legar reglur sem dyggir safn­að­ar­með­limir fylgja mót­þróa­laust. 

Í októ­ber síð­ast­liðnum lýsti Charlene Jeffs, fyrrum eig­in­kona Lyle sem nú er horfin úr söfn­uð­in­um, nýrri reglu sem aðrir hafa stað­fest að fyr­ir­skipuð var af War­ren. Nú mega eig­in­menn ekki leng­ur eiga börn með konum sínum heldur ein­ungis útvaldir „sæð­is­ber­ar”, 15 menn sem hand­valdir voru af Jeffs. Hún segir enn­frem­ur: „Það er skylda eig­in­manns að halda í hönd konu sinnar á meðan sæð­is­ber­inn „dreifir sæði sín­u”. Eða á manna­máli, að eig­in­maður verður að sitja í her­berg­inu á meðan sæð­is­ber­inn, eða nokkrir, nauðga konu hans eða kon­um.” FLDS með­limum hefur verið bannað kjósa til for­seta Banda­ríkj­anna þar sem Jeffs hefur látið þau skila­boð ganga að hann sé hinn eig­in­legi for­seti. Þetta er ­börnum kennt í grunn­skólum sam­fé­lags­ins

Það sem hefur verið að ger­ast í sam­fé­lag­in­u ­síðan Jeffs var hand­samaður er að það fólk sem hafði ein­hverjar efa­semdir um ­kirkj­una er að flýja. Þetta er þvert á öll fjöl­skyldu­bönd og veldur því að ­fjöl­skyldur tvístr­ast þar sem sam­skipti við fólk utan safn­að­ar­ins eru bönn­uð. Ef eig­in­menn brjóta reglur kirkj­unnar eiga þeir það á hættu að kona þeirra og ­börn verði gefin öðrum manni. Eftir standa því dygg­ustu og um fram allt hlýðn­ustu með­lim­irnir sem mynd­u glaðir fylgja War­ren Jeffs fram á graf­ar­bakk­ann. Því veltur fram­tíð safn­að­ar­með­lima að miklu leyti á ótraustu and­legu ástandi hans sjálfs. Vel er hægt að ímynda sér álíka blóð­bað og átti sér stað í bænum Jonestown í Guyana árið 1978 þegar tæp­lega 1000 með­limir sér­trú­ar­söfn­uðs Jims Jones frömd­u ­fjölda­sjálfs­morð. Hér­ eru því þús­undir manns­lífa í höndum vit­firrts og inni­lok­aðs manns sem er al­ger­lega óút­reikn­an­leg­ur.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None