664 börn á biðlista Þroska- og hegðunarstöðvarinnar

Þróun biðlista Þroska- og hegðunarstöðvarinnar síðastliðin tvö ár hefur verið í beinum tengslum við fjölgun beiðna árlega, segir heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Alls voru 664 börn á biðlista Þroska- og hegð­un­ar­stöðv­ar­innar þann 1. júní síð­ast­lið­inn. Þar af bár­ust 360 beiðnir á fyrstu fimm mán­uðum þessa árs. Á biðlist­anum eru ekki ein­ungis börn sem bíða eftir ADHD-­grein­ingu heldur einnig börn sem eru með fjöl­þætt­ari og sam­settan vanda sem þarfn­ast þver­fag­legrar grein­ing­ar, þ.e. tauga­þroskarask­an­ir, svo sem ein­hverfu, ADHD, kvíð­arask­an­ir, hegð­un­ar- og sam­skipta­vanda, dep­urð og van­líð­an.

Þetta kemur fram í svari Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Odd­nýju G. Harð­ar­dóttur þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar um mál­efni fólks með ADHD.

Sam­kvæmt ráð­herra hefur þróun biðlist­ans síð­ast­liðin tvö ár verið í beinum tengslum við fjölgun beiðna árlega. Í árs­lok 2020 hafi 608 börn verið á biðlista, í árs­lok 2019 hafi 420 börn beðið og í árs­lok 2018 hafi 315 börn verið á biðlist­an­um. Fjöldi beiðna árið 2020 var 622, árið 2019 voru þær 536 og árið 2018 komu 520 beiðn­ir, að því er fram kemur í svar­inu.

Auglýsing

717 bíða eftir grein­ingu hjá ADHD-teymi Land­spít­al­ans

Oddný spurði einnig hversu margir full­orðnir væru á biðlista eftir grein­ingu og þjón­ustu hjá ADHD-teymi Land­spít­ala og hvernig biðlist­inn hefði þró­ast síð­ast­liðin tvö ár.

„AD­HD-teymi Land­spít­ala hefur haft það hlut­verk að sinna grein­ingu og með­ferð ADHD fyrir fólk 18 ára og eldra. Á biðlista eftir grein­ingu hjá ADHD-teymi Land­spít­ala voru í byrjun júní 2021 alls 717 ein­stak­ling­ar. Það er aukn­ing milli ára þar sem í maí 2020 voru 480 ein­stak­lingar á biðlist­anum og í maí 2019 biðu 565 ein­stak­ling­ar.

Fækkun á biðlist­anum frá því í maí 2019 þar til í maí 2020 skýrist meðal ann­ars af því að gert var sér­stakt átak í skimun á meðan sam­komu­tak­mark­anir voru í gildi vegna COVID-19. Biðlist­inn hefur því lengst. Auk þess eru nú um 120 til­vís­anir sem ekki eru komnar inn á biðlista þar sem eftir á að taka afstöðu til þess hvort þau mál eigi heima hjá ADHD-teymi Land­spít­ala. Á biðlista eftir með­ferð hjá lækni eru nú 66 ein­stak­ling­ar,“ segir í svari ráð­herra.

Vinna við til­lögur til úrbóta á loka­stigi

Enn fremur spurði Oddný hvaða áform ráð­herra hefði, ef ein­hver, um að eyða biðlistum eftir grein­ingu og þjón­ustu vegna ADHD, ann­ars vegar hjá börnum og hins vegar full­orðn­um, og þá hver.

Í svar­inu kemur fram að núna liggi fyrir grein­ingar um hvar skór­inn kreppir svo að vandi þessa máls sé nokkuð ljós. „Und­an­farna mán­uði hefur verið unnið að lausn þess að mæta betur þörf barna og full­orð­inna á grein­ingu og þjón­ustu vegna ADHD. Sú vinna hefur meðal ann­ars verið unnin í sam­vinnu við ADHD-­sam­tök­in. Vinna við til­lögur til úrbóta er á loka­stigi en um leið og þær liggja fyrir verða nið­ur­stöð­urnar kynnt­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent