Ákvæði til að verjast stafrænu kynferðisofbeldi nýtt til að gera blaðamenn að sakborningum

Auglýsing

Í nóv­em­ber 2020 lagði þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fram frum­varp til laga um breyt­ingu á almennum hegn­ing­ar­lögum. Það var unnið af Maríu Rún Bjarna­dóttur lög­fræð­ingi og byggði á skýrslu sem hún vann fyrir stýri­hóp sem for­sæt­is­ráð­herra skip­aði í mars 2018. Til­efni laga­setn­ing­ar­innar var aukið staf­rænt kyn­ferð­is­of­beldi í íslensku sam­fé­lagi og þörf fyrir skýr­ari „rétt­ar­vernd frið­helgi ein­stak­linga, sem skap­ast hefur með auk­inni tækni­væð­ingu í mann­legum sam­skipt­u­m.“ 

Hér átti að verja þolendur fyrir staf­rænum brotum gegn kyn­ferð­is­legri frið­helgi.

Gerðar voru breyt­ingar á 228. og 229. grein hegn­ing­ar­laga til að ná þessu fram. Eftir breyt­ingar myndi fyrr­nefnda greinin hljóma þannig að hver „sem brýtur gegn frið­helgi einka­lífs ann­ars með því að hnýs­ast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heim­ild­ar­leysi skjöl­um, gögn­um, myndefni, upp­lýs­ingum eða sam­bæri­legu efni um einka­mál­efni við­kom­andi, hvort heldur sem er á staf­rænu eða hlið­rænu formi, skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 1 ári, enda er hátt­semin til þess fallin að valda brota­þola tjón­i.“ Sú síð­ari myndi hljóma þannig að hver „sem í heim­ild­ar­leysi verður sér úti um aðgang að gögnum eða for­ritum ann­arra sem geymd eru á tölvu­tæku formi skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 1 ári.“

Ekk­ert er minnst á fjöl­miðla eða blaða­menn í frum­varp­inu.

Ákvæðið á ekki að hamla störfum og tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla

Eftir að frum­varpið var lagt fram gekk það til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar til umfjöll­un­ar. Þar var það unnið áfram í þverpóli­tískri sátt og þegar nefndin skil­aði áliti sínu á frum­varp­inu var það gert í nafni allra nefnd­ar­manna, full­trúa sjö mis­mun­andi flokka á Alþing­i. 

Í nefnd­ar­á­lit­inu var hins vegar gerð breyt­ing­ar­til­laga þar sem nefndin taldi æski­legt að ofan­greindar breyt­ingar á ákvæðum almennra hegn­ing­ar­laga ættu ekki við „þegar hátt­semin er rétt­læt­an­leg með vísan til almanna- eða einka­hags­muna. Er hér m.a. litið til þess að ákvæðið hamli ekki störfum og tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla, m.a. í þeim til­vikum þegar þeir fá aðgang að gögnum eða for­ritum sem hefur verið aflað í heim­ild­ar­leysi og geti varðað almanna­hags­mun­i.“

Þann 17. febr­úar 2021 fór fram atkvæða­greiðsla um frum­varpið með ofan­greindum breyt­ing­um, sem eru í sam­ræmi við það sem tíðkast í nágranna­löndum okk­ar. Allir við­staddir þing­menn, úr öllum flokkum á þingi, sam­þykktu það. Eng­inn sagði nei.

Skýrt erindi við almenn­ing

Í maí 2021 birtu Kjarn­inn og Stundin röð frétta­­­skýr­inga sem byggðu á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­­­end­­­­ur, starfs­­­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­­­ast gegn nafn­­­­greindum blaða­­­­mönn­um, lista­­­­mönn­um, stjórn­­­­­­­mála­­­­mönn­um, félaga­­­­sam­­­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­­­leik­ann eða lífs­við­­­­ur­vær­ið. 

Auglýsing
Í fyrsta hluta umfjöll­unar Kjarn­ans var gerð grein fyrir svari lög­manns á vegum Sam­herja við spurn­ingum sem sendar voru á fyr­ir­tækið vegna umfjöll­un­ar­inn­ar. Í því svari sagði að þau gögn sem umfjöllun Kjarn­ans byggði á hafi feng­ist með inn­broti í síma og tölvu Páls Stein­gríms­son­ar, starfs­manns Sam­herja. Páll hefði kært inn­brotið og með­ferð gagn­anna til lög­reglu þar sem málið bíði lög­reglu­rann­sókn­ar. Sú kæra beind­ist ekki gegn blaða­mönn­unum sem skrif­uðu frétta­skýr­ing­arn­ar.

Á sama stað var birt yfir­lýs­ing ábyrgð­ar­manna Kjarn­ans um að starfs­fólk mið­ils­ins hafi engin lög­brot framið og að fjöldi for­dæma væru fyrir því hér­lendis sem erlendis að fjöl­miðlar birti gögn sem eiga erindi við almenn­ing án þess að hafa upp­lýs­ingar um hvernig þeirra var afl­að. „Það var skýr nið­ur­staða ábyrgð­ar­manna Kjarn­ans að hluti gagn­anna ætti sterkt erindi og því eru almanna­hags­munir af því að fjalla um þau með ábyrgum hætt­i.“

Við­brögð við umfjöll­un­inni sýndu það erindi skýrt. Athæfi laun­aðra ráð­gjafa og starfs­manna Sam­herja, í sam­starfi við og með vit­und og vilja helstu stjórn­enda sam­stæð­unn­ar, var for­dæmt víða, meðal ann­ars af helstu ráða­mönnum þjóð­ar­inn­ar. 

Sam­herji sendi frá sér yfir­­­lýs­ingu vegna máls­ins 30. maí 2021. Þar sagði að ljóst væri að stjórn­­­­endur félags­­­­ins hafi gengið „of lang­t“ í við­brögðum við „nei­­­­kvæðri umfjöllun um félag­ið [...] Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­­­­ast afsök­unar á þeirri fram­­­­göng­u.“

Vill lög­regla að blaða­menn fremji lög­brot?

Á mánu­dag til­kynnti lög­reglan á Norð­ur­landi eystra fjórum blaða­mönn­um, þar á meðal þeim þremur sem skrif­uðu um „skæru­liða­deild­ina“, að þeir væru með stöðu sak­born­ings við rann­sókn á brotum á 228. og 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga, sem minnst var á hér að ofan. Það er for­dæma­laust, enda ákvæðin sett í lög fyrir innan við ári síðan sér­stak­lega með skýr­ingu um að þau ætti ekki að nota til að hamla störfum og tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla, „m.a. í þeim til­vikum þegar þeir fá aðgang að gögnum eða for­ritum sem hefur verið aflað í heim­ild­ar­leysi og geti varðað almanna­hags­mun­i.“

Það þýðir að lög­regla er annað hvort að gefa blaða­mönnum stöðu sak­born­ings fyrir að afla gagna eða fyrir að nýta þau til að skrifa frétt­ir. Ef hið fyrr­nefnda á við, og spurn­ingar lög­reglu við yfir­heyrslur snú­ast um þá öflun er verið að hvetja blaða­menn til að brjóta gegn ákvæði fjöl­miðla­laga um vernd heim­ild­ar­manna. Ef hið síð­ara á við þá er lög­reglan að fara með öllu gegn til­gangi ákvæð­anna eins og þau voru sam­þykkt á þingi fyrir ári síð­an. 

Eru blaða­menn of góðir til að svara spurn­ing­um?

Frétta­stofa RÚV beindi fyr­ir­spurn til Lilju Alfreðs­dóttur, ráð­herra fjöl­miðla­mála, vegna þessa. Í svari hennar sagð­ist hún ekki tjá sig um ein­stök mál sem væru til rann­sókn­ar. Þó væri brýnt að fjöl­miðlar geti sinnt sínu mik­il­væga lýð­ræð­is­hlut­verki og stuðlað þannig að mál­efna­legri umræðu í þjóð­fé­lag­in­u. 

Skömmu síðar ákvað annar ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, hins vegar að gera það í langri stöðu­upp­færslu á Face­book

Þar gagn­rýndi Bjarni fjöl­miðla harð­lega fyrir umfjöllun um aðgerðir lög­reglu, kall­aði það get­gátur og sagði sak­born­inga ekk­ert vita hvað þeim væri gefið að sök. Bjarni spurði svo hvort fjöl­miðla­­menn væru of góðir til að mæta og svara spurn­ingum lög­­­reglu eins og almennir borg­­ar­­ar, og hvernig það gæti talist alvar­­legt mál að lög­­regla óskaði eftir því að þeir gæfu skýrslu.

Nú liggur það fyrir að umræddir blaða­menn, meðal ann­ars sá sem hér skrif­ar, vita hvað þeim er gefið að sök. Vegna þess að þeir spurðu og fengu upp­lýs­ingar um það. Það er brot gegn frið­helgi einka­lífs með nýt­ingu á gögnum sem urðu und­ir­staða frétta­skrifa.

Gefið í skyn að málið snú­ist um annað

Bjarni, sem er lög­fræð­ing­ur, hefur setið á þingi í næstum 19 ár og verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í 13 ár, á að vita að blaða­menn eru jafnir öðrum borg­urum að lögum ef þeir eru grun­aðir um ýmis hefð­bundin afbrot. Til dæmis þjófn­að, umferð­ar­laga­brot eða ofbeldi. Ef um er að ræða atferli í störfum þeirra gildir hins vegar allt ann­að, enda frelsi blaða­manna til að fjalla um mik­il­væg frétta­mál og veita vald­höfum aðhald í lýð­ræð­is­sam­fé­lag­inu lífs­nauð­syn­legt. Líkt og segir í yfir­lýs­ingu frá Blaða­manna­fé­lagi Íslands og Félagi frétta­manna vegna spurn­inga for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá getur blaða­mennska verið „óþægi­leg fyrir fólk, stofn­anir og fyr­ir­tæki í valda­stöð­um, því hún afhjúpar mis­tök, bresti og spill­ingu í kerf­inu. Til þess að greina frá slíkum brestum getur verið nauð­syn­legt að nota gögn sem ekki hefur verið aflað með lög­mætum hætti. Dóm­stólar hafa stað­fest að notkun blaða­manna á slíkum gögnum geti sam­ræmst hlut­verki þeirra að taka við og miðla upp­lýs­ingum sem erindi eiga við almenn­ing.“ 

Auglýsing
Til að verja blaða­menn frá því að valdi sé mis­beitt gegn þeim við slíkar aðstæður hafa verið slegnir varnaglar í lögum til að tryggja blaða­mönnum athafna­frelsi til að sinna störfum sín­um. Það er meðal ann­ars gert í sér­lögum um fjöl­miðla sem fjalla meðal ann­ars um vernd heim­ild­ar­manna og með ofan­greindum breyt­ingum á ákvæði almennra hegn­ing­ar­laga um brot gegn frið­helgi einka­lífs­ins. Breyt­ingum sem Bjarni tók þátt í að sam­þykkja þegar greidd voru atkvæði um þær á Alþingi Íslend­inga í fyrra. 

Svarið við helstu spurn­ingu Bjarna um hvort fjöl­miðla­menn séu of góðir til að mæta og svara spurn­ingum lög­reglu eins og almennir borg­arar er því aug­ljós­lega já, ef spurn­ing­arnar snúa að störfum þeirra sem eru sér­stak­lega skil­greind í lögum með var­nöglum til að tryggja þeim athafna­frelsi. Var­nöglum sem hann sam­þykkti á Alþingi.

Ef gengið er út frá því að vegna stöðu hans, sér­þekk­ingar og reynslu ætti Bjarni að vita þetta þá er erfitt að álykta annað af skrifum hans en að Bjarni sé að gefa í skyn að ætluð brot blaða­manna séu önnur en þeim var til­kynnt að væru til rann­sókn­ar. Í stöðu­upp­færsl­unni segir hann meðal ann­ars að „engar fréttir hafa verið fluttar af því sem mestu máli skiptir og flesta þyrstir að vita hvað lög­reglan kunni að hafa undir höndum sem gefi til­efni til rann­sókn­ar“. 

Var Jesús hvít­ur?

Þessar óbörn­uðu vanga­veltur Bjarna finna sér fyrst og síð­ast stað í blogg­færslum eins manns. Í haust hóf mennta­skóla­kenn­ar­inn Páll Vil­hjálms­son að leggja fram brjál­aðar kenn­ingar um sam­særi ýmissa fjöl­miðla. Í því fólst að þeir áttu að hafa eitrað fyrir áður­nefndum Páli Stein­gríms­syni, stolið síma hans og birt umfjall­anir á grund­velli þess­ara gagna. 

Páll Vil­hjálms­son hefur stundað þessa iðju sína lengi, en eðli­lega verið snið­geng­inn af fjöl­miðlum sem taka sig fag­lega alvar­lega. Helst hefur rang­hug­myndum hans verið básúnað í gegnum nafn­lausa níð­dálka í Morg­un­blað­inu til að barna óþol rit­stjóra blaðs­ins á nafn­greindu fólki sem þeir telja and­stæð­inga sína. 

Páll, sem kennir sögu, hefur meðal ann­ars haldið því fram að mið­aust­ur­landa­bú­inn Jesús hafi verið hvítur. Þegar leka­málið stóð sem hæst skrif­aði hann blogg­færslu sem í stóð að lík­­­leg­­ast væri heim­ild­ar­maður blaða­manna sem opin­ber­uðu málið „vinstri­mað­ur, ráð­inn til inn­­an­­rík­­is­ráðu­neyt­is­ins í tíð vinstri­­stjórn­­­ar­inn­­ar, og að við­kom­andi vinstri­maður starfi sem mold­­varpa í þágu vinstri­­meiri­hlut­ans sem al­­menn­ing­ur flæmdi frá völd­um vorið 2013“. Skömmu síðar kom í ljós að sá sem lak gögn­unum í mál­inu var Gísli Freyr Val­dórs­son, þá aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur og nú ráð­gjafi hjá almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu KOM. Hann fékk skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm fyrir lek­ann. Sú nið­ur­staða breytti engu í huga Páls. Hann taldi málið samt sem áður hafa verið sam­særi DV og RÚV og að helsta fórn­ar­lamb þess væri ger­and­inn Gísli Freyr.

Páll blogg­aði síðar um að Pana­ma-skjölin væru fals­fréttir sem byggðu á sam­særi RÚV og ann­arra fjöl­miðla, að RÚV hefði hannað fréttir um upp­reist æru-­málið og sagði að umfjöllun um gögn úr Glitni um Bjarna Bene­dikts­son sem lög­bann var sett á væri sam­særi vinstri manna, RÚV og ann­arra fjöl­miðla. Svo fátt eitt úr sagna­brunni Páls sé tíund­að.

Órar settir fram sem við­ur­kennd þjóð­mála­um­ræða

Það er því skýrt sam­ræmi í mál­flutn­ingi umrædds Páls. Hann heldur allskyns hug­ar­burði sem á sér enga stoð í raun­veru­leik­anum fram sem stað­reyndum án þess að geta rök­stutt það með vísun í nokkuð annað en eigin rang­hug­myndir og vafa­samar túlk­an­ir. 

Í ljósi þess að hann hefur nær alltaf rangt fyrir sér þá hefur mað­ur­inn engan trú­verð­ug­leika sem heim­ild­ar­mað­ur. Það stöðv­aði þó ekki Ísland í bít­ið, einn vin­sælasta morg­un­þátt þjóð­ar­inn­ar, að gefa honum næstum 17 mín­útur á mið­viku­dags­morgun til að útlista ásak­anir sínar um að nafn­greindir fjöl­miðla­menn á ýmsum miðlum hefðu framið sam­særi og reynt að drepa Pál Stein­gríms­son til að ná af honum síma. Með þessu var látið sem mál­flutn­ingur Páls, byggður á órum hans og óþoli gagn­vart ákveðnum fjöl­miðlum og fjöl­miðla­fólki, væri við­ur­kennd þjóð­mála­um­ræða. 

Auglýsing
Brynjar Níels­son, fyrr­ver­andi þing­maður sem er nú aðstoð­ar­maður ráð­herra dóms­mála, fannst svo til­efni til þess að gera grín að blaða­mönnum sem sæta saka­mála­rann­sókn. Í færslu á Twitter sagði hann hæðn­is­lega að nú þyrfti að verja blaða­menn „gegn ofsóknum lög­reglu og stjórn­mála­manna. Gætum byrjað á því að stofna áfalla­hjálp­ar­sjóð. Svo gætum við und­an­þegið þá frá ákvæðum hegn­ing­ar­laga og laga um með­ferð saka­mála“. 

Brynj­ari fannst ekk­ert athuga­vert við að nán­asti sam­starfs­maður æðsta yfir­manns lög­regl­unnar í land­inu tjáði sig með þessum hætti um fólk sem er með stöðu sak­born­ings.

Athæfi hans, sem er aug­ljós­lega ekki sæm­andi lyk­il­manni innan fram­kvæmda­valds­ins, hefur ekki haft neinar afleið­ingar né vakið nein sér­stök við­brögð hjá yfir­mann hans. Þess í stað setti Brynjar tíkall í sjálfan sig, bætti í og hreytti frá sér orða­vaðli í tveimur færslum á sam­fé­lags­miðli þar sem hann á fleiri við­hlæj­endur um hvað blaða­menn væru frekir, sjálf­hverfir og haldnir for­rétt­inda­blindu fyrir að leggj­ast ekki flatir fyrir mis­beit­ingu valds.

Kæl­ing

Það verður ekki ítrekað nógu oft að eng­inn blaða­maður er til rann­sóknar fyrir að hafa reynt að drepa skip­­stjóra, né fyrir að stela sím­­anum hans. Mað­ur­inn sem kærði þessi athæfi hefur meira að segja sagt það sjálfur.

Ekk­ert í umfjöllun fjöl­miðla um „skæru­liða­­deild­ina“ hefur verið rengt. Smjör­klípur til að reyna að færa umræðu um málið frá efn­is­at­riðum að forms­at­riðum um hvers konar gögn megi vera und­ir­staða frétta eða hvað þeir séu sjálf­um­glaðir er ekk­ert annað en léleg afvega­leið­ing.

Það er búið að taka afstöðu til þess í lögum og fjöl­mörgum dómafor­dæmum þar sem almanna­hags­munir trompa rétt við­fangs­efna til einka­lífs sé erindið skýrt og vinnan fag­leg. Ef við­brögð við umfjöllun Kjarn­ans og Stund­ar­innar eru mæli­kvarði á erindi umfjöll­unar um „skæru­liða­deild­ina“ við almenn­ing er ljóst að það var mik­ið. 

Það að gefa blaða­mönnum stöðu sak­born­ings á grund­velli laga­á­kvæðis sem sér­stak­lega er tekið fram að eigi ekki að nota gegn þeim verður ekki túlkað öðru­vísi en athæfi sem getur leitt til kæl­ing­ar. Að letja þá frá því að vinna eftir þeim ramma sem þeir þurfa og eiga að vinna í lýð­ræð­is­rík­i. 

Yfir­lýs­ingar valda­mik­illa stjórn­mála­manna um að þetta séu eðli­leg og rétt­læt­an­leg vinnu­brögð með því að snið­ganga þá sér­stöðu sem starf blaða­manna hefur sam­kvæmt lögum er ekki síður alvar­leg­ar. 

Og þeim á ekki að taka af létt­úð.

Höf­undur er einn þeirra blaða­manna sem hefur stöðu sak­born­ings í rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi eystra á brotum gegn frið­helgi einka­lífs. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari