EPA Champlain Tower
EPA

Viðvörunarbjöllur hringt í þrjú ár

Flestir voru í fastasvefni er hrikta tók í stoðum Champlain Towers South-byggingarinnar. Svo tóku hæðirnar þrettán að falla ein af annarri. Rétt eins og veikbyggð spilaborg. Sextán hafa fundist látin og 149 er enn leitað.

Í fyrstu virt­ist ekk­ert athuga­vert við Champlain Towers Sout­h-­bygg­ing­una í bænum Surfside í Suð­ur­-Flór­ída er verk­taki, sem ætl­aði að gera til­boð í end­ur­bætur á sund­laug­ar­svæði henn­ar, lit­að­ist þar um á þriðju­dag í síð­ustu viku. Sund­laugin og nán­asta umhverfi hennar var hrein og leit út fyrir að vera vel við hald­ið.

En síðan fór hann ofan í kjall­ara þar sem m.a. er að finna stýri­búnað fyrir sund­laug­ina. Hann leit einnig inn í bíla­kjall­ar­ann við hlið­ina. Og þar lá vatn yfir öllu. Verk­tak­inn tók svo eftir sprungum í steyp­unni og tærðu steypu­styrkt­ar­járni – beint undir sund­laug­inni.

36 klukku­stundum síðar var bygg­ingin hrunin til grunna. Inni voru tugir íbúa og enn, fimm sól­ar­hringum eftir slysið, er enn 144 þeirra sakn­að.

Auglýsing

Verk­tak­inn lýsir þessu í sam­tali við dag­blaðið Miami Her­ald. Hann hafði ætlað sér að bjóða í lít­inn hluta umfangs­mik­illa og dýrra fram­kvæmda sem voru fyrir höndum í hinu fjöru­tíu ár gamla húsi.

Er hann gekk um bíla­kjall­ar­ann tók hann eftir að vatnið var mest í kringum einn stað: Bíla­stæði nr. 78. Sam­kvæmt teikn­ingum af hús­inu var það stæði beint undir sund­laug­inni. Það er líka á sama stað og tekið var sér­stak­lega fyrir í eft­ir­lits­skýrslu verk­fræð­ings­ins Frank Mora­bito árið 2018. Mora­bito sagði hönn­un­ar­galla í bygg­ing­unni valda því að vatn kæm­ist um steypuna sem gæti valdið stór­skaða á styrkt­ar­stoð­um.

Verk­tak­inn segir við Miami Her­ald að í stjórn­her­bergi laug­ar­inn­ar, sem er við hlið bíla­kjallar­ans, hafi hann einnig komið auga á vanda­mál. Þar stóðu steypu­styrkt­ar­járn úr út steyp­unni í loft­inu og voru farin að tær­ast. Hann tók myndir af þessu og sendi á yfir­mann sinn og lýsti áhyggjum af umfangi verks­ins sem þeir ætl­uðu sér að gera til­boð í. Það yrði að öllum lík­indum flókn­ara og stærra í sniðum en þeim hafði upp­haf­lega verið sagt.

Einn turninn hrundi til grunna en annar hrundi að hluta.
EPA

Innan við tveimur sól­ar­hringum síðar var bygg­ingin hrunin og þó enn sé ekki búið að rann­saka til fulls hvað olli því spyr verk­tak­inn hvort að skemmd­irnar undir sund­laug­inni geti að minnsta kosti hafa átt hlut að máli.

Umsjón­ar­maður bygg­ing­ar­innar á tíunda ára­tug síð­ustu aldar sagði í við­tali við CBS að sjór hefði stöðugt lekið inn í kjall­ar­ann og í það miklu magni að „dælur höfðu aldrei við“. Vatn, ýmist úr sjónum eða sund­laug­inni, hefur því lík­ast til verið óvinur Champlain Towers South í fleiri ár.

Félagið sem á húsið vildi ekki bregð­ast við orðum verk­tak­ans er Miami Her­ald leit­aði eftir því. Verk­fræð­ingar sem blaðið hafði sam­band við og skoð­uðu myndir verk­tak­ans segja að skemmd­irnar sem á þeim sjá­ist gætu án efa verið vís­bend­ingar um ástand steypunnar og styrkt­ar­járn­anna á öðrum stöðum í hús­inu, m.a. þeim sem síðar gaf sig undan þunga þess. Einn þeirra bendir þó á að algengt sé að járn og yfir­borðs­fletir verði fyrir áhrifum af kemískum efnum sem notuð eru í sund­laugar og líti verr út. Annar bendir á að þótt svæðið sem verk­tak­inn fór um og leit illa út hafi ekki hrunið geti það hafa valdið því að önnur svæði, minna skemmd, hafi snú­ist eða hallað og und­ir­stöð­urnar því orðið fyrir óeðli­legu álagi.

EPA

Fleiri kenn­ingar eru á kreiki um ástæður hruns bygg­ing­ar­inn­ar. Sífellt fleiri fréttir um ábend­ingar og áhyggjur af stöðu húss­ins hafa verið að birt­ast vest­an­hafs. Maðkur virð­ist líka í mys­unni þegar kemur að þeim upp­lýs­ingum sem gefnar voru stjórn Champlain Tower fyrir þremur árum. Í kjöl­far frum­skýrslu verk­fræð­ings sem rann­sak­aði bygg­ing­una árið 2018 og komst m.a. að því að í henni mætti finna „meiri­háttar skemmd­ir“ fékk stjórn húss­ins hins vegar þær upp­lýs­ingar frá bygg­ing­ar­yf­ir­völdum í Surfside að það væri í „mjög góðu ástand­i“. Skýrsla verk­fræð­ings­ins benti ekki til þess að bygg­ingin væri að hruni komin en í henni var engu að síður farið yfir til hvaða við­halds þyrfti nauð­syn­lega að grípa. Kostn­að­ur­inn við það hljóp á millj­ónum Banda­ríkja­dala.

Nýverið birti svo New York Times bréf frá for­manni sam­bands fjöl­býl­is­húsa á svæð­inu til félags­manna sinna þar sem hann lýsti „al­var­legum áhyggj­um“ af bygg­ing­unni. Bréfið sendi hann þremur mán­uðum áður en húsið hrundi.

Rann­sókn stendur yfir og þrýst­ingur er á yfir­völd að hún gangi hratt fyrir sig og sýni fram á óyggj­andi nið­ur­stöð­ur. Skipa á sér­stakan kvið­dóm til að rann­saka málið líkt og for­dæmi eru fyrir í sam­bæri­legum slysum í Banda­ríkj­un­um.

BJörgunarmenn vinna í kapphlaupi við tímann að færa til brak í leit að lífi í rústunum.
EPA

Það eiga margir um sárt að binda. Sextán hafa fund­ist látnir og þeirra 149 sem er saknað er enn leitað í rúst­un­um. Vonin dofn­ar. Hund­ruð björg­un­ar­manna, víðs­vegar að úr heim­in­um, taka þátt. Síð­ustu daga hefur vinna þeirra m.a. falist í því að flytja til brak í rúst­un­um. Þegar er búið að færa til hund­ruð þús­unda tonna. Það er ekki hættu­laus vinna og þarf að ger­ast af ítr­ustu varúð sam­kvæmt leið­bein­ingum fær­ustu verk­fræð­inga. Rúst­irnar eru hættu­leg­ar. Brakið er í háum hraukum sem geta fallið við minnstu mis­tök.

„Mark­miðið er að sjálf­sögðu að kom­ast að því hvað gerð­ist og hvernig megi koma í veg fyrir að þetta end­ur­taki sig,“ sagði blaða­full­trúi Hvíta húss­ins, Jen Psaki, í við­tali í nótt. Stór­slysið, sem gæti orðið meðal þeirra mann­skæð­ustu af þessum toga í Banda­ríkj­un­um, hefur enda vakið ugg í brjóstum fólks sem býr í fjöl­býl­is­húsum sem byggð voru á svip­uðum tíma, þ.e. á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Íbúar í Suð­ur­-Flór­ída, á svæð­inu þar sem bygg­ingin stóð, krefj­ast þess að gengið verði úr skugga um að þeirra hús séu örugg.

Auglýsing

Hluti bygg­ing­ar­inn­ar, turn­inn sem kenndur er við suð­ur, tók að hrynja undir morgun fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku. Þá voru flestir íbúar enn í fasta svefni. Svo virð­ist sem hver hæðin á fætur ann­arri, frá þeirri neðstu og til þeirrar efstu, hafi hrun­ið. Bygg­ingin taldi þrettán hæð­ir.

Í dag og í gær hafa ást­vinir þeirra sem grafnir eru í rúst­unum fengið að koma að þeim og fylgj­ast með björg­un­ar­störfum um stund. Og til að syrgja. „Ég elska þig!“ hrópa sumir að hús­inu til ást­vina sinna sem þeir vita ekki hvort eru lífs eða liðnir inni í haugum braks­ins. „Gerðu það, komdu út. Ég bíð eftir þér.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar