Sósíalistaflokkurinn lofar að byggja 30 þúsund íbúðir á einum áratug

Komist Sósíalistaflokkur Íslands til valda lofar hann að byggja 30 þúsund íbúðir á næstu tíu árum fyrir alls 650 milljarða króna án þess að framkvæmdin kalli á framlög úr ríkissjóði.

Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Auglýsing

Sósíalistaflokkur Íslands hefur kynnt áætlun um að byggja 30 þúsund íbúðir á næstu tíu árum. Til að setja þá tölu í samhengi þá er fjöldi íbúða í landinu 146.515 í dag, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands.

Áætlunin, sem gengur út á að byggja íbúðirnar inn í afmarkað húsnæðiskerfi sem verði varið fyrir verðsveiflum og fjármagnskostnaði, er hluti af kosningaáherslum Sósíalistaflokksins fyrir þingkosningarnar í september, þar sem hann mun bjóða fram í fyrsta sinn. Sósíalistaflokkurinn á enn eftir að kynna lista sína fyrir kosningarnar en flokkurinn hefur samt sem áður verið að mælast með menn inni á þingi í síðustu könnunum.

Leiga og afborganir eiga að standa undir verkefninu

Í tilkynningu frá Sósíalistaflokknum segir að byggingarkostnaður sé áætlaður um 650 milljarðar króna, eða 65 milljarðar króna á ári. Verkefnið yrði fjármagnað með skuldabréfaútgáfu, framlagi ríkis- og sveitarfélaga á lóðum og með láni með ríkisábyrgð. Því muni framkvæmdin ekki kalla á nein framlög úr ríkissjóði, heldur mun leiga og afborganir standa undir verkefninu á líftíma húsanna. „Fólk getur bæði leigt og keypt innan þessa kerfis. Það er opið öllum, þótt eðli málsins samkvæmt verði áherslan í upphafi á að koma þeim sem verst standa á húsnæðismarkaði í ódýrt og öruggt skjól. Leiguverð verður umtalsvert lægra en þekkist í dag, þar sem leigan mun greiða til baka byggingar-, fjármagns- og rekstrarkostnað á löngum líftíma íbúðanna. Þau sem vilja eiga íbúðirnar á móti Húsnæðissjóð almennings geta greitt kostnaðinn hraðar niður og eignast stærri hlut,“ segir í tilkynningunni. 

Auglýsing
Þar segir enn fremur að sú kreppa sem nú ríki á húsnæðismarkaði sé pólitísk stefna stjórnvalda. „Þau hafa kosið að viðhalda skorti til að spenna upp húsnæðisverð með það að markmiði að hámarka gróða lóðabraskara, verktaka og stóru leigufélagana. Tilboð sósíalista til kjósenda er að afnema þessa grimmdarstefnu í húsnæðismálum og taka upp nýja stefnu sem byggir á samkennd, samhjálp, samvinnu og kærleika. Að mati sósíalista munu kosningarnar í vor snúast um hvort alræði auðvaldsins fær að þróast hér áfram eða hvort almenningur tekur völdin og byggir upp réttlátt samfélag út frá eigin hagsmunum, vonum og væntingum.“

Húsnæðisverð tvöfaldast á nokkrum árum

Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega á Íslandi á undanförnum árum og framboð dregist verulega saman. Frá byrjun árs 2013 og til loka árs 2019 hækkaði til að mynda verð á íbúðarhúsnæði um 81 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frá byrjuð árs í fyrra hefur íbúðaverð áfram hækkað stöðugt á svæðinu, eða alls um 12,7 prósent.

Í mars voru gefnir út 1.488 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði, samkvæmt nýlegum tölum frá Þjóðskrá Íslands, en þær ná eingöngu yfir samninga sem búið er að þinglýsa og því er líklegt að enn fleiri samningar muni bætast við með útgáfudag í mánuðinum. Ekki hafa fleiri viðskipti átt sér stað í stökum mánuði frá upphafi mælinga eða frá árinu 2006.

Í nýlegri skýrslu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn fremur að fleiri íbúðir seljist heldur en séu settar á sölu. „Fyrir vikið hefur fjöldi íbúða til sölu haldið áfram að dragast saman. Nú eru um 830 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu miðað við um 980 þann fyrsta mars. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins fækkaði íbúðum til sölu úr um 540 í um 500 og annars staðar á landinu úr 760 í 660.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent