Fjölþáttahernaður og fjölþáttaógnir

Víða um heim er reynt að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar með ýmsum hætti, til dæmis með því að brjótast inn í kerfi, spilla með veirum, dreifa áróðri og fölsuðum upplýsingum. Hver er staða þessara mála á Íslandi?

image-28.png
Auglýsing

Fjöl­þáttaógnir (e. hybrid threats) og fjöl­þátta­hern­aður (e. hybrid warfare) verða sífellt meira áber­andi og eru gjarnan nefnd í sömu andrá og netógnir (e. cyber threats). Fjöl­þátta­hern­aður hefur verið stund­aður frá fyrstu tíð en inter­netið hefur gjör­breytt aðstæðum og gert fleirum mögu­legt að stunda slíkan hernað og valda slíkum ógnum á fjöl­breytt­ari máta, m.a. með dreif­ingu fals­frétta. Nú er kosn­inga­bar­áttan fyrir for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum í algleym­ingi og svo virð­ist að erlend ríki, sér í lagi Rúss­land, gangi lengra í því að reyna að hafa áhrif á nið­ur­stöður þeirra en nokkru sinni fyrr. Spyrja má í því sam­hengi: Hver er staða þess­ara mála á Íslandi, hefur eitt­hvað sam­bæri­legt verið að ger­ast eða gæti gerst hér á landi og eru stjórn­völd að gera eitt­hvað til að efla við­búnað vegna fjöl­þáttaógna?

Hvað eru fjöl­þáttaógn­ir?

Mik­il­vægt er að greina á milli fjöl­þáttaógna og netógna því netið er bara eitt af tækj­unum sem beitt er í nútíma fjöl­þátta­hern­aði; til að brjót­ast inn í hin ýmsu kerfi, spilla með veirum eða dreifa áróðri og fölsuðum upp­lýs­ing­um. Með sífellt þró­aðri tækni má ná til þeirra aðila og hópa sem áróð­ur­inn bein­ist að með bein­skeytt­ari aðferðum sem áður voru óhugs­andi. Fjöl­þátta­hern­aður getur síðan auð­vitað einnig beinst að sam­skipta­kerf­unum sjálfum sem og öðrum kerfum sam­fé­lags­ins.

Fjöl­þátta­hern­aður hefur í raun verið til frá upp­hafi vega, t.d. í formi njósna, áróð­urs, blekk­inga og skemmd­ar­verka, ýmist til að grafa undan ríkj­andi stjórn­völdum í landi and­stæð­inga, eða ná und­ir­tökum í átökum og völdum í eigin landi. Þannig má sá fræjum tor­tryggni, magna upp óvissu um hvað sé satt og rétt og raska þannig póli­tískri sam­heldni. Það getur síðan tor­veldað ákvarð­ana­töku sem aftur getur hindrað rétt við­brögð við hættu­á­standi eða árás­um. Ógn­irnar þurfa ekki endi­lega að vera beinar eða virð­ast hættu­legar og kunna að líta vel út á yfir­borð­inu T.d. eins og efna­hags­legur stuðn­ing­ur, sem í raun gæti falið í sér þving­anir þar sem eitt­hvað hangir á spýt­unni. Kjarni máls­ins er að fjöl­þáttaógnir útmá línur á́ milli frið­ar, hættu­á­stands og stríðs sem gerir þær við­sjár­verð­ari og hættu­legri en sýn­ist í fyrstu.

Auglýsing
Gott dæmi um hefð­bund­inn fjöl­þátta­hern­að, úr ekki svo fjar­lægri for­tíð, er þegar bresk og banda­rísk stjórn­völd steyptu hinum lýð­ræð­is­lega kjörna Múhameð Mossa­deq af stóli for­sæt­is­ráð­herra Írans árið 1953. Hann hafði þá þjóð­nýtt olíu­lindir sem Bretar höfðu að mestu hirt arð­inn af og stað­fest hefur verið að CIA stjórn­aði aðgerðum sem gengu út á múta her­for­ingjum og fram­leiða og dreifa áróðri, sem gróf undan stjórn­völdum og studdi þar með við valdarán­ið. Slíkt fram­ferði Banda­ríkja­manna tíðk­að­ist víða um heim fram eftir tutt­ug­ustu öld (og gerir kannski enn), m.a. í Mið- og Suður Amer­íku­ríkjum þar sem Banda­ríkja­menn voru iðnir við að koma vinstrisinn­uðum stjórn­um, sem voru óþægur ljár í þúfu, frá völd­um.

Stjórn­málin á tímum upp­lýs­inga­óreið­unnar

Svo virð­ist sem hið gríð­ar­lega upp­lýs­inga­flæði sem Inter­netið býður upp á hafi gefið því sem kalla mætti stað­leysu­stjórn­mál aukið vægi, þar sem fyrst og fremst er höfðað til til­finn­inga og skautað fram­hjá stað­reyndum og smá­at­rið­um. Gott dæmi um þetta er slag­orðið „Make Amer­ica Great Aga­in“. Þar er vísað til for­tíðar sem böðuð er dýrð­ar­ljóma alls þess góða sem var en ekki minnst á allt það slæma sem sem einnig var til stað­ar.

Til­finn­ingar eru útgangs­punktur á kostnað álits sér­fræð­inga, sem gjarnan er vísað er á bug með þeim rökum að þeir séu ein­angr­aðir í sínum fræða­heimi. Þetta and­rúms­loft nærir það sem kall­ast stað­fest­ing­ar­skekkja, sem er sú til­hneig­ing að leita ein­ungis skýr­inga sem styðja fyr­ir­fram­gefnar álykt­an­ir. Þegar fólk hefur með­tekið rangar upp­lýs­ingar verður því eðli­lega erfitt að leið­rétta þær, sér­stak­lega ef þessar röngu upp­lýs­ingar styðja sjón­ar­mið sem þegar hefur verið haldið fram. Þetta er sá jarð­vegur sem upp­lýs­inga­óreiðan þrífst í.

Nútíma fjöl­þáttaógnir eru því langt í frá bundnar við milli­ríkja­á­tök og hefð­bundin stríð því fjöl­þátta­hern­aði má beita árum saman á skil­greindum frið­ar­tím­um. Vel skipu­lagðar fjöl­þátta­árás­ir, sem nýta sér inter­netið til að skapa upp­lýs­inga­óreiðu, setja fram stað­reyndir sem eru svo trú­verð­ugar að nán­ast er von­laust fyrir hinn almenna borg­ara að greina þær og véfengja. Fals­fréttir og falskar upp­lýs­ingar hafa heldur ekki ein­ungis bein áhrif, vegna þess að um leið og þær eru orðnar við­teknar má nota það í póli­tískum til­gangi – t.d. að afneita ýmsum óþægi­legum stað­reyndum á þeim for­sendum að þær séu fals­frétt­ir, eða „fake news“. 

Banda­ríkin auð­velt skot­mark

Banda­ríkin eru kannski að fá allan yfir­gang­inn á und­an­förnum ára­tugum í bakið því þau hafa setið undir umfangs­miklum fjöl­þátta­árásum und­an­farin ár, sem er hugs­an­lega eina raun­hæfa leiðin til að klekkja á hinu öfl­uga her­veldi. Kenn­ingar um fjöl­þátta­hernað gera einmitt ráð fyrir því að grund­vall­ar­at­riði til að verj­ast slíkum árásum séu seigla og sam­heldni sam­fé­lags­ins fremur en vopna­við­bún­að­ur. Ríki eins og Rúss­land og Kína sem eru í stöðugri vald­sam­keppni við Banda­ríkin hagn­ast því aug­ljós­lega á því að skapa óreiðu og ringul­reið í banda­rísku sam­fé­lagi. Ef vel tekst til líta keppi­naut­arnir betur út í augum umheims­ins og hálfur sigur er unn­inn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.

Rússar og Kín­verjar og jafn­vel Ír­anir reka því öfl­ugar áróð­urs­vélar sem dæla út ósönnum fréttum í þeim til­gangi að grafa undan trú­verð­ug­leika banda­rísks stjórn­kerfis og draga fram veik­leika sam­fé­lags­ins. Yfir­völd í Banda­ríkj­unum gáfu nýlega út  ákærur á hendur sex rúss­neskum leyni­þjón­ustu­mönnum vegna umfangs­mik­illa og skað­legra netárása. Rússar reyndu með kerf­is­bundnum hætti að hafa áhrif á banda­rísku for­seta­kosn­ing­arnar árið 2016 og ef ætl­unin var að ýta undir kjör Don­alds Trumps þá bendir margt til þess að það hafi tek­ist. Allt bendir til þess að þeir hafi haldið upp­teknum hætti og reynt að hafa áhrif á kosn­ing­arnar sem nú standa yfir. 

Nú hafa þeir ein­beitt sér að því að grafa undan Joe Biden með því að dreifa ósann­indum í gegnum sam­fé­lags­miðla og hefur jafn­framt orðið tals­vert ágengt í að valda glund­roða og ágrein­ingi í banda­rísku sam­fé­lag­i. 

Til­búnar fals­frétt­ir 

Þegar óeirðir vegna morðs­ins á George Floyd stóðu sem hæst, sem end­ur­spegl­aði mik­inn klofn­ing í banda­rísku sam­fé­lagi, birt­ist frá­sögn á net­inu af mót­mæl­endum að brenna bibl­í­ur. Þetta var gripið feg­ins­hendi á lofti af innsta kjarna fram­boðs Don­alds Trumps, enda fylgdi með mynd­band sem studdi frá­sögn­ina og sýndi hversu sið­spilltir og öfga­fullir and­stæð­ing­arnir væru. Hið sanna í mál­inu var hins­vegar að ein­hverjir höfðu notað eina, kannski tvær bibl­íur til að kveikja elda því skömmu áður höfðu trú­ar­sam­tök verið á svæð­inu og dreift bílfarmi af þeim til mót­mæl­enda.

Ástæður fyrir bibl­íu­brenn­unni voru ekki tryllt guð­leysi eða heift í garð trú­aðra heldur voru bibl­í­urnar nær­tækar þegar kveikja átti eld – án þess að hér sé verið að hvetja til ofbeld­is­fullra mót­mæla með íkveikj­um. Þessi frá­sögn átti upp­runa sinn hjá rúss­nesku frétta­veit­unni Ruptly sem er fjár­mögnuð af rúss­neskum stjórn­völd­um. Mynd­bandið sem fylgdi með var vand­lega klippt saman þannig að skilja mætti að bibl­íu­brennan væri mið­punktur mót­mæl­anna, sem er mjög fjarri sann­leik­an­um. 

Það vekur síðan athygli að svo virð­ist sem Don­ald Trump hafi með stefnu sinni og fram­komu gert sitt til auka þann skaða sem beit­ing fjöl­þátta­að­gerða t.d. Rússa hefur vald­ið. Ætla mætti að hlut­verk þjóð­ar­leið­toga væri einmitt að hvetja til still­ing­ar, þétta rað­irnar heima fyrir með því að telja kjark í fólk og styðja þær stofn­anir sem berj­ast gegn slíkum árás­um. Trump hefur hins vegar lagt sig fram um að draga úr trausti almenn­ings til dóms­mála- og utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og leyni­þjón­ust­unn­ar, van­virt for­ystu hers­ins, ógnað prent­frelsi og sett fram efa­semdir um heil­indi dóm­stóla. Nú síð­ast hefur hann vegið að grund­vall­ar­at­riði lýð­ræð­is­ins með því að efast um lög­mæti kom­andi kosn­inga og neita að skuld­binda sig til frið­sam­legra valda­skipta. 

Er Ísland stikk­frí?

Íslend­ingar eru vænt­an­lega ekki stikk­frí þegar kemur að fjöl­þáttaógnum þó smæð og eins­leitni sam­fé­lags­ins gæti gert þær auð­veld­ari við­fangs en ella, en að sama skapi við­kvæm­ari. Þjóðar­ör­ygg­is­stefnan til­tekur ekki fjöl­þáttaógnir sér­stak­lega en á vett­vangi Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs er þó fylgst með mála­flokkn­um. Athygli vekur að Ísland á ekki aðild að Evr­ópsku önd­veg­is­setri gegn fjöl­þáttaógnum (The European Centre of Excellence for Counter­ing Hybrid Threats) eins og öll hin Norð­ur­lönd­in. Því var komið á fót árið 2016 til að styðja aðild­ar­ríkin í þeirri við­leitni að sporna gegn fjöl­þáttaógn­um. Lík­lega er aðal­á­stæðan fjár­skortur en sam­kvæmt heim­ildum er unnið að því að Ísland ger­ist aðili að setr­inu.

Íslenskum stjórn­völdum er ekki kunn­ugt um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á nið­ur­stöður kosn­inga á Íslandi með beinum hætti. Utan­rík­is­ráðu­neytið á þó í reglu­legum sam­skiptum við banda­lags- og nágranna­þjóðir um fjöl­þáttaógnir og upp­lýs­inga­óreiðu. Þar eru metnar helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosn­ingar á Íslandi. Samt sem áður er eng­inn innan stjórn­kerf­is­ins sem hefur það hlut­verk að greina mis­notk­un­ar­tækni við vís­vit­andi dreif­ingu rangra eða mis­vísandi upp­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum og í fjöl­miðl­um. Þó hafa verið lagðar fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögur um að koma á fót starfs­hópi til að leggja til leiðir að því hvernig kort­leggja megi dreif­ingu upp­lýs­inga­óreiðu á Íslandi og auka upp­lýs­inga­læsi.

Eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn gaus upp var ljóst að dreif­ing rangra og mis­vísandi upp­lýs­inga var alþjóð­legt vanda­mál sem mik­il­vægt var að brugð­ist yrði við hér sem ann­ars stað­ar. Var því stofn­aður vinnu­hópur til að kort­leggja hugs­an­legar birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu vegna COVID-19 hér á landi og jafn­framt að gera til­lögur að aðgerðum til þess auð­velda aðgengi að traustum heim­ildum og upp­lýs­ing­um. Hóp­ur­inn skil­aði nýverið grein­ar­góðri skýrslu um málið þar sem einnig er fjallað um upp­lýs­inga­óreiðu í víðu sam­hengi. Hóp­ur­inn hefur m.a. haft sam­starf við Vís­inda­vef Háskóla Íslands um birt­ingu réttra upp­lýs­inga um far­ald­ur­inn og einnig má nálg­ast ýmsar upp­lýs­ingar sem teknar eru saman á vef­svæði  hóps­ins.

Aðför að tján­ing­ar­frelsi og rit­skoð­un?

Það sem flækir málið er að hér er tek­ist á um grund­vall­ar­at­riði eins og tján­ing­ar­frelsi; hver ætlar að meta hvað eru réttar og rangar upp­lýs­ing­ar? Ætlum við að hafa upp­lýs­inga­lög­reglu? Erum við hugs­an­lega komin hættu­lega nálægt ein­hverjum Orwell­ískum heimi? Þetta eru rétt­mætar spurn­ingar sem mik­il­vægt er að svara eða a.m.k. hafa til hlið­sjónar þegar fjallað er um þessi mál. Grund­völlur lýð­ræð­is­ins er frjáls skoð­ana­skipti og rétt að staldra við þegar ríkið stofnar nefnd eða starfs­hópa sem mögu­lega eiga að fara að skil­greina hvað má segja og hvað ekki. Bent hefur verið á að ef bull og vit­leysa nái að sann­færa fólk þá sé það frekar til merkis um að eitt­hvað sé að í sam­fé­lag­inu, að lýð­ræðið sjálft standi höllum fæti, sem geri fólki ókleift að gera grein­ar­mun þar á.  

Þó ákveðnar meg­in­reglur um tján­ing­ar­frelsi verði alltaf að vera í for­grunni má telja víst að stefna og aðgerðir stjórn­valda feli ekki í sér rit­skoð­un. Vanda­málið eða ógnin er ekki mis­mun­andi skoð­anir og sjón­ar­mið, sem ein­hverjum kann að þykja óæski­leg eða hættu­leg og þurfi að kveða nið­ur. Ógnin felst fremur í því þegar rangar upp­lýs­ingar eru settar fram með skipu­legum hætti, jafn­vel á vél­rænan en mjög trú­verð­ugan hátt, til að valda skaða, grafa undan öryggi, lýð­ræði eða tryggja óverð­skulduð völd og sér­hags­muni. Það hlýtur að vera keppi­kefli allra sem vilja tryggja opið og rétt­látt lýð­ræð­is­sam­fé­lag að koma í veg fyr­ir, eða í það minnsta upp­lýsa um slíkt með ein­hverjum skyn­sam­legum ráð­um.

Auglýsing
Á tímum kóf­s­ins er ekki tek­ist á um mikla hags­muni sem varða utan­rík­is­mál, erlend ríki eða ger­endur á Íslandi. Þó eru ávallt und­ir­liggj­andi deilu­efni sem skjóta reglu­lega upp koll­inum og kynnu að gefa til­efni til upp­lýs­inga­föls­un­ar. Annað hvort vinna að eða hindra fram­gang til­tek­ins mál­stað­ar, bæði gagn­vart stjórn­völdum og ekki síður almenn­ings­á­liti. Er nær­tækt að nefna deilur um nýja stjórn­ar­skrá, þátt­töku í alþjóða­sam­starfi, eins og NATO, Schen­gen, EES eða ESB. Er skemmst að minn­ast þess hvernig áróð­urs­meist­urum tók­st, með því að beina fölskum upp­lýs­ingum að til­teknum hóp­um, að hafa áhrif á nið­ur­stöðu lýð­ræð­is­legra kosn­inga um Brexit árið 2016. Að sama skapi gætu átök um fisk­veiði­kvóta, orku­stefnu og umhverf­is­mál, þar sem tek­ist er á um ríka hags­muni, auð­veld­lega orðið vett­vangur fyrir upp­lýs­inga­óreiðu – og er lík­lega þegar reyndin ef grannt er skoð­að.

Eru íslensk stjórn­völd að taka við sér?

Ljóst er að geta til grein­ingar og aðgerða til að bregð­ast við á þessu sviði er nokkuð sem stjórn­völd verða að huga að með mark­viss­ari hætti en gert hefur verið hingað til. Viss skref hafa þó verið tek­in, m.a. með stofnun Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs og starfs­hópa á vegum þess. Vís­bend­ingar eru því um að stjórn­völd séu sér með­vituð um þetta en mik­il­vægt er að nálg­ast þessi mál sem m.a. fjalla um grund­vall­ar­þátt í lýð­ræð­inu, tján­ing­ar­frelsið, með opinni umræðu svo hún lendi ekki í skot­gröfum lituð tor­tryggni eða ótta. Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra Íslands.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra, átti í vik­unni fund með öðrum varn­ar­mála­ráð­herrum Norð­ur­landa ásamt for­sætis­nefnd Norð­ur­landa­ráðs. Þar var skýrsla Björns Bjarna­sonar m.a. til umræðu og voru net­ör­ygg­is­mál og fjöl­þáttaógnir ofar­lega á baugi: „Það kemur æ betur í ljós hversu mik­il­vægt inn­legg í örygg­is­mála­sam­starf Norð­ur­landa skýrsla Björns Bjarna­sonar er. Hún dregur fram þær miklu örygg­is­á­skor­anir sem blasa við okkur vegna fjöl­þáttaógna, og þar með talið netógna, fals­frétta og mis­vísandi upp­lýs­inga, sem hafa auk­ist mikið und­an­farin ár sam­hliða örri tækni­þró­un, hrað­ari teng­ingum og sjálf­virkni­væð­ingu. Þetta kallar á bætta ástands­vit­und, aukið við­náms­þol og við­bragðs­get­u.“ 

Af þessum orðum ráð­herr­ans má ráða að mögu­lega sé tíð­inda að vænta hvað varðar við­búnað Íslend­inga þegar kemur að fjöl­þáttaógn­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar