Mynd: 123rf peningar
Mynd: 123rf

240 íslenskar fjölskyldur áttu 293 milljarða króna í eigið fé um síðustu áramót

Tvær af hverjum þremur krónum sem urðu til af nýjum auði á Íslandi í fyrra, og rann beint til einstaklinga, fóru til ríkustu fimm prósent landsmanna. Eigið fé landsmanna hefur ekki hækkað jafn lítið milli ára síðan á árinu 2010.

Það 0,1 pró­sent íslenskra fjöl­skyldna sem var með mestar tekjur í fyrra átti alls 293 millj­arða króna í eigið fé í lok árs 2020. Um er að ræða 240 fjöl­skyldur og því er með­al­eign á hverja fjöl­skyldu um 1,2 millj­arðar króna.

Á árinu 2020 óx eigið fé 0,1 pró­sent rík­asta hluta þjóð­ar­innar um 10,8 millj­arða króna. Alls hefur það vaxið um 131 millj­arð króna frá árinu 2010, eða um 81 pró­sent. Hlut­falls­lega dregst hlut­deild þessa hóps af heild­ar­eignum þjóð­ar­innar lít­il­lega saman í stað milli ára en næstum níu pró­sent af nýjum auði sem varð til á Íslandi í fyrra rann til hans. 

Eigið fé lands­manna jókst minna í fyrra en það hafði gert árin á und­an. Það var til að mynda 1.565 millj­arðar króna í lok árs 2010 og óx upp í 5.176 millj­arða króna í lok árs 2019, sem var í fyrsta sinn sem það fór yfir fimm þús­und millj­arða króna. Það þýðir að eigið fé óx að með­al­tali um 401 millj­arða króna á því tíma­bili. Mest hækk­aði eigin féð á árunum 2017 (760 millj­arðar króna) og 2018 (641 millj­arðar króna), en vert er að taka fram að á þeim árum varð mesta hækkun sem átt hefur sér stað á vexti á eigin fé frá því að Hag­stofa Íslands hóf að halda utan um þær töl­ur. Í fyrra bætt­ust hins vegar ein­ungis við 122 millj­arðar króna. Það er minnsta aukn­ing á eigin fé innan árs sem orðið hefur hér­lendis í meira en ára­tug.

Auglýsing

Af þeim fóru 77 millj­arðar króna til rík­ustu fimm pró­senta lands­ins, um tólf þús­und fjöl­skyldna. Því fór um 64 pró­sent af nýjum auði sem varð til á árinu 2020 til rík­ustu fimm pró­sent lands­manna. Sá hópur átti 2.076 millj­arða króna sam­an­lagt í lok síð­asta árs.

Rík­asta eitt pró­sent­ið, alls um 2.400 fjöl­skyld­ur, bættu 37,3 millj­örðum króna við eigið fé sitt í fyrra, eða um 30 pró­sent af öllum nýjum auð sem varð til á því ári. Þessar fjöl­skyldur áttu sam­tals 902,2 millj­arða króna í lok árs 2020.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um skuldir og eignir lands­manna sem birt var síð­degis í dag á vef Alþing­is. 

Ekki tekið til­lit til eigna í líf­eyr­is­sjóðum

Ein­faldur sam­an­burður á eigna­stöðu fólks á Íslandi er flók­inn. Sér­stak­lega vegna þess að þær hag­tölur sem safnað er saman mæla ekki að öllu leyti heild­ar­eignir fólks né taka til­lit til hlut­deildar þess í eignum líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins, sem er risa­vaxið og á eignir sem í lok apríl síð­ast­lið­ins voru yfir sex þús­und millj­arða króna virði. Ef þeirri eign er deilt í fjölda lands­manna þá ætti hver og einn um 16,3 millj­óna króna eign í líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu að með­al­tali.

Auglýsing

Hluti þeirra eigna eru inn­lendar verð­bréfa­eignir eins og hluta­bréf í skráðum félög­um. 

Þær tölur sem eru hér til umfjöll­unar eru yfir eignir sem fólk hefur safnað saman utan líf­eyr­is­eign­ar. Hjá flestum Íslend­ingum er meg­in­uppi­staða þeirra eigna bundin í heim­ilum þeirra. Bein þátt­taka almenn­ings á hluta­bréfa­mark­aði hefur verið dræm á und­an­förnum árum, þótt hún hafi glæðst veru­lega í ár af ýmsum ástæð­um. Í lok árs 2019 áttu til að mynda um átta þús­und ein­stak­lingar hluta­bréf hér­lend­is, en sá hópur telur nú um 32 þús­und manns.

0,1 pró­sent þén­uðu stóran hluta af fjár­magnstekjum

Það 0,1 pró­sent lands­manna sem var með mestar tekjur í fyrra var með 32,6 millj­arða króna í fjár­magnstekj­ur. Slíkar tekjur voru 60 pró­sent af öllum tekjum hóps­ins á árinu 2020. Til sam­an­burðar þén­uðu þær tólf þús­und fjöl­skyldur sem höfðu hæstar tekjur á síð­asta ári um 75 millj­arða króna í fjár­magnstekj­ur. Það þýðir að rík­ustu 240 fjöl­skyld­urnar í hópnum tóku til sín um 44 pró­sent af öllum fjár­magnstekjum sem tekju­hæstu fimm pró­sent lands­manna þén­uðu á síð­asta ári. 

Logi Einarsson spurði Bjarna Benediktsson um eignir og skuldir ríkustu landsmanna.
Mynd: Bára Huld Beck

Eigið fé rík­ustu hópanna hér­lendis hefur verið stór­lega van­met­ið, og er mun meira en þær tölur sem hér eru til umfjöll­unar segja til um. Hluti verð­bréfa­eign­ar, hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lög­um, er metin á nafn­virði, en ekki mark­aðsvirði. Þá eru fast­eignir metnar á sam­kvæmt fast­eigna­mati, ekki mark­aðsvirði, sem er í flestum til­fellum hærra.

Það þýðir að ef verð­bréf í t.d. hluta­fé­lögum hafi hækkað í verði frá því að þau voru keypt þá kemur slíkt ekki fram í þessum töl­um. Úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands hefur til að mynda hækkað um 55 pró­sent á einu ári. 

Meg­in­þorri verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­linga til­heyra þeim tíu pró­sentum lands­manna sem eru rík­ast­ir. Sá hópur átti 86 pró­sent allra verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­linga í lok árs 2019.

Eignir erlendis

Þessi hópur er líka lík­leg­astur allra til að eiga eignir utan Íslands sem koma ekki fram í ofan­greindum töl­um, en áætlað hefur verið að íslenskir aðilar eigi hund­ruð millj­arða króna í aflands­fé­lögum sem ekki hafi verið gerð grein fyr­ir. 

Auglýsing

Þessi staða var meðal ann­ars dregin upp í skýrslu sem unnin var fyrir Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, eftir opin­berun Panama­skjal­anna og var birt í jan­úar 2017. Nið­ur­staða hennar var að  upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 næmi ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og að tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 vegna þessa væri lík­lega um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta því verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar