Mynd: RÚV/Skjáskot samherji
Mynd: RÚV/Skjáskot

Röngum aðila stefnt, skaðabótakröfum Samherja hafnað en Þorsteinn Már var beittur órétti

Samherji vildi að Seðlabanki Íslands yrði látinn greiða sér um 316 milljónir króna í bætur vegna rannsóknar á sér. Héraðsdómur hefur hafnað þessari kröfu, segir röngum aðila stefnt og gefur lítið fyrir rökstuðning á mörg hundruð milljón króna skaðabótakröfu. Seðlabanki Íslands sýndi hins vegar af sér saknæma og ólögmæta háttsemi í garð Þorsteins Más Baldvinssonar, sem fær greiddar bæði skaða- og miskabætur.

Sjáv­ar­út­vegs­ris­inn Sam­herji stefndi árið 2019 Seðla­banka Íslands til greiðslu skaða- og miska­bóta vegna rann­sóknar þess síð­ar­nefnda á ýmsum ætl­uðum brotum fyr­ir­tæk­is­ins á meðan að fjár­magns­höft voru við lýði á Ísland­i. 

Sam­herji fór fram á alls 316 millj­ónir króna í skaða- og miska­bætur vegna rann­sóknar Seðla­bank­ans á fyr­ir­tæk­inu. Sam­hliða stefndi Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, bank­anum per­sónu­lega og fór fram á sam­an­lagt 6,5 millj­ónir króna í bæt­ur.

Skaða­bótakrafa Sam­herja, sem var upp á 306 millj­ónir króna, byggði meðal ann­ars á kostn­aði við einn starfs­mann, rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­inn fyrr­ver­andi Jón Óttar Ólafs­son, sem hefur starfað fyrir Sam­herja um nokk­urra ára skeið. Kostn­aður vegna starfa hans var sagður 135 millj­ónir króna. 

Á föstu­dag var Seðla­­banki Íslands sýkn­aður af kröfum Sam­herja, en fyr­ir­tæk­inu var gert að greiða 3,5 millj­ónir króna í máls­kostn­að.

Bank­inn var hins vegar dæmdur til að greiða Þor­­steini Má per­­són­u­­lega tvær og hálfa milljón króna í skaða­bætur og tvö hund­ruð þús­und krónu að auki í miska­bætur í hans per­­són­u­­lega máli gegn bank­an­um sem talin er hafa sýnt af sér ólög­mæta og sak­næma hátt­semi gagn­vart hon­um. Auk þess þarf Seðla­banki Íslands að greiða um 1,5 milljón króna í máls­kostn­að. 

Auglýsing

Hér að neðan verður það helsta úr dómum í mál­unum tveimur rak­ið.

Röngum aðila stefnt

Sam­herji höfð­aði mál gegn Seðla­banka Íslands og krafð­ist skaða- og miska­bóta vegna hús­leit­ar- og hald­lagn­ing­ar­að­gerða í svoköll­uðu Seðla­banka­máli. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hafn­aði kröfum Sam­herja, meðal ann­ars  á þeirri for­sendu að fyr­ir­tækið hafi átt að beina bóta­kröfum vegna hús­leit­ar- og hald­lagn­ing­ar­að­gerða að íslenska rík­inu sam­kvæmt bóta­reglum laga um með­ferð saka­mála, ekki Seðla­bank­an­um. Því hafi röngum aðila verið stefn­t. 

Dóm­ar­inn í mál­inu, Kjartan Bjarni Björg­vins­son, gaf auk þess lítið fyrir skaða­bóta­kröfu Sam­herja í mál­inu. Hún var sögð vera vegna lög­fræði- og sér­fræði­kostn­aðar sem komi til við­bótar við kostnað hans vegna eig­in­legs mála­rekst­urs í mál­inu vegna stjórn­valds­sektar sem var lögð á fyr­ir­tæk­ið, og fór Sam­herji fram á 305,8 millj­ónir króna frá Seðla­banka Íslands vegna hans. 

Í dómnum segir að um umfang tjóns­ins hafi Sam­herji vísað til bréfa end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins KPMG ehf., sem dag­sett voru ann­ars vegar 24. maí og hins vegar 13. ágúst 2019. Í dómnum segir að ljóst sé að Sam­herji hafi „aflað þess­ara skjala ein­hliða og án aðkomu stefnda, en í skjöl­unum er bein­línis tekið fram að það séu stjórn­endur stefn­anda sem séu ábyrgir fyrir þeirri sam­an­tekt kostn­aðar sem skjölin byggj­ast á. Í sam­ræmi við almenn sjón­ar­mið einka­mála­rétt­ar­fars um sönn­un­ar­mat á gögnum sem aflað er með þessum hætti verður að telja að þessi skjöl hafi tak­markað sönn­un­ar­gildi og að með þeim séu ekki færðar við­hlít­andi sönnur á meint tjón stefn­anda vegna rann­sóknar stefnda.“

Már Guðmundsson var seðlabankastjóri á meðan að á rannsókninni á Samherja stóð.
Mynd: Bára Huld Beck

Sömu sögu er að segja um skrif­lega aðila­skýrsla fyr­ir­svars­manns Sam­herja, sem dag­sett er 20 jan­úar 2020 og lögð var fyrir dóm­inn. Dóm­ar­inn telur hana í besta falli hafa tak­markað sönn­un­ar­gildi um deilu­efn­ið. „Það athug­ast einnig að fram­lagn­ing aðila­skýrslu af þessu tagi felur í sér skrif­legan mál­flutn­ing sem er í and­stöðu við almennar reglur laga.“ 

135 millj­ónir vegna félaga Jóns Ótt­ars

Varð­andi önnur gögn sem Sam­herji lagði fram til að rök­styðja skaða­bóta­kröfu sína þá segir í dómnum að margt sé óljóst að hvaða leyti sú vinna og kostn­aður sem þar sé vísað til teng­ist rann­sókn Seðla­banka Íslands og skaða­bóta­skyldri hátt­semi í því sam­bandi. „Af skýrslu­tökum fyrir dómi verður raunar ráðið að sumir þeirra reikn­inga sem stefn­andi hefur vísað til í mál­inu séu vegna kostn­aðar sem tæp­lega verða taldir í mál­efna­legum tengslum við rann­sókn stefnda eða aðrar aðgerð­ir. Á það meðal ann­ars við um reikn­ing Lex lög­manns­stofu að fjár­hæð 55,5 millj­ónir vegna kostn­aðar sem Arna Bryn­dís McClure, starfs­maður stefn­anda, kvað meðal ann­ars ann­ars að kom­inn væri til vegna umfangs­mik­illa starfa í tengslum við kæru til Mann­rétt­inda­dóm­stóls fyrir breskt fyr­ir­tæki en Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hefði síðan vísað kærunni frá. Engin frek­ari gögn um þá vinnu og hvernig hún teng­ist þeirri hátt­semi stefnda sem skaða­bótakrafa stefn­anda bygg­ist á liggja hins vegar fyrir í mál­in­u.“

Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður.
Mynd: Skjáskot/Samherji

Stór hluti af skaða­bóta­kröfu Sam­herja var vegna greiðslna til tveggja félaga, Juralis-ráð­gjaf­ar­stofu slhf. og PPP sf. Alls var um að ræða útgefna reikn­inga upp á rúm­lega 135 millj­ónir króna sem féllu til vegna ráð­gjafa­starfa Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­manns, sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum saman að ýmis konar verk­efn­um. 

Í dómnum segir að það verði ekki sé af gögnum máls­ins að ráð­gjafa­störf Jóns Ótt­ars hafi verið nauð­syn­leg vegna rann­sóknar Seðla­bank­ans á starf­semi Sam­herja og þar með afleið­ingi af hátt­semi bank­ans sem sjá mátti fyr­ir.„ Hefur dóm­ur­inn þá litið til þess að gögn sem lögð hafa verið fyrir dóm­inn bera ekki merki um að hvaða leyti störf Jóns Ótt­ars og gögn sem hann afl­aði voru nýtt af hálfu stefn­anda í sam­skiptum hans við og mála­rekstri gegn stefnda og við önnur stjórn­völd. Í ljósi þessa getur skýrsla Jóns Ótt­ars fyrir dómi heldur ekki rennt full­nægj­andi stoðum undir að þessi kostn­aður eigi að telj­ast til bóta­skylds tjóns vegna hátt­semi stefnda.“ 

Auglýsing

Sömu sjón­ar­mið og rakin voru hér að ofan, um sönnun tjóns, eru í dómnum sögð eiga við um aðra reikn­inga sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­inga og lög­manna sem Sam­herji lagði fram í mál­inu. „Er sönn­un­ar­færsla stefn­anda sama marki brennd að því leyti að umræddir reikn­ingar geta einir og sér ekki talist full­nægj­andi sönnun fyrir því að kostn­að­ur­inn sem þar greinir verði tal­inn til bóta­skylds tjóns stefn­anda.“ 

Ekki hægt að nota bók sem rök fyrir bóta­skyldu

Þegar Garðar Gísla­son, lög­maður Sam­herja, flutti málið fyrir hönd skjól­stæð­ings síns í hér­aðs­dómi í sept­em­ber sagði hann að Seðla­bank­inn hefði valdið Sam­herja marg­földu tjóni. Því til stuðn­ings vís­aði hann meðal ann­ars í bók­ina Gjald­eyr­is­­eft­ir­litið – Vald án eft­ir­lits? eft­ir Björn Jón Braga­­son frá ár­inu 2016. Hann sagði að af bók­inni mætti ráða að eng­inn rök­studd­ur grun­ur hafi verið fyr­ir hendi fyrir aðgerðum Seðla­banka Íslands gagn­vart Sam­herja. Sam­­kvæmt frétt í Frétta­­tím­­anum frá því í des­em­ber 2016 keypti Sam­herji heilt upp­­lag af umræddri bók og gaf starfs­­mönnum sínum í jóla­­gjöf. 

Dóm­ur­inn segir að hann fái „hvorki séð að umrædd umfjöllun hafi sönn­un­ar­gildi fyrir máls­á­stæðum stefn­anda eftir þeim sjón­ar­miðum sem hér hafa verið rakin né að almenn skírskotun til efnis sömu umfjöll­unar feli sér full­nægj­andi reifun á atvikum sem varða eiga bóta­skyld­u.“

Störf yfir­lög­fræð­ings

Bótakrafa Sam­herja í mál­inu tók einnig til svo­nefnds innri kostn­aður sem fyr­ir­tækið sagði að hefði fallið til vegna eigin vinnu starfs­manna þess, sem rann­sókn Seðla­bank­ans hefði kallað á. Þar var meðal ann­ars vísað í launa­kostnað yfir­lög­fræð­ings Sam­herja, Örnu Bryn­dísar McClure, frá því hún hóf störf hjá fyr­ir­tæk­inu í maí 2013 og í 23 mán­uði þar eft­ir. „Af hálfu stefn­anda er byggt á því að Arna Bryn­dís hafi á þessu tíma­bili ein­göngu sinnt verk­efnum sem sprottið hefðu af rann­sókn stefnda.“

Dóm­ur­inn taldi gögn ekki hafa verið lögð fram sem bæru vott um hvaða vinnu Arna lagði af mörkum í þágu Sam­herja vegna rann­sóknar stefnda, t.d. skjöl sem hún útbjó eða bréf sem hún skrif­aði. „Tak­mörkuð sönn­un­ar­færsla stefn­anda um tjón sitt hvað þetta varðar gerir enn fremur að verkum að dóm­ur­inn getur ekki tekið afstöðu til þess að hversu miklu leyti störf Örnu voru tengd hús­leit­ar- og hald­lagn­ing­ar­að­gerðum sam­kvæmt kröfu stefnda, þar sem dóm­ur­inn hefur hafnað bóta­skyldu, og hversu stór þáttur starfa hennar sneri að rann­sókn stefnda, þar sem dóm­ur­inn hefur fall­ist á að til­tekin skil­yrði skaða­bóta­skyldu séu upp­fyllt. Í ljósi þessa duga skýrslur fyr­ir­svars­manns stefn­anda og Örnu sjálfrar sem vitnis ekki til sem sönn­un­ar­gagn til þess að dóm­ur­inn geti fall­ist á þann mála­til­búnað stefn­anda að störf Örnu á tæp­lega tveggja ára tíma­bili hafi alfarið verið helguð rann­sókn stefnda.“ 

Frétta­flutn­ingur ekki við­un­andi sönn­un­ar­færsla

Til við­bótar var hluti af bóta­kröfu Sam­herja til vegna launa­kostn­aðar fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra félags­ins, Sig­ur­steins Ingv­ars­son­ar, í upp­sagn­ar­fresti frá 1. júní til 31. októ­ber 2016, en hann hvarf frá störfum hjá Sam­herja í kjöl­far and­legra veik­inda sem hann segir að hafi verið bein afleið­ing aðgerða og rangra ásak­ana Seðla­bank­ans á hendur hon­um. 

Tekist var á um málin í héraðsdómi í september.
Mynd: Arnar Þór Ingólfsson

Í dómnum segir að ekki sé ástæða til að vefengja fram­burð Sig­ur­steins í skýrslu fyrir dómi um að rann­sókn stefnda hafi verið honum afar þung­bær. Hins vegar sé það Sam­herja að sanna að fyr­ir­tækið hafi orðið fyrir fjár­hags­legu tjóni af þessum sökum sem rakið verði til bóta­skyldrar hátt­semi Seðla­bank­ans. „Í þessu sam­bandi er ekki unnt að horfa fram­hjá því að stefn­andi hefur ekki lagt fram nein frek­ari gögn t.d. um óvinnu­færni Sig­ur­steins og hvernig hún teng­ist rann­sókn stefnda, sem geta orðið grund­völlur dóms­nið­ur­stöðu um þetta atriði sam­kvæmt reglum skaða­bóta­rétt­ar­ins. Þannig verður ekki talið að gögn sem stefn­andi hefur lagt fram um frétta­flutn­ing af starfs­lokum Sig­ur­steins af vef­síð­unum audlind­in.is, vb.is og vis­ir.is og ummæli sem þar eru höfð eftir honum geti talist við­un­andi sönn­un­ar­færsla fyrir bóta­kröfu að þessu leyti. Verður af þeim sökum að hafna bóta­kröfu stefn­anda að því er þennan lið kröfu hans varð­ar­.“ 

Í dómnum er sér­stak­lega tekið fram að engin afstaða sé tekin til þess hvort Sig­ur­steinn kunni per­sónu­lega að eiga kröfu á Seðla­bank­ann vegna rann­sókn­ar­innar sem málið fjallar um. 

Öllum bóta­kröfum Sam­herja var því hafnað og fyr­ir­tæk­inu gert að greiða 3,5 millj­ónir króna í máls­kostn­að. Sam­herji hefur þegar ákveðið að áfrýja nið­ur­stöð­unni.

Sak­næm og ólög­mæt hátt­semi

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, stefndi Seðla­bank­anum líka í eigin nafni og krafð­ist bæði skaða- og miska­bóta upp á sam­tals 6,5 millj­ónir króna. 

Dóm­ur­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu í máli Þor­steins Más að hafna þyrfti þeim sjón­ar­miðum Seðla­banka Íslands að röng túlkun bank­ans á refsi­heim­ildum og beit­ing á sekt­ar­heim­ild gegn Þor­steini má í sept­em­ber 2016, sem Hæsti­réttur dæmdi ólög­mæta rúmum tveimur árum síð­ar, væri afsak­an­leg í ljósi atvika máls­ins. „Verður því lagt til grund­vallar að sú ranga túlkun á refsi­heim­ildum sem stefndi við­hafði við með­ferð máls stefn­anda og þegar stefndi tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. sept­em­ber 2016 hafi falið í sér sak­næma og ólög­mæta hátt­sem­i.“

Auglýsing

Þor­steinn Már taldi að tjón sitt vegna þessa hefði einkum orðið vegna kostn­aðar af vinnu lög­manns við að fá ólög­mætri stjórn­valds­á­kvörðun Seðla­bank­ans um álagn­ingu stjórn­valds­sektar hnekkt og kostn­aði vegna þeirrar vinnu sem féll til eftir að haf­ist var handa við þá vinn­u. 

Grein í Stund­inni og sam­skipti við blaða­mann Morg­un­blaðs­ins

Í dómnum kemur fram að sam­kvæmt tíma­skrá sem Þor­steinn Már lagði fram í mál­inu hófst sú vinna lög­manna og lög­fræð­inga sem bótakrafa stefn­anda byggð­ist á 22. mars 2018 og stóð til 5. júlí 2019 og nam sam­an­lagt alls 167,25 vinnu­stund­um. Kostn­að­ur­inn var sam­tals tæp­lega 5,9 millj­ónir króna en Þor­steinn Már ákvað að tak­marka skaða­bóta­kröf­una við fimm millj­ónir króna. 

Dóm­ur­inn seg­ir, í nið­ur­stöðu sinni, að hann telji „ljóst að hluti af þeirri vinnu sem vísað er til af hálfu stefn­anda og sam­svar­andi kostn­aður vegna hennar verði ekki tal­inn til tjóns sem rakið verði með beinum hætti til bóta­skyldrar hátt­semi stefnda í þessu máli. Á það til dæmis við um fundi hjá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, yfir­ferð á grein í Stund­inni og sam­skipti við til­greindan blaða­mann hjá Morg­un­blað­inu. Þá er jafn­framt ljóst af tíma­skránni að veru­legur fjöldi þeirra vinnu­stunda sem þar er vísað til er kom­inn til vegna sam­skipta stefn­anda við lög­mann, sem og sam­skipta lög­manns stefn­anda við Örnu Bryn­dísi McClure, lög­fræð­ing Sam­herja hf. Að mati dóms­ins verður ekki ráðið hvernig og að hvaða leyti umrædd sam­skipti og kostn­aður vegna þeirra verði talin afleið­ing af bóta­skyldri hátt­semi stefnda.“

Hins vegar telur dóm­ur­inn að það verði ekki um villst að stærstur hluti þess kostn­aðar sem Þor­steinn Már vís­aði til sé kom­inn til vegna lög­fræði­kostn­aðar af beiðni til hans um að ákvörðun um álagn­ingu sektar yrði end­ur­skoðuð sem og vegna kvört­unar til umboðs­manns Alþingis og sam­skipta við Seðla­bank­ann eftir að álit umboðs­manns lá fyr­ir. „Verður að telja að kostn­aður vegna þess­arar vinnu sé afleið­ing af hinni ólög­mætu máls­með­ferð stefnda og eðli­legt hafi verið að stefn­andi leit­að­ist við að rétta hlut sinn með þeim hætti að óska end­ur­skoð­unar á ákvörðun stefnda og bera málið í kjöl­farið undir umboðs­mann Alþing­is.“

Samherji er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Það rekur meðal annars umfangsmikla vinnslu á Dalvík.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Því var fall­ist á kröfu Þor­steins Más um skaða­bæt­ur, en í ljósi þess að tíma­skráin sem hann byggði kröfu sína á var ekki alls kostar nákvæm um þá vinnu sem kostn­aður hans staf­aði af varð fjár­hæð bóta ákveðin að álitum 2.480.000 krón­ur, eða tæpur helm­ingur þess sem Þor­steinn Már fór fram á. „Við ákvörðun bót­anna hefur dóm­ur­inn jafn­framt horft til þess að mála­rekstur stefn­anda beind­ist alfarið að því að ekki hefðu verið fyrir hendi við­hlít­andi laga­heim­ildir fyrir ákvörðun stefnda um álagn­ingu stjórn­valds­sektar í máli stefn­anda. Verður því ekki séð að kostn­aður vegna sam­skipta og funda stefnda sem og starfs­manna Sam­herja hf. við lög­mann stefn­anda verði rak­inn til hátt­semi stefnda í máli því sem hér er til umfjöll­unar og tal­inn til senni­legrar afleið­ingar af henn­i.“

Fékk minna en helm­ing af því sem sóst var eftir

Þor­steinn Már fór líka fram á 1,5 millj­ónir króna í miska­bæt­ur. Sú krafa byggði á því að Seðla­bank­inn hefði, með stjórn­valds­á­kvörðun sinni og álagn­ingu stjórn­valds­sektar á hendur Þor­steini Má, gerst sekur um ólög­mæta mein­gerð gegn æru og per­sónu hans. Hann taldi að margra ára rann­sókn­ar­að­gerðir Seðla­bank­ans, stjórn­valds­sektin og opin­ber umræða um mál Þor­steins Más eftir að umboðs­maður Alþingis lét í té álit sitt á því hefði „laskað orð­spor stefn­anda.“

Dóm­ur­inn segir að engin gögn liggi fyrir í mál­inu um að opin­ber umræða hafi átt sér stað um þær ákvarð­anir sem beindust að Þor­steini per­sónu­lega í mál­inu „að öðru leyti en því sem stefn­andi kaus sjálfur að fjalla um þau mál, eins og ráðið verður af þeirri fjöl­miðlaum­fjöllun sem stefn­andi hefur lagt fyrir dóm­inn. Verður því að hafna mála­til­bún­aði stefn­anda um að stefndi hafi gerst sekur um ólög­mæta mein­gerð sem hafi laskað orð­spor hans.“Auglýsing

Hins vegar liggi fyrir sú nið­ur­staða dóms­ins að Seðla­bank­inn hefði með réttu mátt draga þá ályktun af ákvörð­unum rík­is­sak­sókn­ara frá 20. maí 2014 að ekki væru fyrir hendi heim­ildir til þess að Þor­steinn Már yrði beittur við­ur­lögum vegna þeirrar hátt­semi sem Seðla­bank­inn ákvað að gera honum stjórn­valds­sekt fyrir með ákvörðun sinni 1. sept­em­ber 2016. Sú ákvörðun Seðla­bank­ans að leggja stjórn­valds­sekt á Þor­stein Má hafi því falið í sér ólög­mæta mein­gerð gegn per­sónu hans. „Verður því fall­ist á að stefn­anda beri miska­bætur vegna þess­arar hátt­semi stefnda og þykja þær hæfi­lega ákveðnar 200.000 krón­ur.“

Þor­steinn Már fékk því dæmdar tæp­lega 2,5 millj­ónir króna í skaða­bæt­ur, 200 þús­und krónur í miska­bætur og Seðla­banka Íslands var gert að greiða máls­kostnað upp á tæp­lega 1,5 millj­ónir króna. 

Per­sónu­legur sigur

Sam­herji birti til­kynn­ingu um dómana á föstu­dag, eftir að þeir voru gerðir opin­ber­ir, á heima­síðu sinni. Þar er haft eftir Þor­steini Má að nið­ur­staðan í hans máli sé per­sónu­legur sigur sem stað­festi það sem hann hafi haldið fram frá önd­verðu. „Það var eng­inn grund­völlur fyrir þess­ari sekt­ar­á­kvörðun Seðla­bank­ans og sektin var ólög­mæt. Þetta mál mitt sner­ist ekki um bæt­urnar sem slíkar heldur það grund­vall­ar­at­riði að fá þessa röngu nið­ur­stöðu Seðla­bank­ans leið­rétta. Ég er því mjög ánægður með nið­ur­stöð­una. Dóm­ur­inn í því máli sem Sam­herji höfð­aði er hins vegar von­brigð­i.“

Þor­steinn Már segir einnig að stjórn­endur Sam­herja telji, eftir að hafa farið yfir dóms­nið­ur­stöður í báðum mál­un­um, að for­sendur dóms í máli Sam­herja séu ekki í sam­ræmi við nið­ur­stöð­una í hans máli. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að áfrýja dómi í máli Sam­herja gegn Seðla­bank­anum til Lands­rétt­ar.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar