10 staðreyndir um Færeyjar

Þessa helgina stendur yfir Ólafsvaka á Færeyjum, sem er gjarnan talin óopinber þjóðhátíð þar í landi. Í tilefni hennar ákvað Kjarninn að taka saman tíu staðreyndir um þessa smáu frændþjóð okkar.

Færeyski fáninn
Auglýsing

1. 18 Fær­eyjar

Fær­eyj­arnar eru 18 tals­ins, þar af eru 17 þeirra í byggð, og spanna tæpa 1.400 fer­kíló­metra. Fær­ey­ingar telja rétt rúm­lega 50 þús­und­um, en höf­uð­borg og fjöl­menn­asti bær eyj­anna er Þórs­höfn, eða Tórshavn, með um 13 þús­und íbú­a. 

2. Tyrkja­rán og her­nám Breta

Elstu forn­leifar um manna­ferðir á eyj­unum eru 1700 ára gaml­ar, en nor­rænir og breskir menn sett­ust þar fyrst að um 800. Fyrstur þeirra er tal­inn vera Grím­ur ­Kam­ban, sem átti ættir sínar að rekja til Bret­landseyja. Saga Fær­ey­inga er að mörgu leyti svipuð og Íslands­saga, til að mynda átti sér stað Tyrkja­rán árið 1629, þjóð­ern­is­vakn­ing á 19. öld­inni og her­nám Breta árið 1940. Fær­ey­ingar hafa einnig löngum verið nánir banda­menn Íslands og lán­uðu íslenska rík­inu til dæmis 6,6 millj­örðum króna eftir hrunið í októ­ber 2008, fyrst allra þjóða. 

3. Heima­stjórn undir Dan­mörku

Fær­eyjar til­heyra kon­ungs­ríki Dan­merk­ur, ásamt Dan­mörku og Græn­landi, og er því Dana­drottn­ing form­legur þjóð­höfð­ingi eyj­anna. Þjóðin hefur þó eigin heima­stjórn, sem hún fékk árið 1948. Heima­stjórnin hefur æðsta fram­kvæmda­vald í flestum mála­flokk­um, utan lög­gæslu, æðsta dóms­valds og utan­rík­is­mála. For­maður heima­stjórn­ar­innar er kall­aður lög­maður Fær­eyja, en Aksel V. Jo­hann­es­en hefur gegnt því emb­ætti frá árinu 2015. 

Auglýsing

4. Yvir­gangs­fólk við bumbu

Tungu­mál Fær­ey­inga, fær­eyska, kemur úr ­forn­nor­ræn­um ­mál­lýskum eins og íslenska. Nútíma­rit­mál á fær­eysku varð samt ekki til fyrr en undir lok 19. aldar og tók mið af íslensku rit­máli. Frels­is­hetjan Jón Sig­urðs­son var helsti aðstoð­ar­maður Fær­ey­ing­anna við að sníða fær­eyska staf­setn­ingu. Rit­málið lík­ist því mjög íslensku, þótt sömu orð hafi ekki alltaf sömu merk­ingu í báðum lönd­um. Til dæmis eru orðin „Hryðju­verka­menn með sprengju“ þýdd yfir á fær­eysku sem „Yvir­gangs­fólk við bumbu.“ 

5. Rík­ari en Dan­mörk

Í fyrra var lands­fram­leiðsla Fær­ey­inga rúmar sex millj­ónir íslenskra króna á mann og var hún hærri en í Sví­þjóð, Finn­landi og Dan­mörku. Helsta tekju­lind þeirra er sjáv­ar­út­vegur og fisk­eldi, en eitt stærsta fyr­ir­tæki eyj­anna er lax­eld­is­fyr­ir­tækið Bakka­frost. Stór hluti af þjóð­ar­tekjum Fær­ey­inga er í formi ­styrkja frá Dan­mörku, en árið 2011 námu þeir 13% af lands­fram­leiðslu.

6. Íþróttagarpar

Líkt og Íslend­ingar hafa ýmsir Fær­ey­ingar náð góðum árangri í íþróttum þrátt fyrir fámenni þjóðar sinn­ar. Þekkt­asti íþrótta­maður þeirra er Pál­l Joen­sen sund­mað­ur, en hann náði brons­verð­launum á heims­meist­ara­móti Alþjóða­sund­sam­bands­ins, FINA, árið 2012.  Einnig spil­aði fót­bolta­mað­ur­inn  Gunn­ar Ni­el­sen í ensku Úrvals­deild­inni með­ Manchester City. Gunnar spilar nú sem mark­maður FH.

7. Mikil lífs­gæði

Fær­eyjar koma til­tölu­lega vel út á ýmsum mæli­kvörðum um lífs­gæði. Árið 2016 var atvinnu­leysi þar í landi 2,8%, auk þess sem eyj­arnar bjuggu við næst­mesta jöfnuð í heimi með Gin­i-­stuðul upp á 0,23. Lífslífur við fæð­ingu voru 78 ár meðal karl­manna og 83,2 ár meðal kven­manna í fyrra, sem er nokkuð lægra en á Íslandi en hærra en í Dan­mörku. 

8. Hval­veiðar og sam­kyn­hneigðir

Fær­ey­ingar hafa orðið þekktir fyrir íhalds­söm við­horf í garð sam­kyn­hneigðra, en þekkt var þegar þing­maður þeirra, J­en­is a­v Rana, neit­aði að mæta til kvöld­verð­ar­boðs með Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur árið 2010. Jóhanna var þá for­sæt­is­ráð­herra Íslands, en  Jen­is kvaðst ekki vilja mæta vegna kyn­hneigðar henn­ar. Enn fremur sögðu Sam­tökin 78 sam­kyn­hneigða Fær­ey­inga yfir­gefa heima­landið sitt í stórum stíl vegna ótta við ofsóknir árið 2006. Síðan þá hefur margt áunn­ist í rétt­inda­bar­áttu þeirra, en sam­kyn­hneigðir fengu laga­lega vernd gegn ofsóknum seinna sama ár auk þess sem hjóna­bönd þeirra voru lög­leidd fyrir tveimur árum síð­an.

Þjóðin hefur einnig verið gagn­rýnd fyrir hval­veiði sína, og þá sér­stak­lega veiði­að­ferð­ina sem þeir kalla Grind­ar­dráp.Síð­asta Grind­ar­dráp átti sér stað síð­ast­lið­inn þriðju­dag, en talið er að Fær­ey­ingar veiði á bil­inu 800 til 900 grind­hvali með þess­ari aðferð árlega.

9. Nokkur „heims­met“ Íslend­inga slegin

Vegna lít­ils íbúa­fjölda hafa Fær­ey­ing­ar, líkt og Íslend­ing­ar, slegið mörg heims­met þegar miðað er við höfða­tölu. Raunar slá þeir einnig nokkur met sem stundum hafa verið eignuð Íslend­ingum á heims­vísu, til að mynda í fjölda nóbels­verð­launa­hafa miðað við mann­fjölda. Einnig er talið að þjóð­þing Fær­ey­inga, Tín­ga­nes, sé að minnsta kosti fimm árum eldra en Alþingi og því mögu­lega elsta starf­andi þjóð­þing í heim­i.  

10. Ólavsøka

Hátíð­in Ólafsvaka, eða Ólavsøka er haldin hátíð­leg dag­ana 28. og 29. júlí, en Fær­ey­ingar líta gjarnan á hana sem þjóð­há­tíð sína. Hún er kennd við Ólaf Har­alds­son, kon­ung Nor­egs á ell­eftu öld og inni­heldur marga við­burði, líkt og kapp­róð­ur, tón­leikar og dans­leikir þar sem dans­aður er fær­eyskur keðju­dans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar