Samstaða með Færeyingum – höfnum vígvæðingu í Norðurhöfum

Á síðustu árum hafa bandarísk hernaðaryfirvöld sótt í síaukin umsvif um gjörvallt Norður-Atlantshaf, skrifa Stefán Pálsson og Alexandra Ýr van Erven og að m.a. hafi komið fram óskir um að endurvekja ratsjárstöðvar Nató í Færeyjum.

Stefán Pálsson og Alexandra Ýr
Auglýsing

Á fjall­inu Sorn­felli, fáeina kíló­metra fyrir utan Þórs­höfn, starf­rækti Banda­ríkja­her rat­sjár­stöð undir merkjum Nató mest­allt Kalda stríð­ið. Eðli og umfangi starf­sem­innar var að mestu haldið leyndu fyrir heima­mönn­um, þar sem banda­rísk og dönsk yfir­völd sáu enga ástæðu til að hafa heima­menn með í ráðum umfram það sem brýn­asta nauð­syn krafði. Her­stöðvaand­staðan í Fær­eyjum var alla tíð öflug og því fagnað inni­lega þegar slökkt var á hern­að­ar­hluta rat­sjár­stöðv­ar­innar á Sorn­felli á nýárs­dag 2007.

En það getur verið erfitt að kveða niður gamla drauga. Á síð­ustu árum hafa banda­rísk hern­að­ar­yf­ir­völd sótt í síaukin umsvif um gjör­vallt Norð­ur­-Atl­ants­haf. Upp­bygg­ing flug­valla á Græn­landi og marg­vís­leg hern­að­ar­á­form á Íslandi eru til marks um þá þró­un. Eins hafa komið fram óskir um að end­ur­vekja rat­sjár­stöðvar Nató í Fær­eyj­um.

Fyrr á þessu ári upp­lýstu dönsk stjórn­völd að þau hefðu náð sam­komu­lagi við Atl­ants­hafs­banda­lagið um rat­stjár­stöðv­ar­bygg­ingu á Sorn­felli. Ekk­ert var hirt um að ræða málið við heima­menn og urðu við­brögðin því skilj­an­lega afar hörð. Segja má að í Fær­eyjum skipt­ist almenn­ings­á­litið í þrennt þegar kemur að rat­stjár­stöðv­ar­mál­inu: í fyrsta lagi eru það þeir sem vilja fylgja for­skrift Dan­merkur og Nató í einu og öllu. Í öðru lagi eru það þeir sem gætu vel hugsað sér banda­rísk hern­að­ar­um­svif á eyj­unum á nýjan leik, en vilja að slíkt sé gert í sam­ráði við heima­menn. Þessi afstaða hefur til að mynda verið sterk innan Fólka­flokks­ins, sem svipar í stefnu­málum um margt til Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Íslandi. Í þriðja lagi er það hóp­ur­inn sem hafnar hern­að­ar­um­svifum alfarið og vill ekki sjá neina slíka upp­bygg­ingu í Fær­eyj­um. Skoð­ana­kann­anir gefa til kynna að sú afstaða njóti meiri­hluta­stuðn­ings almennings, en valda­hlut­föllin á fær­eyska Lög­þing­inu eru með öðrum hætti.

Auglýsing

Mið­viku­dag­inn 21. júlí verður efnt til mót­mæla í Þórs­höfn gegn rat­sjár­stöðv­a­á­formunum í Fær­eyj­um. Aðstand­endur þeirra mót­mæla eru ung­liða­hreyf­ingar þeirra flokka sem hafna hern­að­ar­upp­bygg­ing­unni. Íslenskir frið­ar­sinnar munu ekki láta sitt eftir liggja að þessu til­efni. Sam­tök hern­að­ar­and­stæð­inga efna til sam­stöðu­mót­mæla við Sendi­skrif­stofu Fær­eyja á mið­viku­dags­kvöld kl. 20. Þar gefst prýði­legt færi til að sýna sam­stöðu með grönnum okkar Fær­ey­ingum og mót­mæla í leið­inni banda­rískum her­skipa­komum í Reykja­vík­ur­höfn.

Höf­undar eru full­trúar í mið­nefnd Sam­taka hern­að­ar­and­stæð­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar