Fleiri kaupa utan Reykjavíkur

Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa fasteign utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.

Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Auglýsing

Íbúða­mark­að­ur­inn virð­ist vera að taka við sér eftir stutta lægð vegna afleið­inga COVID-far­ald­urs­ins í vor. Að mati hag­fræð­ings er auknum umsvifum fyrst og fremst skjótum við­brögðum stjórn­valda og Seðla­bank­ans að þakka. Hins vegar má greina breytt mynstur í fast­eigna­kaupum á síð­ustu tveimur mán­uð­um, þar sem færri hafa keypt íbúð í Reykja­vík og nágrenni á meðan stór­aukn­ing hefur ver­ið  í fjölda kaup­samn­inga í öðrum bæj­ar­fé­lög­um.

Vís­bend­ingar um auk­inn þrýst­ing

Sam­kvæmt nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) bendir margt til auk­ins þrýst­ings á fast­eigna­mark­aði. Fast­eigna­verð milli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði mikið milli ára í maí, en hækk­unin hefur ekki verið meiri síðan í nóv­em­ber 2018. 

Einnig hefur með­al­sölu­tími íbúða styst frá því í fyrra, auk þess sem hrein ný útlán bank­anna vegna íbúða­kaupa hafa aldrei verið meiri en í maí síð­ast­liðn­um. HMS tekur þó fram að hluti þess­ara nýju útlána séu vegna end­ur­fjár­mögn­unar gam­alla lána og skili sér ekki endi­lega í nýjum íbúða­kaup­um. 

Auglýsing

Met­fjöldi tek­inn af sölu­skrá

Hins vegar er mögu­legt að íbúða­kaup séu einnig að aukast, en í maí og júní hefur fjöldi íbúða sem hafa verið teknar af sölu­skrá verið með mesta mót­i.  

„Sé íbúð tekin úr birt­ingu merkir það yfir­leitt að hún hafi verið seld (kauptil­boð sam­þykkt), en einnig gæti það verið vegna þess að eig­andi íbúðar hafi hætt við sölu. Þannig má mögu­lega fá vís­bend­ingar um veltu á fast­eigna­mark­aði fyrr en ella þar sem tals­verður tími getur liðið frá sam­þykkti kauptil­boðs þar til kaup­samn­ingi hefur verið þing­lýst,”  segir í skýrsl­unn­i. „Gletti­lega gott” ástand miðað við aðstæður

Ari Skúla­son, hag­fræð­ingur í Hag­fræði­deild Lands­bank­ans, tekur í svip­aðan streng og sagði stöð­una á fast­eigna­mark­aði sé betri en reiknað hafi verið með í Viku­lok­unum á RÚV í gær. Þrátt fyrir að við­skipti á hús­næð­is­mark­aðnum hafi verið um þriðj­ungi minni síð­asta vor en hann var fyrir ári síðan sé það nokkuð gott miðað við útlitið í efna­hags­líf­in­u. „Miðað við þá stöðu sem við erum í, miðað að við séum í ein­hverri dýpstu kreppu sem við höfum nokkurn tím­ann lent í, þá held ég að það ástand sé bara gletti­lega gott,” ­segir Ari.Kólnun í höf­uð­borg­inni en stór­aukn­ing ann­ars staðar

Sam­kvæmt nýjum tölum frá Þjóð­skrá (hér og hér) má ekki enn sjá þá aukn­ingu þing­lýstra kaup­samn­inga sem búist var við í skýrslu HMS, en fjöldi þeirra stóð nán­ast í stað á milli maí og jún­í. 

Á síð­ustu mán­uðum hefur þó mikil breyt­ing átt sér stað í stað­setn­ingu nýrra fast­eigna­kaupa, en kaup­samn­ingum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur fækkað mikið á meðan önnur bæj­ar­fé­lög hafa verið í stór­sókn.  

Fjöldi kaupsamninga innan og utan höfuðborgarsvæðisins. Heimild: Þjóðskrá

Eins og myndin hér að ofan sýnir voru fleiri kaup­samn­ingar þing­lýstir utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en innan þess í júní, en það er í fyrsta skipti sem slíkt ger­ist frá því mæl­ingar Þjóð­skrár á kaup­samn­ingum hófust. Mest var fjölg­unin á Akur­eyri, en þar voru kaup­samn­ingar nær tvö­falt fleiri í júní miðað við sama tíma­bil í fyrra. 

Vaxta­lækk­anir hafi skilað sér

Una Jónsdóttir, hagfræðingur við Hagfræðideild LandsbankansUna Jóns­dótt­ir, hag­fræð­ingur í hag­fræði­deild Lands­bank­ans, segir inn­grip stjórn­valda og Seðla­bank­ans hafa mildað núver­andi efna­hags­á­fall í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar. Þar nefnir hún sér­stak­lega skjótar stýri­vaxta­lækk­anir í kjöl­far útbreiðslu COVID-19 far­ald­urs­ins, en sam­kvæmt henni hafa þær komið í veg fyrir meiri­háttar bakslag í eft­ir­spurn.

„Áhrif vaxta­lækk­ana hafa gert vart við sig á íbúða­mark­aði. Vextir á íbúða­lánum hafa víð­ast hvar lækkað og eru orðnir mjög lágir, sögu­lega séð. Þetta hefur það í för með sér að greiðslu­byrði af lánum lækkar og þar með aukast ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­ila,“ skrifar Una. 

Heil­brigður íbúða­mark­aður

Þó bætir hún við að erfitt sé að spá fyrir um gang mála, en núver­andi staða á íbúða­mark­aði bendi til þess að íbúða­mark­að­ur­inn sé nokkuð heil­brigður enn sem komið er. Hag­fræði­deild Lands­bank­ans gaf út verð­spá fyrir íbúða­mark­að­inn í maí, en hún gengur út frá því að íbúða­verð hald­ist nokkurn veg­inn óbreytt það sem eftir er árs.

Grein Unu í heild sinni má lesa í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar, sem hægt er að ger­ast áskrif­andi að hér.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar