Stórhertar sóttvarnaráðstafanir í Þýskalandi yfir hátíðarnar

Það verður lítill ys og þys í Þýskalandi í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar. Allar verslanir sem selja annað en nauðsynjavöru eiga að loka dyrum sínum frá og með miðvikudegi og samgangur fólks á að vera í algjöru lágmarki.

Angela Merkel kanslari á blaðamannafundi í Berlín í gær.
Angela Merkel kanslari á blaðamannafundi í Berlín í gær.
Auglýsing

Harðar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir stór­fellda útbreiðslu kór­ónu­veirunnar taka gildi í Þýska­landi á mið­viku­dag. Flestar versl­anir í land­inu nema mat­vöru­versl­anir og apó­tek þurfa að loka og sömu­leiðis öll þjón­usta sem ekki telst nauð­syn­leg, til dæmis hár­greiðslu­stof­ur. Það verður fátt eðli­legt við jólin í Þýska­landi í ár.

Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari kynnti þessar ráð­staf­anir á blaða­manna­fundi í gær, sunnu­dag, eftir að hafa fundað með leið­togum þýsku ríkj­anna sext­án. Sam­kvæmt umfjöllun Deutsche Welle er gripið til þess­ara ráða til þess að koma í veg fyrir nið­ur­brot þýska heil­brigð­is­kerf­is­ins, sem hefur verið undir miklu álagi vegna stór­auk­innar smit­tíðni á und­an­förnum dögum og vik­um.

Á föstu­dag var sagt frá því að 29.875 til­felli COVID-19 hefðu greinst í land­inu sól­ar­hring­inn á und­an, sem er met. Nýgengi smita er orðið of mikið til þess að hægt sé að rekja smit með við­un­andi hætti og heil­brigð­is­kerfið undir miklu álagi víða um land­ið.

Auglýsing

Skólar eru hvattir til þess að senda nem­endur heim og halda áfram í fjar­námi fram að jól­um, til þess að koma í veg fyrir eins og hægt er að smit ber­ist um í skólum og síðan áfram inn í stór­fjöl­skyldur sem koma saman á jól­um. Skólum er einnig upp­álagt að lengja jóla­frí barn­anna fram til 10. jan­ú­ar, en þá á að hverfa frá þessum hörðu aðgerð­um.

For­eldrum verður gert kleift að taka launuð frí til þess að líta eftir börnum sínum á meðan að skólar og dag­gæslur barna loka. Atvinnu­rek­endur eru hvattir til þess að leyfa öllum starfs­mönnum sem geta unnið að heiman, að gera það.

Mest fjórir gestir yfir fjórtán ára aldri í jóla­boð

Það verður aðeins slakað á regl­unum yfir helstu helgi­daga jóla, en frá 24.-26. des­em­ber er áætlað að slaka ögn á reglum um sam­gang á milli heim­ila svo nán­ustu fjöl­skyldur geti haldið saman jól.

Þá daga má bjóða fjórum full­orðnum ein­stak­lingum af öðrum heim­ilum innan nán­ustu fjöl­skyldu inn á önnur heim­ili, en ann­ars á sam­gangur á milli heim­ila að vera í algjöru lág­marki. 

Ótak­mark­aður fjöldi barna undir 14 ára aldri má fylgja með í þessar heim­sókn­ir, en þeim sem hyggja á jóla­boð er upp­álagt að ein­angra sig í eina viku fyrir jól og fara hvergi ef ein­kenna verður vart á þeim tíma.

Það er ýmis­legt sem verður óhefð­bundið í Þýska­landi þessi jól­in. Sú hefð að drekka rjúk­andi jólaglögg utandyra verður hvíld þessi jól, en öll neysla áfengis á almanna­færi verður bönnuð frá og með mið­viku­deg­in­um.

Helgi­at­hafnir í kirkjum og öðrum bæna­húsum mega eiga sér stað ef farið er eftir reglum um sótt­varn­ir, en allur sam­söngur er bann­að­ur­. Í Þýska­landi rétt eins og á Íslandi tíðkast það að almenn­ingur kaupi sér eigin flug­elda til þess að skjóta upp í loftið er nýtt ár gengur í garð. Það verður ekki leyfi­legt þetta árið.

Búast mátti við þessum hertu sótt­varna­að­gerðum í Þýska­landi, en fyrir helgi sagði Merkel þýska þing­inu í til­finn­inga­ríkri ræðu að eitt­hvað þyrfti að gera. Fjöldi dag­legra dauðs­falla væri orð­inn óásætt­an­legur og hættan á að staðan færi algjör­lega úr bönd­unum raun­veru­leg.

„Ef við hittum of marga núna í aðdrag­anda jóla og það leiðir til þess að jólin verða þau síð­ustu sem við eigum með ömmu okkar og afa, þá hefur okkur mis­tekist,“ sagði Merkel og upp­skar lófatak þing­manna.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent