Þriðja stærsta raforkuver landsins á Melrakkasléttu?

María Hrönn Gunnarsdóttir spyr hvort þjóðin sætti sig við að erlendir auðmenn ásælist auðlindir Íslands enn og aftur, í þessu tilviki þá þjóðareign sem felst í vindi og víðernum?

Auglýsing

Hnota­steinn á Hóla­heiði á Mel­rakka­sléttu er eitt þeirra mörgu svæða á íslensku landi sem erlent orku­fyr­ir­tæki hefur óskað eftir að reisa vind­orku­ver á. Sam­kvæmt til­lögum að mats­á­ætlun á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna á Mel­rakka­sléttu er mark­miðið „að auka fram­boð end­ur­nýj­an­legrar raf­orku á Íslandi með sjálf­bærum hætt­i.“ Óljóst er hverjum raf­orkan er ætluð en gera má því skóna að hún sé ekki ætluð til heima­brúks heldur miklu frekar til útflutn­ings fyrir orku­þurf­andi þjóðir á meg­in­landi Evr­ópu, þaðan sem orku­fyr­ir­tækið á rætur að rekja.

Áætlað er að reisa orku­verið á 33,3 km2 landi við þjóð­veg nr. 85 þar sem hann liggur þvert yfir sunn­an­verða Mel­rakka­sléttu í 6,5 km fjar­lægð frá Kópa­skeri og 3 km frá næsta bónda­býli. Mývatn er 37 km2. Upp­sett afl orku­vers­ins verður 200 MW. Hraun­eyja­foss­virkj­un, þriðja stærsta raf­orku­ver lands­ins, er 210 MW. Svæðið á Hóla­heiði verður ígildi miðl­un­ar­lóns og verður ekki framar notað til land­bún­aðar þótt annað sé gefið í skyn í gögnum sveit­ar­fé­lag­ins Norð­ur­þings, hvað þá til nátt­úru­upp­lif­un­ar. Til stendur að reisa um 40 vind­myllur sem í hæstu stöðu eru um 200 metra háar eða á við þre­faldan Hall­gríms­kirkju­turn í Reykja­vík. Áréttað skal að snemma árs 2021, þegar til­lagan að mats­á­ætlun á umhverf­is­á­hrifum var send Skipu­lags­stofn­un, var áætlað að þær yrðu 34 en í júní 2021 voru þær orðnar um 40 án þess að afli virkj­un­ar­innar hafi verið breytt í sam­ræmi við það í fylgi­gögn­um. Verður raf­orkuver á Mel­rakka­sléttu þriðja afl­mesta raf­orku­verið á land­inu innan fárra ára og það án þess að þjóðin hafi nokkuð um það að segja?

Auglýsing

Hall­gríms­kirkja og vind­myll­urnar sem mögu­lega verða reistar á Hóla­heiði eiga það sam­eig­in­legt að standa hátt í land­inu. Kirkjan blasir við horfi maður frá norð­ur­mynni Hval­fjarð­ar­ganga suður til borg­ar­inn­ar, þar á milli eru um það bil 20 km. Sjón­lína þvert yfir Öxar­fjörð frá Tjör­nesi austur til Hóla­heiðar er um 30 km. Í áliti Skipu­lags­stofn­unar, frá des­em­ber 2016, um mat á umhverf­is­á­hrifum 150 metra hárra vind­mylla í Búr­fellslundi kemur fram að vind­myll­urnar verði sýni­legar í allt að 40 km fjar­lægð. Ef við hugsum okkur að á öllum möstrum og spaða­endum á Hóla­heiði verði við­vör­un­ar­ljós í myrkri eða að sól­ar­geislar speglist í spöð­unum að sumri þarf ekki sterkt ímynd­un­ar­afl til að sjá fyrir sér sjón­ræn áhrif vind­myll­anna í hér­að­inu. Mel­rakka­slétta er flat­lend, víð­sýni mikið og sam­kvæmt sýni­leika­mynd sem lögð var fram á fyrsta og eina kynn­ing­ar­fundi um virkj­ana­hug­mynd­irnar sjást þær nán­ast af allri Slétt­unni. Rann­sóknir eiga eftir að fara fram á því hvernig fuglum tekst að nota sína sjón til að forð­ast árekstur við vind­myll­urn­ar, reynsla erlendis frá segir okkur að allt of mörgum tekst það ekki. Ekki má svo gleyma að ein­hvern veg­inn þarf að flytja 200 MW raf­orku frá Hóla­heiði til kaup­enda svo gera má ráð fyrir raf­línum og raf­magns­möstrum um allar sveit­ir.

Því er haldið fram í áður­nefndum til­lögum að Hóla­heiði hafi þótt upp­fylla skil­yrði um fjar­lægðir frá nátt­úru- og menn­ing­arminj­um, íbúa­byggð og ferða­manna­stöð­um. Mel­rakka­slétta, þar með talið svæðið að Hnota­steini á Hóla­heiði, er á nátt­úru­minja­skrá og hún er skil­greind sem alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði. Um Hóla­heið­ina liggur hraun frá nútíma, sem nýtur sér­stakrar verndar skv. nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Hraunið er gljúpt og sprung­ið, það er á jarð­skjálfta­svæði og vatns­vernd­ar­svæði Kópa­skers og nágrennis liggur fast upp að fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda­svæði. Víð­erni Mel­rakka­sléttu eru ein­stök og fágæt í æ þétt­ari heims­byggð. Nátt­úru­far ber ein­kenni norð­ur­slóða, sem felur í sér tæki­færi til rann­sókna á áhrifum lofts­lags­breyt­inga á vist­kerfi á heims­vísu. Tæki­færi til ferða­mennsku og upp­bygg­ingar á nátt­úru­tengdri ferða­þjón­ustu eru langt í frá full­nýtt í sveit­unum við Öxar­fjörð, á Mel­rakka­sléttu og í Þistil­firði. Því fer fjarri að Hnota­steinn á Hóla­heiði á Mel­rakka­sléttu upp­fylli skil­yrði um full­nægj­andi fjarska frá nátt­úru- og menn­ing­arminjum og ferða­manna­stöð­um.

For­sendur fram­kvæmda við vind­orku­ver eru að sveit­ar­fé­lagið Norð­ur­þing breyti aðal­skiplu­lagi sínu. Í byrjun des­em­ber 2020 birt­ist frétt á vef sveit­ar­fé­lags­ins um að sveit­ar­stjórnin sam­þykkti að kynna skipu­lags- og mats­skýrslu um breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Norð­ur­þings 2010-2030 vegna fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ingar vind­orku­vers á Hóla­heiði. Orð­rétt seg­ir: „Fyr­ir­hugað er að breyta land­notkun á Hóla­heiði þar sem gert verður ráð fyrir vind­orku­veri og felur breyt­ingin í meg­in­dráttum í sér að land­bún­að­ar­landi verður breytt í iðn­að­ar­svæði til orku­nýt­ingar þar sem land­bún­aður verður einnig heim­ill.“ Af orða­lagi frétt­ar­innar virð­ist sem að ákvörðun hafi þá þegar verið tekin um að verða við óskum Qair Iceland um breyt­ingu á land­notk­un. Ekki verður velt vöngum um það hér hver vill kaupa kjöt af lömbum sem alin eru á iðn­að­ar­svæði og hvaða áhrif það hefur á orð­spor hér­aðs­ins til mat­væla­fram­leiðslu. Hefur stór­iðjan á Bakka styrkt byggð á Húsa­vík eða eru afleidd störf sem skap­ast af sjó­böð­unum ef til vill ákjós­an­legri? Viljum við risa­stórt orku­ver í fal­lega sveit sem enn hefur ekki fengið tíma til að spila úr nýjum tæki­færum sem t.d. skap­ast af nýlega opn­uðum Dem­ants­hring?

Auglýsing

Í skipu­lags­reglu­gerð er kveðið á um að við gerð aðal­skipu­lags­á­ætl­ana skuli eftir föngum leita eftir sjón­ar­miðum og til­lögum íbúa og að það skuli gert með virkri sam­vinnu frá upp­hafi skipu­lags­fer­ils­ins. Ljóst er að sveit­ar­stjórnin sinnti ekki þessum skyldum sín­um. Fyrir utan frétt­ina á vef Norð­ur­þings frá des­em­ber 2020 var fyr­ir­huguð breyt­ing ein­ungis aug­lýst í áskrift­ar­dag­blað­inu Morg­un­blað­inu og í Skránni, sem ekki er send austur í sveitir í nágrenni Hóla­heið­ar. Fram­kvæmd­irnar voru fyrst kynntar íbúum sveit­anna við Öxar­fjörð 14. júní 2021. Fáum dögum síðar var þeim boðið að senda inn athuga­semdir um fyr­ir­hug­aða breyt­ingu á aðal­skipu­lag­inu, með fresti til 27. júní. Virða má það við sveit­ar­stjórn að frest­ur­inn var fram­lengdur þegar eftir því var leit­að. Ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar um til­lögu að mat­skýrslu á umhverf­is­á­hrifum er dag­sett nokkru síð­ar, eða 2. júlí 2021.

Er eft­ir­spurn eftir raf­orku svo brýn og knýj­andi nú um stundir að ástæða þyki til að fórna svo dýr­mætu og við­kvæmu svæði áður en þjóð, stjórn­völd og Alþingi hafa kom­ist að nið­ur­stöðu um hvort og þá hvar á land­inu verði minnstur skaði af vind­orku­vikj­un­um? Sættir þjóðin sig við að erlendir auð­menn ásælist auð­lindir Íslands enn og aft­ur, í þessu til­viki þá þjóð­ar­eign sem felst í vindi og víð­ern­um? Við­kvæm og fámenn byggð þolir illa sundr­ung sem þessi vinnu­brögð skapa. Á sveit­ar­fé­lag­inu og kjörnum full­trúum þess hvílir rík skylda til að tryggja sátt í sveit­ar­fé­lag­inu milli fólks og við nátt­úru.

Höf­undur er lyfja­fræð­ing­ur, með meist­ara­próf í mynd­list og er frá Kópa­skeri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar