Samstaða með Færeyingum – höfnum vígvæðingu í Norðurhöfum

Á síðustu árum hafa bandarísk hernaðaryfirvöld sótt í síaukin umsvif um gjörvallt Norður-Atlantshaf, skrifa Stefán Pálsson og Alexandra Ýr van Erven og að m.a. hafi komið fram óskir um að endurvekja ratsjárstöðvar Nató í Færeyjum.

Stefán Pálsson og Alexandra Ýr
Auglýsing

Á fjallinu Sornfelli, fáeina kílómetra fyrir utan Þórshöfn, starfrækti Bandaríkjaher ratsjárstöð undir merkjum Nató mestallt Kalda stríðið. Eðli og umfangi starfseminnar var að mestu haldið leyndu fyrir heimamönnum, þar sem bandarísk og dönsk yfirvöld sáu enga ástæðu til að hafa heimamenn með í ráðum umfram það sem brýnasta nauðsyn krafði. Herstöðvaandstaðan í Færeyjum var alla tíð öflug og því fagnað innilega þegar slökkt var á hernaðarhluta ratsjárstöðvarinnar á Sornfelli á nýársdag 2007.

En það getur verið erfitt að kveða niður gamla drauga. Á síðustu árum hafa bandarísk hernaðaryfirvöld sótt í síaukin umsvif um gjörvallt Norður-Atlantshaf. Uppbygging flugvalla á Grænlandi og margvísleg hernaðaráform á Íslandi eru til marks um þá þróun. Eins hafa komið fram óskir um að endurvekja ratsjárstöðvar Nató í Færeyjum.

Fyrr á þessu ári upplýstu dönsk stjórnvöld að þau hefðu náð samkomulagi við Atlantshafsbandalagið um ratstjárstöðvarbyggingu á Sornfelli. Ekkert var hirt um að ræða málið við heimamenn og urðu viðbrögðin því skiljanlega afar hörð. Segja má að í Færeyjum skiptist almenningsálitið í þrennt þegar kemur að ratstjárstöðvarmálinu: í fyrsta lagi eru það þeir sem vilja fylgja forskrift Danmerkur og Nató í einu og öllu. Í öðru lagi eru það þeir sem gætu vel hugsað sér bandarísk hernaðarumsvif á eyjunum á nýjan leik, en vilja að slíkt sé gert í samráði við heimamenn. Þessi afstaða hefur til að mynda verið sterk innan Fólkaflokksins, sem svipar í stefnumálum um margt til Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Í þriðja lagi er það hópurinn sem hafnar hernaðarumsvifum alfarið og vill ekki sjá neina slíka uppbyggingu í Færeyjum. Skoðanakannanir gefa til kynna að sú afstaða njóti meirihlutastuðnings almennings, en valdahlutföllin á færeyska Lögþinginu eru með öðrum hætti.

Auglýsing

Miðvikudaginn 21. júlí verður efnt til mótmæla í Þórshöfn gegn ratsjárstöðvaáformunum í Færeyjum. Aðstandendur þeirra mótmæla eru ungliðahreyfingar þeirra flokka sem hafna hernaðaruppbyggingunni. Íslenskir friðarsinnar munu ekki láta sitt eftir liggja að þessu tilefni. Samtök hernaðarandstæðinga efna til samstöðumótmæla við Sendiskrifstofu Færeyja á miðvikudagskvöld kl. 20. Þar gefst prýðilegt færi til að sýna samstöðu með grönnum okkar Færeyingum og mótmæla í leiðinni bandarískum herskipakomum í Reykjavíkurhöfn.

Höfundar eru fulltrúar í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar