„Í mínum huga átti aldrei að ákæra Cosby, aldrei“

„Þetta er hneyksli. Ég er með hnút í maganum.“ Viðbrögðin við ógildingu kynferðisbrotadóms yfir Bill Cosby hafa verið gríðarleg. Hann er ekki laus úr fangelsi vegna þess að hæstiréttur telji hann saklausan heldur vegna ákvörðunar frá árinu 2005.

Bill Cosby.
Bill Cosby.
Auglýsing

Bill Cosby hélt tveimur fingrum á lofti til marks um sigur er hann gekk út úr fang­els­inu í Montgomery-­sýslu í Penn­syl­vaníu í gær. Hann var orð­inn frjáls maður eftir að hafa verið bak við lás og slá í tvö ár. Cos­by, þekkt­astur fyrir að leika Fyr­ir­mynd­ar­föð­ur­inn, stóð hljóður við hlið lög­manna sinna á blaða­manna­fundi skömmu síð­ar. „Honum finnst hann frjáls,“ sagði einn lög­mann­anna og hinn 83 ára gamli Cospy birti skömmu síðar gamla mynd af sér á Twitter með krepptan hnefa til him­ins.

Auglýsing

„Þetta er hneyksli,“ sagði Vict­oria Val­entino í kjöl­far­ið. „Ég er með hnút í mag­an­um.“

Val­entino er ein þeirra kvenna sem sakað hafa Cosby um kyn­ferð­is­of­beldi. Fyrir þrjú slík brot var hann dæmdur í þriggja til tíu ára fang­elsi árið 2018. Brotin voru alvar­leg. Hann byrl­aði konu ólyfjan og mis­not­aði kyn­ferð­is­lega.

Fjöl­margir taka undir með Val­entino og undr­ast að maður sem kvið­dómur taldi hafið yfir allan vafa að væri sekur um kyn­ferð­is­glæpi sé frjáls ferða sinna.

Fjórir á móti þremur

Frelsið fékk Cosby í kjöl­far þess að hæsti­réttur Penn­syl­vaníu ómerkti dóm yfir honum af lægra dóm­stigi. Í hæsta­rétti rík­is­ins sitja sjö dóm­arar og meiri­hluti þeirra, fjór­ir, vildu ómerkja dóm­inn en þrír vildu að hann stæði.

Ómerk­ingin hefur hins vegar ekk­ert með þau lög að gera sem Cosby braut með athæfi sínu enda ekki um þau fjallað í nið­ur­stöðu meiri­hluta hæsta­rétt­ar. Bill Cosby getur um frjálst höfuð strokið vegna laga­tækni­legs atrið­is. Vegna þess að fyrir mörgum árum gaf sak­sókn­ari í Montgomery-­sýslu það út að hann ætl­aði ekki að ákæra Cos­by. Túlkun nýs sak­sókn­ara var hins vegar sú að ákvörð­unin ætti ekki að standa til allrar eilífð­ar. Því er hæsti­réttur ósam­mála og því er fyr­ir­mynd­ar­fað­ir­inn laus úr fang­elsi.

Andrea Constand kærði Bill Cosby árið 2004. Mynd: EPA

Árið 2004 kærði Andrea Con­stand Cosby fyrir að byrla sér ólyfjan og brjóta gegn sér kyn­ferð­is­lega. Málið fór til rann­sóknar hjá sak­sókn­ara Montgomery-­sýslu á þeim tíma, Bruce Castor. Hann taldi málið hins vegar ólík­legt til sak­fell­ing­ar, m.a. þar sem Con­stand beið í ár með að að kæra og var áfram í sam­bandi við Cosby eftir hið meinta ofbeldi. Hann ákvað að gefa ekki út ákæru en sú ákvörðun féll ekki í góðan jarð­veg. Þarna var óþekkt kona að saka heims­frægan og valda­mik­inn karl um ofbeld­is­verk. Órétt­lætið yrði vart mikið meira.

Til að reyna að lægja öld­urnar gaf Castor út frétta­til­kynn­ingu sem í stóð að emb­ættið myndi ekki ákæra Cosby en að sú ákvörðun myndi hins vegar opna leiðir til að höfða einka­mál á hendur hon­um. Eng­inn skrif­legur samn­ingur um frið­helgi var gerður milli Castors og Cosby en Castor, sem í dag er nýjasti lög­maður Don­alds Trumps, lét þá skoðun sína í ljós er leik­ar­inn var hand­tek­inn að nið­ur­staða hans um að ákæra hann ekki ætti enn við. Eft­ir­maður hans í starfi væri bund­inn af þeirri nið­ur­stöðu. „Í mínum huga átti aldrei að ákæra Cos­by, aldrei,“ ítrek­aði sak­sókn­ar­inn fyrr­ver­andi í vitn­is­burði sínum í rétt­ar­höld­unum yfir leik­ar­an­um. „Mín trú var sú að ég hefði vald til að gefa slíkt út.“

Auglýsing

Eft­ir­maður Castors, Kevin Steele, taldi yfir­lýs­ingar Castors hins vegar eins og fyrr segir ekki duga inn í eilífð­ina og aðeins örfáum dögum áður en þá meint brot Cos­bys gegn Con­stand fyrnd­ust hand­tók hann leik­arann, m.a. á grunni fram­burðar hans í einka­mál­inu sem Con­stand höfð­aði mörgum árum fyrr. Aðgangur að þeim gögnum hafði þá nýlega feng­ist opn­að­ur. Í vitn­is­burði Cos­bys sagð­ist hann hafa „boð­ið“ konum sem hann vildi hafa kyn­mök við, deyfi­lyf.

Og Steele lét vaða.

Nið­ur­staða meiri­hluta hæsta­réttar Penn­syl­van­íu-­ríkis er hins vegar sú að Steele hafi verið skylt að standa við ákvörðun fyr­ir­renn­ara síns. Í nið­ur­stöð­unni er hand­taka Cos­bys einnig gagn­rýnd og sögð „lít­ils­virð­ing“ við grunn­gildi rétt­læt­is­ins, sér­stak­lega í ljósi þess að hún end­aði með ákæru sem hafði verið vísað frá fyrir meira en ára­tug.

Bill Cosby ásamt lögmönnum sínum fyrir utan heimili sitt eftir að hann var látinn laus úr fangelsi. Mynd: EPA

Ofbeld­is­verk Cos­bys komust í hámæli í #metoo bylt­ing­unni. Hún hófst með ásök­unum á hendur valda­miklum körlum í Hollywood og hrísl­að­ist svo um öll horn heims­ins. Ákæran á hendur Cosby var eitt fyrsta stóra dóms­málið af þessum toga í kjöl­far bylt­ing­ar­innar og þótti til marks um að þögnin hefði verið rofin og breyt­ingar væru í far­vatn­inu.

Cosby var ákærður fyrir að brjóta gegn Con­stand en við rétt­ar­höldin heim­il­aði dóm­ari vitn­is­burð fimm kvenna til við­bótar sem sök­uðu leik­ar­ann um það sama. Þau brot voru hins vegar framin á níunda ára­tug síð­ustu aldar og því fyrnd.

Sak­sókn­ar­inn Steele ítrek­aði í yfir­lýs­ingu sem hann birti í gær að Cosby hefði verið sleppt úr fang­elsi vegna tækni­legra atriða sem hefðu ekk­ert með brot hans að gera. „Von mín er sú að þessi nið­ur­staða hæsta­réttar dragi ekki úr fórn­ar­lömbum kyn­ferð­is­of­beldis að til­kynna brot.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar