Hugverkarisar vilja að Alþingi stigi „skrefinu lengra og ráðast þannig í stórsókn í nýsköpun“

Stærstu hugverkafyrirtæki landsins hvetja stjórnvöld til þess að hækka endurgreiðsluhlutfall og þak vegna rannsókna og þróunar enn meira en stefnt sé að. Það muni „skipta sköpum fyrir viðspyrnu íslensks atvinnulífs á þessum óvissutímum.“

nýsköpunarcollage.jpg
Auglýsing

For­svars­menn fjög­urra af stærstu hug­verka­fyr­ir­tækjum sem orðið hafa til á Íslandi, Mar­el, Öss­ur, Origo og CCP, fagna þeim aðgerðum sem rík­is­stjórnin hefur boðað til að styðja frekar við nýsköpun á Íslandi. Þau hvetja hins vegar Alþingi til að „stíga skref­inu lengra og ráð­ast þannig í stór­sókn í nýsköp­un, það mun skila sér marg­falt til baka til rík­is­sjóðs og í fleiri eft­ir­sóttum störfum á Ísland­i.“

Þetta kemur fram í umsögn um annan aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar sem þau Guð­björg Heiða Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Mar­el, Jón Sig­urðs­son, for­stjóri Öss­ur­ar, Finnur Odds­son, for­stjóri Origo og Hilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, skrifa sam­eig­in­lega. 

Í aðgerð­ar­pakk­anum var boðað að ráð­ast í sér­stakar aðgerðir til að örva nýsköpun og sprota­starf­semi. End­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­unar (R&Þ) verða hækk­aðar úr 20 í 25 pró­sent og þakið á kostn­aði sem má telja fram til frá­dráttar fer að óbreyttu úr 600 í 900 millj­ónir króna.

Auglýsing
Þá verður bætt við greiðslum í nýsköp­un­ar­sjóð náms­manna sem verða sér­stak­lega eyrna­merktar sprota­fyr­ir­tækj­um. Fram­lög í Kríu frum­kvöðla­sjóð, íslenskan hvata­­sjóð nýsköp­un­­ar­drif­ins frum­kvöð­uls­starfs sem kynntur var til leiks í lok nóv­em­ber í fyrra, verða hækkuð um 1,1 millj­arð króna. Auk þess verður heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í vís­i­sjóðum auk­in. Í dag mega þeir eiga allt að 20 pró­sent í slíkum sjóðum og þarf því aðkomu að lág­marki fimm líf­eyr­is­sjóða til að stofna vís­i­sjóð.

Skortur á burð­ugum hug­verka- og hátækni­fyr­ir­tækjum

Í umsögn fjór­menn­ing­anna kemur fram að ítrekað hafi verið bent á það á und­an­förum árum að ekki nægi­lega mörg burðug hug­verka- og hátækni­fyr­ir­tæki kom­ist á lagg­irnar hér á landi. Aðgerð­irnar sem hafa verið boð­aðar muni án efa auka lík­urnar á að svo verði. Þrátt fyrir það hvetja þau efna­hags- og við­skipta­nefnd, sem er með frum­varp um aðgerð­irnar til umfjöll­un­ar, ein­dregið til að gera „breyt­ingar á frum­varp­inu og ganga lengra bæði hvað varðar end­ur­greiðslu­hlut­fall og þak vegna R&Þ. Það mun hafa jákvæð áhrif á atvinnu­sköpun til skemmri og lengri tíma og skipta sköpum fyrir við­spyrnu íslensks atvinnu­lífs á þessum óvissu­tím­um.“

Þau segja að aðgerð­irnar nú séu að mörgu leyti rök­rétt fram­hald á þeim stefnu­málum sem fram koma í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þar var meðal ann­ars kynnt að stefnt væri að afnámi þaks vegna end­ur­greiðslu á R&Þ á kjör­tíma­bil­inu. Rík­is­stjórnin hafi stigið sitt fyrsta skref í átt að þessu mark­miði þegar ákveðið var að tvö­falda þakið vegna R&Þ fyrir árið 2019. Sú breyt­ing hafi þýtt að fyr­ir­tækin fjögur gátu sótt fram af meiri krafti en ella á starfs­stöðvum sínum á Íslandi.

Telja fyrri breyt­ingar hafa skipt sig sköpum

Breyt­ingin hafi til að mynda mikil áhrif á þá ákvörðun CCP að stækka þró­un­arteymi sitt á tölvu­leiknum EVE Online á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík úr um 80 starfs­mönnum í 130. 

Marel hefur nýtt sér end­ur­greiðslu­kerfið fyrir fjöl­breytt og umfangs­mikil rann­sókna- og þró­un­ar­verk­efni síð­ast­liðin tíu ár sem krefj­ast mik­illar sér­fræði­þekk­ingar á hinum ýmsu fagsvið­um. Á þessum ára­tug hefur stöðu­gildum í vöru­þró­un­ar­ein­ingu Marel á Íslandi fjölgað um rúm­lega 100 pró­sent, eða úr 87 í 180. 

Össur starf­rækir þró­un­ar­starf á fimm starfs­stöðvum í Banda­ríkj­unum og víðs vegar um Evr­ópu og þar á meðal í löndum þar sem veittur er fjár­hags­legur stuðn­ingur við rann­sóknir og þró­un. Öflug sókn­ar­stefna til stuðn­ings nýsköp­unar á Íslandi muni auka tals­vert við sam­keppn­is­hæfni lands­ins og hvetja til upp­bygg­ingar hér. „Þró­un­ar­starf fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi hefur skilað flestum af þeim vörum sem staðið hafa undir vexti í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu tvo ára­tugi og hefur haft gríð­ar­lega jákvæð áhrif á stoð­tækja­iðn­að­inn á heims­vísu. Virkni stoð­tækja sem og aðgengi að þeim hefur fleygt fram og hefur Össur þar verið í far­ar­broddi. Þegar kemur að fjár­fest­ingum í þróun á tölvu­stýrðum stoð­tækj­um, sem sam­svara u.þ.b. fjórð­ungi af þró­un­ar­starfi á Íslandi, hafa stöðu­gildi hér á landi tvö­fald­ast á síð­ustu 5 árum og kostn­aður auk­ist um 136% á því tíma­bili. Fjár­fest­ing í þróun á þeim vörum á þessu tíma­bili hefur numið 2,6 millj­örðum kr. en árleg end­ur­greiðsla vegna þró­un­ar­starfs í heild sinni verið á bil­inu 60-120 millj­ónir kr. Með til­komu hærri end­ur­greiðslna vegna þró­un­ar­starfs hefur Össur tæki­færi til að tryggja þró­un­ar­starf á Íslandi, sækja enn frekar fram og nýta þann mannauð og þekk­ingu sem hefur búsetu hér á land­i.“

Auglýsing
Hjá Origo hafi auknar end­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­unar stuðlað að því að fyr­ir­tækið leggur nú veru­lega meira í þró­un­ar­starf á ári hverju, eða tæp­lega einn millj­arð hvert ár. „Fyrir Origo breytir aukin end­ur­greiðsla núna ákvörð­unum sem verið er að taka þessa dag­ana, gerir fyr­ir­tæk­inu kleift að halda fleiri störfum við, mildar aðgerðir í við­bragði við COVID og kemur von­andi í veg fyrir upp­sagn­ir. Þá við­heldur þessi breyt­ing einnig hraða í þró­un­ar­starfi og um leið verð­mæta­sköpun sem ann­ars hefði verið hægt á. Mik­il­vægur þáttur í rekstr­ar­sögu Origo und­an­farin ár var upp­bygg­ing og sala Tempo en fram­an­greindir hvatar skiptu þar miklu máli. Tölu­verðir mögu­leikar eru á því að sú saga verði end­ur­tekin í sumum þeirra verk­efna sem nú eru í vinnslu hjá Origo og er þeim mögu­leikum hraðað vegna áherslna stjórn­valda á þró­un­ar­starf.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent