Telur rétt að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta íslenskar kosningar

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er ekki kunnugt um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á íslenskar kosningar með beinum hætti, en telur að rétt sé að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta kosningar hér á landi.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Auglýsing

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra telur ástæðu til að skoða hvort ekki væri rétt að koma á fót vettvangi hérlendis til þess að „vakta kosningar“ með tilliti til þess hvort einhverjir utanaðkomandi aðilar séu að reyna að hafa áhrif á lýðræðislega ferla hér á landi. 

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns sem birtist á vef Alþingis í dag.

Í svari ráðherra segir að til dæmis séu Danir með sérstakan vinnuhóp undir forystu dómsmálaráðuneytisins þar í landi til þess að vakta sínar kosningar, en að umfang og verkefni slíks vettvangs hér á landi yrði að líkindum frábrugðin sams konar fyrirbærum í nágrannalöndunum vegna stærðar og uppbyggingar stjórnsýslu ríkjanna sem um ræðir og þess hlutverks sem öryggisstofnanir þessara landa þjóna í þessu samhengi.

Ekki kunnugt um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif hérlendis

Fyrirspurn Helga Hrafns laut að því hvort ráðherra væri kunnugt um að erlend ríki hefðu reynt að hafa áhrif á kosningar á Íslandi með einhverjum hætti og hvort ráðherra hefði í huga að kanna hvort svo hefði verið. 

Auglýsing

Í svari Guðlaugs Þór segir að honum sé „ekki kunnugt um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Ísland með beinum hætti“ en að utanríkisráðuneytið sé þó í reglulegum samskiptum við bandalags- og nágrannaþjóðir um fjölþátta ógnir og upplýsingaóreiðu, sem metnar eru sem „helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosningar á Íslandi.“

Í svari Guðlaugs Þór segir einnig að fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafi farið og kynnt sér störf StratCom Centre of Excellence, sem er vettvangur nokkurra evrópskra NATO-ríkja á sviði boðskipta, og Ísland hafi einnig tekið þátt í að manna stöður á vettvangi Atlantshafsbandalagsins sem tengjast fjölþátta ógnum og upplýsingaóreiðu, meðal annars til þess að stuðla að því að efla reynslu og þekkingu á málaflokknum hérlendis.

Helgi Hrafn Gunnarsson spurði ráðherra um erlend áhrif á íslenskar kosningar.

„Á síðustu árum hafa bandamenn Íslands á Norðurlöndum, í Evrópu og NATO farið að fylgjast betur með hvernig nýrri tækni er beitt til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvörðunartökuferla innan landanna. Með nýrri greiningartækni er mögulegt að aðlaga upplýsingaumhverfi að hverjum og einum og nýta þar með persónugreinanleg gögn til að vinna að framgangi ákveðinna pólitískra markmiða. Þær ógnir sem stafa af nýrri tækni og beinast gegn grunngildum okkar og lýðræðislegu ákvörðunartökuferli krefjast aðkomu og samhæfingar ólíkra stjórnvalda,“ segir í svari Guðlaugs Þórs. 

Þar segir einnig að morgunverðarfundir um fjölþættar ógnir, sem þjóðaröryggisráð stóð fyrir síðasta haust auk ráðstefnu um efnið í lok febrúar hafi verið jákvætt skref í þá átt og að sú vinna haldi áfram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent