Réttarhöld í Samherjamálinu í Namíbíu hefjast í apríl

Ákveðið hefur verið að réttarhöld hefjist í spillingarmáli sem tengist mútugreiðslum Samherja í Namibíu í apríl. Saksóknari boðar að þrír til viðbótar verði ákærðir í málinu, auk þeirra sjö sem hafa setið í gæsluvarðhaldi um lengri tíma.

Tveir ákærðu í málinu, Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og tengdasonur hans Tamson Hatuikulipi, ráða ráðum sínum. Þeir og aðrir sakborningar verða áfram í haldi.
Tveir ákærðu í málinu, Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og tengdasonur hans Tamson Hatuikulipi, ráða ráðum sínum. Þeir og aðrir sakborningar verða áfram í haldi.
Auglýsing

Rétt­ar­höld yfir sjö mönnum sem hafa verið í haldi namibískra yfir­valda vegna spill­ingar og mútu­greiðslna í tengslum við úthlutun afla­heim­ilda til félaga tengdum Sam­herja í Namibíu hefj­ast 22. apríl á næsta ári.  ­Menn­irnir sjö, þar af tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar lands­ins, verða áfram í haldi yfir­valda þangað til.

Þetta varð ljóst við fyr­ir­töku í mál­inu í Wind­hoek höf­uð­borg Namibíu í morg­un, sam­kvæmt fréttum namibískra fjöl­miðla, meðal ann­arra Infor­m­anté

Einnig kom þar fram af hálfu ákæru­valds­ins að þrír menn til við­bótar verði ákærðir í mál­inu. Þeirra á meðal er lög­fræð­ingur að nafni Maren de Klerk, sem fór til Suð­ur­-Afr­íku í upp­hafi árs og hefur verið þar síð­an. Sak­sókn­ari sagð­ist búast við því að tveir menn yrðu hand­teknir á næstu dög­um.

Auglýsing

Flestir mann­anna hafa setið í gæslu­varð­haldi frá því í nóv­em­ber í fyrra, en sjömenn­ing­arnir eru Bern­hard Esau fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, Sacky Shang­hala fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, James Hatuikulipi fyrr­ver­andi stjórn­andi rík­is­út­gerð­ar­innar Fischor og Tam­son Hatuikulipi frændi hans, sem einnig er tengda­sonur Bern­hard Esau, og þeir Ricardo Gusta­vo, Pius Mwa­telulo og Mike Nghip­unya. Flestir þeirra hafa þegar verið ákærð­ir.

Sam­kvæmt frétt á namibíska frétta­vefnum NBC hefur rík­is­sak­sókn­ari Namibíu nú lokið rann­sókn sinni á mál­inu, en fyrir dag­inn í dag höfðu namibískir frétta­miðlar sagt frá því að ef ákæru­valdið myndi óska eftir frek­ari fresti til þess að ljúka rann­sókn­inni gæti farið svo að mönn­unum yrði sleppt úr haldi, en lög­menn þeirra hafa sagt mála­rekstur yfir­valda hafa dreg­ist úr hófi fram.

Fischor og Fis­hrot

Síðan Sam­herj­a­skjölin komu upp á yfir­borðið í nóv­em­ber í fyrra eftir umfjöllun Kveiks, Stund­ar­innar og fleiri miðla um skjöl sem Wiki­leaks fékk í hendur frá upp­ljóstr­ar­anum Jóhann­esi Stef­áns­syni, hefur namibíska lög­reglan verið með málið til rann­sókn­ar. 

Flestir sak­born­ing­anna voru hand­teknir í þeim sama mán­uði og síðan þá hafa yfir­völd und­ir­byggt mála­rekst­ur­inn gegn þeim – og öðr­um.

Um tvö aðskilin mál að ræða, sem gerður er skýr grein­ar­munur á í frétta­flutn­ingi Namibian í dag. Ann­ars vegar er um að ræða Fis­hcor-­málið og hins vegar Fis­hrot-­mál­ið, að sögn blaðs­ins.

Málið sem nú hefur verið ákveðið að taka til með­ferðar í apríl er Fis­hcor-mál­ið, en það lýtur að mis­notkun stjórn­mála­manna og ann­arra ákærðra á aðstöðu sinni, til þess að hagn­ast sjálfir á úthlutun afla­heim­ilda með því að þiggja mút­ur.

Í Fis­hrot-­mál­inu er hins vegar sér­stak­lega til umfjöll­unar sá vafa­sami milli­ríkja­samn­ingur sem gerður var á milli Namibíu og Angóla um hrossa­makríl­kvóta. Rík­is­sak­sókn­ari Namibíu segir samn­ing­inn svika­myllu sem sett hafi verið upp með virkri þátt­töku Sam­herja. Í því máli hefur rík­is­sak­sókn­ari Namibíu sagt ætlan sína að ákæra félög tengd Sam­herja og stjórn­endur þeirra.

Sam­kvæmt frétta­skoti The Namibian á Twitter óskaði sak­sókn­ari eftir fresti til 26. mars til þess að leggja fram end­an­legar ákærur í Fis­hrot-­mál­inu, en fékk frest til 5. febr­ú­ar.

Við­bót kl. 14:05: Í nýrri frétt Infor­m­anté kemur reyndar fram að sak­sókn­ari hafi í morgun sagt að rík­is­sak­sókn­ar­inn hafi í hyggju að slá mál­unum tveimur saman í eitt.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent