Fleiri kaupa utan Reykjavíkur

Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa fasteign utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.

Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Auglýsing

Íbúða­mark­að­ur­inn virð­ist vera að taka við sér eftir stutta lægð vegna afleið­inga COVID-far­ald­urs­ins í vor. Að mati hag­fræð­ings er auknum umsvifum fyrst og fremst skjótum við­brögðum stjórn­valda og Seðla­bank­ans að þakka. Hins vegar má greina breytt mynstur í fast­eigna­kaupum á síð­ustu tveimur mán­uð­um, þar sem færri hafa keypt íbúð í Reykja­vík og nágrenni á meðan stór­aukn­ing hefur ver­ið  í fjölda kaup­samn­inga í öðrum bæj­ar­fé­lög­um.

Vís­bend­ingar um auk­inn þrýst­ing

Sam­kvæmt nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) bendir margt til auk­ins þrýst­ings á fast­eigna­mark­aði. Fast­eigna­verð milli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði mikið milli ára í maí, en hækk­unin hefur ekki verið meiri síðan í nóv­em­ber 2018. 

Einnig hefur með­al­sölu­tími íbúða styst frá því í fyrra, auk þess sem hrein ný útlán bank­anna vegna íbúða­kaupa hafa aldrei verið meiri en í maí síð­ast­liðn­um. HMS tekur þó fram að hluti þess­ara nýju útlána séu vegna end­ur­fjár­mögn­unar gam­alla lána og skili sér ekki endi­lega í nýjum íbúða­kaup­um. 

Auglýsing

Met­fjöldi tek­inn af sölu­skrá

Hins vegar er mögu­legt að íbúða­kaup séu einnig að aukast, en í maí og júní hefur fjöldi íbúða sem hafa verið teknar af sölu­skrá verið með mesta mót­i.  

„Sé íbúð tekin úr birt­ingu merkir það yfir­leitt að hún hafi verið seld (kauptil­boð sam­þykkt), en einnig gæti það verið vegna þess að eig­andi íbúðar hafi hætt við sölu. Þannig má mögu­lega fá vís­bend­ingar um veltu á fast­eigna­mark­aði fyrr en ella þar sem tals­verður tími getur liðið frá sam­þykkti kauptil­boðs þar til kaup­samn­ingi hefur verið þing­lýst,”  segir í skýrsl­unn­i. „Gletti­lega gott” ástand miðað við aðstæður

Ari Skúla­son, hag­fræð­ingur í Hag­fræði­deild Lands­bank­ans, tekur í svip­aðan streng og sagði stöð­una á fast­eigna­mark­aði sé betri en reiknað hafi verið með í Viku­lok­unum á RÚV í gær. Þrátt fyrir að við­skipti á hús­næð­is­mark­aðnum hafi verið um þriðj­ungi minni síð­asta vor en hann var fyrir ári síðan sé það nokkuð gott miðað við útlitið í efna­hags­líf­in­u. „Miðað við þá stöðu sem við erum í, miðað að við séum í ein­hverri dýpstu kreppu sem við höfum nokkurn tím­ann lent í, þá held ég að það ástand sé bara gletti­lega gott,” ­segir Ari.Kólnun í höf­uð­borg­inni en stór­aukn­ing ann­ars staðar

Sam­kvæmt nýjum tölum frá Þjóð­skrá (hér og hér) má ekki enn sjá þá aukn­ingu þing­lýstra kaup­samn­inga sem búist var við í skýrslu HMS, en fjöldi þeirra stóð nán­ast í stað á milli maí og jún­í. 

Á síð­ustu mán­uðum hefur þó mikil breyt­ing átt sér stað í stað­setn­ingu nýrra fast­eigna­kaupa, en kaup­samn­ingum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur fækkað mikið á meðan önnur bæj­ar­fé­lög hafa verið í stór­sókn.  

Fjöldi kaupsamninga innan og utan höfuðborgarsvæðisins. Heimild: Þjóðskrá

Eins og myndin hér að ofan sýnir voru fleiri kaup­samn­ingar þing­lýstir utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en innan þess í júní, en það er í fyrsta skipti sem slíkt ger­ist frá því mæl­ingar Þjóð­skrár á kaup­samn­ingum hófust. Mest var fjölg­unin á Akur­eyri, en þar voru kaup­samn­ingar nær tvö­falt fleiri í júní miðað við sama tíma­bil í fyrra. 

Vaxta­lækk­anir hafi skilað sér

Una Jónsdóttir, hagfræðingur við Hagfræðideild LandsbankansUna Jóns­dótt­ir, hag­fræð­ingur í hag­fræði­deild Lands­bank­ans, segir inn­grip stjórn­valda og Seðla­bank­ans hafa mildað núver­andi efna­hags­á­fall í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar. Þar nefnir hún sér­stak­lega skjótar stýri­vaxta­lækk­anir í kjöl­far útbreiðslu COVID-19 far­ald­urs­ins, en sam­kvæmt henni hafa þær komið í veg fyrir meiri­háttar bakslag í eft­ir­spurn.

„Áhrif vaxta­lækk­ana hafa gert vart við sig á íbúða­mark­aði. Vextir á íbúða­lánum hafa víð­ast hvar lækkað og eru orðnir mjög lágir, sögu­lega séð. Þetta hefur það í för með sér að greiðslu­byrði af lánum lækkar og þar með aukast ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­ila,“ skrifar Una. 

Heil­brigður íbúða­mark­aður

Þó bætir hún við að erfitt sé að spá fyrir um gang mála, en núver­andi staða á íbúða­mark­aði bendi til þess að íbúða­mark­að­ur­inn sé nokkuð heil­brigður enn sem komið er. Hag­fræði­deild Lands­bank­ans gaf út verð­spá fyrir íbúða­mark­að­inn í maí, en hún gengur út frá því að íbúða­verð hald­ist nokkurn veg­inn óbreytt það sem eftir er árs.

Grein Unu í heild sinni má lesa í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar, sem hægt er að ger­ast áskrif­andi að hér.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar