Samstaða með Færeyingum – höfnum vígvæðingu í Norðurhöfum

Á síðustu árum hafa bandarísk hernaðaryfirvöld sótt í síaukin umsvif um gjörvallt Norður-Atlantshaf, skrifa Stefán Pálsson og Alexandra Ýr van Erven og að m.a. hafi komið fram óskir um að endurvekja ratsjárstöðvar Nató í Færeyjum.

Stefán Pálsson og Alexandra Ýr
Auglýsing

Á fjallinu Sornfelli, fáeina kílómetra fyrir utan Þórshöfn, starfrækti Bandaríkjaher ratsjárstöð undir merkjum Nató mestallt Kalda stríðið. Eðli og umfangi starfseminnar var að mestu haldið leyndu fyrir heimamönnum, þar sem bandarísk og dönsk yfirvöld sáu enga ástæðu til að hafa heimamenn með í ráðum umfram það sem brýnasta nauðsyn krafði. Herstöðvaandstaðan í Færeyjum var alla tíð öflug og því fagnað innilega þegar slökkt var á hernaðarhluta ratsjárstöðvarinnar á Sornfelli á nýársdag 2007.

En það getur verið erfitt að kveða niður gamla drauga. Á síðustu árum hafa bandarísk hernaðaryfirvöld sótt í síaukin umsvif um gjörvallt Norður-Atlantshaf. Uppbygging flugvalla á Grænlandi og margvísleg hernaðaráform á Íslandi eru til marks um þá þróun. Eins hafa komið fram óskir um að endurvekja ratsjárstöðvar Nató í Færeyjum.

Fyrr á þessu ári upplýstu dönsk stjórnvöld að þau hefðu náð samkomulagi við Atlantshafsbandalagið um ratstjárstöðvarbyggingu á Sornfelli. Ekkert var hirt um að ræða málið við heimamenn og urðu viðbrögðin því skiljanlega afar hörð. Segja má að í Færeyjum skiptist almenningsálitið í þrennt þegar kemur að ratstjárstöðvarmálinu: í fyrsta lagi eru það þeir sem vilja fylgja forskrift Danmerkur og Nató í einu og öllu. Í öðru lagi eru það þeir sem gætu vel hugsað sér bandarísk hernaðarumsvif á eyjunum á nýjan leik, en vilja að slíkt sé gert í samráði við heimamenn. Þessi afstaða hefur til að mynda verið sterk innan Fólkaflokksins, sem svipar í stefnumálum um margt til Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Í þriðja lagi er það hópurinn sem hafnar hernaðarumsvifum alfarið og vill ekki sjá neina slíka uppbyggingu í Færeyjum. Skoðanakannanir gefa til kynna að sú afstaða njóti meirihlutastuðnings almennings, en valdahlutföllin á færeyska Lögþinginu eru með öðrum hætti.

Auglýsing

Miðvikudaginn 21. júlí verður efnt til mótmæla í Þórshöfn gegn ratsjárstöðvaáformunum í Færeyjum. Aðstandendur þeirra mótmæla eru ungliðahreyfingar þeirra flokka sem hafna hernaðaruppbyggingunni. Íslenskir friðarsinnar munu ekki láta sitt eftir liggja að þessu tilefni. Samtök hernaðarandstæðinga efna til samstöðumótmæla við Sendiskrifstofu Færeyja á miðvikudagskvöld kl. 20. Þar gefst prýðilegt færi til að sýna samstöðu með grönnum okkar Færeyingum og mótmæla í leiðinni bandarískum herskipakomum í Reykjavíkurhöfn.

Höfundar eru fulltrúar í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar