Mannanafnanefnd á móti frumvarpi sem myndi leggja niður mannanafnanefnd

Afar skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi sem eykur frelsi til að ráða eigin nafni og myndi leggja niður mannanafnanefnd. Sumir sérfræðingar telja málið mikla bót en aðrir að það sé firnavont.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram.
Auglýsing

„Mannanafnanefnd telur fyrirliggjandi frumvarp ekki vera til bóta og beinlínis skaðlegt íslenskri tungu og leggst gegn því að það verði samþykkt.“

Svona hljómar niðurlag umsagnar mannanafnanefndar um um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem kveður á um að for­eldr­ar fái aukið frelsi til þess að nefna börn sín og að ein­stak­ling­ar fái aukið frelsi til þess að ráða eig­in nafni. 

Einnig kveður það á um að ein­stak­ling­ar geti tekið upp ný ætt­ar­nöfn, að börn 15 ára og eldri fái að ráða sjálf eig­in nafni og ákveðin tak­mörk á að for­eldr­ar geti ekki gefið börn­um sín­um nöfn sem séu þeim til ama.“

Samkvæmt frumvarpinu verður mannanafnanefnd lögð niður. Sú nefnd hefur meðal annars haft þau verkefni um áratugaskeið að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil, að vera prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Þjóðskrá Íslands og forsjármönnum barna til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn. Þá sker nefndin úr „öðrum álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar.“  Úrskurðum mannanafnanefndar er ekki unnt að skjóta til æðra stjórnvalds.

Áslaug Arna hefur þegar sagt frá því opinberlega að hún telji að meirihluti sé fyrir samþykkt frumvarpsins á þingi. Sambærileg frumvörp hafa áður verið lögð fram en ekki hlotið brautargengi.

Mannanafnanefnd á móti því að vera lögð niður

Mannanafnanefnd gerir ýmiskonar efnislegar athugasemdir við frumvarp ráðherrans. Hún leggst til að mynda gegn því að gerð verði undantekning frá íslenskum ritreglum hvað mannanöfn varðar þannig að einstaklingum verði í sjálfvald sett hvernig þeir riti nöfn sín. 

Auglýsing
Þá telur nefndin að mikil mistök yrðu gerð ef felld yrði úr gildi hin æviforna kenninafnahefð Íslendinga. „Nú þegar er heimilt skv. lögum að taka upp millinafn, sem almennt eru notuð eins og ættarnöfn, sem nefndin telur að tryggi rétt þeirra sem notast vilji við ættarnöfn. Mannanafnanefnd telur að það sé aðeins hávær minnihluti sem vilji fella úr gildi ákvæði laga um kenninöfn og að rita beri íslensk nöfn í samræmi við íslenskar ritreglur og skorar á Alþingi að breyta ekki lögum hér um nema að vel athuguðu máli.“

Þá er mannanafnanefnd andsnúin því að nefndin verði lögð niður. Í umsögn hennar segir: „Fær nefndin ekki séð að það sé til gagns að leggja nefndina niður og fela starfsmönnum Þjóðskrár, sem ekki hafa til þess sérstaka menntun, að taka ákvarðanir hér um sbr. einnig ákvarðanir skv. 4. gr. frumvarpsins. Bent skal á að sums staðar (til dæmis í Póllandi) eru ákvarðanir um mannanöfn einmitt teknar með þessum hætti.“

Í umsögninni, sem nefndarmennirnir Auður Björg Jónsdóttir lögmaður og Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku máli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands skrifa undir, segir að núgildandi lög séu ekki fullkomin og mannanafnanefndin telji ýmsa vankanta á þeim, sem þó sé ekki endilega leyst úr með fyrirliggjandi frumvarpi. 

Nefndin telur eðlilegast að samráð yrði haft við hana um hvernig megi bæta núgilandi lög um mannanöfn til að regluverkið „sé sem skýrast og sanngjarnast en ekki sé ástæða til að fella lögin niður í heild sinni.“

„Ég veit ekki af hverju ég er að þessu“

Fleiri eru á móti frumvarpinu. Þar á meðal Guðrún Kvaran, mál­fræðing­ur, pró­fess­or emeritus og fyrr­ver­andi nefnd­armaður í manna­nafna­nefnd. 

Hún skrifar umsögn þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér að gera það. Í henni stendur meðal annars: „Ég sendi inn tvö álit um frumvörp til laga um mannanöfn í mars og október 2018. Allt sem í þeim stendur er enn bjargföst skoðun mín. Ég mætti á fundi hjá allsherjarnefnd en mér fannst áhugi nefndarmanna afar takmarkaður á því sem ég hafði að segja. Ég ætlaði því ekki að skrifa um þetta frumvarp, var eiginlega búin að fá nóg af því að hjakka í sama farinu, en fjöldi samtala við fólk á öllum aldri og af öllu landinu hefur setið í mér og ég ákvað að setjast niður einu sinni enn og senda inn nú á síðasta degi. Í gærkvöldi hringdi nefnilega öldruð kona frá Egilsstöðum og sagði: „Hvert erum við að stefna, Guðrún, hvað er Alþingi að hugsa?“ Við áttum langt og gott samtal og ég hygg að konunni hafi liðið betur þegar við kvöddumst þótt ég hafi ekki átt gott svar handa henni en sjálfri leið mér ekki vel.“

Auglýsing
Guðrún gerir síðan margháttaðar athugasemdir við frumvarpið og segir í lok umsagnarinnar að hún gæti skrifað mun lengra mál um framlagt frumvarp. „Mér finnst frumvarpið firnavont og engu betra en þau tvö sem ég skrifaði um 2018. Ég veit ekki af hverju ég er að þessu, e.t.v. fyrir öldruðu konuna á Egilsstöðum.“

Ármann Jakobsson, prófessor, formaður Íslenskrar málnefndar og bróðir Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, segir frumvarpið vandvirknislega unnið miðað við fyrri frumvörp um málið. Einkum sé greinargerðin vönduð og ætti að hjálpa þingmönnum að gera upp hug sinn í þessu flókna máli. Hann telur þó ekki heppilegt að leggja niður mannanafnanefnd. Betra væri að hún yrði til áfram og „alþingismenn létu moldviðrið gegn henni sem vind um eyru þjóta. Að minnsta kosti ætti hún að vera til sem ráðgefandi sérfræðinga.“

Fólk ætti að fá að kalla sig því nafni sem það kýs

Alls hafa borist 16 umsagnir um málið. Á meðal þeirra sem sendu inni slíka var Salvör Nordal, Umboðsmaður barna

Í niðurlagi umsagnar hennar segir að umboðsmaður barna hvetji til samþykktar frumvarpsins „til að tryggja stálpuðum börnum þau mikilvægu réttindi sem felast í sjálfsákvörðunarrétti yfir eigin nafni, því sem helst einkennir okkur sem einstaklinga.“ 

Mannréttindaskrifstofa Íslands styður sömuleiðis frumvarpið, samkvæmt umsögn, enda telur hún að fólk ætti „almennt að fá að kalla sig því nafni sem það helst kýs.“

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, er einnig jákvæður í garð frumvarpsins. Hann kemst að eftirfarandi niðurstöðu í sinni umsögn: „Fyrirliggjandi frumvarp skaðar ekki íslenska tungu á nokkurn hátt, en er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun stjórnarskrár og mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í íslenska málstefnu en samræmast ekki jafnréttishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orðið til þess að ala á neikvæðum viðhorfum fólks til íslenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar