Fimmtungur tók til sín 67 prósent af allri aukningu á eigin fé vegna fasteigna á áratug

Tvær af hverjum þremur krónum sem urðu til af nýjum auð á Íslandi frá 2010 og fram til síðustu áramóta runnu til 20 prósent ríkustu landsmanna. Aukningin á eigin fé hópsins er vanmetin þar sem virði hlutabréfa er metið á nafnvirði, ekki markaðsvirði.

Framkvæmdir á Valssvæðinu
Auglýsing

Í lok árs 2010 átti íslenska þjóðin 1.565 milljarða króna í eigið fé. Ríkasta tíund landsmanna átti 1.350 milljarða króna á þessum tíma eða 86,2 prósent af öllu eigið fé þjóðarinnar. Þegar næstu tíund var bætt við fór eigið fé upp í 1.778 milljarða króna, sem þýddi að sá fimmtungur landsmanna sem átti mest átti 114 prósent af öllu eigin fé einstaklinga í landinu. 

Hvernig er það hægt? Það var hægt vegna þess að stór hluti landsmanna var að glíma við fordæmalausan skuldavanda á þessum tíma, meðal annars vegna húsnæðislána sem höfðu hækkað mikið vegna gengisfalls eða verðbólgu og fallandi eignaverðs. Sá helmingur þjóðarinnar sem átti minnst var með neikvætt eigið fé upp á 504 milljarða króna. 

Um síðustu áramót hafði staðan breyst umtalsvert. Íslenska þjóðin hafði skapað 3.951 nýja milljarða króna á um áratug og heildar eigið fé hennar, eins og það er uppgefið í tölum Hagstofu Íslands, stóð í 5.516 milljörðum króna. 

Af þessum 3.951 milljarði króna sem orðið hefur til í samfélaginu síðan 2010 fóru 2.517 milljarðar króna til þeirra 20 prósent landsmanna sem eiga mest, eða næstum tvær af hverjum þremur krónum sem urðu til af nýjum auð. Sá helmingur einstaklinga sem búa á Íslandi sem átti minnst bætti stöðu sína samtals úr því að skulda 504 milljarða króna umfram eignir 2010 í að skulda einungis tæplega 67 milljarða króna umfram eignir. 

Hækkanir á fasteignaverði rata að mestu til þeirra ríkustu

Af þeirri upphæð sem Íslendingar áttu í eigið fé árið 2010 var 1.146 milljarðar króna bundnir í steypu, eða 73,2 prósent. Á þeim tíma sem er liðinn síðan þá hefur fasteignabóla verið blásin upp á Íslandi og fasteignaverð hækkað gríðarlega. Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði það til að mynda um 126 prósent frá 2010 og fram að síðustu áramótum.

Auglýsing
Þetta hefur skilað því að eigið fé sem bundið er í fasteignum hefur aukist um 3.020 milljarða króna, eða næstum þrefaldast. Af þessari aukningu á virði fasteigna sem skráðar eru á Íslandi lentu 2.040 milljarðar króna hjá þeim fimmtungi landsmanna sem á mest fé, eða 67 prósent af allri aukningu sem varð á virði fasteigna á tímabilinu.

Ef einungis er skoðað hvað ríkustu tíu prósent landsmanna, hópur sem telur 22.683 einstaklinga, þá sýna tölur Hagstofunnar að virði fasteigna hans hafi aukist um 1.341 milljarða króna á áratug og að 44 prósent allrar hækkunar á fasteignaverði hafi farið til þessa hóps. 

Tölurnar sýna ekki raunverulega stöðu

Síðasta ár var afar sérstakt vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld og Seðlabanki Íslands gripu til margháttaðra aðgerða sem hleyptu súrefni inn í hagkerfið. Afleiðingarnar hafa verið meðal annars verið þær að fasteignaverð og virði verðbréfa hefur hækkað mikið, og eigendur slíkra eigna á sama tíma ávaxtað fé sitt vel.

Í tölum Hagstofu Íslands um eigið fé landsmanna er ekki tekið tillit til eigna þeirra í lífeyrissjóðum landsins, sem sameiginlega halda á 6.152 milljörðum króna af eignum landsmanna, og eiga stóran hluta af öllum verðbréfum sem gefin eru út hérlendis. Þar er virði hlutabréfa í innlendum og erlendum hlutafélögum líka reiknað á nafnvirði, ekki markaðsvirði. Það þýðir t.d. að ef einstaklingur keypti hlut í skráðu félagi sem hefur tífaldast í verði fyrir einhverjum árum á 100 milljón króna þá er það virðið sem reiknað er inn í tölur Hagstofunnar, ekki einn milljarður króna, sem er verðið sem viðkomandi myndi fá ef hann seldi hlutabréfin. Þetta skekkir eðlilega mjög allar uppgefnar tölur um eigið fé, enda verðbréf að meginuppistöðu í eigu þess hluta þjóðarinnar sem á mestar eignir. Í lok árs 2019 áttu til að mynda um átta þúsund einstaklingar hlutabréf hérlendis, en sá hópur telur nú um 32 þúsund manns. 

Í tölum sem birtust í umfjöllun um álagningu einstaklinga á árinu 2020 í Tíund, fréttablaði Skattsins, sem Páll Kolbeins rekstrarhagfræðingur skrifar, kom auk þess fram að það eitt prósent landsmanna sem var með hæstu tekjurnar á árinu 2019 hafi aflað 44,5 prósent allra tekna sem urðu til vegna ávöxtunar á fjármagni það árið. Alls var um að ræða 58 milljarða króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar