Áhrifasvæðið myndi ná langt inn á óbyggð víðerni

Bæði Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun vilja að fuglarannsóknir vegna áformaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu standi í tvö ár. Á svæðinu eru uppeldisstöðvar rjúpu. Þeim er sérstaklega hætt við að fljúga á hindranir. Myllurnar yrðu um 200 metra háar.

Hið áformaða virkjanasvæði er í grænum lit fyrir miðri mynd.
Hið áformaða virkjanasvæði er í grænum lit fyrir miðri mynd.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun féllst á mats­á­ætlun fyrir mat á umhverf­is­á­hrifum vind­orku­vers á Mel­rakka­sléttu með skil­yrðum sem sett eru fram í sautján lið­um. Bent er m.a. á að fram þurfi að fara mat á áhrifum á óbyggð víð­erni þar sem hið fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði ein­kenn­ist af víð­feðmu flat­lendi og sjá­ist því víða að. Þá leggur stofn­unin á það sér­staka áherslu að í frum­mats­skýrslu, sem er næsta skref í mati á umhverf­is­á­hrif­um, verði við nálgun og fram­setn­ingu mats á áhrifum á fugla fylgt bestu starfsvenjum og að rann­sóknir á þeim þurfi að standa í að minnsta kosti tvö ár.

Fyr­ir­tækið Qair Iceland áformar að byggja og reka vind­orku­ver á Mel­rakka­sléttu og er verk­efnið kennt við örnefnið Hnota­stein. Það bónda­býli sem stendur næst fram­kvæmda­svæð­inu er í 2,9 kíló­metra fjar­lægð og næsta þorp við fram­kvæmda­svæðið er Kópa­sker, í um 6,5 km fjar­lægð.

Auglýsing

Í til­lögum fyr­ir­tæk­is­ins kemur fram að áætluð stærð vers­ins, með 34 vind­myll­um, yrði allt að 200 MW og að það yrði reist á rúm­lega 30 fer­kíló­metra lands­svæði. Um er að ræða alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði (IPA) fyrir æður, ritu, kríu, álku, lóm og himbrima á varp­tíma og á far­tíma fyrir rauð­bryst­ing, sand­erlu, send­ling og tildru. Strönd Mel­rakka­sléttu er auk þess mik­il­vægur við­komu­staður far­fugla á leið milli Evr­ópu og Græn­lands­/Kanada.

Þá hefur Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands lagt til að Mel­rakka­slétta fari á fram­kvæmda­á­ætlun nátt­úru­minja­skrár sem á að njóta for­gangs um frið­lýs­ingu eða friðun á næstu fimm árum. Mel­rakka­slétta er til­nefnd á skrána vegna ferskvatns­vist­gerða, fjöru­vist­gerða og fugla.

Gert er ráð fyrir að upp­bygg­ing vind­orku­vers­ins fari fram í tveimur áföng­um. Áætl­anir mið­ast við að vind­myllur verði allt að 200 metrar að hæð. Til sam­an­burðar er Hall­gríms­kirkju­turn 74 metr­ar. Fyr­ir­hugað er að lagðir verði nýir 4,5 metra breiðir mal­ar­slóðar um svæðið og að hverri vind­myllu. Gert er ráð fyrir að jarð­strengir frá hverri myllu verði grafnir með­fram slóð­unum og aðal­vegi að safn­stöð­inni og stöðin síðan tengd flutn­ings­kerfi Lands­nets með háspennu­lín­um. Und­ir­stöður undir hverja vind­myllu verða um 1600 m² og vinnuplan við vind­myllur rúm­lega 2200 m². Heild­ar­efn­is­þörf fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda er áætluð um 250.000 m³.

Ekki tekið til með­ferðar í ramma­á­ætlun

Skip­un­ar­tíma verk­efn­is­stjórnar 4. áfanga ramma­á­ætl­unar lauk í vor og í til­lögum henn­ar, á flokkun virkj­una­kosta, voru fimm vind­orku­kostir teknir fyr­ir. Vind­orku­verið Hnota­steinn var ekki einn þeirra og á því enn eftir að fara í gegnum það mats­ferli sem lýkur með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem Alþingi þarf að sam­þykkja. Ferlið er hins vegar í miklum hnút og enn á eftir að afgreiða þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að 3. áfanga áætl­un­ar­innar sem byggir á loka­skýrslu verk­efn­is­stjórnar sem gefin var út í ágúst árið 2016.

Rjúpum er sérstaklega hætt við að fljúga á hindranir. Mynd: Náttúrufræðistofnun/Ólafur K. Nielsen

Skipu­lags­stofnun sam­þykkir mats­á­ætlun Qair vegna áform­aðs vind­orku­vers á Mel­rakka­sléttu með ýmsum skil­yrðum og er í ákvörðun hennar mest áhersla lögð á rann­sóknir á fuglum enda segir í ákvörðun hennar að mat á áhrifum á fugla sé einn þýð­ing­ar­mesti þáttur umhverf­is­mats vind­orku­vera.

Fram kemur í til­lögu Qair að aðferða­fræði sú sem stuðst er við til að rann­saka fugla­líf á svæð­inu taki mið af leið­bein­ingum Scott­ish Natural Heritage (SNH) þar sem mælt sé með að fugla­líf á til­teknu fram­kvæmd­ar­svæði sé kannað í tvö ár nema hægt sé að færa rök fyrir því að þess sé ekki þörf.

Sögðu lít­inn fjöl­breyti­leika fugla á svæð­inu

Fyrstu nið­ur­stöður fyr­ir­tæk­is­ins, eftir 162 klukku­stundir af sjón­ar­hóls­mæl­ingum á tímum haust­fars árið 2020, sýna, að því er fram kemur í til­lög­unni, lít­inn fjöl­breyti­leika fugla og að fugla­líf á fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda­svæði sé fremur fábreytt. Því metur fram­kvæmd­ar­að­ili það svo að yfir­grips­miklar rann­sóknir á einu ári séu nægj­an­legar til að fram­kvæma áreið­an­legt mat á áhrifum fram­kvæmd­ar­innar á fugla­líf. Þessu eru bæði Skipu­lags­stofnun og Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands ósam­mála.

Á kortinu eru merkt inn svæði sem njóta sérstakrar verndar á Melrakkasléttu. Sléttan öll hefur einnig verið tilnefnd á náttúruminjaskrá, m.a. vegna fuglalífs. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar um til­lögu Qair að mats­á­ætlun kom fram að flokkun Mel­rakka­sléttu sem mik­il­vægs fugla­svæðis byggi ekki aðeins á sjó­fugla­byggðum líkt og full­yrt væri í til­lög­unni. Þar séu einnig mik­il­vægir vetr­ar,- og við­komu- og fjaðra­fell­is­stað­ir, auk mik­il­vægra varp­svæða fyrir himbrima og fálka. Báðar þessar teg­undir verpa og/eða nýta svæðið við Hnota­stein til fæðu­öfl­un­ar.

Í ljósi þessa verði að gera ríkar kröfur til rann­sókna á fugla­lífi í tengslum við fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd. Stofn­unin lagði í umsögn sinni til að þar sem Hnota­steinn væri á mik­il­vægu fugla­svæði og það nýtt af teg­undum á válista, auk þess sem mikið af far­fuglum leggi leið sína um þessar slóðir og að far­leiðir væru ekki þekkt­ar, yrði að gera ráð fyrir a.m.k. tveggja ára athug­unum á fugla­lífi með sjón­ar­hóls­at­hug­unum sem nái yfir varp­tíma og far­tíma vor og hausti.

Tífaldur munur á fjölda rjúpa á milli ára

Nátt­úru­fræði­stofnun benti enn­fremur á að upp­eld­is­stöðvar rjúpu væru á svæð­inu og að rjúpur væru meðal þeirra fugla sem rann­sóknir sýni að er sér­stak­lega hætt við að fljúga á hindr­an­ir. Um þessar mundir er stofn­inn í sögu­legu lág­marki og því er frekar lítið af rjúpum við Hnota­stein en allt að tífaldur munur getur verið á rjúpna­mergð í hámarks- og lág­marks­ár­um. Þá minnti stofn­unin á að rjúpur væru mikið á ferli um dimmu­mótin og að þær athug­anir sem Qair hyggð­ist fara í myndu ekki varpa ljósi á þýð­ingu svæð­is­ins fyrir rjúpur utan varp­tíma.

Í svörum Qair kemur fram að fram­kvæmd­ar­að­ili telji rat­sjár­mæl­ingar vera bestu leið­ina til að kanna atferli rjúp­unnar í ljósa­skipt­um. Þó að aðferðin væri ekki galla­laus, t.d. þegar rjúpan flýgur lágt, þá teldi fram­kvæmd­ar­að­ili þessa aðferð henta betur en aðr­ar. Auk þess yrðu lagðar fram mót­væg­is­að­gerðir í frum­mats­skýrslu eins og að mála hluta vind­mylla.

Auglýsing

Qair hefur lýst því yfir að sú aðferða­fræði sem stuðst er við til að rann­saka fugla­líf á svæð­inu taki mið af leið­bein­ingum Scott­ish Natural Heritage en eins og Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hefur bent á í sínum umsögnum um vind­orku­ver er ekki alfarið hægt að yfir­færa skoskar leið­bein­ingar um þetta efni upp á aðstæður hér á landi, segir í ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar.

„Sú upp­bygg­ing sem hér er fyr­ir­huguð er án for­dæma hér á landi, en þekkt er erlendis að vind­orku­ver geta haft mikil áhrif á fugla­líf,“ segir stofn­un­in. Þá séu almennt einnig til tak­mark­aðar upp­lýs­ingar um far­leiðir fugla um Ísland. Hér eigi því við að leggja var­úð­ar­sjón­ar­mið til grund­vall­ar.

Í ljósi þess að ekki liggja fyrir sér­stakar reglur eða leið­bein­ingar um það hvernig standa skal að mati á áhrifum vind­orku­vera á fugla­líf hér á landi, telur Skipu­lags­stofnun að rann­sóknir þurfi að standa a.m.k. í tvö ár og spanna, auk varp­tíma, far­tíma vor og haust. Rann­sókn­irnar þurfi að ná yfir allt fram­kvæmda­svæð­ið. „Upp­lýsa þarf um það hvaða fuglar verða helst í árekstr­ar­hættu við vind­myllur og hver eru lík­leg afföll þeirra.“

Skipu­lags­stofnun gerir ekki athuga­semdir við rat­sjár­mæl­ingar en bendir á að bera þurfi nið­ur­stöður þeirra undir stofn­un­ina, sem muni í sam­ráði við Nátt­úru­fræði­stofnun leggja mat á hvort þær kalli á frek­ari athug­anir og mat á áhrifum á áflugs­hættu, áður en frum­mats­skýrslu er skil­að.

Skipulagsstofnun segir að vindorkugarður á Melrakkasléttu myndi óhjákvæmilega breyta á sýnd á umfangsmiklu svæði sem beri lítil merki mannlegra athafna. Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands

Aðrir þættir sem Skipu­lags­stofnun leggur sér­staka áherslu á í ákvörðun sinni eru ásýnd lands og áhrif á sam­fé­lag, úti­vist og ferða­mennsku. Stofn­unin segir m.a. að vind­orku­garður af þeirri stærð­argráðu og fyr­ir­hug­aður er að Hnota­steini komi óhjá­kvæmi­lega til með að breyta ásýnd á umfangs­miklu svæði sem ber lítil merki mann­legra athafna og sýni­leiki vind­myll­anna kunni að hafa áhrif á upp­lifun ferða­manna og eins og Vatna­jök­uls­þjóð­garður bendi á í umsögn sinni er þjóð­garð­ur­inn í næsta nágrenni við fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði. Sjón­ræn áhrif vind­mylla sé sá áhrifa­þáttur sem er lík­legur til að hafa mest áhrif á ferða­þjón­ustu og úti­vist.

Í frum­mats­skýrslu þurfi því að meta gildi og aðdrátt­ar­afl svæð­is­ins með til­liti til ferða­mennsku og úti­vistar, t.a.m. með við­horfskönn­unum eða við­tölum við ferða­menn, ferða­þjón­ustu­að­ila og íbúa á svæð­inu. Slíkt mat þurfi að leggja til grund­vallar mati á áhrifum á sam­fé­lag, úti­vist og ferða­menn. Fyr­ir­liggj­andi rann­sóknir á við­horfi til vind­garða þurfi að setja í sam­hengi við fram­kvæmda­svæð­ið. Þá þurfi að gera ráð fyrir að við matið verði tekið mið af sýni­leika­korti og mati á áhrifum á lands­lag og ásýnd.

Aðal­skipu­lags­breyt­ing í far­vatn­inu

Fyrstu drög að breyt­ingu aðal­skipu­lags Norð­ur­þings vegna hins fyr­ir­hug­aða vind­orku­vers voru kynnt á íbúa­fundi á Kópa­skeri um miðjan júní. Full­trúar Qair kynntu verk­efnið ásamt full­trúum Eflu verk­fræði­stofu. Við skipu­lags­breyt­ing­una, sem end­an­lega verður mótuð á næstu vikum og mán­uð­um, er horft til þess að rúm­lega 33 fer­kíló­metra svæði verði skil­greint sem iðn­að­ar­svæði og að þar megi byggja upp allt að fjöru­tíu vind­myll­ur.

Á heima­síðu Norð­ur­þings segir að fund­ur­inn hafi verið vel sóttur og að á honum hafi skap­ast „um­tals­verðar umræð­ur“ þar sem fram komu „ýmis sjón­ar­mið“ sem horft verði til við fram­hald vinn­unn­ar.

Hér er hægt að nálg­ast drögin að aðal­skipu­lags­breyt­ing­unni. Ef og þegar breyt­ing­arnar verða aug­lýstar verður lögum sam­kvæmt leitað umsagnar stofn­ana og fleiri aðila sem og almenn­ingi gefið færi á að gera athuga­semd­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent