Samherji segir James Hatuikulipi hafa sent Jóni Óttari póst um leynireikninga, ekki öfugt

Að mati Samherja hafa tölvupóstar milli starfsmanns fyrirtækisins og fyrrverandi áhrifamanns í Namibíu verið slitnir úr samhengi. Þá sé höfundum þeirra víxlað. Starfsmaður Samherja hafi fengið póst sem hann er sagður hafa sent.

Jón Óttar Ólafsson og James Hatuikulipi.
Jón Óttar Ólafsson og James Hatuikulipi.
Auglýsing

Sam­herji segir að höf­undum tölvu­pósta sem sendir voru milli starfs­manns fyr­ir­tæk­is­ins og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns rík­is­út­gerðar Namibíu hafi verið víxlað í grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara í kyrr­setn­ing­ar­málið sem rekið er þar í landi.

Í tölvu­póst­unum er rætt um að namibísk yfir­völd hafi ekki burði til að hafa uppi á leyni­reikn­ingum í Dúbaí sem yfir­völd í Namibíu gruna að hafi verið not­aðir til að með­taka mútu­greiðslur frá Sam­herja í skiptum fyrir hrossa­makríl­skvóta í Namib­íu.

Kjarn­inn greindi frá því á föstu­dag að í grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara Namibíu í kyrr­setn­ing­ar­máli tengdu Sam­herja kæmi fram að Jón Óttar Ólafs­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an, hefði átt í tölvu­­póst­­­sam­­skiptum við James Hatuikulipi, einn þeirra sex manna ­sem sitja í fang­elsi í Namibíu vegna gruns um að þiggja mútur frá Sam­herja, í maí árið 2019. 

Auglýsing
Til­gangur sam­­skipt­anna var að lýsa yfir áhyggjum um að yfir­­völd myndu upp­­­götva leyn­i­greiðslur sem Sam­herji greiddi inn á banka­­reikn­ing félags­­ins Tunda­vala, skráð í eigu Hatuikulipi, í Dúbaí. Nokkur hund­ruð millj­­ónir króna runnu inn á reikn­inga þess frá Sam­herja á árunum 2014 til 2019. 

Í sam­­skipt­un­um, líkt og þeim er lýst í grein­ar­gerð­inni, reyndi Jón Óttar að slá á áhyggjur um að yfir­­völd í Namibíu gætu haft upp á þeim greiðslum sem farið höfðu inn á leyn­i­­reikn­inga í Dúbaí. 

Í fyrri póst­inum sem hann er sagður hafa sent, 28. maí í fyrra, sagði: „Er ein­hver hætta á því að upp­­hæð­­irnar sem greiddar voru „úti” upp­­­götv­­ist? Þeir vilja ekki búa til neina papp­íra sem fjalla um fisk­­flutn­inga en að síðan komi slóð pen­ing­anna í ljós.“ Úr greinargerð saksóknara.

Í síð­ari pósti, sem er sagður sendur af Jóni Ótt­ari og mót­tek­inn af James Hatuikulipi sagði: „Við höf­um lok­að þeim ­reikn­ing­­um. Auk þess hafa þeir ekki ­burð­i til þess að fara á eft­ir flókn­um aflands­við­­skipt­u­m.“Úr greinargerð saksóknara.

Tölvu­póst­arnir slitnir úr sam­hengi

Í til­kynn­ingu sem Sam­herji birti á vef sínum 11. des­em­ber í kjöl­far frétta­flutn­ings RÚV af mál­inu sagði : „Í lok frétt­ar­innar voru sýnd tölvu­póst­sam­skipti milli ráð­gjafa Sam­herja og stjórn­ar­for­manns namibíska útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor. Rangt var farið með efni tölvu­póst­anna, þeir slitnir úr sam­hengi og þá var höf­undum tölvu­póst­anna víxlað í frétt­inni. Þannig var ráð­gjafi Sam­herja sagður höf­undur tölvu­pósts sem hann sendi ekki."Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Sam­herja vegna þessa og óskaði eftir upp­lýs­ingum um hvort fyr­ir­tækið héldi því fram að rangt sé farið með þennan hluta í grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara Namibínu, og ef svo væri hvort Sam­herji hafi ein­hver gögn undir höndum sem sýni fram á þetta.

Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóri Sam­herja, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að það sé rétt ályktað að rang­lega sé vísað til tölvu­póst­anna milli Jóns Ótt­ars og James Hatuikulipi í grein­ar­gerð­inni. „Tölvu­póst­ur, sem sagður var frá ráð­gjafa Sam­herja, var í reynd sendur af þáver­andi stjórn­ar­for­manni Fis­hcor og því var höf­undum tölvu­póst­anna víxl­að. Þetta sést þegar frum­gagnið er skoðað en fjöl­miðlar hafa ein­göngu vísað til áður­nefndrar grein­ar­gerð­ar.“

Sam­herji sendi ekki gögn til að sýna fram á að þetta. Þá var ekki til­greint í svari Björg­ólfs hvor tölvu­póst­anna sem fjallað er um hér að ofan átti að vera sendur af  James Hatuikulipi en ekki Jóni Ótt­ari. 

Frum­gagnið sem vísað er til í grein­ar­gerð­inni er ekki opn­an­legt á vefnum eJU­ST­ICE Namibia, þar sem grein­ar­gerð­ina og flest fylgi­gögn er að finna, þar sem skráin er skemmd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent