Nikótínpúðaframleiðandi segir bann við auglýsingum nikótínvara geta skert lýðheilsu

British American Tobacco leggst gegn auglýsingabanni og banni á sýnileika á nikótínvörum sem lagt er til í nýju lagabreytingafrumvarpi. Þriðjungur framhaldsskólanema notar nikótínpúða samkvæmt umsögn Embættis landlæknis við frumvarpið.

Snus Mynd: Flickr/Lisa Risager
Auglýsing

Sígar­ettu- og nikótín­vöru­fram­leið­and­inn Brit­ish Amer­ican Tobacco (BAT) leggst gegn því að bannað verði að aug­lýsa nikótín­vörur en það er meðal þess sem er lagt til í nýju stjórn­ar­frum­varpi um breyt­ingu á lögum um nikótín­vör­ur. Í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins við frum­varpið er tekið fram að heilt yfir fagni það fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum á lög­unum en það leggur þó til ákveðnar breyt­ing­ar.

„Það frum­varp sem nú liggur fyrir leggur ekki stein í götu inn­flutn­ings og sölu nikótín­púða og felur í sér við­ur­kenn­ingu á því að nikótín­vörur eru hættu­minni en tóbaks­vörur og gegna mik­il­vægu hlut­verki í tóbaks­for­vörn­um,“ segir meðal ann­ars í umsögn BAT en það telur mik­il­vægt að um inn­flutn­ing og sölu nikótín­púða gildi skýrar regl­ur.

Umsögn BAT er í meg­in­dráttum jákvæð í garð frum­varps­ins en félagið gerir á stöku stað athuga­semdir við frum­varpið og leggur til ákveðnar breyt­ing­ar. Fyr­ir­tækið leggst aftur á móti gegn aug­lýs­inga­banni og banni við sýni­leika nikótín­vara eins og lagt er til í frum­varp­inu.

Auglýsing

„Fyr­ir­tækið telur að slík ákvæði séu til þess fallin að skerða lýð­heilsu frekar en að efla hana. Nikótín­púðar eru ekki tóbaks­vör­ur, inni­halda ekki brenn­an­legt tóbak né annað tóbak og losa því umtals­vert minna magn eit­ur­efna en hefð­bundnar tóbaks­vörur eða munn­tó­baks­vör­ur,“ segir í umsögn­inni.

Segja nikótín­púða geta orðið „lýð­heilsu­bót“

Í umsögn­inni er notkun nikótín­vara sem ekki inni­heldur tóbak borin saman við reyk­ingar sem og reyk­laust tóbak og er því haldið á lofti að notkun nikótín­vara sé mun skað­laus­ari en tóbaks­notk­un.

Til að mynda segir í umsögn­inni: „Það er almennt við­ur­kennt af sér­fræð­ingum og lýð­heilsu­yf­ir­völdum að hægt sé að bjarga mörgum manns­lífum með því að draga úr tíðni reyk­inga hafi reyk­inga­menn val um að nota áhættu­minni vörur sem kunna að vera á mark­aði. Kon­ung­legi breski lækna­há­skól­inn hefur bent á að „þar sem mestur skaði af völdum reyk­inga stafar ekki af nikó­tíni heldur frá öðrum hlutum tóbaks­reyks væri hægt að bæta heilsu og auka lífslíkur reyk­inga­manna mikið með því að hvetja sem flesta til að skipta yfir í reyklausan nikótín­gjafa".“

Að mati fyr­ir­tæk­is­ins væri því óráð að fella vörur á borð við nikótín­vörur undir sam­bæri­legan lag­ara­mma og gert er með brenn­an­legar tóbaks­vör­ur. „Að tak­marka sýni­leika þeirra í smá­sölu og setja um þær sömu reglur og hefð­bundnar sígar­ettur gerir reyk­inga­fólki erf­ið­ara fyrir að vita um fram­boð þeirra, letur það til að skipta og getur valdið mis­skiln­ingi varð­andi hugs­an­legan lýð­heilsu­á­vinn­ing af þeim miðað við sígar­ett­ur.“

Fyr­ir­tækið segir þar að auki að ábyrg mark­aðs­setn­ing sé nauð­syn­leg til þess að nikótín­vörur „geti orðið sú lýð­heilsu­bót sem þörf kann að vera á.“ Því vill fyr­ir­tækið að gripið sé til hóf­stillt­ari ráð­staf­ana, til dæmis að banna aug­lýs­ingar sem bein­ast að ung­menn­um.

Notkun nikótín­púða meiri meðal ungs fólks en eldri

Meðal þeirra umsagn­ar­að­ila sem engar athuga­semdir gera við frum­varpið og styðja fram­gang þess eru Emb­ætti land­læknis og Krabba­meins­fé­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í umsögn Krabba­meins­fé­lags­ins hvetur félagið ráð­herra og alþing­is­menn til enn frek­ari aðgerða í þágu tóbaks- og nikótín­varna á Íslandi með það að mark­miði að koma í veg fyrir að börn og ung­menni ánetj­ist nikó­tíni.

Í umsögn Emb­ættis land­læknis er að sama skapi sagt óæski­legt að ungt fólk byrji að nota nikótín­vörur og verði háð efn­inu. Mik­ill munur er á notkun nikótín­púða eftir aldri líkt og kemur fram í umsögn emb­ætt­is­ins. Þar segir að 10 pró­sent ein­stak­linga 18 ára og eldri noti nikótín­púða, þar af sjö pró­sent dag­lega. Hins vegar nota 28 pró­sent ein­stak­linga á aldr­inum 18 til 24 ára nikótín­púða. Þá segir í umsögn­inni að um þriðj­ungur nem­enda í fram­halds­skólum noti nikótín­púða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent