Heilbrigðisstarfsfólk ekki í aukinni áhættu á þunglyndi í fyrstu bylgjunni

Fyrstu niðurstöður rannsóknar um líðan þjóðar í faraldri benda til þess að einstaklingar sem hafa veikst af COVID-19 eða eiga ættingja sem hafa greinst sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. Þetta á aftur á móti ekki við um heilbrigðisstarfsfólk.

Unnur Anna Valdimarsdóttir á blaðamannafundinum í dag.
Unnur Anna Valdimarsdóttir á blaðamannafundinum í dag.
Auglýsing

„Góðu fréttirnar eru þær að heilbrigðisstarfsfólk var ekki í aukinni áhættu á þunglyndi né öðrum sálrænum einkennum í fyrstu bylgju faraldursins samanborið við jafnaldra í öðrum störfum.“

Þetta sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, á blaðamannafundi almannavarna í morgun en þar kynnti hún frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum COVID-19 sem vísindamenn Háskóla Íslands, Landspítala, Embættis landlæknis og sóttvarnarlæknis hrundu af stað á vordögum.

Hún sagði að þessi niðurstaða ætti bæði við heilbrigðisstarfsfólk sem vann í framlínunni og við aðra heilbrigðisþjónustu. Markmið rannsóknarinnar er að afla víðtækrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátttöku í rannsókninni í vor og sumar, þar af um 400 einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19. Vísindamennirnir hafa síðan unnið að því að greina gögnin og þá sérstaklega beint sjónum sínum að mögulegum áhættuhópum.

Auglýsing

Einstaklingar sem hafa komist í snertingu við faraldurinn sýna merki um neikvæð áhrif á geðheilsu

Aftur á móti sýna niðurstöður að þeir einstaklingar sem veiktust alvarlega af COVID-19 séu í aukinni áhættu á einkennum þunglyndis og áfallastreitu í kjölfar veikindanna og svipaðar vísbendingar eigi við um þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19.

Fyrstu niðurstöður benda enn fremur til þess að einstaklingar sem beinlínis hafa komist í snertingu við faraldurinn sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu.

„Þær sýna að einstaklingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu, sérstaklega þau sem urðu verulega veik af sjúkdómnum. Þá eru vísbendingar um neikvæð andleg einkenni meðal einstaklinga sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna en hún fer fyrir rannsóknarhópnum.

Höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum

Unnur segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vísbendingar um víðtæk slík áhrif hérlendis líkt og dæmi sýna erlendis þar sem faraldurinn hefur farið úr böndunum. „Við höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum og neikvæð áhrif á geðheilbrigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættuhópum, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjölskyldunnar. Þá eru einnig merki um að einstaklingar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi í faraldrinum séu í aukinni hættu á vanlíðan.“

Unnur bendir á að mikilvægt sé að fylgja þessum fyrstu vísbendingum eftir, bæði mögulegum langtímaáhrifum í ofangreindum áhættuhópum en einnig að kanna víðtækari áhrif af samfélagslegum og efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins á heilsufar landsmanna.

Þjóðin hafi glímt við nýjar bylgjur faraldursins nú í haust og því vilji aðstandendur rannsóknarinnar bjóða fleirum að taka þátt í henni og jafnframt fylgjast með mögulegum breytingum á heilsufari þeirra sem þegar eru þátttakendur í rannsókninni. „Við höfum hér einstakt tækifæri til að skilja betur hvaða þættir hjálpa og hverjir eru íþyngjandi í þessum erfiðu aðstæðum en slík þekking er óneitanlega mikilvæg fyrir okkur til framtíðar þegar við horfumst í augu við ný samfélagsleg áföll á borð við heimfaraldur COVID-19.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent