Jón Óttar taldi stjórnvöld í Namibíu ekki hafa burði til að hafa uppi á leynireikningum

Ríkissaksóknari Namibíu lýsir sexmenningum sem eru grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja, og fimm Íslendingum undir forystu Þorsteins Más Baldvinssonar, sem skipulögðum glæpahóp. Rannsakandi Samherja átti í samskiptum við einn mannanna í maí 2019.

Jón Óttar Ólafsson hefur starfað fyrir Samherja um margra ára skeið.
Jón Óttar Ólafsson hefur starfað fyrir Samherja um margra ára skeið.
Auglýsing

Jón Óttar Ólafs­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an, átti í tölvu­póst­sam­skiptum við einn þeirra sex manna, James Hatuikulipi, sem sitja í fang­elsi í Namibíu vegna gruns um að þiggja mútur frá Sam­herja, í maí árið 2019. 

Til­gangur sam­skipt­anna var að lýsa yfir áhyggjum um að yfir­völd myndu upp­götva leyni­greiðslur sem Sam­herji greiddi inn á banka­reikn­ing félags­ins Tunda­vala, skráð í eigu Hatuikulipi, í Dúbaí. Nokkur hund­ruð millj­ónir króna runnu inn á reikn­inga þess frá Sam­herja á árunum 2014 til 2019. Í sam­skipt­unum reyndi Jón Óttar að slá á áhyggjur um að yfir­völd í Namibíu gætu haft upp á þeim greiðslum sem farið höfðu inn á leyni­reikn­inga í Dúbaí. „Við höf­um lok­að þeim ­reikn­ing­um. Auk þess hafa þeir ekki ­burð­i til þess að fara á eft­ir flókn­um aflands­við­skipt­u­m,“ sagði í einum tölvu­póst­in­um. Úr greinargerð saksóknara.

Frá þessu var fyrst greint í kvöld­fréttum RÚV í dag. Sú umfjöllun er unnin upp úr grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara Namib­íu, þar sem kraf­ist er að eignir Sam­herja sem metnar eru á nokkra millj­arða króna, verði kyrr­sett­ar. Í grein­ar­gerð­inni, sem Kjarn­inn fékk einnig aðgang að síð­degis í dag, er sex­menn­ing­unum og fimm Íslend­ing­um, undir for­ystu Þor­steins Más Bald­vins­sonar for­stjóra Sam­herja, lýst sem skipu­lögðum glæpa­hóp.

Vildi draga athygli frá leyni­reikn­ingum í Dúbaí

Í grein­ar­gerð­inni segir að James Hatuikulipi, sem er frændi tengda­sonar fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namibíu og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður rík­is­út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Fischor, hafi sent Sam­herja beiðni 28. maí 2019 þar sem hann vildi að útbúin yrðu gögn sem myndu láta út fyrir að sá hluti kvóta­leigu sem greiddur var til félags í Dúbaí hefði verið greiddur með fiski sem var sendur til Angóla. Þannig mætti draga athygli rann­sak­enda frá fjár­mun­unum sem greiddir voru inn á leyni­reikn­inga í Dúbaí. 

Auglýsing
Jón Óttar Ólafs­son svar­aði tölvu­póst­inum sama dag og sagði: „Er ein­hver hætta á því að upp­hæð­irnar sem greiddar voru „úti” upp­götv­ist? Þeir vilja ekki búa til neina papp­íra sem fjalla um fisk­flutn­inga en að síðan komi slóð pen­ing­anna í ljós.“ Úr greinargerð saksóknara.

Skömmu síðar skrif­aði hann í öðrum tölvu­pósti: „Ég held að þeir muni ekki hafa uppi á þeim greiðslum sem greiddar voru úr landi. Við höfum lokað þeim reikn­ing­um. Auk þess hafa þeir ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflands­við­skipt­u­m.“

Þegar James Hatuikulipi, eig­andi Dúbaí-­fé­lags­ins, var hand­tek­inn í nóv­em­ber á síð­asta ári, eftir að Kveik­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al-Jazeera höfðu afhjúpað meintar mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja og ráða­manna í Namib­íu, var lagt hald á far­síma hans. Ofan­greind tölvu­póst­sam­skipti fund­ust þegar sím­inn var rann­sak­að­ur. 

Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji birti rétt fyrir klukkan sjö í kvöld á heima­síðu sinni, vegna fyr­ir­spurna RÚV um sam­skipti Jóns Ótt­ars við James Hatuikulipi, segir m.a. : „Við höfum alfarið neitað því að félög tengd Sam­herja hafi greitt mútur eða aðrar óeðli­legar greiðsl­ur. Hvort sem það er í tengslum við rekst­ur­inn í Namibíu eða ann­ars stað­ar. Við lítum svo á að greiðsl­ur, í tengslum við rekst­ur­inn í Namib­íu, séu lög­mætar frá sjón­ar­hóli félaga sem tengj­ast Sam­herja. Í tengslum við rann­sókn á starf­sem­inni í Namib­íu, sem ráð­ist var í með full­tingi norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein, voru þús­undir tölvu­pósta yfir­farn­ir. Við ætlum ekki að fara í opin­bera rök­ræðu við Rík­is­út­varpið um einn þess­ara tölvu­pósta.“

Undir yfir­lýs­ing­una skrif­að­i ­Björgólfur Jóhanns­son, ann­ars for­stjóri Sam­herja.

Sam­skipti um greiðslur eftir að Jóhannes hætti

Við­skipta­hættir Sam­herja voru opin­beraðir í umfjöllun í nóv­em­ber 2019. Þar kom fram að fyr­ir­tækið hefði náð undir sig mjög verð­mætum hrossa­makríl­kvóta í land­inu með meintum mútu­greiðslum til tveggja ráð­herra í land­inu og manna í þeirra nán­ast hring. Þetta hafi átt sér stað um ára­bil og síð­ustu greiðsl­urnar verið milli­færðar fyrr á árinu 2019. Þær námu 1,4 millj­arði króna hið minnsta, sam­kvæmt því sem kom fram í umfjöllun Kveiks um mál­ið. Ráð­herr­arnir tveir,  Bern­hard Esau fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Sacky Shang­hala fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, hafa setið í gæslu­varð­haldi ásamt fimm öðrum mönnum frá því seint á síð­asta ári á meðan að namibísk yfir­völd rann­saka mál þeirra. Á meðal ann­arra sem sitja í gæslu­varð­haldi er áður­nefndur James Hatuikulipi og frændi hans Tam­son Hatuikulipi, tengda­sonur Esau. 

Sam­herji hefur ætið haldið því fram að Jóhannes Stef­áns­son, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu fram á mitt ár 2016 og upp­­­ljóstr­aði um við­­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins þar, hafi verið einn að verki þegar kom að greiðslum þar í landi sem stæð­ust ekki skoð­un. Sú afstaða getur þó ekki skýrt greiðslur sem áttu sér stað eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Sam­herja.

Í við­tali við norska við­skipta­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv í lok síð­asta árs sagði Björgólfur að greiðslur til félags James Hatuikulipi í Dúbaí, sem áttu sér stað á árinu 2019, að ekk­ert benti til þess að þær greiðslur væru ólög­leg­ar. Greiðsl­­urnar hafi verið fyrir kvóta auk greiðslna fyrir ráð­gjaf­­ar­­störf.

Unnið fyrir Sam­herja árum saman

Jón Óttar hefur unnið fyrir Sam­herja árum sam­an. Í nýlegu skaða­bóta­máli sem fyr­ir­tækið höfð­aði gegn Seðla­banka Íslands gerði Sam­herji alls skaða­bóta­kröfu upp á 306 millj­ónir króna. Tæpur helm­ingur þeirrar upp­hæð­ar, alls 135 millj­ónir króna, var vegna kostn­aðar við störf Jóns Ótt­ars fyrir fyr­ir­tæk­ið. Skaða­bóta­kröf­unni var hafnað og Sam­herji tap­aði mál­inu í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að Jón Óttar hefði allt frá því að umfjöllun Kveiks og Stund­­ar­innar um við­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu birt­ist þann 12. nóv­­em­ber á síð­­asta ári verið tíður gestur á Kaffi­­­fé­lag­inu, kaffi­­­húsi í miðbæ Reykja­vík­­­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan – en þar hitt­ist hópur fólks iðu­­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. 

Kjarn­inn greindi enn fremur frá því að Jón Óttar hefði ítrekað sent Helga skila­­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­­reikn­ing eig­in­­konu sinn­­ar. Ingi Freyr Vil­hjálms­­son, blaða­­maður á Stund­inni sem fjallað hefur um Sam­herja, fékk einnig send skila­­boð þar sem honum var hótað „um­­fjöll­un“.

Þá hefur Jón Óttar komið fram í mynd­böndum sem Sam­herji hefur látið vinna, þar sem blaða­menn sem fjallað hafa um Sam­herja hafa verið bornir þungum sök­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent