Segir stjórnvöld geta lært af Marshall-aðstoðinni

Hagfræðingur segir ríkisstjórnina eiga að beita útgjöldum ríkissjóðs til að draga úr atvinnuleysi og styrkja efnahagslífið í stað þess að reyna að lækka skuldir. Þetta segir hann í grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Ólafur Margeirsson, hagfræðingur.
Ólafur Margeirsson, hagfræðingur.
Auglýsing

Yfir­völd ættu að auka opin­ber útgjöld til að auka atvinnu­þátt­töku og fram­leiðslu­getu þessa stund­ina, líkt og Banda­ríkja­stjórn gerði í lok seinni heims­styrj­aldar með Mars­hall-að­stoð­inni. Stefna ætti að lágu atvinnu­leysi, lágri verð­bólgu og lágum skuldum í erlendri mynt í stað þess að hafa áhyggjur af skuldum hins opin­bera í krón­um. Þetta skrifar Ólafur Mar­geirs­son hag­fræð­ingur í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn.

Sam­kvæmt Ólafi er engin áhætta á að skuldir rík­is­sjóðs í íslenskri krónu valdi rekstr­ar­vanda hjá rík­is­sjóði, þar sem ríkið sjálft er útgef­andi krón­unn­ar. Hins vegar þýði það ekki að útgjöld geti auk­ist út í hið óend­an­lega, þar sem hætta sé á að þau valdi verð­bólgu.

Sé útgjöld­unum hins vegar rétt var­ið, þannig að þau valdi sem minnstri verð­bólgu en dragi á sama tíma sem mest úr atvinnu­leysi, geti þau aftur á móti gert mikið gagn. Sem dæmi um slík útgjöld nefnir Ólafur Mars­hall-að­stoð­ina, sem skaut stoðum undir efna­hags­líf Evr­ópu­ríkja eftir síð­ari heims­styrj­öld og jók fram­leiðslu­getu þeirra.

Auglýsing

Ólafur segir opin­bera fjár­fest­ingu geta aukið atvinnu­þátt­töku þar sem hún auki eft­ir­spurn eftir vinnu­afli, en minnki verð­bólgu­þrýst­ing til langs tíma ef fjár­fest­ingin eykur fram­leiðslu­getu. Hið sama megi segja um svo­kall­aða atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu, sem auki fram­leiðslu­getu hag­kerf­is­ins á sama tíma og hún eykur eft­ir­spurn eftir vinnu­afli.

„Réttu mark­miðin fyrir rík­is­fjár­mála­stefn­una lúta að verð­bólgu, atvinnu­leysi og skuldum hans í erlendri mynt,“ skrifar Ólafur í grein sinni. „Ranga rík­is­fjár­mála­stefnan er sú sem fórnar mark­miðum okkar um lága verð­bólgu og lágt atvinnu­leysi til þess að ná til­gangs­lausum mark­miðum um rekstr­ar­af­gang eða ákveðið magn skulda rík­is­sjóðs að skuldum hans í íslenskri krónu með­töld­um.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent