Fyrrverandi ráðherra í Færeyjum segist hafa upplifað pólitískan þrýsting frá Íslandi

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í Færeyjum sagði í fréttaskýringarþætti í gær að stjórnmálamenn á Íslandi, sér í lagi Sjálfstæðismenn, hefðu beitt sér gegn því að útlendingar yrðu útilokaðir úr færeyskum sjávarútvegi.

Høgni Hoydal, þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Høgni Hoydal, þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Auglýsing

Høgni Hoydal, þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að hann hafi upplifað pólitískan þrýsting frá Íslandi; frá fyrirtækjum og einstaka stjórnmálamönnum og ráðherrum, þegar hann gegndi sjálfur embætti ráðherra og var að vinna að breytingum á færeyska fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Þetta kom fram í máli Hoydal í fréttaþættinum Dagur og vika í gær, en með lögunum sem færeyska stjórnin setti á sínum tíma var setti var meðal annars stefnt að því að leggja bann við erlendu eignarhaldi í fiskveiðum í Færeyjum.

Hoydal vildi ekki nefna nein nöfn á einstaka íslenskum stjórnmálamönnum sem hefðu lagst gegn fyrirætlunum Færeyinga, en sagði þó að þrýstingur hefði komið frá aðilum tengdum Sjálfstæðisflokknum, gegn því að Færeyingar útilokuðu erlenda aðila frá þátttöku í færeyskum sjávarútvegi.

Hoydal sagði pólitískan þrýsting af þessu tagi fylgja starfi stjórnmálamannsins.

Stjórn Samherja á Framherja til umræðu

Mál þessu tengd eru mikið til umræðu í Færeyjum í vikunni, eftir að annar hluti af fréttaskýringaþættinum Teir ómettiligu var tekinn til sýningar í vikunni.

Í þættinum kom meðal annars fram að Framherji, útgerðarfélag í Færeyjum sem Samherji á fjórðungshlut hlut í, hefði flutt peninga til dótturfélags Samherja á Kýpur án þess að framkvæmdastjóri færeysku útgerðarinnar, Anfinn Olsen, hefði haft vitneskju um það.

Þetta hefur valdið nokkrum kurr í færeyskum stjórnmálum, enda eiga færeysk lög að koma í veg fyrir að útlendingar fari með stjórn þarlendra sjávarútvegsfyrirtækja og það að framkvæmdastjórinn viti ekki af millifærslum til Kýpur þykir gefa vísbendingu um að hann fari hreint ekki með stjórnartaumana í öllum tilvikum.

Samkvæmt núverandi áætlunum færeysku landstjórnarinnar mega engir útlendingar eiga hlutafé í færeyskum sjávarútvegsfélögum frá og með árinu 2032.

Í viðtalinu í Degi og viku sagði Hoydal að fulltrúar frá bæði íslenskum og hollenskum fyrirtækjum sem hefðu hagsmuna að gæta í Færeyjum og jafnvel stjórnmálamenn frá þessum löndum hefðu hitt á hann á ráðstefnum þar sem hann var að fjalla um þessi mál, t.d. hér á landi og víðar og beinlínis sagt að þetta mættu Færeyingar ekki gera.

Auglýsing

Hagsmunaverðir væru alltumlykjandi í kringum stjórnmálamenn, fyrir hönd peningavaldsins. „Þetta er big business,“ sagði Hoydal.

Núverandi ráðherra kannast ekki við viðlíka þrýsting

Eftir viðtalið við Hoydal var skipt beint yfir í viðtal við Jacob Vestergaard, núverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja, sem sagðist sjálfur ekki hafa upplifað þrýsting af því tagi sem Hoydal tiltók.

Einnig gaf hann lítið fyrir það sem fram kom í fréttaskýringarþættinum Teir ómettiligu — að Samherji liti á Framherja í Færeyjum sem dótturfélag í sínum innanhússkjölum. Hann sagðist telja eignarhaldið á Framherja í samræmi við lög og að Anfinnur Olsen og færeyskir viðskiptafélagar hans stjórnuðu fyrirtækinu.

Það sem rætt væri um á Íslandi og það sem Íslendingar gerðu væri honum einfaldlega algjörlega óviðkomandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent