Þúsundir skammta af AstraZeneca bíða á lager

Þrjátíu ára. 56 ára. 65 ára. Sjötugt. Aldursmörk þeirra sem fá bóluefni AstraZeneca eru mismunandi eftir ríkjum. Sum ætla að gefa yngra fólki annað bóluefni í seinni skammti. Önnur hafa sett það í geymslu og enn önnur hyggjast ekki nota það yfir höfuð.

Bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca var þróað af vísindamönnum við Oxford-háskóla.
Bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca var þróað af vísindamönnum við Oxford-háskóla.
Auglýsing

Ríki sem keypt hafa bólu­efni Astr­aZeneca eru mörg hver að ganga lengra í var­úð­ar­ráð­stöf­unum en Evr­ópska lyfja­stofn­unin telur óhætt. Stofn­unin greindi frá því í vik­unni að „mögu­leg tengsl“ hefðu fund­ist milli notk­unar bólu­efn­is­ins og sjald­gæfs blóð­tappa í heila. Hún telur enn að ávinn­ing­ur­inn af því að nota efnið trompi það að gera það ekki.

Yfir­völd í mörgum löndum hættu að nota bólu­efni Astr­aZeneca tíma­bundið eftir að fréttir bár­ust af nokkrum dauðs­föllum vegna blóð­tappa hjá fólki sem fengið hafði fyrri skammt­inn. Sum þeirra hafa ekki, þrátt fyrir nið­ur­stöður og ráð­legg­ingar Evr­ópsku lyfja­stofn­un­ar­innar og Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar, hafið bólu­setn­ingu með efn­inu á ný. Þau sem nota efnið í dag hafa mörg hver ákveðið að gefa það aðeins fólki yfir ákveðnum aldri þar sem dauðs­föllin voru fyrst og fremst meðal fólks milli fer­tugs og fimm­tugs.

Frönsk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa ákveðið að fólk undir 55 ára sem fengið hefur fyrri skammt­inn af Astr­aZeneca skuli héðan í frá fá annað bólu­efni, annað hvort frá Pfizer eða Moderna, í síð­ari skammti.

Auglýsing

Spánn og Ítalía hafa einnig ákveðið að setja ald­urs­mörk á notkun efn­is­ins og eru hætt að gefa það fólki yngra en sex­tíu ára. Í Belgíu eru ald­urs­mörkin dregin við 56 ára ald­ur­inn. Þá ákvörðun á að end­ur­skoða innan fjög­urra vikna. Líkt og í Frakk­landi hefur verið ákveðið að yngra fólk sem fengið hafði fyrri sprautu með Astr­aZeneca fái á meðan þessi óvissa ríki þá seinni af öðru efni. Þetta er verið að gera þrátt fyrir að WHO segi að engin gögn liggi fyrir um hvaða áhrif það hefur að skipta um bólu­efni, eftir að bólu­setn­ing er hafin með efni frá öðrum fram­leið­enda.

Í Bret­landi hefur svo verið ákveðið að mæla með öðru bólu­efni fyrir fólk á aldr­inum 18-29 ára. Ástr­a­lar og Fil­ippsey­ingar hafa einnig sett ald­urs­mörk en Afr­íku­banda­lag­ið, sem semur um bólu­efna­kaup fyrir hönd landa innan álf­unn­ar, hefur ákveðið að hætta við kaup á efn­inu.

AstraZeneca bóluefnið hefur verið gefið milljónum manna í Evrópu. Mynd: EPA

Í Þýska­landi, Sví­þjóð, Hollandi, Finn­landi og Norð­ur­-Ma­kedóníu hafa einnig verið sett ald­urs­mörk og efnið ekki gefið yngra fólki. Sömu sögu er að segja héðan frá Íslandi. Notkun efn­is­ins var hætt tíma­bundið í byrjun mars líkt og víð­ar. Það var tekið í notkun á ný í lok mars en er nú ein­ungis gefið fólki yfir sjö­tugu. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í gær að hugs­an­lega yrðu ald­urs­mörkin færð niður í 65 ára sem yrði þá í sam­ræmi við leið­bein­ingar og notkun á því í Sví­þjóð og Finn­landi.

Í Kanada er aðeins eldra fólki gefið bólu­efni Astr­aZeneca. Þar í landi á nú að fara þá leið að lengja mjög tím­ann á milli fyrri og seinni sprautu allra bólu­efn­anna sem eru not­uð. Er þetta gert til að bólu­setja sem flesta á sem stystum tíma, með sér­stakri áherslu á fram­línu­starfs­fólk. Kanadísk heil­brigð­is­yf­ir­völd telja þetta gríð­ar­lega mik­il­vægt en sam­bæri­leg leið hefur verið farin víð­ar, m.a. í Banda­ríkj­unum og Bret­landi. „Full­bólu­sett­ir“ eru mun færri en tölur yfir „bólu­setta“ gefa til kynna.

Í Kanada munu nú líða allt að fjórir mán­uðir á milli fyrri og fyrstu sprautu sam­kvæmt nýjum leið­bein­ingum sótt­varna­yf­ir­valda. Seinni skammt­inn á þó að bjóða um leið og mögu­legt er eftir að ákveð­inn hluti allrar þjóð­ar­innar hefur fengið fyrri skammt­inn. Í for­gangi eru sem fyrr fólk í við­kvæmum hóp­um, eldra fólk og fram­línu­starfs­menn.

Ákvörð­unin er m.a. byggð á nýjum rann­sóknum sem þykja sýna að með fyrri sprautu bólu­efna sem eru á mark­aði dragi veru­lega úr hættu á því að fólk veik­ist alvar­lega, fái það COVID-19, eða um 80 pró­sent.

Dan­mörk og Nor­egur hafa enn ekki hafið bólu­setn­ingu með Astr­aZeneca á ný og nú eru komnar blikur á loft varð­andi nýjasta bólu­efnið sem fengið hefur mark­aðs­leyfi í Evr­ópu: Bólu­efni John­son & John­son sem dótt­ur­fyr­ir­tæki þess Jans­sen fram­leið­ir. Evr­ópska lyfja­stofnun var­aði við því í dag að það efni gæti mögu­lega valdið sam­bæri­legum veik­ind­um, blóð­tappa, og Astr­aZeneca-­bólu­efn­ið. Bæði efnin eru fram­leidd með sams­konar aðferð­um.

Enn er ekki farið að nota Jans­sen-efnið í Evr­ópu en í Banda­ríkj­un­um, þar sem notkun þess er haf­in, hafa komið í ljós nokkur til­felli blóð­tappa hjá fólki sem hefur verið bólu­sett með því. Þessi til­felli eru enn mjög fá, aðeins fjög­ur. Einn þeirra sem fékk blóð­tappa í þriðja fasa rann­sóknar á bólu­efn­inu er lát­inn.

Þetta er enn eitt höggið í bólu­efna­her­ferð heims­ins og í Nor­egi, svo dæmi sé tek­ið, mun þetta mögu­lega hafa þau áhrif að mark­miðum um bólu­setn­ingu bróð­ur­parts lands­manna mun seinka nokk­uð. Sér­stak­lega í ljósi þess að engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verði að bólu­setja með Astr­aZeneca á ný.

Mikil eft­ir­vænt­ing ríkti vegna Jans­sens-­bólu­efn­is­ins þar sem það þarf aðeins að gefa í einni sprautu. Sótt­varna­yf­ir­völd í Nor­egi segja að mögu­lega verði um 9-13 vikna dráttur á því að mark­mið um bólu­setn­ingar náist.

Sótt­varn­ar­stofnun Nor­egs hefur nú yfir að ráða lager með 166 þús­und skömmtum af Astr­aZeneca-­bólu­efn­inu. Það hefur ekki verið notað í land­inu í fjórar vik­ur. Hvort að notkun þess hefj­ist á ný mun koma í ljós 15. Apríl er yfir­völd skila af sér ítar­legum gögnum um mögu­legar auka­verk­anir þess.

„Ég er alveg hand­viss um það að það verður erfitt að byrja að nota þetta bólu­efni aftur í Nor­eg­i,“ hefur NRK eftir Gunn­veig Grødeland, bólu­efna­sér­fræð­ingi við Háskól­ann í Ósló. Hún seg­ist svart­sýn á að það verði gert.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent