Nikótínpúðaframleiðandi segir bann við auglýsingum nikótínvara geta skert lýðheilsu

British American Tobacco leggst gegn auglýsingabanni og banni á sýnileika á nikótínvörum sem lagt er til í nýju lagabreytingafrumvarpi. Þriðjungur framhaldsskólanema notar nikótínpúða samkvæmt umsögn Embættis landlæknis við frumvarpið.

Snus Mynd: Flickr/Lisa Risager
Auglýsing

Sígar­ettu- og nikótín­vöru­fram­leið­and­inn Brit­ish Amer­ican Tobacco (BAT) leggst gegn því að bannað verði að aug­lýsa nikótín­vörur en það er meðal þess sem er lagt til í nýju stjórn­ar­frum­varpi um breyt­ingu á lögum um nikótín­vör­ur. Í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins við frum­varpið er tekið fram að heilt yfir fagni það fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum á lög­unum en það leggur þó til ákveðnar breyt­ing­ar.

„Það frum­varp sem nú liggur fyrir leggur ekki stein í götu inn­flutn­ings og sölu nikótín­púða og felur í sér við­ur­kenn­ingu á því að nikótín­vörur eru hættu­minni en tóbaks­vörur og gegna mik­il­vægu hlut­verki í tóbaks­for­vörn­um,“ segir meðal ann­ars í umsögn BAT en það telur mik­il­vægt að um inn­flutn­ing og sölu nikótín­púða gildi skýrar regl­ur.

Umsögn BAT er í meg­in­dráttum jákvæð í garð frum­varps­ins en félagið gerir á stöku stað athuga­semdir við frum­varpið og leggur til ákveðnar breyt­ing­ar. Fyr­ir­tækið leggst aftur á móti gegn aug­lýs­inga­banni og banni við sýni­leika nikótín­vara eins og lagt er til í frum­varp­inu.

Auglýsing

„Fyr­ir­tækið telur að slík ákvæði séu til þess fallin að skerða lýð­heilsu frekar en að efla hana. Nikótín­púðar eru ekki tóbaks­vör­ur, inni­halda ekki brenn­an­legt tóbak né annað tóbak og losa því umtals­vert minna magn eit­ur­efna en hefð­bundnar tóbaks­vörur eða munn­tó­baks­vör­ur,“ segir í umsögn­inni.

Segja nikótín­púða geta orðið „lýð­heilsu­bót“

Í umsögn­inni er notkun nikótín­vara sem ekki inni­heldur tóbak borin saman við reyk­ingar sem og reyk­laust tóbak og er því haldið á lofti að notkun nikótín­vara sé mun skað­laus­ari en tóbaks­notk­un.

Til að mynda segir í umsögn­inni: „Það er almennt við­ur­kennt af sér­fræð­ingum og lýð­heilsu­yf­ir­völdum að hægt sé að bjarga mörgum manns­lífum með því að draga úr tíðni reyk­inga hafi reyk­inga­menn val um að nota áhættu­minni vörur sem kunna að vera á mark­aði. Kon­ung­legi breski lækna­há­skól­inn hefur bent á að „þar sem mestur skaði af völdum reyk­inga stafar ekki af nikó­tíni heldur frá öðrum hlutum tóbaks­reyks væri hægt að bæta heilsu og auka lífslíkur reyk­inga­manna mikið með því að hvetja sem flesta til að skipta yfir í reyklausan nikótín­gjafa".“

Að mati fyr­ir­tæk­is­ins væri því óráð að fella vörur á borð við nikótín­vörur undir sam­bæri­legan lag­ara­mma og gert er með brenn­an­legar tóbaks­vör­ur. „Að tak­marka sýni­leika þeirra í smá­sölu og setja um þær sömu reglur og hefð­bundnar sígar­ettur gerir reyk­inga­fólki erf­ið­ara fyrir að vita um fram­boð þeirra, letur það til að skipta og getur valdið mis­skiln­ingi varð­andi hugs­an­legan lýð­heilsu­á­vinn­ing af þeim miðað við sígar­ett­ur.“

Fyr­ir­tækið segir þar að auki að ábyrg mark­aðs­setn­ing sé nauð­syn­leg til þess að nikótín­vörur „geti orðið sú lýð­heilsu­bót sem þörf kann að vera á.“ Því vill fyr­ir­tækið að gripið sé til hóf­stillt­ari ráð­staf­ana, til dæmis að banna aug­lýs­ingar sem bein­ast að ung­menn­um.

Notkun nikótín­púða meiri meðal ungs fólks en eldri

Meðal þeirra umsagn­ar­að­ila sem engar athuga­semdir gera við frum­varpið og styðja fram­gang þess eru Emb­ætti land­læknis og Krabba­meins­fé­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í umsögn Krabba­meins­fé­lags­ins hvetur félagið ráð­herra og alþing­is­menn til enn frek­ari aðgerða í þágu tóbaks- og nikótín­varna á Íslandi með það að mark­miði að koma í veg fyrir að börn og ung­menni ánetj­ist nikó­tíni.

Í umsögn Emb­ættis land­læknis er að sama skapi sagt óæski­legt að ungt fólk byrji að nota nikótín­vörur og verði háð efn­inu. Mik­ill munur er á notkun nikótín­púða eftir aldri líkt og kemur fram í umsögn emb­ætt­is­ins. Þar segir að 10 pró­sent ein­stak­linga 18 ára og eldri noti nikótín­púða, þar af sjö pró­sent dag­lega. Hins vegar nota 28 pró­sent ein­stak­linga á aldr­inum 18 til 24 ára nikótín­púða. Þá segir í umsögn­inni að um þriðj­ungur nem­enda í fram­halds­skólum noti nikótín­púða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent