Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður

Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.

Af vefsíðu Intenta
Auglýsing

Nýtt ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki, sem fyrr­ver­andi starfs­menn Capacent á Íslandi stofn­uðu snemma í síð­asta mán­uði eftir að ljóst var orðið að Capacent var á leið í þrot, seg­ist í stakk búið til þess að taka við hluta þeirra verk­efna sem Capacent áður sinnti fyrir við­skipta­vini sína.

Fyr­ir­tækið heitir Intenta og er ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki með „skýran fókus á við­skipta­greind, rekstr­ar­ráð­gjöf og stefnu­mótun á staf­rænni veg­ferð“ eins og Ingvi Þór Elliða­son, ráð­gjafi og fram­kvæmda­stjóri Intenta, orðar það í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Fjallað var um stofnun félags­ins á vef Frétta­blaðs­ins í síð­ustu viku og þar haft eftir Ingva að á næstu dögum myndi skýr­ast hvernig starf­sem­inni yrði hátt­að. Kjarn­inn spurði hvort það hefði eitt­hvað skýrst nú. 

Auglýsing

Ingvi Þór segir í svari sínu að Intenta sé enn að stíga sín fyrstu skref, en þar starfi nú þegar níu ráð­gjafar sem hafi mikla reynslu af ráð­gjafa­þjón­ustu á íslenskum mark­að­i. 

Spurður hvort Intenta muni reyna að taka við verk­efnum sem Capacent fékkst áður við segir Ingvi að fyr­ir­tækið hafi „vissu­lega getu og þekk­ingu til að taka við sumum þeirra verk­efna sem Capacent sinnti áður.“

„Hvort svo verður er í höndum við­skipta­vina,“ bætir Ingvi Þór við, en In­tenta er ekki eina fyr­ir­tækið sem er að verða til eftir gjald­þrot Capacent á Ísland­i. 

Við­skipta­blaðið greindi frá því í gær að Snorri Jak­obs­son, sem var for­stöðu­maður grein­ing­ar­deildar Capacent, væri að stofna eigið félag um vinnu sína og hefði að eigin sögn þegar tryggt sér við­skipti flestra þeirra sem grein­ing­ar­deild Capacent áður þjón­u­staði.

Capacent reis á rústum gamla Capacent 2010

Ingvi Þór, sem nú leiðir Intenta, var sjálfur stjórn­andi Capacent á árum áður. Á því skeiði, eða árið 2010, varð gamla Capacent gjald­þrota og námu kröfur í bú félags­ins alls tæpum 1,8 millj­arði króna. Langstærstur hluti krafna var vegna banka­láns í erlendri mynt sem slegið var fyrir hrun til þess að fjár­magna útrás til hinna Norð­ur­land­anna.

Stofnað var nýtt félag á grunni þess gamla, sem var til að byrja með í fullri eigu starfs­manna. Það félag sendi frá sér til­kynn­ingu um gjald­þrot 28. maí og nú er Intenta að rísa úr ösku þess, en það var ­stofnað þegar ljóst þótti í hvað stefndi hjá Capacent á Íslandi. Fram kom í frétt Vísis um stofnun Intenta í síð­ustu viku að stofn­gögnum hefði verið skilað inn 8. maí. 

„Eftir þrot­lausa vinnu síð­ustu vikur við að bjarga félag­inu þar sem starfs­menn lögð­ust á eitt er staðan því miður sú að rekstr­ar­grund­völlur félags­ins er erf­iður og erfitt að segja til um hversu hratt veru­legur bati verður þar á. Stjórn félags­ins hefur af þessum sökum í dag óskað eftir gjald­þrota­skiptum frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjá­kvæmi­legri skulda­söfn­un,“ sagði í til­kynn­ingu frá Capacent á Íslandi 28. maí. Á fimmta tug starfs­manna störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Gjald­þrotið á Íslandi sögð arð­söm lang­tíma­á­kvörðun fyrir hlut­hafa Capacent ytra

Capacent á Íslandi var í meiri­hluta­eigu Capacent Hold­ing AB í Sví­þjóð og átti í sam­starfi við aðskildar rekstr­ar­ein­ingar undir sama nafni í Sví­þjóð og Finn­landi. Þær starfa áfram.Capacent Hold­ing AB er skráð á hluta­bréfa­markað í Stokk­hólmi og í til­kynn­ingu sænska félags­ins til kaup­hallar vegna gjald­þrots íslenska dótt­ur­fé­lags­ins sagði að upp­haf þessa árs hefði sýnt að ekki væri útlit fyrir að við­snún­ingur yrði á rekstr­inum hjá Íslandi, sem skilað hefði tapi eftir skatta í fyrra. Því hefði ákvörðun um að óska eftir gjald­þrota­skiptum fyrir Capacent á Íslandi verið tek­in.

Edvard Björken­heim for­stjóri félags­ins segir í til­kynn­ing­unni að þegar horft sé fram­hjá ein­skiptis­kostn­aði við afskrift eign­ar­innar í íslenska dótt­ur­fé­lag­inu, komi ákvörð­unin til með að skila hlut­höfum Capacent Hold­ing auk­inni arð­semi af hverjum hlut.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Smitum fjölgar um eitt á milli daga.
Tuttugu og eitt smit og átta utan sóttkvíar
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með COVID-19 hérlendis í gær. Minnihluti þeirra, eða átta manns, voru utan sóttkvíar við greiningu.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Ástandið kallar á að við setjum okkur í spor annarra – og er prófsteinn á siðferði okkar
Sjaldan hefur verið mikilvægara að staldra við og íhuga aðgerðir stjórnvalda vegna þerrar heilsuvár sem vofir yfir. Við það vaknar fjöldi siðferðislegra spurninga og ræddi Kjarninn við Vilhjálm Árnason til þess að komast nær svörum í flóknum aðstæðum.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Eiríkur Ragnarsson
Að hanga heima hefur aldrei verið betra
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent