Louvre neitaði að sýna dýrasta málverk sögunnar á forsendum krónprins Sádi-Arabíu

Mohammad bin Salman vildi að að málverk í hans eigu yrði sýnt við hlið Monu Lisu á sýningu Louvre og verkið sagt eftir Leonardo að öllu leyti. Það hefði verið líkt og að þvætta 450 milljón dala verk að mati viðmælanda nýrrar heimildarmyndar um málverkið.

Verðir standa vörð um Salvator Mundi í útibúi Christie's í London. Myndin var seld hjá Christie's í New York fyrir 450 milljón Bandaríkjadali í nóvember árið 2017.
Verðir standa vörð um Salvator Mundi í útibúi Christie's í London. Myndin var seld hjá Christie's í New York fyrir 450 milljón Bandaríkjadali í nóvember árið 2017.
Auglýsing

Mohammed bin Sal­man, krón­prins Sádi-­Ar­ab­íu, neit­aði að lána Lou­vre safn­inu mál­verkið Sal­vator Mundi sem er í eigu krón­prins­ins en það er dýrasta mál­verk í heimi. Safnið fal­að­ist eftir því að fá mál­verkið lánað á gríð­ar­stóra sýn­ingu á verkum Leon­ar­dos da Vinci sem haldin var á safn­inu árið 2019 á 500 ára ártíð lista­manns­ins. Ástæða þess að krón­prins­inn vildi ekki lána verkið var sú að stjórn­endur safns­ins vildu ekki sam­þykkja kröf­urnar sem krón­prins­inn setti fyrir lán­inu.

Krón­prins­inn bað sér­stak­lega um að verkið yrði sýnt við hlið Monu Lisu á sýn­ing­unni og að það yrði merkt sem höf­und­ar­verk Leon­ar­dos en það er umdeilt hversu stóran hluta verks­ins er í raun og veru hægt að eigna Leon­ardo. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri heim­ild­ar­mynd um verkið sem ber heitið The Savior for Sale en fjallað er um málið íThe Art Newspaper.

Mál­verkið var selt á upp­boði upp­boðs­húss­ins Christi­e’s í New York í nóv­em­ber árið 2017. End­an­legt kaup­verð mynd­ar­innar var 450 millj­ónir Banda­ríkja­dala, í kringum 47 millj­arðar króna á gengi þess tíma. Þegar verk helstu meist­ara lista­sög­unnar eru seld á upp­boðum stóru upp­boðs­hús­anna er alla jafna farið var­lega í allar stað­hæf­ingar um hver höf­undur mynd­ar­innar sé. Liggi ekki fyrir skot­held eig­enda­saga eða skrá­setn­ing á sögu verks­ins eru verk því gjarnan sögð hafa verið unnin á vinnu­stofu til­tek­ins lista­manns eða af hendi fylgj­anda lista­manns­ins. Svo var ekki í til­viki Sal­vator Mundi – hún var seld sem mynd eftir Leon­ardo da Vinci.

Auglýsing

Lán verks­ins rætt á leið­toga­fundi Frakka og Sáda

Í kvik­mynd­inni The Savior for Sale er rætt við hátt­settan emb­ætt­is­mann sem starfar innan stjórnar Emmanu­els Macron Frakk­lands­for­seta. Emb­ætt­is­mað­ur­inn, sem kemur fram undir dul­nefn­inu Jacques, segir í mynd­inni að eftir ítar­legar rann­sóknir sér­fræð­inga Lou­vre safns­ins hafi komið í ljós að mál­verkið hafi að litlum hluta verið málað af Leon­ardo sjálf­um.

Mohammed bin Salman og Emmanuel Macron hittust í apríl árið 2018. Mynd: EPA

Annar heim­ild­ar­mað­ur, emb­ætt­is­maður úr menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti Frakka sem gengur undir dul­nefn­inu Pier­re, gerir í mynd­inni grein fyrir hlut­verk mál­verks­ins í flóknum milli­ríkja­samn­ingum ríkj­anna tveggja, Frakk­lands og Sádi-­Ar­ab­íu. Við­ræður um lán á verk­inu fóru fram á sér­stökum leið­toga­fundi ríkj­anna tveggja sem hald­inn var í apríl árið 2018. Menn­ing­ar­mál voru ofar­lega á baugi á leið­toga­fund­inum en þar var Al-Ula samn­ing­ur­inn und­ir­rit­að­ur. Samn­ing­ur­inn felur í sér aðkomu Frakka að upp­bygg­ingu Al-Ula hér­aðs með það að mark­miði að festa hér­aðið í sessi sem menn­ing­ar­miðju.

Tekið var á móti Mohammed með pompi og prakt í París enda voru miklir við­skipta­hags­munri Frakka tryggðir með samn­ingn­um. Að sögn Pierre voru frönsk stjórn­völd með­vituð um að það væri mik­il­vægt fyrir ímynd Mohammeds bin Salman að á hann væri litið sem mann sem væri að nútíma­væða Sádi-­Ar­abíu og „opna“ landið menn­ing­ar­lega.

Málað að litlum hluta af Leon­ardo

Heim­ild­ar­mað­ur­inn Jacques segir mál­verkið hafa komið til Par­ísar í júní 2019 og þá hafi sér­fræð­ingar Lou­vre safns­ins hafið rann­sókn á verk­inu. Teknar voru röntgen myndir af mál­verk­inu og aðal­sýn­ing­ar­stjóri í mál­verka­deild Lou­vre safns­ins kall­aði inn sér­fræð­inga víðs vegar að úr heim­inum til að skoða mynd­ina. Öll rök hnigu að því að Leon­ardo hefði ein­ungis málað lít­inn hluta mynd­ar­inn­ar. Sú nið­ur­staða var svo kynnt fyrir Sádunum sem og hvaða þýð­ingu nið­ur­staðan myndi hafa á sýn­ing­una. Það væri enda Lou­vre að ákveða í hvaða sam­hengi mál­verkið yrði sýnt.

Mohammad bin Salman var allt annað en sáttur með fram­vindu mála. Hann lagði í kjöl­farið fram ósk sína sem áður hefur verið minnst á. Myndin skyldi sýnd við hlið­ina á Monu Lisu og hún merkt sem mál­verk eftir Leon­ardo. Við tóku strangar samn­inga­við­ræður og er það full­yrt í mynd­inni að ráð­herrar bæði menn­ing­ar­mála og utan­rík­is­mála í Frakk­landi hafi dregið taum krón­prins­ins og talað máli hans.

Sýn­ing verks­ins líkt við pen­inga­þvætti

Á þessum tíma­punkti stóð und­ir­bún­ingur fyrir sýn­ing­una sem hæst. Sýn­ing­ar­skrá var sett saman í tveimur útgáf­um, önnur útgáfan var gerð fyrir sýn­ingu með Sal­vator Mundi og hin fyrir sýn­ingu án verks­ins.

Það var sjálfur Frakk­lands­for­seti sem sá um ákvörð­un­ar­töku í mál­inu og undir lok sept­em­ber­mán­aðar kom loka­svar frá Elysée höll. Macron ætl­aði ekki að verða við óskum krón­prins­ins. Þegar sýn­ingin var opnuð 21. októ­ber 2019 var því engan Sal­vator Mundi þar að finna.

Heim­ild­ar­mað­ur­inn Jacques segir í mynd­inni að trú­verð­ug­leiki safns­ins hafi legið að veði og að ekki hefði verið hægt að sýna verkið á safn­inu og hunsa þar með nið­ur­stöðu helstu sér­fræð­inga í mál­inu. Að hans mati var vilji utan­rík­is­ráð­herra Frakka sem og mennta­mála­ráð­herra til að sýna verkið ein­ungis til­kom­inn vegna við­skipta­hags­muna. Hefði safnið sýnt verkið á for­sendum Sádanna þá væri það ekk­ert annað en þvætti á 450 milljón dala lista­verki að mati Jacques.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent