Samherji segir James Hatuikulipi hafa sent Jóni Óttari póst um leynireikninga, ekki öfugt

Að mati Samherja hafa tölvupóstar milli starfsmanns fyrirtækisins og fyrrverandi áhrifamanns í Namibíu verið slitnir úr samhengi. Þá sé höfundum þeirra víxlað. Starfsmaður Samherja hafi fengið póst sem hann er sagður hafa sent.

Jón Óttar Ólafsson og James Hatuikulipi.
Jón Óttar Ólafsson og James Hatuikulipi.
Auglýsing

Sam­herji segir að höf­undum tölvu­pósta sem sendir voru milli starfs­manns fyr­ir­tæk­is­ins og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns rík­is­út­gerðar Namibíu hafi verið víxlað í grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara í kyrr­setn­ing­ar­málið sem rekið er þar í landi.

Í tölvu­póst­unum er rætt um að namibísk yfir­völd hafi ekki burði til að hafa uppi á leyni­reikn­ingum í Dúbaí sem yfir­völd í Namibíu gruna að hafi verið not­aðir til að með­taka mútu­greiðslur frá Sam­herja í skiptum fyrir hrossa­makríl­skvóta í Namib­íu.

Kjarn­inn greindi frá því á föstu­dag að í grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara Namibíu í kyrr­setn­ing­ar­máli tengdu Sam­herja kæmi fram að Jón Óttar Ólafs­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an, hefði átt í tölvu­­póst­­­sam­­skiptum við James Hatuikulipi, einn þeirra sex manna ­sem sitja í fang­elsi í Namibíu vegna gruns um að þiggja mútur frá Sam­herja, í maí árið 2019. 

Auglýsing
Til­gangur sam­­skipt­anna var að lýsa yfir áhyggjum um að yfir­­völd myndu upp­­­götva leyn­i­greiðslur sem Sam­herji greiddi inn á banka­­reikn­ing félags­­ins Tunda­vala, skráð í eigu Hatuikulipi, í Dúbaí. Nokkur hund­ruð millj­­ónir króna runnu inn á reikn­inga þess frá Sam­herja á árunum 2014 til 2019. 

Í sam­­skipt­un­um, líkt og þeim er lýst í grein­ar­gerð­inni, reyndi Jón Óttar að slá á áhyggjur um að yfir­­völd í Namibíu gætu haft upp á þeim greiðslum sem farið höfðu inn á leyn­i­­reikn­inga í Dúbaí. 

Í fyrri póst­inum sem hann er sagður hafa sent, 28. maí í fyrra, sagði: „Er ein­hver hætta á því að upp­­hæð­­irnar sem greiddar voru „úti” upp­­­götv­­ist? Þeir vilja ekki búa til neina papp­íra sem fjalla um fisk­­flutn­inga en að síðan komi slóð pen­ing­anna í ljós.“ Úr greinargerð saksóknara.

Í síð­ari pósti, sem er sagður sendur af Jóni Ótt­ari og mót­tek­inn af James Hatuikulipi sagði: „Við höf­um lok­að þeim ­reikn­ing­­um. Auk þess hafa þeir ekki ­burð­i til þess að fara á eft­ir flókn­um aflands­við­­skipt­u­m.“Úr greinargerð saksóknara.

Tölvu­póst­arnir slitnir úr sam­hengi

Í til­kynn­ingu sem Sam­herji birti á vef sínum 11. des­em­ber í kjöl­far frétta­flutn­ings RÚV af mál­inu sagði : „Í lok frétt­ar­innar voru sýnd tölvu­póst­sam­skipti milli ráð­gjafa Sam­herja og stjórn­ar­for­manns namibíska útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor. Rangt var farið með efni tölvu­póst­anna, þeir slitnir úr sam­hengi og þá var höf­undum tölvu­póst­anna víxlað í frétt­inni. Þannig var ráð­gjafi Sam­herja sagður höf­undur tölvu­pósts sem hann sendi ekki."Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Sam­herja vegna þessa og óskaði eftir upp­lýs­ingum um hvort fyr­ir­tækið héldi því fram að rangt sé farið með þennan hluta í grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara Namibínu, og ef svo væri hvort Sam­herji hafi ein­hver gögn undir höndum sem sýni fram á þetta.

Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóri Sam­herja, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að það sé rétt ályktað að rang­lega sé vísað til tölvu­póst­anna milli Jóns Ótt­ars og James Hatuikulipi í grein­ar­gerð­inni. „Tölvu­póst­ur, sem sagður var frá ráð­gjafa Sam­herja, var í reynd sendur af þáver­andi stjórn­ar­for­manni Fis­hcor og því var höf­undum tölvu­póst­anna víxl­að. Þetta sést þegar frum­gagnið er skoðað en fjöl­miðlar hafa ein­göngu vísað til áður­nefndrar grein­ar­gerð­ar.“

Sam­herji sendi ekki gögn til að sýna fram á að þetta. Þá var ekki til­greint í svari Björg­ólfs hvor tölvu­póst­anna sem fjallað er um hér að ofan átti að vera sendur af  James Hatuikulipi en ekki Jóni Ótt­ari. 

Frum­gagnið sem vísað er til í grein­ar­gerð­inni er ekki opn­an­legt á vefnum eJU­ST­ICE Namibia, þar sem grein­ar­gerð­ina og flest fylgi­gögn er að finna, þar sem skráin er skemmd.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent