Trump stígur í vænginn við Færeyinga

Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.

Færeyski fáninn
Auglýsing

Þegar banda­ríska dag­blaðið New York Times greindi frá því í ágúst í fyrra að Don­ald Trump hefði lýst yfir að Banda­ríkin vildu kaupa Græn­land af Dönum héldu margir að for­set­inn hefði sagt þetta í gríni. Svo var hins vegar ekki og for­set­inn stað­festi það í sjón­varps­við­tali. Sagði slíka sölu ein­fald­lega fast­eigna­við­skipti og sala á Græn­landi myndi spara Dönum mikið fé. Eftir að Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra sló þessa hug­mynd Don­ald Trump útaf borð­inu hætti for­set­inn við Dan­merk­ur­heim­sókn sína. „Fór í fýlu,“ sögðu dönsk dag­blöð. 

Þótt Banda­ríkja­for­seta hafi ekki orðið að ósk sinni varð­andi „fast­eigna­við­skipt­in“ er áhug­inn á Græn­landi enn til stað­ar. Í apríl á þessu ári var til­kynnt að Banda­ríkin hefðu ráð­stafað rúmum 12 millj­ónum doll­ara (1700 millj­ónum íslenskum) til ýmissa verk­efna á Græn­landi. Þetta var gert í tengslum við opnun banda­rískrar ræð­is­skrif­stofu í Nuuk, sem var opnuð 10. júní sl.  

Danskir fjöl­miðlar hafa fjallað ítar­lega um þessi mál og stjórn­mála­skýrendur þeirra eru allir sam­mála um að til­gangur Banda­ríkj­anna sé að „bæta and­rúms­loft­ið“ eins og það er orðað og reyna að hindra aukin sam­skipti Græn­lend­inga við Rússa og Kín­verja.  

Auglýsing

Vilja nú ving­ast við Fær­ey­inga

Í lið­inni viku var  Carla Sands sendi­herra Banda­ríkj­anna í Dan­mörku í nokk­urra daga heim­sókn í Fær­eyj­um. Fær­eyskir fjöl­miðlar greindu ítar­lega frá heim­sókn sendi­herr­ans sem, auk þess að skoða eyj­arn­ar, hitti fær­eyska ráða­menn. Vita­skuld er sendi­herr­anum heim­ilt að ræða við hvern sem er, en ekki um hvað sem er. Til dæmis ekki um varn­ar- og örygg­is­mál. Slíkt ber að fara eftir form­legum leið­um, í slíkum til­vikum eru það danska utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, og varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið, sem málið heyrir und­ir. Carla Sands sendi­herra kærði sig koll­ótta um slíkt og hafði ekki sam­ráð við dönsk stjórn­völd vegna þess­ara við­ræðn­a. Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku

Um hvað var rætt

Banda­ríski sendi­herr­ann hefur lítt eða ekki tjáð sig um Fær­eyja­heim­sókn­ina umfram að segja að það sé fal­legt í Fær­eyjum og fólkið við­kunn­an­legt. Fær­eyskir stjórn­mála­menn, þeir sem ræddu við sendi­herrann, hafa ekki verið jafn fámál­ir. 

Jenis av Rana, utan­rík­is­mála­stjóri fær­eysku lands­stjórn­ar­innar sagði í við­töl­um, við fær­eyska og danska fjöl­miðla, að við­ræð­urnar hafi ekki bein­línis snú­ist um hern­að­ar­sam­vinnu Fær­eyja og Banda­ríkj­anna en hins vegar um aukna sam­vinnu, svona almennt, eins og utan­rík­is­mála­stjór­inn komst að orði. Hann nefndi í því sam­bandi fær­eyska sendi­skrif­stofu í Was­hington. Fær­eyski frétta­mið­ill­inn In.fo greinir frá því að Carla Sands hafi lagt áherslu á að Fær­eyjar séu vel stað­settar með til­liti til Norð­ur­skauts­svæð­is­ins. Þess vegna hafi Banda­ríkin lýst yfir áhuga á að nota fær­eyskt haf­svæði. „Þeir eru mjög áhuga­samir að gera Fær­eyjar að eins­konar mið­stöð fyrir banda­ríska flot­ann,“ sagði Jenis av Rana í við­tali við In.­fo. 

Carla Sands ræddi einnig við fær­eyska stjórn­mála­menn um sam­vinnu varð­andi 5G háhraða­teng­ing­una, mögu­leik­ana á banda­rískri ræð­is­skrif­stofu í Fær­eyjum og sam­vinnu á sviði mennt­unar og rann­sókna. Svip­aðar áherslur og Banda­ríkja­menn hafa viðrað við Græn­lend­inga.

Umhugs­un­ar­efni

Danskir hern­að­ar­sér­fræð­ingar segja þá stað­reynd að Banda­ríkja­menn ræði varn­ar- og örygg­is­mál við Græn­lend­inga og Fær­ey­inga, án þess að Danir komi þar nærri, sé umhugs­un­ar­efni.

„Er ætlun Banda­ríkja­manna að etja okkur í ríkja­sam­band­inu (Græn­landi, Fær­eyjum og Dan­mörku) sam­an?“ Þessa spurn­ingu lagði blaða­maður dag­blaðs­ins Berl­ingske fyrir Steen Kjærgaard hern­að­ar­sér­fræð­ing og yfir­mann hjá danska varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Hann svar­aði því til að Banda­ríkin hefðu engan hag af því að skapa slíkan klofn­ing. Banda­ríkja­mönnum stendur stuggur af hern­að­ar­brölti Rússa ekki síst auknum umsvifum þeirra á Norð­ur­-Atl­ants­hafi. Einkum auk­inni umferð kaf­báta á þessu svæði. Steen Kjærgaard seg­ist í áður­nefndu við­tali ekki telja að Banda­ríkin hafi áhuga á að koma upp flota- eða her­stöð í Fær­eyj­um. „Þótt Banda­ríkin séu stór og sterk geta þau ekki verið alls stað­ar. Til­gangur þeirra með við­ræðum við Fær­ey­inga og Græn­lend­inga er að mínu mati sá að þrýsta á Dani um aukið eft­ir­lit á dönsku haf­svæð­i,“ sagði Steen Kjærgaard.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar