Áforma 200 MW vindorkuver á einu helsta varpsvæði rjúpunnar á Íslandi

Vindorkuver Qair á Melrakkasléttu yrði innan alþjóðlega mikilvægs fuglasvæðis, á svæði sem tilnefnt hefur verið á náttúruminjaskrá og á flatlendri sléttunni og því sjást víða að.

Vindmyllur hafa farið hækkandi með árunum. Á Melrakkasléttu yrðu þær um 200 metra háar í hæstu stöðu. Á myndinni má sjá mann ganga innan um vindmyllur í Belgíu.
Vindmyllur hafa farið hækkandi með árunum. Á Melrakkasléttu yrðu þær um 200 metra háar í hæstu stöðu. Á myndinni má sjá mann ganga innan um vindmyllur í Belgíu.
Auglýsing

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands (NÍ) getur ekki tekið undir þær stað­hæf­ingar sem fram koma í til­lögu fyr­ir­tæk­is­ins Qair Iceland að mats­á­ætlun fyr­ir­hug­aðs vind­orku­vers á Mel­rakka­sléttu um að stað­setn­ingin hafi verið valin að teknu til­liti til fjar­lægða frá nátt­úru- og menn­ing­arminj­um, íbúa­byggð og ferða­manna­stöð­um. „Á Mel­rakka­sléttu, Hóla­heiði og innan fyr­ir­hug­aðs fram­kvæmda­svæð­is, eru margar merkar nátt­úru­minjar og fyr­ir­bæri er varða jarð­minjar, fugla og vist­gerð­ir. Svæðið er lítt raskað, þar eru miklar víð­áttur og fjöl­breyti­legt lands­lag. Á svæð­inu eru miklir fram­tíð­ar­mögu­leikar fyrir ferða­mennsku og úti­vist,“ segir í ítar­legri umsögn stofn­un­ar­innar við til­lög­una.

Auglýsing

Orku­verið yrði innan alþjóð­lega mik­il­vægs svæðis (IBA) fyrir æður, ritu, kríu, álku, lóm og himbrima á varp­tíma og á far­tíma fyrir rauð­bryst­ing, sand­erlu, send­ling og tildru. Strönd Mel­rakka­sléttu er auk þess mik­il­vægur við­komu­staður far­fugla á leið milli Evr­ópu og Græn­lands­/Kanada.

Þá hefur Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands lagt til að Mel­rakka­slétta fari á fram­kvæmda­á­ætlun nátt­úru­minja­skrár sem á að njóta for­gangs um frið­lýs­ingu eða friðun á næstu árum. Mel­rakka­slétta er til­nefnd á skrána vegna ferskvatns­vist­gerða, fjöru­vist­gerða og fugla.

­Fyr­ir­tækið Qair Iceland ehf. áformar að láta reisa allt að 200 MW vind­orku­ver innan 3.330 hekt­ara lands á hinni flat­lendu Mel­rakka­sléttu og er verk­efnið kennt við örnefnið Hnota­stein. Gert er ráð fyrir að vind­myll­urn­ar, sem yrðu um 34 tals­ins, verði reistar í tveimur áföng­um. Fram­kvæmda­svæðið er innan sveit­ar­fé­lags­ins Norð­ur­þings á Norð­ur­landi eystra. Nálæg­asta íbúa­byggð er bónda­býli í 2,9 kíló­metra fjar­lægð og næsti þétt­býl­is­staður er Kópa­sker, í um 6,5 km fjar­lægð.

Qair Iceland ehf (áður Quadran Iceland Develop­ment ehf.) er dótt­ur­fé­lag franska fyr­ir­tæk­is­ins Qair SA. Vind­orku­verið á Mel­rakka­sléttu var einn af þeim 34 virkj­ana­kostum í vind­orku sem bár­ust verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Af þeim voru níu á vegum Qair. Hins vegar mat stjórnin það svo að nægj­an­leg gögn hefðu aðeins fylgt fimm kost­anna. Vind­orku­ver við Hnota­stein var ekki þeirra á með­al.

Tappi í ramma­á­ætl­un­ar­ferli

Mikil stífla hefur mynd­ast í ramma­á­ætl­un­ar­ferl­inu þar sem þings­á­lykt­un­ar­til­laga að þriðji áfangi áætl­un­ar­innar hefur enn ekki verið sam­þykkt á Alþingi, rúm­lega fjórum og hálfu ári eftir að hún var fyrst lögð fram. Verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga náði svo, m.a. vegna þess­ara tafa, ekki að ljúka sinni vinnu. Öll kynn­ing á til­lögum henn­ar, sem birtar voru 30. mars er skip­un­ar­tíma hennar lauk, er því enn eftir og loka­skýrsla, sem lögum sam­kvæmt á að afhenda umhverf­is­ráð­herra, ekki til­bú­in.

Auglýsing

Orku­stofnun hefur um ára­bil gert ágrein­ing um það að ramma­á­ætlun fjalli um hug­myndir að vind­orku­virkj­unum líkt og þær sem nýta eiga vatns­afl og jarð­varma. Til að taka af vafa þar um kynnti umhverf­is­ráð­herra í upp­hafi árs drög að breyt­ingu á lögum um ramma­á­ætl­un, svo að kveðið verði sér­stak­lega á um vind­orku í lög­unum og að hug­myndir að vind­orku­verum, 10 MW eða meira að afli, heyri undir ramma­á­ætl­un.

Vegna þess­arar óvissu sem skap­ast hefur er skipu­lags­ferli nokk­urra afl­mik­illa vind­orku­vera þegar hafið hjá sveit­ar­fé­lögum eða þau komin áleiðis í umhverf­is­mats­ferl­inu líkt og það sem áformað er að reisa á Hóla­heiði á Mel­rakka­sléttu.

Vind­orku­ver falla undir lög um mat á umhverf­is­á­hrifum og til­laga að mats­á­ætlun er eitt fyrsta skrefið í slíku ferli. Kynn­ing­ar­tíma til­lög­unnar er lokið en Skipu­lags­stofnun er enn að vinna í mál­inu.

Um 200 metrar á hæð

Vind­myll­urnar 34 sem fyr­ir­hugað er að reisa á Hóla­heiði yrðu um 200 metra háar í hæstu stöðu og þver­mál spað­anna 167 metr­ar. Þetta er þó meðal þeirra þátta sem enn eru óljósir þar sem ekki er búið að ákveða hvaða teg­und yrði fyrir val­inu. Undir hverri og einni vind­myllu þyrfti svo að vera um 30 fer­metra steyptur grunn­ur. Þá er gert ráð fyrir að á fram­kvæmda­svæð­inu verði lagðir nýir veg­ir, sam­tals um sautján kíló­metrar að lengd. Við hverja vind­myllu yrðu vinnu­plön fyrir krana, 160 metrar á lengd og 14 m á breidd.

Vindorkuverkefnið er kennt við örnefnið Hnotastein sem er á forni póstleið milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Nátt­úru­fræði­stofnun segir í umsögn sinni að í til­lögu Qair að mats­á­ætlun vegna mats á umhverf­is­á­hrifum vind­orku­vers­ins að Hnota­steini sé ekki lagt mikið upp úr umhverf­is­á­hrifum á jarð­minj­ar. Bent er í því sam­bandi á að ætl­unin sé að reisa orku­verið að mestu á nútíma­hrauni sem njóti sér­stakrar verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Þar að auki séu stöðu­vötn og tjarnir innan svæð­is­ins sem einnig njóta vernd­ar. Sam­kvæmt lög­unum beri að forð­ast að raska þessum nátt­úru­fyr­ir­bærum nema að brýna nauð­syn beri til.

Stofnun vekur einnig athygli á því að ekki sé rétt hjá skýrslu­höf­undum að flokkun hins alþjóð­lega mik­il­væga fugla­svæðis byggi aðeins á sjó­fugla­byggð­um. Þar séu auk þess mik­il­vægir vetr­ar,- og við­komu- og fjaðra­fell­is­stað­ir, auk mik­il­vægra varp­svæða fyrir himbrima og fálka sem verpa og/eða nýta svæðið við Hnota­stein til fæðu­öfl­un­ar. Þá eru þar mik­il­vægar varp- og upp­eld­is­stöðvar rjúpu en þær eru meðal þeirra teg­unda sem rann­sóknir sýni að sé sér­stak­lega hætt við að fljúga á hindr­an­ir. „Í ljósi þessa verður að gera ríkar kröfur til rann­sókna á fugla­lífi í tengslum við fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd“ og leggur stofn­unin til að minnsta kosti tveggja ára athug­an­ir.

Víð­ernin ein­kenni Mel­rakka­sléttu

Í athuga­semdum SUNN – Sam­taka um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi segir að allan rök­stuðn­ing vanti í til­lög­una fyrir þörf á að reisa 200 MW virkjun á Íslandi á næstu árum, hvað þá nokkrar slík­ar. Í til­lögu Qair kemur fram að vind­orku­verið verði ein­ungis reist „ef kaup á þeirri raf­orku sem þar verður fram­leidd eru tryggð“.

Á kortinu eru merkt inn svæði sem njóta sérstakrar verndar á Melrakkasléttu. Sléttan öll hefur einnig verið tilnefnd á náttúruminjaskrá, m.a. vegna fuglalífs. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Ferða­þjón­ustu­sam­tökin Norð­ur­hjari benda á að ósnortin víð­erni séu eft­ir­sótt meðal ferða­manna og eitt af því sem ein­kenni Mel­rakka­sléttu „Með vind­orku­garð­inum er stóru ósnortnu víð­erni raskað og mögu­leikar ferða­manna og íbúa til að njóta þess minnka veru­lega þar sem áhrifa og sjón­meng­unar gætir á stóru svæð­i.“

María Hrönn Gunn­ars­dóttir frá Kópa­skeri segir í sinni athuga­semd ríka ástæðu til að fram­setn­ing virkj­ana­hug­mynd­ar­innar sé gagn­særri svo íbúar eigi þess kost að meta ávinn­ing sveit­ar­fé­lags­ins á móti þeirri röskun sem hlýst af fram­kvæmd og rekstri vind­orku­vers­ins. Hún fjallar um 200 metra hæð vind­myll­anna og rifjar til við­mið­unar upp að Hall­gríms­kirkju­turn sé 74 metrar og því „rétt rúm­lega þriðj­ungur hámarks­stærðar hverrar vind­myllu í hæstu stöð­u“. Vind­myll­urnar yrðu „gríð­ar­stór­ar“ og myndu sjást víða að frá lág­lendri Mel­rakka­slétt­unni.

Mæl­ingar í dag segja ekk­ert til um fram­tíð­ina

Gunnar Ein­ars­son, sem á land að fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda­svæði, vekur sér­staka athygli á fugla­líf­inu í sinni athuga­semd. Hann bendir á að fyrir árið 1950 hafi verið „feyki­mik­ið“ af rjúpu á þessum slóð­um. „Þegar við komum hingað 1982 var miklu minna af henni en samt veru­legur fjöldi. Þarna á heið­inni þar sem vind­myllu­garð­ur­inn á að rísa, voru oft margir hópar með hund­rað rjúpum eða meira. Núna hefur stofn­inn hrun­ið. Fálkum hefur líka fækkað enda rjúpan aðal­fæða hans.“ Hann skrifar svo að mæl­ingar sem gerðar eru í dag segi ekk­ert til um stofn­stærð í fram­tíð­inni. „Vind­myll­urnar yrðu „gríð­ar­stór“ mann­virki sem myndu breyta upp­lifun af land­inu langt út fyrir landa­merki jarða sem þær rísa á. Vind­orku­verið yrði „hættu­legur fugl­um, algjör­lega óþarfur til að fram­leiða þá orku sem við þurfum og myndi valda mjög mik­illi umhverf­is­röskun og allt að óþörfu.“

Í miðju kortsins er framkvæmdasvæðið fyrirhugaða og litirnir tákna hversu margar vindmyllur munu sjást frá ákveðnum stöðum. Fjólibláu litnir tákna flestar myllur. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Í umsögn Veð­ur­stof­unnar er bent á að í til­lög­unni sé ekk­ert fjallað um vinda­far né aðra þætti veð­ur­fars nema að mjög stutt­lega sé minnst á mæl­ingar á vindi. Þá skorti umfjöllun um nátt­úru­vá, s.s. aftaka­veður og jarð­skjálfta.

Nátt­úru­vernd­ar­nefnd Þing­ey­inga segir í sinni umsögn að í til­lög­unni komi fram að fram­kvæmda­að­ili hygg­ist end­ur­meta flokkun svæð­is­ins sem alþjóð­lega mik­il­vægs fugla­svæð­is. „Það er varla í verka­hring fram­kvæmda­að­ila að end­ur­meta flokkun svæð­is­ins á þann hátt. Inn­lendar fag­stofn­anir þar sem starfa inn­lendir líf­fræð­ingar og fugla­fræð­ingar eru mun betur til þess falln­ar.“

Bendir nefndin á að Mel­rakka­slétta sé eitt helsta varp­svæði rjúpu á Íslandi og að hún, auk stærri fugla á borð við himbrima, lóm og fálka, sé sér­stak­lega við­kvæm fyrir áflugi á vind­myll­ur.

Vind­orku­ver á Hóla­heiði á Mel­rakka­sléttu mun hafa gríð­ar­leg áhrif á lands­lag og ásýnd svæð­is­ins og valda mik­illi sjón­meng­un, bæði á byggðu og óbyggðu svæði, segir enn­fremur í umsögn nefnd­ar­inn­ar. „Mel­rakka­sléttan er flat­lend og er flatneskjan eitt að stað­ar­ein­kennum svæð­is­ins og um leið eitt helsta aðdrátt­ar­afl þess með til­liti til ferða­þjón­ust­u.“

Auglýsing

Þá sé Hóla­heiði nyrsti hluti af stærsta víð­ern­is­svæði lands­ins utan víð­erna mið­há­lend­is­ins. „Ferða­þjón­usta er vax­andi atvinnu­grein á Mel­rakka­sléttu, í Þistil­firði og á Langa­nesi en þar hefur meðal ann­ars verið lögð áhersla á fugla­tengda ferða­þjón­ustu auk ann­arrar nátt­úru­tengdrar ferða­þjón­ustu. [...] Vind­myllur á svona stóru svæði á Hóla­heiði myndu sjást langt að og hafa veru­leg nei­kvæð áhrif á útsýni og upp­lifun ferða­manna sem heim­sækja svæð­ið.“

Á þessu stigi er óvíst hvenær fram­kvæmdir við upp­setn­ingu vind­orku­vers­ins að Hnota­steini gætu hafist, segir í til­lögu Quar. Gert ráð fyrir að fram­kvæmdir muni í heild­ina taka um 12 mán­uði sem lík­lega myndu dreifast yfir tveggja ára tíma­bil. Að því loknu er áætlað að rekstur vind­orku­garðs­ins geti haf­ist og standi yfir í að minnsta kosti 25 ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar