Hvað ætla lífeyrissjóðirnir að gera?

Bolli Héðinsson hagfræðingur skrifar um almenningshlutafélagið Festi h.f. og svör sem hann fékk við spurningum sínum um skipan og laun tilnefningarnefndar þess.

Auglýsing

Fyrir nokkru skrif­aði ég grein­ina Færið oss hrunið í nýjum bún­ingi í Kjarn­ann þar sem greint var frá spurn­ingum sem ég bað til­nefn­ing­ar­nefnd almenn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi h.f. um svör við nokkrum spurn­ing­um. For­maður nefnd­ar­innar kvaðst ekki mundu svara spurn­ingum mín­um. Meðal þess sem ég vakti máls á var að stjórn­ar­for­maður félags­ins hefði sagt af sér eftir ósæm­andi fram­komu við unga konu og að félagið hefði afvega­leitt opin­bera aðila til að láta þá færa sér við­skipta­vini til að geta okrað á þeim.

Síðan hefur það gerst að félagið hyggst end­ur­greiða allt það sem þeir okr­uðu á við­skipta­vinum sínum og mér bár­ust svör frá lög­manni til­nefn­ing­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

Spurn­ing­arnar sem ég spurði og svörin sem ég fékk voru eft­ir­farar­andi:

 • Hver til­nefndi þá ein­stak­linga sem nú sitja í til­nefn­ing­ar­nefnd­inni?
  • Svar: Stjórn félags­ins til­nefnir öll þrjú sem sitja í til­nefn­ing­ar­nefnd­inni
 • Hvernig er nefndin kjör­in/­skip­uð?
  • Svar: Aðal­fundur kýs tvo nefnd­ar­menn, stjórnin skipar einn.
 • Hvað fá ein­stakir nefnd­ar­menn greitt fyrir störf sín í nefnd­inni?
  • Svar: Launin nema 135 þús. kr. á mán­uði alla 12 mán­uði árs­ins til for­manns nefnd­ar­innar og 115 þús. kr. á mán­uði til ann­arra.
 • Hver ákveður upp­hæð greiðsl­unn­ar?
  • Svar: Aðal­fundur ákveður launin [vænt­an­lega að til­lögu stjórnar félags­ins]
 • Flettir til­nefn­ing­ar­nefndin upp í skýrslum rann­sókn­ar­nefnda Alþingis um hrunið þegar mat er lagt á hverjir eru til­nefndir til stjórn­ar­setu og skoðar umfjöllun um við­kom­andi þar?
  • Svar: Ekki gott að segja.
 • Má búast við að nefndin til­nefni til stjórn­ar­setu ein­stak­linga sem í fyrri störfum sínum áttu hlut að því að veru­legir fjár­munir fóru for­görðum þ.á.m. fjár­munir líf­eyr­is­sjóða þó við­kom­andi hafi ekki verið kærður eða hlotið dóm fyr­ir?
  • Svar: Ekki svarað
 • Hver er aðkoma for­stjóra félags­ins og frá­far­andi stjórnar að starfi nefnd­ar­inn­ar?
  • Svar: For­stjóri hefur enga aðkomu að vinnu til­nefn­ing­ar­nefnd­ar­inn­ar.
 • Var það núver­andi til­nefn­ing­ar­nefnd sem til­nefndi frá­far­andi stjórn­ar­for­mann til stjórn­ar­setu?
  • Svar: Já.

[Til­nefn­ing­ar­nefndin lét það ekki stöðva sig að stinga upp á sem for­manni stjórnar ein­stak­lingi sem nú hefur sagt af sér vegna ósæmi­legrar hegð­unar þrátt fyrir að við­kom­andi hefði fyrir hrun verið í for­svari fyrir gjald­þrota fyr­ir­tæki og gjald­þrotið eitt hið stærsta í Íslands­sög­unni. Fjár­hagstjónið varð veru­legt m.a. fyrir líf­eyr­is­sjóði sem eru stærstu ein­stöku eig­endur Festi h.f. með til­heyr­andi líf­eyr­is­skerð­ingum sjóð­fé­laga]

Af svör­unum má draga ýmsar álykt­anir þ.á.m. að menn hafi dregið lít­inn lær­dóm af hrun­inu og áfram skuli haldið eins og ekk­ert hafi í skorist. Það ber upp­á­stunga til­nefn­ing­ar­nefnd­ar­innar um frá­far­andi stjórn­ar­for­mann félags­ins glöggt vitni um. Einnig má álykta að hin svo­kall­aða til­nefn­ing­ar­nefnd hafi þann eina til­gang að slá ryki í augu fólks til að láta líta svo út að eitt­hvað sem á að heita óháðir aðilar (en sem eru samt til­nefnd af stjórn félags­ins sem jafn­framt gerir til­lögu um laun þeirra!) hafi eitt­hvað um það að segja hverjir verði til­nefndir til stjórn­ar­setu. Ástæða er til að end­ur­taka hvatn­ingu Guð­rúnar John­sen sem sagði í nýlegri grein í Vís­bend­ingu:

„Sem hlut­hafar í skráðum og óskráðum fyr­ir­tækjum hafa líf­eyr­is­­sjóð­irnir ríka ábyrgð. Í krafti eign­­ar­halds síns hafa þeir slag­­kraft til að til­­­nefna stjórn­­­ar­­menn, kalla til hlut­hafa­fundar og krefja stjórn­­endur svara um hin ýmsu atriði, greiða atkvæði á hlut­hafa­fund­um, móta sam­­þykktir fyr­ir­tækja og eftir atvikum aga stjórn­­endur með því að sjá til þess að lög og rétt­indi hlut­hafa séu virt.“

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar