Bára Huld Beck

„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“

Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring,“ segir Guðrún. „Var heimurinn virkilega svona?“ Hún segist langt í frá hætt baráttunni gegn kynferðisofbeldi þó að hún hafi nú látið af störfum sem talskona Stígamóta. Enn sé verk að vinna.

Tím­inn fýk­ur. Ég rétt blikk­aði auga og liðnir voru þrír ára­tug­ir. Og nú skynj­aði ég minn vitj­un­ar­tíma,“ segir Guð­rún Jóns­dóttir sem nýverið til­kynnti um starfs­lok sín sem tals­kona Stíga­móta. „Þegar ég hafði tekið ákvörð­un­ina fannst mér þetta sjálf­sagð­asti hlutur í heimi. Ég sleppti glöð og ánægð.“Guð­rún hefur svo oft komið fram fyrir hönd Stíga­móta í þeirra bar­áttu gegn kyn­ferð­is­of­beldi að það er erfitt að ímynda sér að hún hafi eitt sinn stefnt í allt aðra átt í líf­inu. En það er engu að síður stað­reynd. Og talandi um líf­ið: Guð­rún er upp­runa­lega mennt­aður líf­fræð­ing­ur. „Ég var ákaf­lega glöð yfir því að hafa fundið mína einu réttu hillu,“ rifjar hún upp. En þó að líf­fræðin hafi verið spenn­andi og skemmti­leg – og hún alltaf stefnt á fram­halds­nám í því fagi – ákvað hún, áður en að því kæmi, að leysa af eitt sumar sem starfs­kona Kvenna­list­ans. Þetta var árið 1985. En hið tíma­bundna sum­ar­starf varð að þremur árum. „Mér fannst stór­kost­legt að vinna fyrir Kvenna­list­ann á upp­gangs­árum hans enda hef ég alltaf verið mik­ill femínist­i.“Gat aldrei sæst við þennan heim

Fáum árum fyrr hafði verið stofnað Kvenna­at­hvarf í Reykja­vík. Að stofn­un­inni stóð fjöldi kvenna úr kvenna­hreyf­ing­unni. Guð­rún hafði óljósar hug­myndir um starf­semi athvarfs­ins en hugs­aði með sér að fyrst hún væri búin að taka beygju í líf­inu gæti hún allt eins kynnt sér það starf nánar áður en hún snéri sér aftur að námi.„Inn í Kvenna­at­hvarfið gekk ég árið 1988 og inn í heim sem hafði verið mér gjör­sam­lega hul­inn. Ég grét í heilan sól­ar­hring eftir mína fyrstu vakt. Ég mætti konu sem var kasól­étt og með glóð­ar­auga. Þetta var mér mikið áfall. Ég hugs­aði með mér: Er heim­ur­inn svona?Ég gat aldrei sæst við þennan heim. Og ég gat ekki skilið hvaða kraftar þetta væru. Eig­in­lega skil ég það ekki ennþá meira en þrjá­tíu árum síð­ar.“Auglýsing

Guð­rún starf­aði í Kvenna­at­hvarf­inu í tvö ár en þá lá leiðin til Nor­egs ásamt eig­in­mann­inum Tómasi Jóns­syni og dætr­unum þrem­ur, Sól­eyju, Þóru og Krist­ínu. Loks­ins var komið að því að hefja fram­halds­námið í líf­fræð­inni. „En ég kom mér ekki inn í það. Ofbeldið sem ég hafði séð var alltaf að brjót­ast um í hausnum á mér. Þannig að ég end­aði með því að læra félags­ráð­gjöf. Ég not­aði öll tæki­færi sem gáfust til að kynna mér þessi mál betur og loka­verk­efnið mitt var að stofna Nor­rænar konur gegn ofbeldi sem eru sam­tök nor­rænna kvenna­at­hvarfa, en þau voru um 230 á þessum tíma.“Í fram­haldi af því var henni boðið að verða fram­kvæmda­stýra norsku kvenna­at­hvarfa­hreyf­ing­ar­inn­ar. Í tvö ár vann hún við að byggja þá hreyf­ingu upp. Verk­efnið var meðal ann­ars að samnýta kraft­ana og nýta þá í póli­tískum til­gangi.

Sakn­aði Esj­unnarÁrið 1997 fannst Guð­rúnu og fjöl­skyld­unni komið gott af Nor­egs­dvöl­inni. Þau vildu fara heim. „Þessi til­finn­ing kom yfir okkur einn dag­inn og var mjög sterk. Þrátt fyrir að ég væri þarna í mjög spenn­andi starfi. Ég sakn­aði for­eldra minna, Esj­unn­ar!“Þegar heim kom bauðst henni starf hjá þing­flokki Kvenna­list­ans. „Þar var ég síð­ustu þrjú árin, þegar allt var að leys­ast upp. Þetta var erf­iður tími. Þegar síð­asta kjör­tíma­bili Kvenna­list­ans lauk var mér boðið að koma til starfa á Stíga­mót­u­m.“Nöfnur. Guðrún Jónsdóttir (t.v.) var heilinn á bak við stofnun Stígamóta.
Stígamót

Stíga­mót þekkti Guð­rún ágæt­lega. Hún hafði verið með í stofnun sam­tak­anna árið 1990 ásamt alnöfnu sinni, Guð­rúnu Jóns­dótt­ur, og ýmsum fleir­um. Nafna hennar var „heil­inn á bak við þetta allt sam­an. Hún hafði þekk­ing­una og kraft­inn.“Hjá Stíga­mótum var flatur strúktúr en fljót­lega eftir að Guð­rún hóf störf árið 1999 kom í ljós að ein­hver þyrfti að hafa skýrt umboð til að tjá sig fyrir hönd sam­tak­anna. „Þannig varð ég tals­kona Stíga­móta. Það gerði mig hvorki hærra né lægra setta en aðrar starfs­kon­ur.“Og þar með var Guð­rún opin­ber­lega farin að vekja athygli á ýmsum hræði­legum hlutum sem voru að eiga sér stað í íslensku sam­fé­lagi. Segja frá sifja­spellum og nauðg­unum – síðar hóp- og lyfja­nauðg­unum sem hún segir „nýja vídd í ofbeld­i“. Hún leiddi bar­áttu gegn klám­væð­ingu; klám­búllum og klám­ráð­stefn­um. Barð­ist fyrir því að kaup á vændi yrðu gerð ólög­leg og að nálg­un­ar­bannsúr­ræðið yrði lög­fest. Svo barð­ist hún fyrir því að raddir kvenn­anna heyrð­ust og að kast­ljós­inu yrði beint að ofbeld­is­mönn­un­um. Þeim sem nauðga. Þeim sem níð­ast á börnum – oft sínum eig­in. Geð­illu kon­urnar á Stígó

Slagirnir gátu verið langir og erf­iðir og yfir hana og aðrar starfs­konur Stíga­móta rigndi fúk­yrð­um. Jafn­vel hót­un­um. „Boð­berar válegra tíð­inda eru aldrei vin­sæl­ir,“ segir Guð­rún og rifjar upp að þegar þær töl­uðu um sifja­spell fyrstu árin hafi þeim verið bent á að slíkt væri aðeins til í hausnum á þeim. „Við vorum geð­illu kon­urnar á Stí­gó.“En Guð­rún seg­ist vel geta skilið við­brögð margra. Harka­leg við­brögð við því að hul­unni sé svipt af ofbeldi sem hafi við­geng­ist í þögn í ára­tugi. „Það má segja að ég sé for­rétt­inda­kona að því leyti að ég hafði aldrei kynnst ofbeldi per­sónu­lega. Ofbeldi gegn konum hafði farið fram hjá mér. En ekki bara fram hjá mér.“Auglýsing

Árið 1986 skrif­uðu starfs­konur Kvenna­at­hvarfs­ins greinar í Veru, mál­gagn Kvenna­list­ans. Þema tölu­blaðs­ins var kyn­ferð­is­of­beldi gegn börn­um. „Þegar ég las þessar greinar var fyrsta frum­stæða til­finn­ingin sem kom upp í mér reiði. Og ég var reið við þær. Ég hugs­aði: Hér er ég og er nokkuð rót­tækur femínisti en þetta hljóta að vera bara öfgar og bull. Ég vildi ekki trúa þessu. Þetta voru varn­ar­við­brögð. Þess vegna skil ég vel að þetta mál­efni virki svona á alla aðra sem ekki hafa kynnst ofbeld­i.“Með stofnun Kvenna­at­hvarfs­ins fengu konur í fyrsta skipti vett­vang til að tjá sig á eigin for­sendum og án þess að vera rit­stýrt á nokkurn hátt, segir Guð­rún. „Og þær fóru að segja frá miklu fleiru en nokkurn hafði órað fyrir og meðal ann­ars kyn­ferð­is­of­beldi í æsku. Á þessum tíma var sifja­spell algjört tabú og um það ríkti hið full­komna sam­særi þagn­ar­inn­ar. Innst inni vissi ég að þær voru ekki að búa þetta til. Þetta var ein­fald­lega að koma fram í dags­ljós­ið. Það gerð­ist ekki fyrr en hið per­sónu­lega varð póli­tískt. Þarna voru konur farnar að segja það sem aldrei hafði mátt segja.“Fékk morð í sím­annÁrið 1988 sýndi Stöð 2 norska heim­ild­ar­mynd um kyn­ferð­is­of­beldi gegn börn­um. Í kjöl­farið voru umræður um efni mynd­ar­innar í sjón­varps­sal en að auki voru opnar síma­línur fyrir fólk sem orðið hafði fyrir slíku ofbeldi og vildi ræða mál­in. Guð­rún var meðal þeirra sem höfðu verið fengnar til að svara í sím­ann.„Ég man svo vel eftir því að ein konan hvítn­aði í and­lit­inu á meðan einu sím­tal­inu stóð. Þegar hún lagði á sagði hún: „Ég fékk morð í sím­ann.“ Þá hafði hún talað við mann sem sagði henni frá því að hann hefði verið beittur kyn­ferð­is­of­beldi í æsku og tekið sig til þegar hann var orð­inn nógu stór og látið mann­inn hverfa. Það var sú leið sem hann hafði fund­ið. Þetta kom svo við mig. Að hugsa til þeirra aðstæðna sem hann var í sem barn.“Forsíða tímaritsins Veru árið 1986.

Á þessum árum var orðið ljóst að þörfin fyrir aðstoð handa þeim sem orðið hefðu fyrir kyn­ferð­is­of­beldi í æsku eða síðar á lífs­leið­inni var gríð­ar­leg. Vand­inn og van­líð­anin hafði safn­ast upp í fjölda ára. Engin fag­stétt var undir það búin að takast á við þennan veru­leika. „Það var eng­inn að hlusta eftir þessu. Ekki fag­fólk og ekki nokkur ann­ar. En þetta var þarna alltaf. Ef við skoðum bækur Hall­dórs Lax­ness þá er þar sifja­spell alls stað­ar. Ég átt­aði mig ekki á því fyrr en löngu seinna og fannst þá engu lík­ara en að hann hefði verið fluga á vegg í Stíga­mót­um. Af því hann skildi þetta. En þótt við læsum um þetta ofbeldi þá brugð­umst við ekki við. Þetta var alltaf þarna en við litum und­an.“Þegar Stíga­mót opn­uðu dyrnar varð aðsóknin gríð­ar­leg. Neyð­ar­mót­taka vegna nauð­gana var ekki til. Ekki heldur Barna­hús og barna­vernd­ar­nefndir voru ekki að sinna þessum mál­um. Svo til Stíga­móta komu all­ir, líka börn. Næstu árin ein­kennd­ust af gíf­ur­legri vit­und­ar­vakn­ingu, bar­áttu fyrir laga­bótum og mik­illi fram­för í úrræðum og menntun fag­stétta.Ekk­ert af þessu kom að sjálfu sér. Heldur var þetta upp­skera bar­áttu og sam­taka­máttar kvenna.Guðrún: Ef við skoðum bækur Halldórs Laxness þá er þar sifjaspell alls staðar. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en löngu seinna og fannst þá engu líkara en að hann hefði verið fluga á vegg í Stígamótum. Af því hann skildi þetta.
Bára Huld Beck

Eitt af því sem gerst hafði á Íslandi á meðan Guð­rún bjó í Nor­egi var að upp höfðu sprottið stripp­staðir sem Guð­rún kallar aldrei annað en klám­búll­ur. Þær voru 12-13 tals­ins þegar mest lét. „Þær höfðu komið umræðu­laust og til­vist þeirra naut þegj­andi sam­þykkis sam­fé­lags­ins. Það var látið líta þannig út að þarna væri aðeins um sak­leys­is­legan eró­tískan dans að ræða. Sem var auð­vitað fjarri sann­leik­an­um. Mínir fyrstu slagir eftir að ég byrj­aði á Stíga­mótum var að fletta ofan af því hvað þarna fór fram.“Fljót­lega eftir að Guð­rún hóf þar störf fór hún á ráð­stefnu í Sví­þjóð. Hún var ekki með erindi en tók þátt í vinnu­hópum þátt­tak­enda sem störf­uðu í sama mála­flokki. „Ég var búin að reikna út að þessir klúbbar væru að flytja inn eina erlenda konu á ári fyrir hverja hund­rað karl­menn á Íslandi. Það voru að minnsta kosti þús­und konur fluttar inn á ári og karlar eldri en átján ára voru eitt hund­rað þús­und. Þær dvöldu þó ekki svo margar á land­inu í einu, þær fengu dval­ar­leyfi í mánuð í senn.“

Allt varð vit­laustÍ ályktun ráð­stefn­unnar var þetta svo rak­ið. „Og þegar ég kem heim þá varð allt vit­laust. Í heila viku var þetta á dag­skrá í hverjum ein­asta frétta­tíma og þá helst hvað ég væri að bera út um landið mitt og hvaða ýkjur þetta væru í mér um mögu­legt vændi og man­sal. Klám­búll­urnar voru komnar á póli­tíska dag­skrá.“Hún segir að Páll Pét­urs­son, sem þá var félags­mála­ráð­herra, hafi orðið fjúk­andi reið­ur. „Svo hitti ég annan ráð­herra sem hund­skamm­aði mig og spurði hvort ég gæti aldrei verið til frið­s.“

Hrædd í fyrsta skipti á ævinniEn það fauk ekki bara í stjórn­mála­menn­ina heldur líka í klám­kóng­ana. „Heiftin var því­lík. Því það voru engir smá hags­munir í húfi. Gróð­inn sem þarna varð til var gríð­ar­leg­ur. Og þarna í eina skiptið á ævinni varð ég hrædd. Það hringdi í mig maður og sagð­ist vita hverjar dætur mínar væru og hvar við ættum heima. Þegar dætrum mínum var ógn­að, náðu þeir mér. Mað­ur­inn minn var í útlöndum og ég svaf að heiman þar til hann kom heim.“ 

Guð­rún og fleiri konur frá Stíga­mótum gáfu sig ekki heldur héldu áfram að vekja athygli á mál­inu. Þær fóru og heim­sóttu stað­ina. „Ég held að ég hafi aldrei truflað feðra­veldið eins ræki­lega og með því að stíga inn á þessa stað­i,“ segir hún og hlær. „Við töl­uðum við kon­urnar sem þarna unnu og fylgd­umst með því sem fór fram. Það var ómögu­legt annað en að tengja stað­ina við vændi og mögu­legt man­sal.“

Auglýsing

Stærsta fyr­ir­tækið í þessum bransa hét Baltic hf. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað það þýð­ir. Það þýðir að þeir voru að flytja inn konur frá Eystra­salts­ríkj­un­um. Á þessum tíma voru aðstæður í þeim löndum skelfi­legar og auð­velt að ginna konur þaðan og hing­að.“En þær náðu til kvenn­anna og fengu að sjá samn­inga sem þær höfðu gert við stað­ina. „Samn­ing­arnir báru skýr ein­kenni mansals,“ segir Guð­rún. „Úr varð ansi mikil bar­átta sem tók langan tíma. En síðan varð þessi skiln­ingur okkar almenn­ur. Við komumst á þann stað.“Spurð hvort þetta hafi verið erf­ið­asti slag­ur­inn sem hún tók segir hún svo ekki vera, sér­stak­lega vegna þess að þetta fór vel. Stöð­unum var lok­að.

Klám­ráð­stefna stöðvuðFleiri stór verk­efni áttu að eftir að koma upp. Árið 2007 fengu Stíga­mót ábend­ingu um að hér ætti að halda stóra klám­ráð­stefnu á Hótel Sögu. Til hennar ætl­uðu að mæta um 150 eig­endur stærstu klám­síðna í heimi. „Til að byrja með höfðum við ekki hug­mynd um hvernig við gætum brugð­ist við þessu. En ég svo kíkti ég inn á þessar klám­síð­ur. Og þarna blasti við mikið barnaklám og fantasíur um barna­nauðg­anir og man­sal. Ég tók skjá­skot af efn­inu og við skrif­uðum bréf. Það sendum við svo á þing­menn, borg­ar­full­trúa, lög­reglu­stjóra, fjöl­miðla og fleiri og vöktum athygli á því að fram­leið­endur þessa efnis ætl­uðu að hitt­ast hér, fram­leiða klám­efni og ástunda við­skipt­i.“Eru konur sölurvara? Vitundarátak á vegum Stígamóta sem vakti mikla athygli.
Stígamót

Þetta end­aði með því að Hótel Saga aft­ur­kall­aði bók­un­ina. Ráð­stefnan fór aldrei fram. Því hafði þrýst­ingur Stíga­móta og ann­arra skil­að.En áður en að því kom bár­ust Stíga­mótum alvar­legar hót­an­ir. „Og karl­arnir sem ætl­uðu að hitt­ast hér buðu okkur að koma og ávarpa sam­kom­una. Þeir sögð­ust svo gjarnan vilja styrkja okkur með þeim arði sem feng­ist á ráð­stefn­unni, „and I mean a lot of money,“ skrif­uðu þeir. Þannig að það var allt próf­að. En það var ansi gott kampa­vínið sem við drukkum þegar Saga hafði ákveðið að taka ekki á móti þeim.“Heldur þú að það yrði reynt að halda svona ráð­stefnu á Íslandi í dag?„Kannski ekki akkúrat í dag. En mér dettur ekki í hug að neinn sá áfangi sem við höfum náð í mann­rétt­inda­bar­áttu sé kom­inn til að vera án þess að við stöndum vörð um hann. Þannig að ef við ekki stöndum vakt­ina þá skap­ast hættan á að þetta end­ur­taki sig. Klám­iðn­að­ur­inn veltir engum smá fjár­mun­um. Sama með inn­flutn­ing­inn á kon­un­um.“

Hangir allt samanÁ meðan á þessu stóð og Guð­rún stóð í miðri hríð harka­legra við­bragða, spurði eig­in­maður hennar hvort það væri ekki nóg að helga sig bar­átt­unni gegn sifja­spellum og nauðg­unum – hvort hún yrði að bæta á sig bar­áttu gegn klámi og vændi. „Og ég svar­aði: „Veistu, ég get bara ekki ann­að.“ Þetta hangir allt á sömu spýt­unn­i.“Gjörningur á vegum Stígamóta fyrir nokkrum árum milli stjórnarráðsins og húss héraðsdóms Reykjavíkur. Þemað var hreinsun og kraftur.
Stígamót

Sér­staða Stíga­móta, mögu­lega á heims­vísu, fellst í því að sam­tökin „eru ann­ars vegar bull­andi póli­tísk og rót­tæk og hins vegar eru þau staður fyrir brota­þola til þess að vinna úr afleið­ingum ofbeld­is,“ bendir Guð­rún á. Gald­ur­inn felst í að gera hvoru tveggja. Við söfnum miklum töl­fræði­gögnum og setjum sögur fólks­ins okkar í póli­tískt sam­hengi. Við krefj­umst full­kom­inna úrræða, laga­bóta, fræðslu, vit­und­ar­vakn­ingar og afnáms kyn­ferð­is­of­beld­is.“„Í starfi mínu hef ég haldið erindi í að minnsta kosti 85 borg­um. Þar hef ég sagt frá okkar póli­tísku bar­áttu og okkar aðferðum sem voru oft skraut­legar og um leið kveikt von í brjóstum margra.“

Sendu átta mál til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­insEn þetta er ekki búið. Það er enn gríð­ar­legt verk að vinna. Lítið hefur til að mynda þok­ast í rétta átt í rétt­ar­kerf­inu að mati Guð­rún­ar. Enn ratar aðeins brot af kærðum kyn­ferð­is­brota­málum til dóm­stóla og sak­fell­ing­ar­hlut­fall í nauðg­un­ar­málum er aðeins um 11 pró­sent. Mörg þeirra eru látin niður falla. „Að með­al­tali und­an­farin ár er ennþá hægt að telja dóma sem falla í nauðg­un­ar­málum á hverju ári á fingrum handar einnar konu. Á meðan stór­aukn­ing hefur orðið í fjölda þeirra sem leita til Stíga­móta vegna nauð­gana. Þetta eru tveir heim­ar.“Og nú er komið að því að sjá hvort að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn tekur undir með Guð­rúnu og Stíga­mótum um að kerf­is­villa verði þess vald­andi að ekki er ákært í fleiri málum en raun ber vitni. Lög­fræð­ingi var falið það verk­efni að fara í gegnum slík mál og senda svo átta þeirra áfram til dóm­stóls­ins. Allt eru þetta nýleg mál, „og allt eru þetta mál sem við teljum ekki hafa verið unnin nógu vel af yfir­völdum hérna heima.“Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn tekur aðeins fyrir um tíu pró­sent þeirra mála sem honum ber­ast. Ákvörðun liggur ekki enn fyr­ir. „Við getum ekki sætt okkur við – og eigum ekki að sætta okkur við – að rann­sóknir á kyn­ferð­is­brota­málum séu ekki full­nægj­andi á Ísland­i.“„Við getum ekki sætt okkur við – og eigum ekki að sætta okkur við – að rannsóknir á kynferðisbrotamálum séu ekki fullnægjandi á Íslandi.“
Bára Huld Beck

Eitt stærsta verk­efnið sem brýnt er að fara í að mati Guð­rúnar snýr að börn­um. 70 pró­sent þeirra sem leitað hafa til Stíga­móta segja að ofbeldið hafi byrjað fyrir átján ára ald­ur. „Ískyggi­lega stór hópur segir ofbeldið hafa byrjað fyrir tíu ára ald­ur. Og flest þetta fólk hefur ekki rætt þessi mál við fag­fólk og margir ekki við nokkurn mann. Það er gríð­ar­legt verk að vinna í því að fá alla til að átta sig á að það er verið að beita börn í íslensku sam­fé­lagi kyn­ferð­is­of­beldi í dag. Þetta eru síðan þau sem fara til Stíga­móta fram­tíð­ar­innar eftir ára­tug eða jafn­vel nokkra. Og það er auð­vitað óþol­and­i.“Guð­rún seg­ist hafa glaðst mjög yfir þeirri vit­und­ar­vakn­ingu sem varð varð­andi heim­il­is­of­beldi í far­aldri COVID-19. „En það komst aldrei inn í umræð­una að þessi ein­angrun skap­aði líka full­komnar aðstæður fyrir kyn­ferð­is­of­beldi gagn­vart börn­um. Við megum ekki gleyma að slíkt ofbeldi á sér stað inni á heim­ilum barn­anna. Og nú voru þau lokuð þar inn­i.“

Börn verða að fá að segja frá án allra afleið­ingaAð mati Guð­rúnar er nauð­syn­legt að finna leiðir til að sjá til þess að börn geti fengið að segja frá í trún­aði og án allra afleið­inga. „Það þarf að fara í það af fullum krafti að búa til þannig vett­vang. Þau þurfa að geta talað án þess að koma fram undir nafni og í fullu trausti þess að ekk­ert annað verði aðhaf­st, í bili, nema að hlusta. Þau þurfa að geta talað við lands­ins besta fag­fólk þannig að þau geti létt á sér því sem þau burð­ast með. Við verðum að virða það við þau að þau telja sig ekki geta gengið lengra fyrst í stað.“Guð­rún heldur áfram:„Börn eru svo trygg og trú sínum nán­ustu. Börn sem eru svo meidd af þeim sem þau áttu að treysta og þeim sem þau elska líka. Og börn gera sér grein fyrir því hvað ger­ist ef þau segja frá. Þau vita hvaða afleið­ingar það getur haft fyrir þann sem brýtur á þeim. Þau taka því það sem þau telja skásta kost­inn sem er að bera þetta sjálf. Þess vegna verðum við að mæta þeim á þeirra for­send­um. Við verðum að setja þessi lög okkar full­orðnu, sem fela í sér að allt verði að kæra strax, til hlið­ar. Því ef við gerum það ekki segja þessi börn aldrei frá.“

Börn látin ganga á milli mannaÁrið 2005 kom út bókin Myndin af pabba eftir Gerði Kristnýju. Í henni var sögð saga Thelmu Ásdís­ar­dótt­ur, sem beitt var grófu kyn­ferð­is­of­beldi af föður sínum og fleiri körlum er hún var á barns­aldri. Málið vakti mikil við­brögð en í umræð­unni var fjallað um það eins og þetta væri ein­stakt mál. „Svo var því miður ekki,“ segir Guð­rún. „Við hjá Stíga­mótum höfum fengið til okkar mál þar sem börn eru látin ganga á milli manna. Þar sem hrein­lega er um barna­vændi að ræða. Þetta er svo ljótt  að þetta kemst aldrei almenni­lega inn í umræð­una.Ef við skoðum hvað er að ger­ast í klám­iðn­aði, þar sem barnaklám verður sífellt eft­ir­sótt­ara, þá getum við spurt okk­ur: Hvers vegna í ósköp­unum ættum við Íslend­ingar að hafa slopp­ið? Af hverju ættum við að hafa sloppið við barn­a­níð­inga­hringi sem skipt­ast á börn­um?Nei, málið hennar Thelmu var ekki ein­stakt. Þegar fólk kemur til Stíga­móta og greinir frá svona ofbeldi þá er það orðið full­orð­ið. En við verðum að við­ur­kenna að þetta er að ger­ast hér og nú og við verðum að finna leið til að ná til barn­anna.“Margt gleði­legt hefur gerst í bar­átt­unni síð­ustu ár. Eitt af því sem mest gleður Guð­rúnu eru sjálf­sprottin gras­rót­ar­verk­efni sem tengj­ast Stíga­mótum og henni sjálfri ekki neitt. „Ég sit heima í stofu og horfi á Druslu­göng­una og Free the Nipple í sjón­varp­inu og segi: Jess, stelp­ur! Þetta er dásam­leg­t!“Metoo er annað dæmi um slíka hreyf­ingu. „Ég upp­lifði þetta sem stór­kost­lega tíma í okkar bar­áttu, hvernig konur náðu saman í gegnum lok­aða hópa á net­inu og gátu myndað þann trúnað að þær gátu skoðað innan sinna starfs­greina hvað væri í gangi. Þetta afhjúpaði stórt og kerf­is­lægt vanda­mál: Hvernig karlar í ljósi stöðu sinnar hafa mis­notað hana til að halda konum niðri.Þetta kom mér ekk­ert á óvart, alls ekki. En það var ánægju­legt að sjá hvernig konur afhjúp­uðu þennan veru­leika og ég vona að þetta muni hafa fyr­ir­byggj­andi áhrif til fram­tíðar – að karlar taki þetta til sín og breyti sinni hegð­un. Það er enn þögg­un­ar­menn­ing í okkar sam­fé­lagi. Metoo var svar við henn­i.“

Barist með kald­hæðni og húmorÞegar Guð­rún til­kynnti um starfs­lok sín hjá Stíga­mótum í færslu á Face­book skrif­aði hún m.a.: „Ég til­kynni jafn­framt að ég hef ekki sagt skilið við femín­is­mann. Ég mun áfram fuðra yfir órétt­læti og kúgun og vona inni­lega að ég eigi eftir að halda áfram að taka þátt í að gera heim­inn sann­gjarn­ari og frið­sam­ari.“Ertu að fara í póli­tík?„Ég hef alltaf verið í póli­tík. Þetta er mín póli­tík. Ég er ekki flokkspóli­tísk og er ekki að fara að ganga í neinn póli­tískan flokk. En ég mun halda áfram að berjast, ég er ekk­ert að fara að detta úr karakt­er.Eitt af því sem okkur í kvenna­hreyf­ing­unni hefur lán­ast er að gera bar­átt­una skemmti­lega. Oft hefur okkur tek­ist að beita kald­hæðni og húmor í bar­átt­unni sem eru unaðs­leg vopn sem and­stæð­ing­arnir verj­ast mjög illa. Og eitt af því sem mér þykir vænst um í þessu öllu saman er þessi gras­rót­ar­vinna. Ég elska að vinna í gras­rót­inni með skemmti­legum kon­um. Það er hægt að treysta því að ég er ekki dauð úr öllum æðum og mun finna mínar leið­ir.“Ráð­herr­anum sem hund­skamm­aði Guð­rúnu fyrir að bera út ýkjur um inn­flutn­ing á erlendum konum og vændi á klám­búll­unum verður lík­lega seint að ósk sinni: Guð­rún Jóns­dóttir ætlar aldrei að vera til friðs.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal