Fimmtungur tók til sín 67 prósent af allri aukningu á eigin fé vegna fasteigna á áratug

Tvær af hverjum þremur krónum sem urðu til af nýjum auð á Íslandi frá 2010 og fram til síðustu áramóta runnu til 20 prósent ríkustu landsmanna. Aukningin á eigin fé hópsins er vanmetin þar sem virði hlutabréfa er metið á nafnvirði, ekki markaðsvirði.

Framkvæmdir á Valssvæðinu
Auglýsing

Í lok árs 2010 átti íslenska þjóðin 1.565 millj­arða króna í eigið fé. Rík­asta tíund lands­manna átti 1.350 millj­arða króna á þessum tíma eða 86,2 pró­sent af öllu eigið fé þjóð­ar­inn­ar. Þegar næstu tíund var bætt við fór eigið fé upp í 1.778 millj­arða króna, sem þýddi að sá fimmt­ungur lands­manna sem átti mest átti 114 pró­sent af öllu eigin fé ein­stak­linga í land­in­u. 

Hvernig er það hægt? Það var hægt vegna þess að stór hluti lands­manna var að glíma við for­dæma­lausan skulda­vanda á þessum tíma, meðal ann­ars vegna hús­næð­is­lána sem höfðu hækkað mikið vegna geng­is­falls eða verð­bólgu og fallandi eigna­verðs. Sá helm­ingur þjóð­ar­innar sem átti minnst var með nei­kvætt eigið fé upp á 504 millj­arða króna. 

Um síð­ustu ára­mót hafði staðan breyst umtals­vert. Íslenska þjóðin hafði skapað 3.951 nýja millj­arða króna á um ára­tug og heildar eigið fé henn­ar, eins og það er upp­gefið í tölum Hag­stofu Íslands, stóð í 5.516 millj­örðum króna. 

Af þessum 3.951 millj­arði króna sem orðið hefur til í sam­fé­lag­inu síðan 2010 fóru 2.517 millj­arðar króna til þeirra 20 pró­sent lands­manna sem eiga mest, eða næstum tvær af hverjum þremur krónum sem urðu til af nýjum auð. Sá helm­ingur ein­stak­linga sem búa á Íslandi sem átti minnst bætti stöðu sína sam­tals úr því að skulda 504 millj­arða króna umfram eignir 2010 í að skulda ein­ungis tæp­lega 67 millj­arða króna umfram eign­ir. 

Hækk­anir á fast­eigna­verði rata að mestu til þeirra rík­ustu

Af þeirri upp­hæð sem Íslend­ingar áttu í eigið fé árið 2010 var 1.146 millj­arðar króna bundnir í steypu, eða 73,2 pró­sent. Á þeim tíma sem er lið­inn síðan þá hefur fast­eigna­bóla verið blásin upp á Íslandi og fast­eigna­verð hækkað gríð­ar­lega. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði það til að mynda um 126 pró­sent frá 2010 og fram að síð­ustu ára­mót­um.

Auglýsing
Þetta hefur skilað því að eigið fé sem bundið er í fast­eignum hefur auk­ist um 3.020 millj­arða króna, eða næstum þre­fald­ast. Af þess­ari aukn­ingu á virði fast­eigna sem skráðar eru á Íslandi lentu 2.040 millj­arðar króna hjá þeim fimmt­ungi lands­manna sem á mest fé, eða 67 pró­sent af allri aukn­ingu sem varð á virði fast­eigna á tíma­bil­inu.

Ef ein­ungis er skoðað hvað rík­ustu tíu pró­sent lands­manna, hópur sem telur 22.683 ein­stak­linga, þá sýna tölur Hag­stof­unnar að virði fast­eigna hans hafi auk­ist um 1.341 millj­arða króna á ára­tug og að 44 pró­sent allrar hækk­unar á fast­eigna­verði hafi farið til þessa hóps. 

Töl­urnar sýna ekki raun­veru­lega stöðu

Síð­asta ár var afar sér­stakt vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Stjórn­völd og Seðla­banki Íslands gripu til marg­hátt­aðra aðgerða sem hleyptu súr­efni inn í hag­kerf­ið. Afleið­ing­arnar hafa verið meðal ann­ars verið þær að fast­eigna­verð og virði verð­bréfa hefur hækkað mik­ið, og eig­endur slíkra eigna á sama tíma ávaxtað fé sitt vel.

Í tölum Hag­stofu Íslands um eigið fé lands­manna er ekki tekið til­lit til eigna þeirra í líf­eyr­is­sjóðum lands­ins, sem sam­eig­in­lega halda á 6.152 millj­örðum króna af eignum lands­manna, og eiga stóran hluta af öllum verð­bréfum sem gefin eru út hér­lend­is. Þar er virði hluta­bréfa í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lögum líka reiknað á nafn­virði, ekki mark­aðsvirði. Það þýðir t.d. að ef ein­stak­lingur keypti hlut í skráðu félagi sem hefur tífald­ast í verði fyrir ein­hverjum árum á 100 milljón króna þá er það virðið sem reiknað er inn í tölur Hag­stof­unn­ar, ekki einn millj­arður króna, sem er verðið sem við­kom­andi myndi fá ef hann seldi hluta­bréf­in. Þetta skekkir eðli­lega mjög allar upp­gefnar tölur um eigið fé, enda verð­bréf að meg­in­uppi­stöðu í eigu þess hluta þjóð­ar­innar sem á mestar eign­ir. Í lok árs 2019 áttu til að mynda um átta þús­und ein­stak­lingar hluta­bréf hér­lend­is, en sá hópur telur nú um 32 þús­und manns. 

Í tölum sem birt­ust í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­linga á árinu 2020 í Tíund, frétta­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ingur skrif­ar, kom auk þess fram að það eitt pró­sent lands­manna sem var með hæstu tekj­urnar á árinu 2019 hafi aflað 44,5 pró­sent allra tekna sem urðu til vegna ávöxt­unar á fjár­magni það árið. Alls var um að ræða 58 millj­arða króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar