Mynd: Pexels.com

Stuðningur við rannsókn og þróun verður hækkaður enn frekar

Hlutfall endurgreiðslu vegna rannsóknar og þróunar hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum verður hækkað upp í 35 prósent. Þak á kostnaði sem telja má fram til frádráttar verður hækkað í 1,1 milljarð króna. Einstaklingar fá rýmri skattafslátt fyrir að fjárfesta í nýsköpun.

Efna­hags- og við­skipta­nefnd leggur til í áliti sínu um svo­kall­aðan band­orm, frum­varp sem lög­leiðir þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin kynnti í öðrum aðgerð­ar­pakka sín­um, að gera breyt­ingar á hlut­falli skatt­frá­dráttar og hámarks­fjár­hæða vegna end­ur­greiðslu rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ar. 

Þegar aðgerð­ar­pakk­inn var kynntur 21. apríl síð­ast­lið­inn stóð til að end­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­unar yrðu hækk­aðar úr 20 í 25 pró­sent og þakið á kostn­aði sem má telja fram til frá­dráttar átti að hækka úr 600 í 900 millj­ónir króna.

Í áliti nefnd­ar­innar kemur fram að með það að mark­miði að styðja enn frekar við íslenskt nýsköp­un­ar­um­hverfi og leggi hún fram nokkrar breyt­ingar á þessum stuðn­ings­greiðsl­um. Við útreikn­ing skatt­frá­dráttar verði til að mynda aðeins miðað við eina hámarks­fjár­hæð, sem verði 1,1 millj­arður króna, við álagn­ingu áranna 2021 og 2022 vegna  rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ar. Þar af verði nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum heim­ilt, en ekki skylt, að telja til rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar allt að 200 millj­ónum króna vegna aðkeyptrar þjón­ust­u. 

Auglýsing

Þá verði komið á þrepa­skipt­ingu sem feli í sér að lítil og með­al­stór félög geti átt rétt á skatt­frá­drætti sem nemur allt að 35 pró­sent af útlögðum kostn­aði vegna stað­festra verk­efna á gild­is­tíma bráða­birgða­á­kvæð­is­ins. Hækkun á end­ur­greiðslu til stórra fyr­ir­tækja verður þó áfram í takti við fyrri áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þ.e. að þær verða hækk­aðar úr 20 í 25 pró­sent. 

Aukin skatt­afsláttur til ein­stak­linga

Í álit­inu segir að við umfjöllun nefnd­ar­innar um frum­varpið hafi komið fram til­lögur um að aukið yrði við hvata ein­stak­linga til að fjár­festa í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­u­m. 

Í umsögnum Sam­taka íslenskra leikja­fram­leið­enda og Sam­taka sprota­fyr­ir­tækja hafi til að mynda verið lögð áhersla á mik­il­vægi slíkrar fjár­mögn­unar fyrir lítil félög í þró­un­ar­starf­semi. „Fyrir liggur að hækkun skatta­af­sláttar til ein­stak­linga í þessum efnum hefði óveru­leg áhrif á rík­is­sjóð. Með vísan til fram­greinds leggur nefndin til að skatt­afsláttur til ein­stak­linga vegna fjár­fest­inga í hluta­fé­lagi eða einka­hluta­fé­lag­i[...]hækki tíma­bundið úr 50 pró­sent í 75 pró­sent af fjár­hæð fjár­fest­ingar að teknu til­liti til ann­arra ákvæða lag­anna.“ 

Jafn­framt vill nefndin hækka fjár­hæð­ar­mörk heild­ar­fjár­fest­ingar ein­stak­lings tíma­bundið úr tíu millj­ónum króna í 15 millj­ónir króna. 

Lengja gild­is­tíma heim­ildar líf­eyr­is­sjóða

Í frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar var lagt  til að heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í svoköll­uðum vís­i­sjóðum yrði auk­in. Í dag mega þeir eiga allt að 20 pró­sent í slíkum sjóðum og þarf því aðkomu að lág­marki fimm líf­eyr­is­sjóða til að stofna vís­i­sjóð. Frum­varpið gerði ráð fyrir að það hlut­fall yrði hækkað í 35 pró­sent. ­Fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd komu fram sjón­ar­mið um að almenn til­vísun til laga um stuðn­ing við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki væri til þess fallin að tak­marka heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til fjár­fest­ingar í nýsköp­un­ar­starf­semi og auka flækju­stig. Æski­legra væri að vísa til skil­grein­ingar á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um. Slík afmörkun væri betur til þess fallin að styðja fyr­ir­tæki sem gætu orðið kjör­inn vett­vangur fyrir vöxt og nýsköp­un. Nefndin tók undir þessi sjón­ar­mið og leggur til í áliti sínu breyt­ingar þess efn­is.

Auglýsing

Auk þess komu fram sjón­ar­mið fyrir nefnd­inni þess efnis að heim­ild sjóð­anna til að auka fjár­fest­ingu í vís­is­sjóðum ætti að vera lengri en til þriggja ára, og jafn­vel ótíma­bund­inn. Það gæti til að mynda tekið tíma að stofna slíka sjóði. Efna­hags- og við­skipta­nefnd ákvað að koma til móts við þau sjón­ar­mið og lagði til að gild­is­tími heim­ild­ar­innar yrði til 1. jan­úar 2025.

Sumir nefnd­ar­menn vildu meira

Sumir nefnd­ar­menn vildu ganga enn lengra en gert var. Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, gerði til að mynda sér­stak­lega grein fyrir fyr­ir­vara sínum við und­ir­skrift álits­ins með því að fjalla um stuðn­ing við nýsköp­un. Þar kom fram vilji hans til að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fall lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja enn frekar, eða upp í 45 pró­sent. „Á sama tíma er þörf á auk­inni hækkun á hámarki end­ur­greiðslna kostn­aðar vegna rann­sóknar og þró­un­ar. Leggur Við­reisn því til að það verði 1.500 millj. kr. í stað 1.100 millj. kr. Jafn­framt að tíma­bind­ing úrræð­anna verði afnum­in, enda eru breyt­ing­ar­til­lögur Við­reisnar til þess fallnar að styðja við verð­mæta- og atvinnu­sköpun til fram­tíð­ar. Með sömu rökum er einnig lagt til að tíma­bind­ing heim­ildar líf­eyr­is­sjóða til fjár­fest­ingar í nýsköp­un­ar­sjóðum sé felld brott.“Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, var á svip­uðum slóðum þegar hann gerði grein fyrir sínum fyr­ir­vara. Hann taldi líka til bóta ef að end­ur­greiðslu­hlut­fallið fyrir lítil fyr­ir­tæki yrði hækkað upp í 45 pró­sent. „Kostn­aður lít­illa fyr­ir­tækja við að sækja fé í opin­bera sjóði er vit­an­lega hærri sem hlut­fall af heild­ar­veltu en hjá stærri fyr­ir­tækj­um, og því hefði verið gott að koma til móts við þau þar.“ 

Hug­verk­arisar hvöttu til „stór­sókn­ar“

Kjarn­inn greindi frá því um liðna helgi að for­svar­s­­menn fjög­­urra af stærstu hug­verka­­fyr­ir­tækjum sem orðið hafa til á Íslandi, Mar­el, Öss­­ur, Origo og CCP, hefðu í sam­eig­in­legri umsögn um frum­varpið fagnað þeim aðgerðum sem rík­­is­­stjórnin hefði boðað til að styðja frekar við nýsköpun á Íslandi. Þau hvöttu hins vegar Alþingi til að „stíga skref­inu lengra og ráð­­ast þannig í stór­­sókn í nýsköp­un, það mun skila sér marg­falt til baka til rík­­is­­sjóðs og í fleiri eft­ir­­sóttum störfum á Ísland­i.“

Undir umsögn­ina skrif­uðu Guð­­björg Heiða Guð­­munds­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri hjá Mar­el, Jón Sig­­urðs­­son, for­­stjóri Öss­­ur­­ar, Finnur Odds­­son, for­­stjóri Origo og Hilmar Veigar Pét­­ur­s­­son, for­­stjóri CCP.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar