EPA

Ástríðan ólgar enn í blóði Biles

Hún er mætt aftur. Full af einstökum krafti og persónutöfrum. Full ákafa, metnaðar og manngæsku. Simone Biles, fremsta fimleikamanneskja allra tíma, er enn að gera stórkostlegar æfingar sem kalla fram gæsahúð hjá áhorfendum. Í flóði verðlaunagripa og lofs er hennar stærsti sigur ef til vill sá að búa til pláss í heiminum þar sem stúlkur og konur geta ræktað eigin sjálfsmynd á sínum forsendum með gleði og sjálfsöryggi að vopni.

Simone Biles er enn að koma öllum á óvart. Hreyf­ingar hennar í gól­f­æf­ingum og á jafn­væg­iss­lánni eru svo óvenju­legar að áhorf­endur sitja oft orð­lausir af undrun og aðdá­un. Biles er lík­lega vin­sæl­asti íþrótta­maður heims í augna­blik­inu – nýbúin að tryggja sér rétt á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó síðar í sumar – leikum sem gætu orðið hennar síð­ustu.

Og þó.

Nú þegar hún er orðin 24 ára telja sumir að hún eigi enn eftir að ná toppi fer­ils­ins. Ólymp­íu­leik­anna í Tókýó er því beðið með gríð­ar­legri eft­ir­vænt­ingu.

Hún hefur unnið tugi titla, er dýrkuð og dáð um heims­byggð­ina alla, en hún man vel þá daga þegar hún vissi ekki hvenær hún fengi næst að borða. Lífið hefur oft reynst henni erfitt en seigla hennar og dugn­aður er það sem kom henni þangað sem hún er í dag.

Auglýsing

Þegar Biles var lítil stúlka bjó hún ásamt þremur systk­inum sínum hjá móður sem glímdi við bæði alvar­legan áfeng­is- og fíkni­efna­vanda. Biles rifj­aði nýverið upp að á þessum tíma hafi hún verið meira upp­tekin af því að leita matar en full­komn­unar í fim­leika­æf­ing­un­um.

„Við systk­inin vorum mjög upp­tekin af mat því að við höfðum ekki mikið af hon­um,“ segir Biles. „Ég man að það var flæk­ingsköttur fyrir framan hús­ið. Og ég man að þessi köttur fékk að borða og þá hugs­aði ég: „Hvar er eig­in­lega mat­ur­inn minn?““

Barna­vernd­ar­yf­ir­völd gripu svo inn í eftir ábend­ingar frá nágrönnum sem höfðu áhyggjur af vel­ferð Biles og systk­ina henn­ar. Þau voru öll send á fóst­ur­heim­ili og Biles seg­ist þakk­lát­ust fyrir að þeim hafi verið leyft að halda hóp­inn.

Hún seg­ist þó enn glíma við erf­iðar til­finn­ingar sem vökn­uðu sífellt hjá henni sem barni. Að systk­inin yrðu einn dag­inn aðskil­in. Eitt sinn seg­ist hún hafa hlaupið inn í her­bergi eldri bróður síns um miðja nótt því hún ótt­að­ist að hann yrði horf­inn úr lífi hennar dag­inn eft­ir.

Biles á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Á þeim fangaði hún algjörlega hjarta heimsbyggðarinnar.
EPA

Minn­ing­arnar um dvöl­ina á fóst­ur­heim­il­inu eru þó að öðru leyti ekki skýr­ar. Biles var ung en seg­ist þó hafa vitað að hún hafi verið tekin frá móður sinni. „Þannig að ég hugs­aði stöðugt hvenær ég færi aftur til henn­ar.“

Að lokum var það móð­ur­afi henn­ar, Ron Biles, og síð­ari eig­in­kona hans, Nellie, sem ætt­leiddu Biles og yngri systur henn­ar. Syst­urnar fóru fljótt að kalla þau „mömmu og pabba“.

Bræður Biles fluttu til Ohio og bjuggu þar hjá frænku þeirra. „Í sumum aðstæðum þá er eins og þú hafi rimla­búr í kringum hjarta þitt,“ segir Biles. „Það eru hlutir sem að þú geymir þar til að tryggja öryggi þitt.“

Nellie Biles, sem gekk systr­unum Simone og Adriu í móð­ur­stað, segir hlut­verkið hafa reynst sér erfitt í fyrstu. Hún hafi ekki tengst systr­unum strax en beðið fyrir því að svo myndi verða. Og hún seg­ist sann­ar­lega hafa verið bæn­heyrð. „Að segja þeim að þú elskir þau – það eru bara orð,“ segir Nellie, „en að vakna einn dag­inn og átta þig á því að þú myndir gera hvað sem er fyrir þær, það er ann­að. Að þú myndir fórna lífi þínu fyrir þær.“ Þegar þær til­finn­ingar hafi vaknað hafi hún farið að líta á sjálfa sig sem móður þeirra.

Auglýsing

Simone Biles fædd­ist í Ohi­o-­ríki 14. mars árið 1997 og er næst yngst fjög­urra systk­ina. Hún kynnt­ist föður sínum lít­ið. Hann yfir­gaf fjöl­skyld­una á meðan hún var enn á barns­aldri.

Hún var sex ára þegar hún kynnt­ist fim­leikum í fyrsta skipti. Þá var hún flutt í úthverfi Hou­ston í Texas. Hún fylgd­ist með fim­leika­fólk­inu æfa og reyndi að herma eftir því. Þjálf­ar­inn tók eftir þessu og hvatti for­eldra henn­ar, afa hennar og stjúpömmu sem höfðu ætt­leitt hana, til að skrá hana á fim­leik­a­nám­skeið. Þegar hún var átta ára fékk hún nýjan þjálf­ara, Aimee Boorman og hélt hún áfram að þjálfa Biles til árs­ins 2016.

Simon Biles á barnsaldri. Alltaf stutt í brosið.

Það var ekki aftur snú­ið.

Allan fer­il­inn hefur Biles lagt mikið á sig. Æft lengi, oft um 35 klukku­stundir á viku. Árið 2015 stofn­uðu for­eldrar hennar æfinga­stöð í Spring í Texas og þar eyddi hún mest öllum sínum stundum næstu árin. Sú stöð er þegar orðin þekkt fyrir að hlúa sér­stak­lega að and­legri líðan iðk­enda. Eitt­hvað sem oft hefur orðið útundan í íþrótt­inni vest­an­hafs.

Biles tók þátt á sínum fyrstu stór­mótum í Banda­ríkj­unum árið 2011 og var árangur hennar ágæt­ur. Á þessum tíma var hún orðin stað­ráðin í að setja fim­leik­ana í for­gang. Hún hætti í form­legum skóla og fékk kennslu heima. Árið 2012 tryggði hún sér þátt­töku­rétt á banda­ríska meist­ara­mót­inu og náði þar stór­kost­legum árangri sem eftir var tek­ið. Í kjöl­farið var hún tekin inn í fim­leika­lands­lið ung­linga.

Síðan þá hefur leiðin legið upp – hátt upp – með hennar ein­kenn­andi stökk­um; tvö­földu helj­ar­stökki með tvö­faldri skrúfu af slá og tvö­földu helj­ar­stökki með þre­faldri skrúfu í gól­f­æf­ing­um.

Það er eng­inn eins og hún.

Einbeitt á stórmóti í Þýskalandi haustið 2019. Í hönd fór erfitt ár.
EPA

En það tekur á að ná þessum árangri. Og þegar Simone Biles neydd­ist til að slaka aðeins á í heims­far­aldri kór­ónu­veirunnar reynd­ist það henni, eftir á að hyggja, bless­un. Hún seg­ist hafa fundið jafn­vægi í líf­inu – lífi sem hingað til hefur ein­kennst af fim­leikum númer eitt, tvö og þrjú. Hún sagði í ítar­legu við­tali við Gla­mour á dög­unum að hún hafi notið lífs­ins án hinnar stöð­ugu keppni. Hún hafi því hafið und­ir­bún­ing fyrir Ólymp­íu­leik­ana í Tókýó með nýrri sýn á til­ver­una og meiri gleði en áður.

Hún þurfti þennan tíma. Heims­far­ald­ur­inn hafði orðið til þess að fresta varð Ólymp­íu­leik­unum um eitt ár eftir allan þann und­ir­bún­ing sem íþrótta­fólk heims­ins hafði lagt á sig. En það var ekki aðeins það áfall sem kvaldi Biles. Nokkru áður hafði verið afhjúpað hvernig ofbeldi og mis­notkun hafði þrif­ist innan heims­ins sem hún ólst upp í. Fim­leika­heims­ins. Hvernig þjálf­urum og öðrum stjórn­endum hafði mis­tek­ist að vernda iðk­endur en þess í stað átt sinn þátt í að þagga óhugn­að­inn nið­ur. Talað hefur verið um ofbeld­is­menn­ingu í þessu sam­bandi – sem var leyft að við­gang­ast í ára­tugi.

EPA

Banda­ríska fim­leika­sam­bandið hefur af þessum sökum verið harð­lega gagn­rýnt, m.a. af Biles sjálfri. Hún þekkir það sem á gekk af eigin raun, var sjálf beitt kyn­ferð­is­of­beldi en keppir enn og minnir þannig alla stöðugt á að vanda­mál sem þessi hverfa ekki. Þau þarf að takast á við. Sjálf seg­ist hún vita að ef hún fari djúpt inn í málið núna gæti það kostað hana ein­beit­ing­una. Hún seg­ist geta „hólfað“ það sem gerð­ist af og hún reyni að hugsa ekki mikið um það í augna­blik­inu. „Ef ég læt þá stjórna mér, þá vinna þeir,“ segir hún við Gla­mo­ur.

Und­an­farið ár hefur Biles notað óvæntan frí­tíma sinn til að búa sér heim­ili í húsi sem hún festi kaup á í Texas. Koma sér þar fyrir ásamt hund­unum sínum tveim­ur. Og stundum er kærast­inn hjá henni. Á meðan sam­komu­tak­mark­anir voru í gildi eyddi Biles flestum stundum í þessu húsi. Þar tókst hún á við allar þessar erf­iðu hugs­an­ir, ekki aðeins þann mögu­leika að kannski myndi hún aldrei aftur keppa á ólymp­íu­leikum því þeir sem halda átti 2020 hefðu lík­lega átt að vera hennar síð­ustu.

Auglýsing

Í útgöngu­banni sem sett var á í Texas komst hún ekki í æfinga­sal­inn. Það tók á, and­lega og lík­am­lega. Hún seg­ist hafa farið í gegnum allt til­finn­ing­aróf­ið; orðið reið, pirruð og sorg­mædd. Hún varð döpur og íhug­aði að hætta. En leyfði sér aldrei að fara langt inn í þá hugs­un. Eftir allt sem hún hafði lagt á sig var það, eftir á að hyggja, fjar­stæðu­kennt.

En það þýddi að hún varð að halda sér í formi. Og ekki bara ein­hverju ágætis formi heldur hörku keppn­is­formi – að reyna að gæta þess að halda lík­am­anum á þeim stað að stutt sé í toppaf­köst – ef vera skyldi að allt félli í ljúfa löð og stór­mótin færu að hlað­ast inn í stunda­skrána á ný. „Ég gerði þetta og ég gerði þetta fyrir sjálfa mig af því að ég hef enn svo mikla ástríðu fyrir íþrótt­inn­i.“

Engu að síð­ur, þrátt fyrir miklar æfingar á hinu for­dæma­lausa ári heims­far­ald­urs­ins, seg­ist Biles hafa fundið nýtt jafn­vægi. Áður hafi allir dagar snú­ist um fim­leika­sal­inn. Hún hafi nú kom­ist að því að hún getur einnig verið glöð og ham­ingju­söm utan hans. „Mér finnst eins og allt sé að verða eins og það á að ver­a.“

Einstakur íþróttamaður á fljúgandi siglingu.
EPA

Síð­ustu mán­uði hafi hún ein­beitt sér að því að finna áhuga­mál, njóta þess að gera hluti sem jafn­aldrar hennar taka sem sjálf­sögðum hlut, „bara virki­lega reyna að finna hver ég er“. Þá seg­ist hún hafa kom­ist að því að það sé í góðu lagi að biðja um hjálp þegar á reyni. Það hafi hún lært í sál­fræði­með­ferð sem hún hafi í fyrstu verið hik­andi við að fara í en hafi reynst henni gríð­ar­lega vel.

Móðir henn­ar, Nellie Biles, seg­ist finna mik­inn mun á dóttur sinni núna og þegar hún var að und­ir­búa sig fyrir Ólymp­íu­leik­ana í Ríó árið 2016. Hún sé orðin kona í heimi sem til­biður æsku eins og guð. Sjálf seg­ist Biles ekki lengur vera lítil stelpa. Eng­inn geti neytt sig til að gera eitt­hvað sem hún vilji ekki gera. Hún láti ekki lengur ýta sér út í eitt­hvað í fim­leika­salnum gegn vilja sín­um.

Biles er 24 ára og á enn mikið inni í íþrótt sinni.
EPA

Jákvæðni Biles og vina­legt fas er ein­stakt og hefur alltaf ver­ið. Þeir sem til þekkja segja það sjást á henni að hún virki­lega njóti sín í æfing­un­um. Það sé meðal þess sem greini hana frá flestum öðrum kepp­end­um. Þetta sé ekki það sem börn og ung­lingar sem skari framúr í grein­inni hafi alist upp við í Banda­ríkj­unum hingað til. Harkan og sam­keppnin sé gríð­ar­leg. Að virki­lega njóta var ekki talið neinum til fram­drátt­ar.

„Þegar allt kemur til alls þá æfum við svo mikið til að keppa í tvær til þrjár mín­út­ur. Og ein­hver gæti spurt, hvað er skemmti­legt við það?“ segir Biles. „En ef það er ekki gaman þá er þetta ekki þess virð­i.“

Biles er stað­ráðin í að breyta íþrótt­inni. Eitt af því sem hún mun gera er að fara fyrir ólymp­íuliði kvenna á ferða­lagi um Banda­ríkin að leikum lokn­um. Banda­ríska fim­leika­sam­bandið hefur hingað til skipu­lagt svip­aða sig­ur­för en nú er komið að Biles. Og hún verður allt öðru vísi en hingað til. „Það verður dansað og leikin tón­list,“ segir hún. Lögð verður áhersla á það að hafa gaman í stað þess að fim­leika­kon­urnar aug­lýsi yfir­burði sína. „Þetta verður kraft­mik­ið,“ segir hún. Ferðin eigi að vald­efla kon­ur. Tæki­færið til þess sé runnið upp.

Auglýsing

Sér­fræð­ingar eru sam­mála um að Biles hafi aldrei verið betri en núna. Hún sé sterk, bæði and­lega og lík­am­lega. Sjálf seg­ist hún ætla að reyna að ná lengra – ná nýjum hæð­um. „Sjá hvað í mér býr.“

Og næsta stökk mun hún taka á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó þar sem hún mun alveg örugg­lega halda áfram að koma öllum á óvart. Ef ein­hver bjóst við að fer­ill­inn myndi enda að þeim loknum var það mis­skiln­ing­ur. Hún segir alls ekki úti­lokað að hún reyni að vinna sér keppn­is­rétt á leik­unum í París árið 2024.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar