Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður

Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.

Af vefsíðu Intenta
Auglýsing

Nýtt ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki, sem fyrr­ver­andi starfs­menn Capacent á Íslandi stofn­uðu snemma í síð­asta mán­uði eftir að ljóst var orðið að Capacent var á leið í þrot, seg­ist í stakk búið til þess að taka við hluta þeirra verk­efna sem Capacent áður sinnti fyrir við­skipta­vini sína.

Fyr­ir­tækið heitir Intenta og er ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki með „skýran fókus á við­skipta­greind, rekstr­ar­ráð­gjöf og stefnu­mótun á staf­rænni veg­ferð“ eins og Ingvi Þór Elliða­son, ráð­gjafi og fram­kvæmda­stjóri Intenta, orðar það í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Fjallað var um stofnun félags­ins á vef Frétta­blaðs­ins í síð­ustu viku og þar haft eftir Ingva að á næstu dögum myndi skýr­ast hvernig starf­sem­inni yrði hátt­að. Kjarn­inn spurði hvort það hefði eitt­hvað skýrst nú. 

Auglýsing

Ingvi Þór segir í svari sínu að Intenta sé enn að stíga sín fyrstu skref, en þar starfi nú þegar níu ráð­gjafar sem hafi mikla reynslu af ráð­gjafa­þjón­ustu á íslenskum mark­að­i. 

Spurður hvort Intenta muni reyna að taka við verk­efnum sem Capacent fékkst áður við segir Ingvi að fyr­ir­tækið hafi „vissu­lega getu og þekk­ingu til að taka við sumum þeirra verk­efna sem Capacent sinnti áður.“

„Hvort svo verður er í höndum við­skipta­vina,“ bætir Ingvi Þór við, en In­tenta er ekki eina fyr­ir­tækið sem er að verða til eftir gjald­þrot Capacent á Ísland­i. 

Við­skipta­blaðið greindi frá því í gær að Snorri Jak­obs­son, sem var for­stöðu­maður grein­ing­ar­deildar Capacent, væri að stofna eigið félag um vinnu sína og hefði að eigin sögn þegar tryggt sér við­skipti flestra þeirra sem grein­ing­ar­deild Capacent áður þjón­u­staði.

Capacent reis á rústum gamla Capacent 2010

Ingvi Þór, sem nú leiðir Intenta, var sjálfur stjórn­andi Capacent á árum áður. Á því skeiði, eða árið 2010, varð gamla Capacent gjald­þrota og námu kröfur í bú félags­ins alls tæpum 1,8 millj­arði króna. Langstærstur hluti krafna var vegna banka­láns í erlendri mynt sem slegið var fyrir hrun til þess að fjár­magna útrás til hinna Norð­ur­land­anna.

Stofnað var nýtt félag á grunni þess gamla, sem var til að byrja með í fullri eigu starfs­manna. Það félag sendi frá sér til­kynn­ingu um gjald­þrot 28. maí og nú er Intenta að rísa úr ösku þess, en það var ­stofnað þegar ljóst þótti í hvað stefndi hjá Capacent á Íslandi. Fram kom í frétt Vísis um stofnun Intenta í síð­ustu viku að stofn­gögnum hefði verið skilað inn 8. maí. 

„Eftir þrot­lausa vinnu síð­ustu vikur við að bjarga félag­inu þar sem starfs­menn lögð­ust á eitt er staðan því miður sú að rekstr­ar­grund­völlur félags­ins er erf­iður og erfitt að segja til um hversu hratt veru­legur bati verður þar á. Stjórn félags­ins hefur af þessum sökum í dag óskað eftir gjald­þrota­skiptum frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjá­kvæmi­legri skulda­söfn­un,“ sagði í til­kynn­ingu frá Capacent á Íslandi 28. maí. Á fimmta tug starfs­manna störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Gjald­þrotið á Íslandi sögð arð­söm lang­tíma­á­kvörðun fyrir hlut­hafa Capacent ytra

Capacent á Íslandi var í meiri­hluta­eigu Capacent Hold­ing AB í Sví­þjóð og átti í sam­starfi við aðskildar rekstr­ar­ein­ingar undir sama nafni í Sví­þjóð og Finn­landi. Þær starfa áfram.Capacent Hold­ing AB er skráð á hluta­bréfa­markað í Stokk­hólmi og í til­kynn­ingu sænska félags­ins til kaup­hallar vegna gjald­þrots íslenska dótt­ur­fé­lags­ins sagði að upp­haf þessa árs hefði sýnt að ekki væri útlit fyrir að við­snún­ingur yrði á rekstr­inum hjá Íslandi, sem skilað hefði tapi eftir skatta í fyrra. Því hefði ákvörðun um að óska eftir gjald­þrota­skiptum fyrir Capacent á Íslandi verið tek­in.

Edvard Björken­heim for­stjóri félags­ins segir í til­kynn­ing­unni að þegar horft sé fram­hjá ein­skiptis­kostn­aði við afskrift eign­ar­innar í íslenska dótt­ur­fé­lag­inu, komi ákvörð­unin til með að skila hlut­höfum Capacent Hold­ing auk­inni arð­semi af hverjum hlut.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tuttugu og eitt smit greindist innanlands í gær.
Tuttugu og eitt nýtt smit í gær, alls 53 á þremur dögum
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með kórónuveirusmit í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Undanfarna þrjá daga hafa 53 smit greinst innanlands.
Kjarninn 18. september 2020
Svandís féllst á tillögu Þórólfs um lokun skemmtistaða og kráa
Skemmtistaðir og krár á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa lokað yfir fram yfir helgi. Staðir með öðruvísi rekstrarleyfi, t.d. kaffihús og veitingastaðir, mega hafa opið á þeim grundvelli en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil.
Kjarninn 18. september 2020
Þórður Snær Júlíusson
Börn eru börn, hvaðan sem þau koma
Kjarninn 18. september 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Már Guðmundsson orðinn fastur penni hjá Vísbendingu
Fyrrverandi seðlabankastjóri mun skrifa reglulega í Vísbendingu á næstu mánuðum. Í tölublaði vikunnar segir hann það hafa verið rétt ákvörðun að koma á tvöfaldri skimun.
Kjarninn 18. september 2020
Að minnsta kosti tveir austfirskir kjósendur höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir gerðu sér ferð til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum helgarinnar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Austfirskir kjósendur fóru í fýluferð til sýslumanns
Dómsmálaráðuneytið þurfti að minna embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á að það væru sveitarstjórnarkosningar í gangi í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Tveimur hið minnsta var vísað frá, er þeir reyndu að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Kjarninn 18. september 2020
Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
Fjárfestar skráðu sig fyrir 37,3 milljörðum í útboði Icelandair
Hlutafjárútboð Icelandair gekk að óskum og raunar var mikil umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðsins verður yfir 11.000. Bogi Nils þakkar traustið.
Kjarninn 18. september 2020
Skjáskot af heimasíðu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Níu skráð sig úr VG en sex nýir bæst við
None
Kjarninn 17. september 2020
Þórólfur Guðnason greindi frá því að fjöldi fólks sem greinst hafa með veiruna voru á sama vínveitingahúsinu.
Hópsmitið var á Irishman Pub
Sjö þeirra sem greinst hafa með COVID-19 síðustu tvo sólarhringa höfðu farið á Irishman Pub á Klapparstígi 27. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra biður alla þá sem mættu á staðinn síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku.
Kjarninn 17. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent