NATO snuprar Dani

Dönsk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu frá NATO. Þar segir að Danir hafi ekki staðið við loforð um framlög til varnarmála og herinn sé ófær um að gegna skyldum sínum innan Atlantshafsbandalagsins. Danski varnarmálaráðherrann er ósammála.

Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur.
Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Óánægja NATO í garð Dana er ekki ný af nál­inni. Yfir­stjórn banda­lags­ins hefur árum saman gagn­rýnt dönsk stjórn­völd fyrir að standa ekki við gefin lof­orð um aukin fram­lög til her­mála. Danskir frétta­skýrendur segja gagn­rýni NATO, í skýrslu sem birt var sl. þriðju­dag, óvenju­lega bein­skeytta og harða. Það bendi til að þol­in­mæði yfir­stjórnar banda­lags­ins sé á þrot­u­m. 

Í skýrsl­unni segir að Dan­mörk hafi árum saman dreg­ist aftur úr öðrum ríkjum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins varð­andi hern­að­ar­upp­bygg­ingu og ekki fyr­ir­séð að í þeim efnum verði snúið við blað­inu.

Þrennt sem er brýn­ast

Skýrslu­höf­undar NATO benda á þrennt sem þeir segja brýn­ast fyrir Dani.

Í fyrsta lagi er gagn­rýnt að Danir fari sér alltof hægt við að koma á fót svoköll­uðum þung­vopn­uðum her­sveitum þrátt fyrir lof­orð um slíkt. Ekk­ert bóli á stórum skrið­drekum sem Danir hafi lýst yfir að „­séu á leið­inn­i“.

Í öðru lag­i ­séu Danir langt á eftir áætlun með upp­bygg­ingu rat­sjár­stöðva, sem séu æ mik­il­væg­ari hlekkir í eft­ir­liti NATO. Í áætlun banda­lags­ins, sem Danir hafi sam­þykkt, sé gert ráð fyrir tveimur nýjum eft­ir­lits­flug­vélum danska hers­ins, búnum full­komn­asta rad­ar­bún­aði. Ekk­ert bóli á þeim.

Auglýsing
Í þriðja lagi fari Danir sér mjög hægt varð­andi kaup á bún­aði til að fylgj­ast með ferðum kaf­báta. Danir hafi, segir í skýrsl­unni, keypt sér­stakan rad­ar­búnað sem ætl­aður sé frei­gátum danska flot­ans. Þessi rad­ar­bún­aður verður hins vegar ekki kom­inn í gagnið fyrr en árið 2028. Í ljósi þess að ferðum rúss­neskra kaf­báta á haf­svæð­inu við Græn­land hefur fjölgað mikið að und­an­förnu er þetta mjög alvar­legt segir í skýrsl­unni 

Þar er einnig nefnt að það verði í fyrsta lagi árið 2024 sem Sea­hawk þyrlur danska hers­ins verði búnar tund­ur­skeytum gegn kaf­bát­um. Árið 2012, þegar ákvörðun um kaup á þyrl­unum var tekin ákvað danska þing­ið, Fol­ket­in­get, í sparn­að­ar­skyni, að þær skyldu ekki bera sér­stakan búnað til að geta skotið áður­nefndum tund­ur­skeyt­um. Að kaupa þennan búnað eftir á kostar mun meira en ef hann hefði fylgt þyrl­unum frá upp­hafi.

Skortir fram­tíð­ar­sýn

Sér­fræð­ingar NATO segja danska her­inn skorta fram­tíð­ar­sýn, lang­tíma­á­ætl­un. Peter Viggo Jak­ob­sen, danskur hern­að­ar­sér­fræð­ing­ur, tekur undir það. „Nú­gild­andi sam­komu­lag um fjár­veit­ingar og stefnu í hern­að­ar- og varn­ar­málum gildir til árs­ins 2024. Það er ekki langur tími og við vitum ekk­ert hvað þá tekur við“ sagði hann í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske. 

Skýrslu­höf­undar NATO segja danska her­inn alls ófæran um að taka þátt í nútíma hern­aði, eins og það er orð­að. Og miðað við stöð­una nú sé alls óljóst hvenær þar verði breyt­ing á.

Ógnin úr austri

Í skýrsl­unni frá NATO er vakin athygli á að þegar danska þingið gekk frá sam­komu­lagi (for­lig) varð­andi danska her­inn, sem gildir til 2024 voru þing­menn sam­mála um að hern­að­arógnin sem steðji að Dan­mörku sé nú meiri en nokkru sinni frá falli Berlín­ar­múrs­ins. Og að NATO væri horn­steinn í vörnum Dan­merk­ur. Í sam­starfs­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna segir að komi til þess að árás verði gerð á eitt aðild­ar­ríkj­anna skuli við­kom­andi ríki (Ís­land er þarna und­an­skil­ið) vera fært um að verja sig þangað til liðs­auki ber­ist frá öðrum NATO ríkj­um. Það geta Danir ekki að mati áður­nefnds Peter Viggo Jak­ob­sen. „Það er ekki lík­legt að Rússar ráð­ist á Dan­mörku, og ef til þess kæmi myndu herir NATO ríkja bregð­ast hratt við.“ 

Varn­ar­mála­ráð­herr­ann segir NATO líta fram­hjá mik­il­vægu atriði

Í bréfi sem Trine Bram­sen skrif­aði varn­ar­mála­nefnd þings­ins segir hún að í skýrslu sinni líti NATO fram­hjá einu mjög mik­il­vægu atriði. Danskir her­menn, her­skip og flug­vélar sem sinni eft­ir­liti á mjög stóru haf­svæði umhverfis Græn­land sé ekki talið með í skýrsl­unni frá Brus­sel. Það skekki mynd­ina að mati ráð­herr­ans. 

Dönskum þing­mönnum brugðið við gagn­rýn­ina

Þótt gagn­rýni NATO hafi ekki bein­línis komið dönskum þing­mönnum á óvart urðu þeir undr­andi á hve harð­orðir skýrslu­höf­undar voru. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar í varn­ar­mála­nefnd þings­ins hafa boðað Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra á fund nefnd­ar­inn­ar. Þeir vilja að ráð­herr­ann leggi fram áætlun til úrbóta, hvernig danska stjórnin hygg­ist bregð­ast við gagn­rýni NATO. Hvernig eigi að sjá til þess að Dan­mörk verði ekki „toss­inn í bekkn­um“ eins og einn þing­maður komst að orð­i. 

Snýst um pen­inga

Eins og getið var um í upp­hafi þessa pistils er gagn­rýni NATO ekki ný af nál­inni, hún er hins­vegar harð­orð­ari en áður. 

Danskir fjöl­miðlar hafa fjallað tals­vert um skýrsl­una síðan hún var gerð opin­ber fyrir tæpri viku. Stjórn­mála­skýrendur segja að þótt stjórn­ar­and­staðan vilji draga núver­andi varn­ar­mála­ráð­herra til ábyrgðar sé málið ekki svo ein­falt. NATO hafi árum saman hamrað á því að fram­lög margra aðild­ar­ríkja, þar á meðal Dan­merk­ur, til varn­ar­mála séu of lág. 

Á fundi æðstu stjórn­enda NATO sem hald­inn var í Wales árið 2014 var sam­þykkt að fram­lög aðild­ar­ríkj­anna til varn­ar­mála skyldu hækka í áföngum þannig að þau myndu árið 2023 nema að lág­marki tveimur pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu. Mörg aðild­ar­ríki NATO, þar á meðal Dan­mörk hafa ekki staðið við þetta lof­orð. Hafa ein­fald­lega sagt sem svo að aukin fram­lög til her­mála séu ekki for­gangs­at­riði. Árið 2019 ( í stjórn­ar­tíð Ven­stre) sam­þykkti danska þingið að hækka árleg fram­lög til varn­ar­mála um einn og hálfan millj­arð danskra króna (33 millj­arða íslenska) fram til árs­ins 2023. Það dugir þó ekki til að ná tveggja pró­senta mark­inu, það hangir í einu og hálfu.

Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að lík­lega væru allir þing­menn sam­mála um að auka fram­lög til varn­ar­mála á næstu árum. Á vegum rík­is­stjórnar Mette Frederik­sen væri þegar hafin vinna við að móta fram­tíð­ar­stefnu Dan­merkur í örygg­is- og varn­ar­mál­um. „Sú vinna tekur tíma enda er þar horft til fram­tíð­ar, til næstu ára­tuga“ sagði Trine Bram­sen. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar