Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“

„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.

Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Auglýsing

Leit að flugi til Fær­eyja á vefnum Dohop hefur rokið upp um 420 pró­sent milli vikna. Skýr­ingin er sú að Fær­ey­ingum tókst snemma að ná góðum tökum á far­aldr­inum og útrýma kór­ónu­veirunni í sam­fé­lag­inu og nú hefur verið ákveðið að opna landa­mærin fyrir ferða­lög til og frá Íslandi um miðjan mán­uð­inn.

„Kæru frænd­ur, nú er rétti tím­inn til að heim­sækja Fær­eyj­ar,“ stendur í skila­boðum frá fær­eyska flug­fé­lag­inu Atl­antic Airways til íslensku þjóð­ar­inn­ar. „Við höfum opnað landa­mæri okkar sér­stak­lega fyrir Íslend­inga.“ Í skila­boð­unum er bent á að félagið muni frá og með 15. júní fljúga milli Kefla­vík­ur­flug­vallar og Fær­eyja þrisvar í viku; á mánu­dög­um, mið­viku­dögum og föstu­dög­um.

Íslend­ingar eru einnig að leita að flugi til ann­arra landa en leit þeirra að flugi inn­an­lands hefur einnig auk­ist um 76 pró­sent á einni viku.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð sem efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neytið vann að beiðni for­sæt­is­ráð­herra um hag­ræn áhrif þess að aflétta ferða­tak­mörk­unum til Íslands kemur m.a. fram að þrátt fyrir að hluti þeirra 200 millj­arða króna sem Íslend­ingar hefðu hugs­an­lega varið erlendis á þessu ári fari í neyslu inn­an­lands er ólík­legt að aukin neysla Íslend­inga hafi grund­valla­r­á­hrif á þróun ferða­þjón­ust­unnar þótt hún geti haft áhrif á ein­staka rekstr­ar­að­ila. Neysla Íslend­inga standi aðeins undir broti af tekjum flestra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja, ekki síst hót­ela, bíla­leigu­bíla og þeirra sem veita ýmsa sér­hæfða afþr­ey­ingu. Þá kemur einnig fram að ekki séu heldur vís­bend­ingar um að ferða­lög Íslend­inga inn­an­lands muni aukast mikið á næst­unni, enda dragi atvinnu­leysi og óvissa úr einka­neyslu.

Kæru frænd­ur, nú er rétti tím­inn til að heim­sækja Fær­eyjar 😍🇫🇴 Við höfum opnað landa­mæri okkar sér­stak­lega fyr­ir­...

Posted by Atl­antic Airways on Fri­day, May 29, 2020


Í maí var ákveðið að ferða­menn frá Fær­eyjum og Græn­landi þurfi ekki að sæta sótt­kví við kom­una til lands­ins. Áhrif þess eru að mati fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hverf­andi en hlut­fall Fær­ey­inga og Græn­lend­inga í heildar gistin­óttum árið 2019 var 0,1 pró­sent fyrir hvora þjóð.

En þegar tak­mark­anir eru á ferða­lögum víða ann­ars staðar í heim­inum gæti fjöldi ferða­manna frá þessum löndum hingað auð­vitað breyst. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent