10 staðreyndir um Færeyjar

Þessa helgina stendur yfir Ólafsvaka á Færeyjum, sem er gjarnan talin óopinber þjóðhátíð þar í landi. Í tilefni hennar ákvað Kjarninn að taka saman tíu staðreyndir um þessa smáu frændþjóð okkar.

Færeyski fáninn
Auglýsing

1. 18 Fær­eyjar

Fær­eyj­arnar eru 18 tals­ins, þar af eru 17 þeirra í byggð, og spanna tæpa 1.400 fer­kíló­metra. Fær­ey­ingar telja rétt rúm­lega 50 þús­und­um, en höf­uð­borg og fjöl­menn­asti bær eyj­anna er Þórs­höfn, eða Tórshavn, með um 13 þús­und íbú­a. 

2. Tyrkja­rán og her­nám Breta

Elstu forn­leifar um manna­ferðir á eyj­unum eru 1700 ára gaml­ar, en nor­rænir og breskir menn sett­ust þar fyrst að um 800. Fyrstur þeirra er tal­inn vera Grím­ur ­Kam­ban, sem átti ættir sínar að rekja til Bret­landseyja. Saga Fær­ey­inga er að mörgu leyti svipuð og Íslands­saga, til að mynda átti sér stað Tyrkja­rán árið 1629, þjóð­ern­is­vakn­ing á 19. öld­inni og her­nám Breta árið 1940. Fær­ey­ingar hafa einnig löngum verið nánir banda­menn Íslands og lán­uðu íslenska rík­inu til dæmis 6,6 millj­örðum króna eftir hrunið í októ­ber 2008, fyrst allra þjóða. 

3. Heima­stjórn undir Dan­mörku

Fær­eyjar til­heyra kon­ungs­ríki Dan­merk­ur, ásamt Dan­mörku og Græn­landi, og er því Dana­drottn­ing form­legur þjóð­höfð­ingi eyj­anna. Þjóðin hefur þó eigin heima­stjórn, sem hún fékk árið 1948. Heima­stjórnin hefur æðsta fram­kvæmda­vald í flestum mála­flokk­um, utan lög­gæslu, æðsta dóms­valds og utan­rík­is­mála. For­maður heima­stjórn­ar­innar er kall­aður lög­maður Fær­eyja, en Aksel V. Jo­hann­es­en hefur gegnt því emb­ætti frá árinu 2015. 

Auglýsing

4. Yvir­gangs­fólk við bumbu

Tungu­mál Fær­ey­inga, fær­eyska, kemur úr ­forn­nor­ræn­um ­mál­lýskum eins og íslenska. Nútíma­rit­mál á fær­eysku varð samt ekki til fyrr en undir lok 19. aldar og tók mið af íslensku rit­máli. Frels­is­hetjan Jón Sig­urðs­son var helsti aðstoð­ar­maður Fær­ey­ing­anna við að sníða fær­eyska staf­setn­ingu. Rit­málið lík­ist því mjög íslensku, þótt sömu orð hafi ekki alltaf sömu merk­ingu í báðum lönd­um. Til dæmis eru orðin „Hryðju­verka­menn með sprengju“ þýdd yfir á fær­eysku sem „Yvir­gangs­fólk við bumbu.“ 

5. Rík­ari en Dan­mörk

Í fyrra var lands­fram­leiðsla Fær­ey­inga rúmar sex millj­ónir íslenskra króna á mann og var hún hærri en í Sví­þjóð, Finn­landi og Dan­mörku. Helsta tekju­lind þeirra er sjáv­ar­út­vegur og fisk­eldi, en eitt stærsta fyr­ir­tæki eyj­anna er lax­eld­is­fyr­ir­tækið Bakka­frost. Stór hluti af þjóð­ar­tekjum Fær­ey­inga er í formi ­styrkja frá Dan­mörku, en árið 2011 námu þeir 13% af lands­fram­leiðslu.

6. Íþróttagarpar

Líkt og Íslend­ingar hafa ýmsir Fær­ey­ingar náð góðum árangri í íþróttum þrátt fyrir fámenni þjóðar sinn­ar. Þekkt­asti íþrótta­maður þeirra er Pál­l Joen­sen sund­mað­ur, en hann náði brons­verð­launum á heims­meist­ara­móti Alþjóða­sund­sam­bands­ins, FINA, árið 2012.  Einnig spil­aði fót­bolta­mað­ur­inn  Gunn­ar Ni­el­sen í ensku Úrvals­deild­inni með­ Manchester City. Gunnar spilar nú sem mark­maður FH.

7. Mikil lífs­gæði

Fær­eyjar koma til­tölu­lega vel út á ýmsum mæli­kvörðum um lífs­gæði. Árið 2016 var atvinnu­leysi þar í landi 2,8%, auk þess sem eyj­arnar bjuggu við næst­mesta jöfnuð í heimi með Gin­i-­stuðul upp á 0,23. Lífslífur við fæð­ingu voru 78 ár meðal karl­manna og 83,2 ár meðal kven­manna í fyrra, sem er nokkuð lægra en á Íslandi en hærra en í Dan­mörku. 

8. Hval­veiðar og sam­kyn­hneigðir

Fær­ey­ingar hafa orðið þekktir fyrir íhalds­söm við­horf í garð sam­kyn­hneigðra, en þekkt var þegar þing­maður þeirra, J­en­is a­v Rana, neit­aði að mæta til kvöld­verð­ar­boðs með Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur árið 2010. Jóhanna var þá for­sæt­is­ráð­herra Íslands, en  Jen­is kvaðst ekki vilja mæta vegna kyn­hneigðar henn­ar. Enn fremur sögðu Sam­tökin 78 sam­kyn­hneigða Fær­ey­inga yfir­gefa heima­landið sitt í stórum stíl vegna ótta við ofsóknir árið 2006. Síðan þá hefur margt áunn­ist í rétt­inda­bar­áttu þeirra, en sam­kyn­hneigðir fengu laga­lega vernd gegn ofsóknum seinna sama ár auk þess sem hjóna­bönd þeirra voru lög­leidd fyrir tveimur árum síð­an.

Þjóðin hefur einnig verið gagn­rýnd fyrir hval­veiði sína, og þá sér­stak­lega veiði­að­ferð­ina sem þeir kalla Grind­ar­dráp.Síð­asta Grind­ar­dráp átti sér stað síð­ast­lið­inn þriðju­dag, en talið er að Fær­ey­ingar veiði á bil­inu 800 til 900 grind­hvali með þess­ari aðferð árlega.

9. Nokkur „heims­met“ Íslend­inga slegin

Vegna lít­ils íbúa­fjölda hafa Fær­ey­ing­ar, líkt og Íslend­ing­ar, slegið mörg heims­met þegar miðað er við höfða­tölu. Raunar slá þeir einnig nokkur met sem stundum hafa verið eignuð Íslend­ingum á heims­vísu, til að mynda í fjölda nóbels­verð­launa­hafa miðað við mann­fjölda. Einnig er talið að þjóð­þing Fær­ey­inga, Tín­ga­nes, sé að minnsta kosti fimm árum eldra en Alþingi og því mögu­lega elsta starf­andi þjóð­þing í heim­i.  

10. Ólavsøka

Hátíð­in Ólafsvaka, eða Ólavsøka er haldin hátíð­leg dag­ana 28. og 29. júlí, en Fær­ey­ingar líta gjarnan á hana sem þjóð­há­tíð sína. Hún er kennd við Ólaf Har­alds­son, kon­ung Nor­egs á ell­eftu öld og inni­heldur marga við­burði, líkt og kapp­róð­ur, tón­leikar og dans­leikir þar sem dans­aður er fær­eyskur keðju­dans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar