Ýmsir telja almennan rekstrarkostnað fram sem nýsköpun til að fá styrki úr ríkissjóði

Veittir nýsköpunarstyrkir úr ríkissjóði jukust um 145 prósent milli 2019 og 2020. Ríkisskattstjóri segir að misnotkun á stuðningnum, í formi óréttmætra endurgreiðslna, geti leitt leitt til verulegra útgjalda af hálfu hins opinbera og raskað samkeppni.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjárframlög til nýsköpunar síðustu misseri, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Skatturinn hefur áhyggjur af því að verið sé að misnota nýsköpunarstyrkjakerfið.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjárframlög til nýsköpunar síðustu misseri, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Skatturinn hefur áhyggjur af því að verið sé að misnota nýsköpunarstyrkjakerfið.
Auglýsing

Hækkun á nýsköpunarstyrkjum úr ríkissjóði hefur leitt til aukinnar ásóknar í styrkina, og frá 2011 til loka síðasta árs jókst veiting þeirra um 817,14 prósent. Í krónum þýðir það að árið 2011 voru veittir nýsköpunarstyrkir upp á 634,6 milljónir króna en í fyrra námu styrkirnir 5.185,5 milljónum króna. Á milli áranna 2019 og 2020 hækkaði veittur stuðningur um 145 prósent og félögin sem sóttu um stuðning fóru úr því að vera 163 í 201. 

Ástæðan er sú að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukin sem hluti af ráðstöfunum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru í fyrra. Breytingarnar sem þá rötuðu í lög fólu í sér að við útreikning skattfrádráttar verði aðeins miðað við eina hámarksfjárhæð, sem verði 1,1 milljarður króna, við álagningu áranna 2021 og 2022 vegna  rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Þar af verði nýsköpunarfyrirtækjum heimilt, en ekki skylt, að telja til rannsóknar- og þróunarkostnaðar allt að 200 milljónum króna vegna aðkeyptrar þjónustu. 

Auglýsing
Þá var komið á þrepaskiptingu sem felur í sér að lítil og meðalstór félög geti átt rétt á skattfrádrætti sem nemur allt að 35 prósent af útlögðum kostnaði vegna staðfestra verkefna á gildistíma bráðabirgðaákvæðisins. Endurgreiðslu til stórra fyrirtækja var líka hækkuð, úr 20 í 25 prósent. 

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá þingflokki Viðreisnar um að gera þessa hækkun varanlega. Málið hefur hlotið framgang. Búið er að mæla fyrir því og það er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd. Hún hefur kallað eftir umsögnum um það og ein slík barst í gær, frá ríkisskattstjóra.

Hann hefur ýmislegt við frumvarpið að athuga.

Almennur rekstrarkostnaður sagður nýsköpun

Embætti ríkisskattstjóra bendir á í umsögn sinni að framkvæmd sú sem snerti nýsköpunarstyrki sé afar flókin þar sem erfitt geti verið að skilja á milli venjubundins rekstrarkostnaðar og kostnaðar vegna nýsköpunarverkefna. Á stundum þurfi sérhæfða þekkingu til að skilja þar á milli.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: Bára Huld Beck.

Áhyggjur ríkisskattstjóra eru ekki úr lausu lofti gripnar. Samkvæmt því sem fram kemur í umsögninni hefur reynslan af úthlutun nýsköpunarstyrkja úr ríkissjóði sýnt „að ekki er vanþörf á eftirliti með þessum málaflokki þar sem nokkur brögð hafa verið að því að við skattskil hafi almennur rekstrarkostnaður og kostnaður sem telja verður að tilheyri frekar eðlilegum endurbótum á fyrirliggjandi afurð sem viðkomandi fyrirtæki hefur tekjur af verið færður undir kostnað vegna staðfestra nýsköpunarverkefna.“ 

Ríkisskattstjóri bendir á að ekki hafi verið sett með lögum ákvæði um beitingu álags eða annarra refsiviðurlaga til að bregðast við eða skapa varnaðaráhrif vegna „háttsemi sem samrýmist ekki lögum þessum“.

Misnotkun kostnaðarsöm og raskar samkeppni

Í umsögninni segir að kostnaðargreinargerðir fyrirtækja sem sækjast eftir nýsköpunarstyrkjum, og áritaðar eru af endurskoðanda, skoðunarmanni eða viðurkenndum bókara byggi almennt einungis á niðurstöðum bókhaldsreikninga og staðhæfingum forstöðumanna viðkomandi fyrirtækja, um að tiltekinn kostnaður teljist rannsóknar- og þróunarkostnaður. Sjaldnast virðist því byggt á sjálfstæðu mati og skoðun fagaðila, að sögn ríkisskattstjóra. „Ekki ætti að þurfa að árétta að misnotkun á þessum stuðningi með óréttmætum kostnaðarfærslum getur leitt til verulegra útgjalda af hálfu hins opinbera, í formi óréttmætra endurgreiðslna, auk þess að raska samkeppni á markaði.“

Í ljósi alls þess telur ríkisskattstjóri „óvarlegt að gera ráðstafanir sem ljóst þykir að muni leiða til aukins umfangs málaflokksins til frambúðar, og aukinna endurgreiðslna úr ríkissjóði, án þess að hugað sé að því hvernig styrkja megi viðeigandi regluverk í því skyni að einfalda og styrkja umrædda framkvæmd. Slíkar breytingar væru jafnframt til þess fallnar að auka gagnsæi og fyrirsjáanleika gagnvart skattaðilum.“

Þá telur ríkisskattstjóri sérstaklega æskilegt að samhliða fyrirhugaðri breytingu lögunum, verði af henni, þá verði látið liggja skýrt fyrir hvort aðkeyptur kostnaður frá tengdum aðila skuli falla undir styrkhæfan kostnað eða ekki. Í lögunum eins og þau eru í dag einungis tekið á því hvernig fari með kostnað vegna aðkeyptrar rannsóknar- eða þróunarvinnu sem veitt er af ótengdum aðilum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent