Færeyingar náðu betri árangri en Íslendingar í Tókýó og vilja keppa undir eigin fána

Leiðtogi færeysku landsstjórnarinnar ítrekaði í vikunni vilja Færeyinga til þess að fá að keppa undir sínum eigin fána, Merkinu, á Ólympíuleikum. Færeyskur ræðari hafnaði í fjórða sæti á leikunum í Tókýó, en keppti fyrir hönd Danmerkur.

Færeyingar vilja fá aðild að Alþjóða Ólympíunefndinni, en sú barátta hefur ekki skilað árangri.
Færeyingar vilja fá aðild að Alþjóða Ólympíunefndinni, en sú barátta hefur ekki skilað árangri.
Auglýsing

Bárður á Steig Niel­sen, lög­maður Fær­eyja, sendi í vik­unni út yfir­lýs­ingu um vilja Fær­ey­inga til þess að fá að taka þátt undir sínum eigin fána á Ólymp­íu­leik­un­um. Fær­eyjar eru ekki sjálf­stæður með­limur Alþjóða Ólymp­íu­nefnd­ar­innar og keppa fær­eyskir íþrótta­menn því undir dönskum fána.

Í yfir­lýs­ing­unni, sem lög­mað­ur­inn birti á ensku á vef fær­eysku lands­stjórn­ar­innar fyrr í vik­unni, segir að vilji Fær­ey­inga til þess að öðl­ast aðild að Alþjóða Ólymp­íu­nefnd­inni sé skýr, en fær­eysk yfir­völd hafa á und­an­förnum árum sóst eftir sjálf­stæðri aðild að nefnd­inni, án árang­urs.

Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja. Mynd: Af vef færeysku stjórnarinnar

Bárður bendir á að fær­eyskir kepp­endur hafi tekið þátt í síð­ustu fjórum Ólymp­íu­leik­um, undir fána Dan­merk­ur.

Á hinum nýaf­stöðnu leikum í Tókýó hreppti fær­eyski ræð­ar­inn Sverri Sand­berg Niel­sen meira að segja fjórða sætið í ein­menn­ings­róðri fyrir hönd Dan­merk­ur, sem er betri árangur en nokkur íslenskur kepp­andi náði í sinni keppn­is­grein á leik­un­um.

Auk þess var einn leik­maður í silf­ur­liði Dana í hand­bolta karla fær­eyskur, en sá hefur valið að spila fyrir Dan­mörku.

„Frá Fær­eyjum koma nú reglu­lega íþrótta­menn sem hafa getu til að keppa á Ólymp­íu­leik­un­um, sem ljáir þeim rökum vægi að þeir ættu að fá að vera full­trúar heima­lands síns á Ólymp­íu­leik­un­um,“ segir í yfir­lýs­ingu Bárðar á Steig Niel­sen, sem segir að Alþjóða Ólymp­íu­nefndin þurfi að end­ur­skoða stefnu sína og leyfa Fær­ey­ingum að halda flaggi sínu á lofti á Ólymp­íu­leik­un­um.

Eru með í Ólymp­íu­hreyf­ingu fatl­aðra

Bárður bendir á að Fær­eyjar séu stofn­með­limur í Ólymp­íu­hreyf­ingu fatl­aðra og hafi tekið þátt í hverjum ein­ustu Ólymp­íu­leikum fatl­aðra frá 1984 með góðum árangri, auk þess sem eyj­arnar hafi fengið sjálf­stæða aðild að stærstu sam­böndum knatt­spyrnu­heims­ins, UEFA og FIFA, í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins.

Auglýsing

„Það er kom­inn tími til þess að fær­eyski fán­inn fái að birt­ast á Ólymp­íu­leik­un­um,“ segir Bárður í yfir­lýs­ing­unni, en bar­átta Fær­eyja fyrir því að fá að keppa undir eigin fána var form­lega sett af stað árið 2018 og vakti mikla athygli.

Í frétt BBC frá þeim tíma sagði að dönsk íþrótta­yf­ir­völd og ólymp­íu­nefndir ann­arra Norð­ur­landa stæðu að fullu að baki þessum vilja Fær­ey­inga og tekið var fram að ekk­ert fjár­magn kæmi frá Dan­mörku inn í fær­eyskt íþrótta­líf.

Alþjóða Ólymp­íu­nefndin varð þó ekki við óskum Fær­ey­inga fyrir leik­ana í Tókýó og hefur í því sam­bandi verið vísað til reglna í Ólymp­íu­sátt­mál­anum sem koma í veg fyrir að lönd önnur en þau sem við­ur­kennd eru sem sjálf­stæð af alþjóða­sam­fé­lag­inu verði veitt aðild að Alþjóða Ólymp­íu­nefnd­inni.

Dæmi eru þó um að lönd eða land­svæði sem ekki eru sjálf­stæð séu með aðild að Alþjóða Ólymp­íu­nefnd­inni.

Þar má til dæmis nefna Púertó Ríkó, sem heyrir undir Banda­ríkin og Arú­ba, sem er hluti hol­lenska kon­ungs­dæm­is­ins, auk þess sem Hong Kong er með sjálf­stæða aðild að nefnd­inni.

Færeyska Merkið

Þjóð­fáni Fær­eyja nefn­ist Merkið. Fær­eyskir náms­menn í Kaup­manna­höfn hönn­uðu fán­ann sem var dreg­inn að húni í fyrsta sinn í Fær­eyjum árið 1919.

Hvítur grunn­ur­inn táknar heiðan him­inn og hvít­fyssandi öldur sem mæta strönd­inni. Rauða og bláa lit­inn er að finna á hefð­bundnum fær­eyskum háls­klút og lit­irnir tákna einnig tengslin við Ísland og Nor­eg, en fánar þeirra nota sömu liti í sama mynstri.

Heim­ild: Vefur Norð­ur­landa­ráðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent