Nikótínpúðaframleiðandi segir bann við auglýsingum nikótínvara geta skert lýðheilsu

British American Tobacco leggst gegn auglýsingabanni og banni á sýnileika á nikótínvörum sem lagt er til í nýju lagabreytingafrumvarpi. Þriðjungur framhaldsskólanema notar nikótínpúða samkvæmt umsögn Embættis landlæknis við frumvarpið.

Snus Mynd: Flickr/Lisa Risager
Auglýsing

Sígar­ettu- og nikótín­vöru­fram­leið­and­inn Brit­ish Amer­ican Tobacco (BAT) leggst gegn því að bannað verði að aug­lýsa nikótín­vörur en það er meðal þess sem er lagt til í nýju stjórn­ar­frum­varpi um breyt­ingu á lögum um nikótín­vör­ur. Í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins við frum­varpið er tekið fram að heilt yfir fagni það fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum á lög­unum en það leggur þó til ákveðnar breyt­ing­ar.

„Það frum­varp sem nú liggur fyrir leggur ekki stein í götu inn­flutn­ings og sölu nikótín­púða og felur í sér við­ur­kenn­ingu á því að nikótín­vörur eru hættu­minni en tóbaks­vörur og gegna mik­il­vægu hlut­verki í tóbaks­for­vörn­um,“ segir meðal ann­ars í umsögn BAT en það telur mik­il­vægt að um inn­flutn­ing og sölu nikótín­púða gildi skýrar regl­ur.

Umsögn BAT er í meg­in­dráttum jákvæð í garð frum­varps­ins en félagið gerir á stöku stað athuga­semdir við frum­varpið og leggur til ákveðnar breyt­ing­ar. Fyr­ir­tækið leggst aftur á móti gegn aug­lýs­inga­banni og banni við sýni­leika nikótín­vara eins og lagt er til í frum­varp­inu.

Auglýsing

„Fyr­ir­tækið telur að slík ákvæði séu til þess fallin að skerða lýð­heilsu frekar en að efla hana. Nikótín­púðar eru ekki tóbaks­vör­ur, inni­halda ekki brenn­an­legt tóbak né annað tóbak og losa því umtals­vert minna magn eit­ur­efna en hefð­bundnar tóbaks­vörur eða munn­tó­baks­vör­ur,“ segir í umsögn­inni.

Segja nikótín­púða geta orðið „lýð­heilsu­bót“

Í umsögn­inni er notkun nikótín­vara sem ekki inni­heldur tóbak borin saman við reyk­ingar sem og reyk­laust tóbak og er því haldið á lofti að notkun nikótín­vara sé mun skað­laus­ari en tóbaks­notk­un.

Til að mynda segir í umsögn­inni: „Það er almennt við­ur­kennt af sér­fræð­ingum og lýð­heilsu­yf­ir­völdum að hægt sé að bjarga mörgum manns­lífum með því að draga úr tíðni reyk­inga hafi reyk­inga­menn val um að nota áhættu­minni vörur sem kunna að vera á mark­aði. Kon­ung­legi breski lækna­há­skól­inn hefur bent á að „þar sem mestur skaði af völdum reyk­inga stafar ekki af nikó­tíni heldur frá öðrum hlutum tóbaks­reyks væri hægt að bæta heilsu og auka lífslíkur reyk­inga­manna mikið með því að hvetja sem flesta til að skipta yfir í reyklausan nikótín­gjafa".“

Að mati fyr­ir­tæk­is­ins væri því óráð að fella vörur á borð við nikótín­vörur undir sam­bæri­legan lag­ara­mma og gert er með brenn­an­legar tóbaks­vör­ur. „Að tak­marka sýni­leika þeirra í smá­sölu og setja um þær sömu reglur og hefð­bundnar sígar­ettur gerir reyk­inga­fólki erf­ið­ara fyrir að vita um fram­boð þeirra, letur það til að skipta og getur valdið mis­skiln­ingi varð­andi hugs­an­legan lýð­heilsu­á­vinn­ing af þeim miðað við sígar­ett­ur.“

Fyr­ir­tækið segir þar að auki að ábyrg mark­aðs­setn­ing sé nauð­syn­leg til þess að nikótín­vörur „geti orðið sú lýð­heilsu­bót sem þörf kann að vera á.“ Því vill fyr­ir­tækið að gripið sé til hóf­stillt­ari ráð­staf­ana, til dæmis að banna aug­lýs­ingar sem bein­ast að ung­menn­um.

Notkun nikótín­púða meiri meðal ungs fólks en eldri

Meðal þeirra umsagn­ar­að­ila sem engar athuga­semdir gera við frum­varpið og styðja fram­gang þess eru Emb­ætti land­læknis og Krabba­meins­fé­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í umsögn Krabba­meins­fé­lags­ins hvetur félagið ráð­herra og alþing­is­menn til enn frek­ari aðgerða í þágu tóbaks- og nikótín­varna á Íslandi með það að mark­miði að koma í veg fyrir að börn og ung­menni ánetj­ist nikó­tíni.

Í umsögn Emb­ættis land­læknis er að sama skapi sagt óæski­legt að ungt fólk byrji að nota nikótín­vörur og verði háð efn­inu. Mik­ill munur er á notkun nikótín­púða eftir aldri líkt og kemur fram í umsögn emb­ætt­is­ins. Þar segir að 10 pró­sent ein­stak­linga 18 ára og eldri noti nikótín­púða, þar af sjö pró­sent dag­lega. Hins vegar nota 28 pró­sent ein­stak­linga á aldr­inum 18 til 24 ára nikótín­púða. Þá segir í umsögn­inni að um þriðj­ungur nem­enda í fram­halds­skólum noti nikótín­púða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent