Réttarhöld í Samherjamálinu í Namíbíu hefjast í apríl

Ákveðið hefur verið að réttarhöld hefjist í spillingarmáli sem tengist mútugreiðslum Samherja í Namibíu í apríl. Saksóknari boðar að þrír til viðbótar verði ákærðir í málinu, auk þeirra sjö sem hafa setið í gæsluvarðhaldi um lengri tíma.

Tveir ákærðu í málinu, Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og tengdasonur hans Tamson Hatuikulipi, ráða ráðum sínum. Þeir og aðrir sakborningar verða áfram í haldi.
Tveir ákærðu í málinu, Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og tengdasonur hans Tamson Hatuikulipi, ráða ráðum sínum. Þeir og aðrir sakborningar verða áfram í haldi.
Auglýsing

Rétt­ar­höld yfir sjö mönnum sem hafa verið í haldi namibískra yfir­valda vegna spill­ingar og mútu­greiðslna í tengslum við úthlutun afla­heim­ilda til félaga tengdum Sam­herja í Namibíu hefj­ast 22. apríl á næsta ári.  ­Menn­irnir sjö, þar af tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar lands­ins, verða áfram í haldi yfir­valda þangað til.

Þetta varð ljóst við fyr­ir­töku í mál­inu í Wind­hoek höf­uð­borg Namibíu í morg­un, sam­kvæmt fréttum namibískra fjöl­miðla, meðal ann­arra Infor­m­anté

Einnig kom þar fram af hálfu ákæru­valds­ins að þrír menn til við­bótar verði ákærðir í mál­inu. Þeirra á meðal er lög­fræð­ingur að nafni Maren de Klerk, sem fór til Suð­ur­-Afr­íku í upp­hafi árs og hefur verið þar síð­an. Sak­sókn­ari sagð­ist búast við því að tveir menn yrðu hand­teknir á næstu dög­um.

Auglýsing

Flestir mann­anna hafa setið í gæslu­varð­haldi frá því í nóv­em­ber í fyrra, en sjömenn­ing­arnir eru Bern­hard Esau fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, Sacky Shang­hala fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, James Hatuikulipi fyrr­ver­andi stjórn­andi rík­is­út­gerð­ar­innar Fischor og Tam­son Hatuikulipi frændi hans, sem einnig er tengda­sonur Bern­hard Esau, og þeir Ricardo Gusta­vo, Pius Mwa­telulo og Mike Nghip­unya. Flestir þeirra hafa þegar verið ákærð­ir.

Sam­kvæmt frétt á namibíska frétta­vefnum NBC hefur rík­is­sak­sókn­ari Namibíu nú lokið rann­sókn sinni á mál­inu, en fyrir dag­inn í dag höfðu namibískir frétta­miðlar sagt frá því að ef ákæru­valdið myndi óska eftir frek­ari fresti til þess að ljúka rann­sókn­inni gæti farið svo að mönn­unum yrði sleppt úr haldi, en lög­menn þeirra hafa sagt mála­rekstur yfir­valda hafa dreg­ist úr hófi fram.

Fischor og Fis­hrot

Síðan Sam­herj­a­skjölin komu upp á yfir­borðið í nóv­em­ber í fyrra eftir umfjöllun Kveiks, Stund­ar­innar og fleiri miðla um skjöl sem Wiki­leaks fékk í hendur frá upp­ljóstr­ar­anum Jóhann­esi Stef­áns­syni, hefur namibíska lög­reglan verið með málið til rann­sókn­ar. 

Flestir sak­born­ing­anna voru hand­teknir í þeim sama mán­uði og síðan þá hafa yfir­völd und­ir­byggt mála­rekst­ur­inn gegn þeim – og öðr­um.

Um tvö aðskilin mál að ræða, sem gerður er skýr grein­ar­munur á í frétta­flutn­ingi Namibian í dag. Ann­ars vegar er um að ræða Fis­hcor-­málið og hins vegar Fis­hrot-­mál­ið, að sögn blaðs­ins.

Málið sem nú hefur verið ákveðið að taka til með­ferðar í apríl er Fis­hcor-mál­ið, en það lýtur að mis­notkun stjórn­mála­manna og ann­arra ákærðra á aðstöðu sinni, til þess að hagn­ast sjálfir á úthlutun afla­heim­ilda með því að þiggja mút­ur.

Í Fis­hrot-­mál­inu er hins vegar sér­stak­lega til umfjöll­unar sá vafa­sami milli­ríkja­samn­ingur sem gerður var á milli Namibíu og Angóla um hrossa­makríl­kvóta. Rík­is­sak­sókn­ari Namibíu segir samn­ing­inn svika­myllu sem sett hafi verið upp með virkri þátt­töku Sam­herja. Í því máli hefur rík­is­sak­sókn­ari Namibíu sagt ætlan sína að ákæra félög tengd Sam­herja og stjórn­endur þeirra.

Sam­kvæmt frétta­skoti The Namibian á Twitter óskaði sak­sókn­ari eftir fresti til 26. mars til þess að leggja fram end­an­legar ákærur í Fis­hrot-­mál­inu, en fékk frest til 5. febr­ú­ar.

Við­bót kl. 14:05: Í nýrri frétt Infor­m­anté kemur reyndar fram að sak­sókn­ari hafi í morgun sagt að rík­is­sak­sókn­ar­inn hafi í hyggju að slá mál­unum tveimur saman í eitt.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent