Efsta tíundin átti 85 prósent verðbréfa í eigu einstaklinga í lok síðasta árs

Á áratug hefur heildarvirði verðbréfa í eigu landsmanna aukist um 253,2 milljarða króna. Af því heildarvirði hefur 88 prósent runnið til tíu prósent ríkustu landsmanna. Á síðastliðnu einu og hálfu ári hefur virði hlutabréfa rúmlega tvöfaldast.

Síðasta stóra skráning á Aðalmarkað Kauphallar Íslands var skráning Íslandsbanka í sumar. Bankastjóri hans, Birna Einarsdóttir, hringdi inn fyrstu viðskipti.
Síðasta stóra skráning á Aðalmarkað Kauphallar Íslands var skráning Íslandsbanka í sumar. Bankastjóri hans, Birna Einarsdóttir, hringdi inn fyrstu viðskipti.
Auglýsing

Rík­ustu tíu pró­sent Íslend­inga juku eign sína í verð­bréfum um 53,8 millj­arða króna í fyrra. Heild­ar­aukn­ing í eign á verð­bréf­um, sem eru að uppi­stöðu hluta­bréf og skulda­bréf, á meðal allra lands­manna var upp á 69,2 millj­arða króna. Því eign­að­ist efsta tíund­in, rúm­lega 22 þús­und ein­stak­ling­ar, í tekju­stig­anum 78 pró­sent af virði nýrra verð­bréfa á síð­asta ári. 

Þetta má lesa út úr tölum Hag­stofu Íslands um eignir og skuldir lands­manna sem birtar voru í síð­asta mán­uði. Þær tölur taka ekki með í reikn­ing­inn hlut­deild lands­manna í eignum líf­eyr­is­sjóða, sem eiga stóran hluta allra verð­bréfa á Ísland­i. 

Þrátt fyrir að eitt risa­stórt hluta­fjár­út­boð – í Icelandair Group – hafi farið fram í fyrra og litlum hlut­höfum skráðra félags hafi fjölgað mikið – úr átta í 32 þús­und – á síð­asta ári þá var staðan í árs­lok samt sem áður sú að rík­ustu tíu pró­sent lands­manna áttu enn 85 pró­sent af öllum verð­bréfum í eigu ein­stak­linga hér­lend­is. 

Þetta gæti hafa breyst eitt­hvað í ár, sér­stak­lega með skrán­ingu Íslands­banka á markað þar sem þús­undir ein­stak­linga skráðu sig fyrir litlum hlut­um, en ólík­legt er að það hafi mikil áhrif á heild­ar­mynd­ina í ljósi þess hversu litlar upp­hæðir er um að ræða.

Nán­ast sama staða og 2010

Árið 2010 var heild­ar­eign þjóð­ar­innar í verð­bréfum metin á 374 millj­arða króna. Af þeirri tölu átti efsta tíundin 312 millj­arða króna í slíkum eign­um, eða rúm 83 pró­sent. Upp­gefið virði allra verð­bréfa í eigu Íslend­inga hafði þá dreg­ist saman um fjórð­ung síðan í árs­lok 2007, enda banka­hrun átt sér stað í milli­tíð­inni. Þar er þó ein­ungis um tap að nafn­virði að ræða þegar kemur að hluta­bréf­um. Þorri þeirra var met­inn mun hærra að mark­aðsvirði og bók­halds­legt tap þeirra sem héldu á bréfum í skráðum félögum þegar þau urðu verð­laus í hrun­inu mun hærra. 

Auglýsing
[Út á þær bók­halds­legu tölur – hækk­anir á virði hluta­bréfa – höfðu margir tekið ný lán sem þeir gátu keypt sér raun­veru­lega hluti fyrir sem halda betur verð­mæt­i. 

Níu af hverjum tíu nýjum krónum fara til efsta lags­ins

Á ára­tug hefur heild­ar­virði verð­bréfa sem gefin eru upp í skatt­skýrslu lands­manna auk­ist um 253,2 millj­arða króna. Af því heild­ar­virði hafa 222,3 millj­arðar króna lent hjá efstu tíund­inni, eða 88 pró­sent. 

Frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hófst í mars í fyrra hefur úrvals­vísi­talan rúm­lega tvö­fald­ast. Virði Arion banka hefur þre­fald­ast. Virði Íslands­banka frá skrán­ingu í júní 2021 hefur auk­ist um næstum 50 pró­sent. Heild­ar­mark­aðsvirði skráðra félaga hefur farið úr því að vera 1.067 millj­arðar króna í að vera 2.288 millj­arðar króna, en vert er að taka fram að fjögur félög hafa verið skráð á hluta­bréfa­mark­að­ina tvo, Aðal­markað og First North, í milli­tíð­inn­i. 

Sá sem átti t.d. eins millj­arðs króna hlut í Arion banka í mars í fyrra getur selt hann í dag á þrjá millj­arða króna. Þessi hækkun kemur ekki fram í verð­bréfa­eign hans eins og hún er upp­gefin hjá Hag­stofu Íslands. 

Þar er, líkt og áður sagði, ein­ungis miðað við kaup­verðið sem við­kom­andi greiddi fyrir hlut­inn. Í ljósi þess að efsta tíundin heldur á 88 pró­sent af nafn­virði verð­bréfa má ætla að hún taki til sín svipað hlut­fall af þeirri virð­is­aukn­ingu sem hefur orðið á hluta­bréfum vegna aðgerða stjórn­valda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent