Byggingar Háskóla Íslands verða loks opnar á ný

Á mánudag verða byggingar Háskóla Íslands opnaðar fyrir nemendum á ný í fyrsta skipti frá því samkomubann var sett á 16. mars. Rektor Háskóla Íslands segir þetta stóran áfanga í því að færa líf allra í eðlilegt horf.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, var meðal gesta á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, var meðal gesta á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Auglýsing

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, segir ótrú­lega sam­stöðu og þraut­seigju hafa ein­kennt starfs­menn og nem­endur síð­ustu vik­urn­ar. Bygg­ingar skól­ans verða opn­aðar á ný á mánu­dag en þeim var lokað vegna sam­komu­banns þann 16. mars. „Að sjálf­sögðu munum við hlýta öllum til­mæl­u­m,“ sagði Jón Atli á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Við erum öll almanna­varnir og verðum það áfram þar til yfir lýk­ur.“

Á mánu­dag, 4. maí, verða fyrstu skrefin í aflétt­ingu sam­komu­banns tek­in. Þá mun leik- og grunn­skóla­starf kom­ast í eðli­legt horf og fram­halds­skólar og háskólar sömu­leiðis geta opnað bygg­ingar sínar fyrir nem­endum með þeim fjölda­tak­mörk­unum og öðru sem áfram verður í gildi.Bygg­ingar háskóla Íslands eru þrjá­tíu tals­ins. „Þetta er stórt sam­fé­lag,“ sagði Jón Atli. Ráð­staf­anir verða gerðar til að hægt verði að virða tveggja metra regl­una og fjölda­tak­mark­anir sem mið­ast frá og með mánu­deg­inum við fimm­tíu manns. Próf­tíma­bil stendur nú yfir og sér­stök lesrými verða skil­greind í ákveðnum bygg­ingum og í skóla­stofum ef þörf reynd­ist á.

Auglýsing

„Þá er spurn­ing­in, hver er lær­dóm­ur­inn og liggja tæki­færi í þessum aðstæð­um? Háskóli Íslands hefur eins og allar kennslu­stofn­anir lands­ins þurft að bregð­ast hratt við og end­ur­skipu­leggja alla starf­sem­ina nán­ast á einni nótt­u,“ sagði Jón Atli.

Öll kennsla hafi verið gerð raf­ræn og sömu sögu er að segja um próf og fundi. Það hefur gengið mjög vel.

En háskóli er sam­fé­lag. Og þó að fjar­nám hafi gef­ist vel séu sam­skipti augliti til auglitis ennþá mik­il­væg. „Það er nauð­syn­legt að þung­inn byggi áfram á mann­legum sam­skipt­um, rök­ræðum og gagn­kvæmri virð­ingu innan bygg­inga háskól­ans.“

Nú er unnið að þróun og skipu­lagi sér­staks sum­ar­náms. Boðið verður upp á und­ir­bún­ings­nám­skeið fyrir ein­stakar greinar eða fyrir háskóla­nám almennt. „Við erum að skoða alls konar mögu­leika,“ sagði Jón Atli. Hvað náms­fram­boð varðar segir Jón það líta vel út.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent