„Ofsalega mikil breyting framundan“

„Við finnum það enn betur en áður hvað er mikilvægt að tilheyra samfélagi,“ segir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Á mánudag hefst hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum. Víðir Reynisson segir framhald faraldursins í okkar höndum.

Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
Auglýsing

 „Auð­vitað gleðj­umst við núna og fögnum sér­stak­lega. Dag­legt líf barn­anna er að kom­ast í eðli­legt horf og við getum sett auk­inn kraft í skóla og frí­stunda­starf,“ sagði Þor­steinn Hjart­ar­son, sviðs­stjóri fjöl­skyldu­sviðs hjá sveit­ar­fé­lag­inu Árborg á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Gestir fund­ar­ins voru full­trúar frá öllum skóla­stigum og fjall­aði Þor­steinn um leik- og grunn­skóla­starf­ið.

Á mánu­dag, 4. maí, verða fyrstu skrefin í aflétt­ingu sam­komu­banns tek­in. Þá mun leik- og grunn­skóla­starf kom­ast í eðli­legt horf og fram­halds­skólar og háskólar sömu­leiðis geta opnað bygg­ingar sínar fyrir nem­endum með þeim fjölda­tak­mörk­unum og öðru sem áfram verður í gildi.

Auglýsing

Þor­steinn sagði það hafa mikla þýð­ingu fyrir börnin að geta eftir helgi farið saman út á skóla­lóð, í sund, íþróttir og list- og verk­grein­ar. „Svo það er ofsa­lega mikil breyt­ing framundan sem við gleðj­umst öll yfir.“

Mik­il­vægt væri að geta lokið skóla­starfi vetr­ar­ins með til­tölu­lega eðli­legum hætti. „Við þurfum svo að reyna að bretta upp ermar og finna takt­inn og koma aftur fersk í skól­ann í haust.“

Þor­steinn sagði að und­an­farnar vikur hefðu verið fullar af áskor­unum fyrir starfs­fólk, nem­endur og for­eldra. En lær­dóm­ur­inn væri að sama skapi mik­ill. „Við finnum það sér­stak­lega og enn betur en áður hvað er mik­il­vægt að til­heyra sam­fé­lagi. Öðl­ast skiln­ing á því að eiga góð sam­skipti því maður er manns gaman og allt það.“

Líkt og á öllum skóla­stigum hefur tæknin verið nýtt til kennslu meira en nokkru sinni. „Fólk hefur þurft að hugsa út fyrir boxið og þetta munum við þróa enn frek­ar.“ Sagði hann fjar­kennsl­una geta hentað ákveðnum hópum áfram, s.s. þeim sem þurfa að vera heima vegna lang­vinnra veik­inda og þeirra sem eru með skólaforð­un.

Allir hafi sýnt útsjón­ar­semi við afar erf­iðar aðstæð­ur. Það hafi þó gengið ótrú­lega vel að umbylta öllu skóla­starfi á mjög stuttum tíma. Hafi sumir haft það á orði að tengslin milli skóla og heim­ilis hafi styrkst í mörgum til­vik­um.

 „Kannski aðal lær­dóm­ur­inn felist í ákveð­inni ró og yfir­vegun í aðstæðum sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður.“ Gott upp­lýs­inga­streymi hafi skipt þar sköpum og það að virkja lausn­a­mið­aða hugs­un. Allir á Íslandi sjái nú hvað leik- og grunn­skólar skipta miklu máli fyrir allt sam­fé­lag­ið.

„Núna þarf að takast á við það sem framundan er af áræðni og kraft­i.“

Vernda þarf við­kvæma hópa og styðja for­eldra

En margt brennur á skóla­fólki að sögn Þor­steins. Því miður væru aðstæður á heim­ilum barna mis­jafnar og for­eldrar eiga mis­auð­velt með að styðja börn sín í nám­inu. Þannig hafi börn af erlendum upp­runa ekki fengið þá íslensku­kennslu sem þörf er á. Að þessum við­kvæmu hópum þurfi sér­stak­lega að huga.

Nú þarf að mati Þor­steins að beina áherslum náms­ins að þeim þáttum sem þola illa rof og þar er lestur efst á blaði. Mjög mik­il­vægt væri að kerfi ríkis og sveit­ar­fé­laga stilli saman sína strengi til að veita bæði nem­endum og for­eldrum sem á þurfi að halda aðstoð. Þar átti hann meðal ann­ars við félags­þjón­ust­una. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að hlúa að börn­unum og auka vellíðan þeirra.“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Mynd: Lögreglan

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði á fund­inum að ákvörðun um að aflétta tak­mörk­unum í leik- og grunn­skólum væri tekin út frá þeim rann­sóknum sem hér hafa verið gerðar sem leitt hafi í ljós að eng­inn full­orð­inn hafi smit­ast af barni.

Hann minnti enn­fremur á að það væri skóla­skylda í land­inu og mjög mik­il­vægt væri að allir for­eldrar sæju til þess að börnin þeirra mættu í skól­ann á mánu­dag. Ef barn kemst ekki í skól­ann verði að láta skóla­yf­ir­völd vita.

Víðir sagði það mikið ánægju­efni að skóla­starf yngstu nem­end­anna væri að kom­ast í eðli­legt horf. Hann minnti hins vegar á að hjá öðrum hópum giltu enn ákveðnar tak­mark­an­ir, svo sem fjar­lægð­ar­mörk og fjölda­tak­mörk. Allir þyrftu svo áfram að huga að hrein­læti. „Fram­hald þessa verk­efnis er algjör­lega í okkar hönd­um, hvernig við vinum þetta saman mun ráða fram­hald­in­u.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent