Trump stígur í vænginn við Færeyinga

Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.

Færeyski fáninn
Auglýsing

Þegar banda­ríska dag­blaðið New York Times greindi frá því í ágúst í fyrra að Don­ald Trump hefði lýst yfir að Banda­ríkin vildu kaupa Græn­land af Dönum héldu margir að for­set­inn hefði sagt þetta í gríni. Svo var hins vegar ekki og for­set­inn stað­festi það í sjón­varps­við­tali. Sagði slíka sölu ein­fald­lega fast­eigna­við­skipti og sala á Græn­landi myndi spara Dönum mikið fé. Eftir að Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra sló þessa hug­mynd Don­ald Trump útaf borð­inu hætti for­set­inn við Dan­merk­ur­heim­sókn sína. „Fór í fýlu,“ sögðu dönsk dag­blöð. 

Þótt Banda­ríkja­for­seta hafi ekki orðið að ósk sinni varð­andi „fast­eigna­við­skipt­in“ er áhug­inn á Græn­landi enn til stað­ar. Í apríl á þessu ári var til­kynnt að Banda­ríkin hefðu ráð­stafað rúmum 12 millj­ónum doll­ara (1700 millj­ónum íslenskum) til ýmissa verk­efna á Græn­landi. Þetta var gert í tengslum við opnun banda­rískrar ræð­is­skrif­stofu í Nuuk, sem var opnuð 10. júní sl.  

Danskir fjöl­miðlar hafa fjallað ítar­lega um þessi mál og stjórn­mála­skýrendur þeirra eru allir sam­mála um að til­gangur Banda­ríkj­anna sé að „bæta and­rúms­loft­ið“ eins og það er orðað og reyna að hindra aukin sam­skipti Græn­lend­inga við Rússa og Kín­verja.  

Auglýsing

Vilja nú ving­ast við Fær­ey­inga

Í lið­inni viku var  Carla Sands sendi­herra Banda­ríkj­anna í Dan­mörku í nokk­urra daga heim­sókn í Fær­eyj­um. Fær­eyskir fjöl­miðlar greindu ítar­lega frá heim­sókn sendi­herr­ans sem, auk þess að skoða eyj­arn­ar, hitti fær­eyska ráða­menn. Vita­skuld er sendi­herr­anum heim­ilt að ræða við hvern sem er, en ekki um hvað sem er. Til dæmis ekki um varn­ar- og örygg­is­mál. Slíkt ber að fara eftir form­legum leið­um, í slíkum til­vikum eru það danska utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, og varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið, sem málið heyrir und­ir. Carla Sands sendi­herra kærði sig koll­ótta um slíkt og hafði ekki sam­ráð við dönsk stjórn­völd vegna þess­ara við­ræðn­a. Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku

Um hvað var rætt

Banda­ríski sendi­herr­ann hefur lítt eða ekki tjáð sig um Fær­eyja­heim­sókn­ina umfram að segja að það sé fal­legt í Fær­eyjum og fólkið við­kunn­an­legt. Fær­eyskir stjórn­mála­menn, þeir sem ræddu við sendi­herrann, hafa ekki verið jafn fámál­ir. 

Jenis av Rana, utan­rík­is­mála­stjóri fær­eysku lands­stjórn­ar­innar sagði í við­töl­um, við fær­eyska og danska fjöl­miðla, að við­ræð­urnar hafi ekki bein­línis snú­ist um hern­að­ar­sam­vinnu Fær­eyja og Banda­ríkj­anna en hins vegar um aukna sam­vinnu, svona almennt, eins og utan­rík­is­mála­stjór­inn komst að orði. Hann nefndi í því sam­bandi fær­eyska sendi­skrif­stofu í Was­hington. Fær­eyski frétta­mið­ill­inn In.fo greinir frá því að Carla Sands hafi lagt áherslu á að Fær­eyjar séu vel stað­settar með til­liti til Norð­ur­skauts­svæð­is­ins. Þess vegna hafi Banda­ríkin lýst yfir áhuga á að nota fær­eyskt haf­svæði. „Þeir eru mjög áhuga­samir að gera Fær­eyjar að eins­konar mið­stöð fyrir banda­ríska flot­ann,“ sagði Jenis av Rana í við­tali við In.­fo. 

Carla Sands ræddi einnig við fær­eyska stjórn­mála­menn um sam­vinnu varð­andi 5G háhraða­teng­ing­una, mögu­leik­ana á banda­rískri ræð­is­skrif­stofu í Fær­eyjum og sam­vinnu á sviði mennt­unar og rann­sókna. Svip­aðar áherslur og Banda­ríkja­menn hafa viðrað við Græn­lend­inga.

Umhugs­un­ar­efni

Danskir hern­að­ar­sér­fræð­ingar segja þá stað­reynd að Banda­ríkja­menn ræði varn­ar- og örygg­is­mál við Græn­lend­inga og Fær­ey­inga, án þess að Danir komi þar nærri, sé umhugs­un­ar­efni.

„Er ætlun Banda­ríkja­manna að etja okkur í ríkja­sam­band­inu (Græn­landi, Fær­eyjum og Dan­mörku) sam­an?“ Þessa spurn­ingu lagði blaða­maður dag­blaðs­ins Berl­ingske fyrir Steen Kjærgaard hern­að­ar­sér­fræð­ing og yfir­mann hjá danska varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Hann svar­aði því til að Banda­ríkin hefðu engan hag af því að skapa slíkan klofn­ing. Banda­ríkja­mönnum stendur stuggur af hern­að­ar­brölti Rússa ekki síst auknum umsvifum þeirra á Norð­ur­-Atl­ants­hafi. Einkum auk­inni umferð kaf­báta á þessu svæði. Steen Kjærgaard seg­ist í áður­nefndu við­tali ekki telja að Banda­ríkin hafi áhuga á að koma upp flota- eða her­stöð í Fær­eyj­um. „Þótt Banda­ríkin séu stór og sterk geta þau ekki verið alls stað­ar. Til­gangur þeirra með við­ræðum við Fær­ey­inga og Græn­lend­inga er að mínu mati sá að þrýsta á Dani um aukið eft­ir­lit á dönsku haf­svæð­i,“ sagði Steen Kjærgaard.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar