Stórhertar sóttvarnaráðstafanir í Þýskalandi yfir hátíðarnar

Það verður lítill ys og þys í Þýskalandi í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar. Allar verslanir sem selja annað en nauðsynjavöru eiga að loka dyrum sínum frá og með miðvikudegi og samgangur fólks á að vera í algjöru lágmarki.

Angela Merkel kanslari á blaðamannafundi í Berlín í gær.
Angela Merkel kanslari á blaðamannafundi í Berlín í gær.
Auglýsing

Harðar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir stór­fellda útbreiðslu kór­ónu­veirunnar taka gildi í Þýska­landi á mið­viku­dag. Flestar versl­anir í land­inu nema mat­vöru­versl­anir og apó­tek þurfa að loka og sömu­leiðis öll þjón­usta sem ekki telst nauð­syn­leg, til dæmis hár­greiðslu­stof­ur. Það verður fátt eðli­legt við jólin í Þýska­landi í ár.

Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari kynnti þessar ráð­staf­anir á blaða­manna­fundi í gær, sunnu­dag, eftir að hafa fundað með leið­togum þýsku ríkj­anna sext­án. Sam­kvæmt umfjöllun Deutsche Welle er gripið til þess­ara ráða til þess að koma í veg fyrir nið­ur­brot þýska heil­brigð­is­kerf­is­ins, sem hefur verið undir miklu álagi vegna stór­auk­innar smit­tíðni á und­an­förnum dögum og vik­um.

Á föstu­dag var sagt frá því að 29.875 til­felli COVID-19 hefðu greinst í land­inu sól­ar­hring­inn á und­an, sem er met. Nýgengi smita er orðið of mikið til þess að hægt sé að rekja smit með við­un­andi hætti og heil­brigð­is­kerfið undir miklu álagi víða um land­ið.

Auglýsing

Skólar eru hvattir til þess að senda nem­endur heim og halda áfram í fjar­námi fram að jól­um, til þess að koma í veg fyrir eins og hægt er að smit ber­ist um í skólum og síðan áfram inn í stór­fjöl­skyldur sem koma saman á jól­um. Skólum er einnig upp­álagt að lengja jóla­frí barn­anna fram til 10. jan­ú­ar, en þá á að hverfa frá þessum hörðu aðgerð­um.

For­eldrum verður gert kleift að taka launuð frí til þess að líta eftir börnum sínum á meðan að skólar og dag­gæslur barna loka. Atvinnu­rek­endur eru hvattir til þess að leyfa öllum starfs­mönnum sem geta unnið að heiman, að gera það.

Mest fjórir gestir yfir fjórtán ára aldri í jóla­boð

Það verður aðeins slakað á regl­unum yfir helstu helgi­daga jóla, en frá 24.-26. des­em­ber er áætlað að slaka ögn á reglum um sam­gang á milli heim­ila svo nán­ustu fjöl­skyldur geti haldið saman jól.

Þá daga má bjóða fjórum full­orðnum ein­stak­lingum af öðrum heim­ilum innan nán­ustu fjöl­skyldu inn á önnur heim­ili, en ann­ars á sam­gangur á milli heim­ila að vera í algjöru lág­marki. 

Ótak­mark­aður fjöldi barna undir 14 ára aldri má fylgja með í þessar heim­sókn­ir, en þeim sem hyggja á jóla­boð er upp­álagt að ein­angra sig í eina viku fyrir jól og fara hvergi ef ein­kenna verður vart á þeim tíma.

Það er ýmis­legt sem verður óhefð­bundið í Þýska­landi þessi jól­in. Sú hefð að drekka rjúk­andi jólaglögg utandyra verður hvíld þessi jól, en öll neysla áfengis á almanna­færi verður bönnuð frá og með mið­viku­deg­in­um.

Helgi­at­hafnir í kirkjum og öðrum bæna­húsum mega eiga sér stað ef farið er eftir reglum um sótt­varn­ir, en allur sam­söngur er bann­að­ur­. Í Þýska­landi rétt eins og á Íslandi tíðkast það að almenn­ingur kaupi sér eigin flug­elda til þess að skjóta upp í loftið er nýtt ár gengur í garð. Það verður ekki leyfi­legt þetta árið.

Búast mátti við þessum hertu sótt­varna­að­gerðum í Þýska­landi, en fyrir helgi sagði Merkel þýska þing­inu í til­finn­inga­ríkri ræðu að eitt­hvað þyrfti að gera. Fjöldi dag­legra dauðs­falla væri orð­inn óásætt­an­legur og hættan á að staðan færi algjör­lega úr bönd­unum raun­veru­leg.

„Ef við hittum of marga núna í aðdrag­anda jóla og það leiðir til þess að jólin verða þau síð­ustu sem við eigum með ömmu okkar og afa, þá hefur okkur mis­tekist,“ sagði Merkel og upp­skar lófatak þing­manna.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent