Ýmsir telja almennan rekstrarkostnað fram sem nýsköpun til að fá styrki úr ríkissjóði

Veittir nýsköpunarstyrkir úr ríkissjóði jukust um 145 prósent milli 2019 og 2020. Ríkisskattstjóri segir að misnotkun á stuðningnum, í formi óréttmætra endurgreiðslna, geti leitt leitt til verulegra útgjalda af hálfu hins opinbera og raskað samkeppni.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjárframlög til nýsköpunar síðustu misseri, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Skatturinn hefur áhyggjur af því að verið sé að misnota nýsköpunarstyrkjakerfið.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjárframlög til nýsköpunar síðustu misseri, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Skatturinn hefur áhyggjur af því að verið sé að misnota nýsköpunarstyrkjakerfið.
Auglýsing

Hækkun á nýsköp­un­ar­styrkjum úr rík­is­sjóði hefur leitt til auk­innar ásóknar í styrk­ina, og frá 2011 til loka síð­asta árs jókst veit­ing þeirra um 817,14 pró­sent. Í krónum þýðir það að árið 2011 voru veittir nýsköp­un­ar­styrkir upp á 634,6 millj­ónir króna en í fyrra námu styrkirnir 5.185,5 millj­ónum króna. Á milli áranna 2019 og 2020 hækk­aði veittur stuðn­ingur um 145 pró­sent og félögin sem sóttu um stuðn­ing fóru úr því að vera 163 í 201. 

Ástæðan er sú að stuðn­ingur við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki var aukin sem hluti af ráð­stöf­unum til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru í fyrra. Breyt­ing­arnar sem þá röt­uðu í lög fólu í sér að við útreikn­ing skatt­frá­dráttar verði aðeins miðað við eina hámarks­fjár­hæð, sem verði 1,1 millj­arður króna, við álagn­ingu áranna 2021 og 2022 vegna  rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ar. Þar af verði nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum heim­ilt, en ekki skylt, að telja til rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar allt að 200 millj­ónum króna vegna aðkeyptrar þjón­ust­u. 

Auglýsing
Þá var komið á þrepa­skipt­ingu sem felur í sér að lítil og með­al­stór félög geti átt rétt á skatt­frá­drætti sem nemur allt að 35 pró­sent af útlögðum kostn­aði vegna stað­festra verk­efna á gild­is­tíma bráða­birgða­á­kvæð­is­ins. End­ur­greiðslu til stórra fyr­ir­tækja var líka hækk­uð, úr 20 í 25 pró­sent. 

Nú liggur fyrir Alþingi frum­varp frá þing­flokki Við­reisnar um að gera þessa hækkun var­an­lega. Málið hefur hlotið fram­gang. Búið er að mæla fyrir því og það er nú til með­ferðar hjá efna­hags- og við­skipta­nefnd. Hún hefur kallað eftir umsögnum um það og ein slík barst í gær, frá rík­is­skatt­stjóra.

Hann hefur ýmis­legt við frum­varpið að athuga.

Almennur rekstr­ar­kostn­aður sagður nýsköpun

Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra bendir á í umsögn sinni að fram­kvæmd sú sem snerti nýsköp­un­ar­styrki sé afar flókin þar sem erfitt geti verið að skilja á milli venju­bund­ins rekstr­ar­kostn­aðar og kostn­aðar vegna nýsköp­un­ar­verk­efna. Á stundum þurfi sér­hæfða þekk­ingu til að skilja þar á milli.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: Bára Huld Beck.

Áhyggjur rík­is­skatt­stjóra eru ekki úr lausu lofti gripn­ar. Sam­kvæmt því sem fram kemur í umsögn­inni hefur reynslan af úthlutun nýsköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði sýnt „að ekki er van­þörf á eft­ir­liti með þessum mála­flokki þar sem nokkur brögð hafa verið að því að við skatt­skil hafi almennur rekstr­ar­kostn­aður og kostn­aður sem telja verður að til­heyri frekar eðli­legum end­ur­bótum á fyr­ir­liggj­andi afurð sem við­kom­andi fyr­ir­tæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna stað­festra nýsköp­un­ar­verk­efna.“ 

Rík­is­skatt­stjóri bendir á að ekki hafi verið sett með lögum ákvæði um beit­ingu álags eða ann­arra refsi­við­ur­laga til að bregð­ast við eða skapa varn­að­ar­á­hrif vegna „hátt­semi sem sam­rým­ist ekki lögum þessum“.

Mis­notkun kostn­að­ar­söm og raskar sam­keppni

Í umsögn­inni segir að kostn­að­ar­grein­ar­gerðir fyr­ir­tækja sem sækj­ast eftir nýsköp­un­ar­styrkj­um, og árit­aðar eru af end­ur­skoð­anda, skoð­un­ar­manni eða við­ur­kenndum bók­ara byggi almennt ein­ungis á nið­ur­stöðum bók­halds­reikn­inga og stað­hæf­ingum for­stöðu­manna við­kom­andi fyr­ir­tækja, um að til­tek­inn kostn­aður telj­ist rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ur. Sjaldn­ast virð­ist því byggt á sjálf­stæðu mati og skoðun fag­að­ila, að sögn rík­is­skatt­stjóra. „Ekki ætti að þurfa að árétta að mis­notkun á þessum stuðn­ingi með órétt­mætum kostn­að­ar­færslum getur leitt til veru­legra útgjalda af hálfu hins opin­bera, í formi órétt­mætra end­ur­greiðslna, auk þess að raska sam­keppni á mark­að­i.“

Í ljósi alls þess telur rík­is­skatt­stjóri „óvar­legt að gera ráð­staf­anir sem ljóst þykir að muni leiða til auk­ins umfangs mála­flokks­ins til fram­búð­ar, og auk­inna end­ur­greiðslna úr rík­is­sjóði, án þess að hugað sé að því hvernig styrkja megi við­eig­andi reglu­verk í því skyni að ein­falda og styrkja umrædda fram­kvæmd. Slíkar breyt­ingar væru jafn­framt til þess fallnar að auka gagn­sæi og fyr­ir­sjá­an­leika gagn­vart skatt­að­il­u­m.“

Þá telur rík­is­skatt­stjóri sér­stak­lega æski­legt að sam­hliða fyr­ir­hug­aðri breyt­ingu lög­un­um, verði af henni, þá verði látið liggja skýrt fyrir hvort aðkeyptur kostn­aður frá tengdum aðila skuli falla undir styrk­hæfan kostnað eða ekki. Í lög­unum eins og þau eru í dag ein­ungis tekið á því hvernig fari með kostnað vegna aðkeyptrar rann­sókn­ar- eða þró­un­ar­vinnu sem veitt er af ótengdum aðil­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent