Nikótínpúðaframleiðandi segir bann við auglýsingum nikótínvara geta skert lýðheilsu

British American Tobacco leggst gegn auglýsingabanni og banni á sýnileika á nikótínvörum sem lagt er til í nýju lagabreytingafrumvarpi. Þriðjungur framhaldsskólanema notar nikótínpúða samkvæmt umsögn Embættis landlæknis við frumvarpið.

Snus Mynd: Flickr/Lisa Risager
Auglýsing

Sígarettu- og nikótínvöruframleiðandinn British American Tobacco (BAT) leggst gegn því að bannað verði að auglýsa nikótínvörur en það er meðal þess sem er lagt til í nýju stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um nikótínvörur. Í umsögn fyrirtækisins við frumvarpið er tekið fram að heilt yfir fagni það fyrirhuguðum breytingum á lögunum en það leggur þó til ákveðnar breytingar.

„Það frumvarp sem nú liggur fyrir leggur ekki stein í götu innflutnings og sölu nikótínpúða og felur í sér viðurkenningu á því að nikótínvörur eru hættuminni en tóbaksvörur og gegna mikilvægu hlutverki í tóbaksforvörnum,“ segir meðal annars í umsögn BAT en það telur mikilvægt að um innflutning og sölu nikótínpúða gildi skýrar reglur.

Umsögn BAT er í megindráttum jákvæð í garð frumvarpsins en félagið gerir á stöku stað athugasemdir við frumvarpið og leggur til ákveðnar breytingar. Fyrirtækið leggst aftur á móti gegn auglýsingabanni og banni við sýnileika nikótínvara eins og lagt er til í frumvarpinu.

Auglýsing

„Fyrirtækið telur að slík ákvæði séu til þess fallin að skerða lýðheilsu frekar en að efla hana. Nikótínpúðar eru ekki tóbaksvörur, innihalda ekki brennanlegt tóbak né annað tóbak og losa því umtalsvert minna magn eiturefna en hefðbundnar tóbaksvörur eða munntóbaksvörur,“ segir í umsögninni.

Segja nikótínpúða geta orðið „lýðheilsubót“

Í umsögninni er notkun nikótínvara sem ekki inniheldur tóbak borin saman við reykingar sem og reyklaust tóbak og er því haldið á lofti að notkun nikótínvara sé mun skaðlausari en tóbaksnotkun.

Til að mynda segir í umsögninni: „Það er almennt viðurkennt af sérfræðingum og lýðheilsuyfirvöldum að hægt sé að bjarga mörgum mannslífum með því að draga úr tíðni reykinga hafi reykingamenn val um að nota áhættuminni vörur sem kunna að vera á markaði. Konunglegi breski læknaháskólinn hefur bent á að „þar sem mestur skaði af völdum reykinga stafar ekki af nikótíni heldur frá öðrum hlutum tóbaksreyks væri hægt að bæta heilsu og auka lífslíkur reykingamanna mikið með því að hvetja sem flesta til að skipta yfir í reyklausan nikótíngjafa".“

Að mati fyrirtækisins væri því óráð að fella vörur á borð við nikótínvörur undir sambærilegan lagaramma og gert er með brennanlegar tóbaksvörur. „Að takmarka sýnileika þeirra í smásölu og setja um þær sömu reglur og hefðbundnar sígarettur gerir reykingafólki erfiðara fyrir að vita um framboð þeirra, letur það til að skipta og getur valdið misskilningi varðandi hugsanlegan lýðheilsuávinning af þeim miðað við sígarettur.“

Fyrirtækið segir þar að auki að ábyrg markaðssetning sé nauðsynleg til þess að nikótínvörur „geti orðið sú lýðheilsubót sem þörf kann að vera á.“ Því vill fyrirtækið að gripið sé til hófstilltari ráðstafana, til dæmis að banna auglýsingar sem beinast að ungmennum.

Notkun nikótínpúða meiri meðal ungs fólks en eldri

Meðal þeirra umsagnaraðila sem engar athugasemdir gera við frumvarpið og styðja framgang þess eru Embætti landlæknis og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Í umsögn Krabbameinsfélagsins hvetur félagið ráðherra og alþingismenn til enn frekari aðgerða í þágu tóbaks- og nikótínvarna á Íslandi með það að markmiði að koma í veg fyrir að börn og ungmenni ánetjist nikótíni.

Í umsögn Embættis landlæknis er að sama skapi sagt óæskilegt að ungt fólk byrji að nota nikótínvörur og verði háð efninu. Mikill munur er á notkun nikótínpúða eftir aldri líkt og kemur fram í umsögn embættisins. Þar segir að 10 prósent einstaklinga 18 ára og eldri noti nikótínpúða, þar af sjö prósent daglega. Hins vegar nota 28 prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 24 ára nikótínpúða. Þá segir í umsögninni að um þriðjungur nemenda í framhaldsskólum noti nikótínpúða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent