664 börn á biðlista Þroska- og hegðunarstöðvarinnar

Þróun biðlista Þroska- og hegðunarstöðvarinnar síðastliðin tvö ár hefur verið í beinum tengslum við fjölgun beiðna árlega, segir heilbrigðisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Alls voru 664 börn á biðlista Þroska- og hegð­un­ar­stöðv­ar­innar þann 1. júní síð­ast­lið­inn. Þar af bár­ust 360 beiðnir á fyrstu fimm mán­uðum þessa árs. Á biðlist­anum eru ekki ein­ungis börn sem bíða eftir ADHD-­grein­ingu heldur einnig börn sem eru með fjöl­þætt­ari og sam­settan vanda sem þarfn­ast þver­fag­legrar grein­ing­ar, þ.e. tauga­þroskarask­an­ir, svo sem ein­hverfu, ADHD, kvíð­arask­an­ir, hegð­un­ar- og sam­skipta­vanda, dep­urð og van­líð­an.

Þetta kemur fram í svari Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Odd­nýju G. Harð­ar­dóttur þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar um mál­efni fólks með ADHD.

Sam­kvæmt ráð­herra hefur þróun biðlist­ans síð­ast­liðin tvö ár verið í beinum tengslum við fjölgun beiðna árlega. Í árs­lok 2020 hafi 608 börn verið á biðlista, í árs­lok 2019 hafi 420 börn beðið og í árs­lok 2018 hafi 315 börn verið á biðlist­an­um. Fjöldi beiðna árið 2020 var 622, árið 2019 voru þær 536 og árið 2018 komu 520 beiðn­ir, að því er fram kemur í svar­inu.

Auglýsing

717 bíða eftir grein­ingu hjá ADHD-teymi Land­spít­al­ans

Oddný spurði einnig hversu margir full­orðnir væru á biðlista eftir grein­ingu og þjón­ustu hjá ADHD-teymi Land­spít­ala og hvernig biðlist­inn hefði þró­ast síð­ast­liðin tvö ár.

„AD­HD-teymi Land­spít­ala hefur haft það hlut­verk að sinna grein­ingu og með­ferð ADHD fyrir fólk 18 ára og eldra. Á biðlista eftir grein­ingu hjá ADHD-teymi Land­spít­ala voru í byrjun júní 2021 alls 717 ein­stak­ling­ar. Það er aukn­ing milli ára þar sem í maí 2020 voru 480 ein­stak­lingar á biðlist­anum og í maí 2019 biðu 565 ein­stak­ling­ar.

Fækkun á biðlist­anum frá því í maí 2019 þar til í maí 2020 skýrist meðal ann­ars af því að gert var sér­stakt átak í skimun á meðan sam­komu­tak­mark­anir voru í gildi vegna COVID-19. Biðlist­inn hefur því lengst. Auk þess eru nú um 120 til­vís­anir sem ekki eru komnar inn á biðlista þar sem eftir á að taka afstöðu til þess hvort þau mál eigi heima hjá ADHD-teymi Land­spít­ala. Á biðlista eftir með­ferð hjá lækni eru nú 66 ein­stak­ling­ar,“ segir í svari ráð­herra.

Vinna við til­lögur til úrbóta á loka­stigi

Enn fremur spurði Oddný hvaða áform ráð­herra hefði, ef ein­hver, um að eyða biðlistum eftir grein­ingu og þjón­ustu vegna ADHD, ann­ars vegar hjá börnum og hins vegar full­orðn­um, og þá hver.

Í svar­inu kemur fram að núna liggi fyrir grein­ingar um hvar skór­inn kreppir svo að vandi þessa máls sé nokkuð ljós. „Und­an­farna mán­uði hefur verið unnið að lausn þess að mæta betur þörf barna og full­orð­inna á grein­ingu og þjón­ustu vegna ADHD. Sú vinna hefur meðal ann­ars verið unnin í sam­vinnu við ADHD-­sam­tök­in. Vinna við til­lögur til úrbóta er á loka­stigi en um leið og þær liggja fyrir verða nið­ur­stöð­urnar kynnt­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent