Stórhertar sóttvarnaráðstafanir í Þýskalandi yfir hátíðarnar

Það verður lítill ys og þys í Þýskalandi í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar. Allar verslanir sem selja annað en nauðsynjavöru eiga að loka dyrum sínum frá og með miðvikudegi og samgangur fólks á að vera í algjöru lágmarki.

Angela Merkel kanslari á blaðamannafundi í Berlín í gær.
Angela Merkel kanslari á blaðamannafundi í Berlín í gær.
Auglýsing

Harðar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir stórfellda útbreiðslu kórónuveirunnar taka gildi í Þýskalandi á miðvikudag. Flestar verslanir í landinu nema matvöruverslanir og apótek þurfa að loka og sömuleiðis öll þjónusta sem ekki telst nauðsynleg, til dæmis hárgreiðslustofur. Það verður fátt eðlilegt við jólin í Þýskalandi í ár.

Angela Merkel Þýskalandskanslari kynnti þessar ráðstafanir á blaðamannafundi í gær, sunnudag, eftir að hafa fundað með leiðtogum þýsku ríkjanna sextán. Samkvæmt umfjöllun Deutsche Welle er gripið til þessara ráða til þess að koma í veg fyrir niðurbrot þýska heilbrigðiskerfisins, sem hefur verið undir miklu álagi vegna stóraukinnar smittíðni á undanförnum dögum og vikum.

Á föstudag var sagt frá því að 29.875 tilfelli COVID-19 hefðu greinst í landinu sólarhringinn á undan, sem er met. Nýgengi smita er orðið of mikið til þess að hægt sé að rekja smit með viðunandi hætti og heilbrigðiskerfið undir miklu álagi víða um landið.

Auglýsing

Skólar eru hvattir til þess að senda nemendur heim og halda áfram í fjarnámi fram að jólum, til þess að koma í veg fyrir eins og hægt er að smit berist um í skólum og síðan áfram inn í stórfjölskyldur sem koma saman á jólum. Skólum er einnig uppálagt að lengja jólafrí barnanna fram til 10. janúar, en þá á að hverfa frá þessum hörðu aðgerðum.

Foreldrum verður gert kleift að taka launuð frí til þess að líta eftir börnum sínum á meðan að skólar og daggæslur barna loka. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að leyfa öllum starfsmönnum sem geta unnið að heiman, að gera það.

Mest fjórir gestir yfir fjórtán ára aldri í jólaboð

Það verður aðeins slakað á reglunum yfir helstu helgidaga jóla, en frá 24.-26. desember er áætlað að slaka ögn á reglum um samgang á milli heimila svo nánustu fjölskyldur geti haldið saman jól.

Þá daga má bjóða fjórum fullorðnum einstaklingum af öðrum heimilum innan nánustu fjölskyldu inn á önnur heimili, en annars á samgangur á milli heimila að vera í algjöru lágmarki. 

Ótakmarkaður fjöldi barna undir 14 ára aldri má fylgja með í þessar heimsóknir, en þeim sem hyggja á jólaboð er uppálagt að einangra sig í eina viku fyrir jól og fara hvergi ef einkenna verður vart á þeim tíma.

Það er ýmislegt sem verður óhefðbundið í Þýskalandi þessi jólin. Sú hefð að drekka rjúkandi jólaglögg utandyra verður hvíld þessi jól, en öll neysla áfengis á almannafæri verður bönnuð frá og með miðvikudeginum.

Helgiathafnir í kirkjum og öðrum bænahúsum mega eiga sér stað ef farið er eftir reglum um sóttvarnir, en allur samsöngur er bannaður. Í Þýskalandi rétt eins og á Íslandi tíðkast það að almenningur kaupi sér eigin flugelda til þess að skjóta upp í loftið er nýtt ár gengur í garð. Það verður ekki leyfilegt þetta árið.

Búast mátti við þessum hertu sóttvarnaaðgerðum í Þýskalandi, en fyrir helgi sagði Merkel þýska þinginu í tilfinningaríkri ræðu að eitthvað þyrfti að gera. Fjöldi daglegra dauðsfalla væri orðinn óásættanlegur og hættan á að staðan færi algjörlega úr böndunum raunveruleg.

„Ef við hittum of marga núna í aðdraganda jóla og það leiðir til þess að jólin verða þau síðustu sem við eigum með ömmu okkar og afa, þá hefur okkur mistekist,“ sagði Merkel og uppskar lófatak þingmanna.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent