„Í mínum huga átti aldrei að ákæra Cosby, aldrei“

„Þetta er hneyksli. Ég er með hnút í maganum.“ Viðbrögðin við ógildingu kynferðisbrotadóms yfir Bill Cosby hafa verið gríðarleg. Hann er ekki laus úr fangelsi vegna þess að hæstiréttur telji hann saklausan heldur vegna ákvörðunar frá árinu 2005.

Bill Cosby.
Bill Cosby.
Auglýsing

Bill Cosby hélt tveimur fingrum á lofti til marks um sigur er hann gekk út úr fang­els­inu í Montgomery-­sýslu í Penn­syl­vaníu í gær. Hann var orð­inn frjáls maður eftir að hafa verið bak við lás og slá í tvö ár. Cos­by, þekkt­astur fyrir að leika Fyr­ir­mynd­ar­föð­ur­inn, stóð hljóður við hlið lög­manna sinna á blaða­manna­fundi skömmu síð­ar. „Honum finnst hann frjáls,“ sagði einn lög­mann­anna og hinn 83 ára gamli Cospy birti skömmu síðar gamla mynd af sér á Twitter með krepptan hnefa til him­ins.

Auglýsing

„Þetta er hneyksli,“ sagði Vict­oria Val­entino í kjöl­far­ið. „Ég er með hnút í mag­an­um.“

Val­entino er ein þeirra kvenna sem sakað hafa Cosby um kyn­ferð­is­of­beldi. Fyrir þrjú slík brot var hann dæmdur í þriggja til tíu ára fang­elsi árið 2018. Brotin voru alvar­leg. Hann byrl­aði konu ólyfjan og mis­not­aði kyn­ferð­is­lega.

Fjöl­margir taka undir með Val­entino og undr­ast að maður sem kvið­dómur taldi hafið yfir allan vafa að væri sekur um kyn­ferð­is­glæpi sé frjáls ferða sinna.

Fjórir á móti þremur

Frelsið fékk Cosby í kjöl­far þess að hæsti­réttur Penn­syl­vaníu ómerkti dóm yfir honum af lægra dóm­stigi. Í hæsta­rétti rík­is­ins sitja sjö dóm­arar og meiri­hluti þeirra, fjór­ir, vildu ómerkja dóm­inn en þrír vildu að hann stæði.

Ómerk­ingin hefur hins vegar ekk­ert með þau lög að gera sem Cosby braut með athæfi sínu enda ekki um þau fjallað í nið­ur­stöðu meiri­hluta hæsta­rétt­ar. Bill Cosby getur um frjálst höfuð strokið vegna laga­tækni­legs atrið­is. Vegna þess að fyrir mörgum árum gaf sak­sókn­ari í Montgomery-­sýslu það út að hann ætl­aði ekki að ákæra Cos­by. Túlkun nýs sak­sókn­ara var hins vegar sú að ákvörð­unin ætti ekki að standa til allrar eilífð­ar. Því er hæsti­réttur ósam­mála og því er fyr­ir­mynd­ar­fað­ir­inn laus úr fang­elsi.

Andrea Constand kærði Bill Cosby árið 2004. Mynd: EPA

Árið 2004 kærði Andrea Con­stand Cosby fyrir að byrla sér ólyfjan og brjóta gegn sér kyn­ferð­is­lega. Málið fór til rann­sóknar hjá sak­sókn­ara Montgomery-­sýslu á þeim tíma, Bruce Castor. Hann taldi málið hins vegar ólík­legt til sak­fell­ing­ar, m.a. þar sem Con­stand beið í ár með að að kæra og var áfram í sam­bandi við Cosby eftir hið meinta ofbeldi. Hann ákvað að gefa ekki út ákæru en sú ákvörðun féll ekki í góðan jarð­veg. Þarna var óþekkt kona að saka heims­frægan og valda­mik­inn karl um ofbeld­is­verk. Órétt­lætið yrði vart mikið meira.

Til að reyna að lægja öld­urnar gaf Castor út frétta­til­kynn­ingu sem í stóð að emb­ættið myndi ekki ákæra Cosby en að sú ákvörðun myndi hins vegar opna leiðir til að höfða einka­mál á hendur hon­um. Eng­inn skrif­legur samn­ingur um frið­helgi var gerður milli Castors og Cosby en Castor, sem í dag er nýjasti lög­maður Don­alds Trumps, lét þá skoðun sína í ljós er leik­ar­inn var hand­tek­inn að nið­ur­staða hans um að ákæra hann ekki ætti enn við. Eft­ir­maður hans í starfi væri bund­inn af þeirri nið­ur­stöðu. „Í mínum huga átti aldrei að ákæra Cos­by, aldrei,“ ítrek­aði sak­sókn­ar­inn fyrr­ver­andi í vitn­is­burði sínum í rétt­ar­höld­unum yfir leik­ar­an­um. „Mín trú var sú að ég hefði vald til að gefa slíkt út.“

Auglýsing

Eft­ir­maður Castors, Kevin Steele, taldi yfir­lýs­ingar Castors hins vegar eins og fyrr segir ekki duga inn í eilífð­ina og aðeins örfáum dögum áður en þá meint brot Cos­bys gegn Con­stand fyrnd­ust hand­tók hann leik­arann, m.a. á grunni fram­burðar hans í einka­mál­inu sem Con­stand höfð­aði mörgum árum fyrr. Aðgangur að þeim gögnum hafði þá nýlega feng­ist opn­að­ur. Í vitn­is­burði Cos­bys sagð­ist hann hafa „boð­ið“ konum sem hann vildi hafa kyn­mök við, deyfi­lyf.

Og Steele lét vaða.

Nið­ur­staða meiri­hluta hæsta­réttar Penn­syl­van­íu-­ríkis er hins vegar sú að Steele hafi verið skylt að standa við ákvörðun fyr­ir­renn­ara síns. Í nið­ur­stöð­unni er hand­taka Cos­bys einnig gagn­rýnd og sögð „lít­ils­virð­ing“ við grunn­gildi rétt­læt­is­ins, sér­stak­lega í ljósi þess að hún end­aði með ákæru sem hafði verið vísað frá fyrir meira en ára­tug.

Bill Cosby ásamt lögmönnum sínum fyrir utan heimili sitt eftir að hann var látinn laus úr fangelsi. Mynd: EPA

Ofbeld­is­verk Cos­bys komust í hámæli í #metoo bylt­ing­unni. Hún hófst með ásök­unum á hendur valda­miklum körlum í Hollywood og hrísl­að­ist svo um öll horn heims­ins. Ákæran á hendur Cosby var eitt fyrsta stóra dóms­málið af þessum toga í kjöl­far bylt­ing­ar­innar og þótti til marks um að þögnin hefði verið rofin og breyt­ingar væru í far­vatn­inu.

Cosby var ákærður fyrir að brjóta gegn Con­stand en við rétt­ar­höldin heim­il­aði dóm­ari vitn­is­burð fimm kvenna til við­bótar sem sök­uðu leik­ar­ann um það sama. Þau brot voru hins vegar framin á níunda ára­tug síð­ustu aldar og því fyrnd.

Sak­sókn­ar­inn Steele ítrek­aði í yfir­lýs­ingu sem hann birti í gær að Cosby hefði verið sleppt úr fang­elsi vegna tækni­legra atriða sem hefðu ekk­ert með brot hans að gera. „Von mín er sú að þessi nið­ur­staða hæsta­réttar dragi ekki úr fórn­ar­lömbum kyn­ferð­is­of­beldis að til­kynna brot.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar