Rússland og Úkraína eru föst í viðjum fornra goðsagna frá miðöldum

Kristaps Andrejsons blaðamaður búsettur í Riga í Lettlandi greinir deiluna á milli Rússlands og Úkraínu. Ástþór Jóhannsson þýddi.

Auglýsing

Þær eru margar skýr­ing­arn­ar, sem varða bæði efna­hags­leg og hern­að­ar­ör­ygg­is­leg mál­efni og finna má um hina skelfi­legu Úkra­ínu­deilu. Margt gagn­legt hefur verið sett fram sem útskýrir stöð­una. En það er einnig annað og meira und­ir­liggj­andi. Það eru nokkur atriði úr menn­ingu, sögu og trú­ar­brögðum þessa heims­hluta, sem þvælist fyrir í deil­unni á milli Moskvu og Kiev, og ná aftur fyrir þá grund­vall­ar­spurn­ingu hvað Rúss­land er og hvað það felur í sér að vera Rússi og hverjum á að treysta til að verja mýtur for­tíð­ar.

Í annarri viku júlí 2021 birt­ist grein (1) á vef Kreml­ar­stjórnar eftir for­seta Rúss­lands Vla­dimir Pútin sem nefnd­ist „Um hina sögu­legu ein­ingu Rússa og íbúa Úkra­ín­u“. Greinin er lyk­ill og leið­ar­vísir um hvernig túlka beri sögu og sagna­arf svæð­is­ins, sem móta við­horf Pút­ins, og fjöl­margra ann­arra íbúa Rúss­lands.

Í fyrsta lagi þá er það útbreidd skoðun á meðal Rússa – þeirra á meðal Pút­ins, að íbúar Rúss­lands og íbúar Úkra­ínu séu eitt og sama fólk­ið, „bræðra­þjóð­ir“ er skipt­ist í hóp Velikorossy („fjöl­menn­ari Rúss­ar“) og hina, íbúa Úkra­ínu, Malorossy („fá­menn­ari Rúss­ar“). Á svip­aðan hátt er litið á íbúa Bela­rús – dregið af nafni lands­ins og nefnd­ust íbú­arnir þar Belor­usy eða Hvít-Rúss­ar. Þegar Rúss­land varð keis­ara­dæmi 1547, þá var opin­ber styttri útgáfa af nafni þjóð­höfð­ingj­ans tsar vseya Rusi, „keis­ari (ts­ar) allra landa Rússa“.

Auglýsing

Öll þessi lönd Rúss­anna urðu til upp úr land­svæðum for­feðr­anna og fursta­dæmum þeirra er byggðu Kiev (Kænu­garð í nor­rænum frá­sögn­um), þar sem ýmsir úr ætt­ar­veldi vær­ingja­for­ingj­ans Rúriks, réðu eftir hans daga. (Rurik eða Hrærekur hinn nor­ræni ríkti þarna á 9. öld). Ætt­ar­veldi hans er sagt eiga upp­runa sinn í Novgorod (Hólm­garði í Garða­ríki, hinni „köldu Sví­þjóð“, og sagt er frá í Heimskringlu), en Rúrik færði höf­uð­stað sinn suður til Kiev árið 882 þegar Helgi jarl (Oleg) arf­taki hans, vann þann stað, að sagt er. Það varð síðan höf­uð­borg Rúrik­sætt­ar­veld­is­ins og þeirra banda­laga umhverfis er þar var stofnað til. Þess má geta til sam­an­burðar að á þeim tíma tald­ist hér­aðið þar sem Moskva óx upp síð­ar, útnári og ekki sér­stak­lega getið fyrr en liðið var nokkuð inn á 12. öld.

Það er þessi sam­eig­in­legi ætt­stofn sem gerir sam­band Rússa við Hvít-Rússa og Úkra­ínu­menn allt öðru­vísi en sam­band þeirra við önnur fyrrum Sov­ét-lýð­veldi. Kasakstan, Eist­land, Georgía og fleiri slík gátu talist félagar og banda­lags­þjóð­ir, en fólkið í Úkra­ínu og Hvít-Rússar voru ætt­ingj­ar. Rúss­land, Hvíta-Rúss­land og Úkra­ína telja að þetta ríki sé hin forna und­ir­staða menn­ingar þeirra og þjóð­fé­lags – og Pútin skrifar heils­hugar undir þá sögu­skoðun í grein sinni. Veldið í Kiev gegndi mik­il­vægri stöðu á meðal Rússa til forna. Svo hefur verið frá því á 9. öld. Sagan frá þessum löngu liðna tíma geymir fram­sýn orð Olegs spá­manns um Kíev til kom­andi kyn­slóða er hann sagði: „Verði þessi staður móðir allra rúss­neskra borga.“

Trú­ar­brögð, líkt og vikið er að í grein Pút­ins, renna frek­ari stoðum undir þetta sam­band. Það nær aftur til tíma heilags Vla­dimirs, sem einnig er nefndur Vla­dimir mikli, eða Vla­dimir er skírði Slava til kristni, fyrrum þjóð­höfð­ingi í Kænu­garði er snérist sjálfur til krist­ins rétt­trún­aðar árið 988 og gerði kristni að rík­is­trú.

Trú­skipti hans og hjóna­band við býsanska (grísk-róm­verska) prinsessu leiddu til nán­ari tengsla við Býsanska ríkið (2) – og upp­haf ætt­ar­tengsla og kröfu til lög­mætra erfða inn í Kon­stant­ínópel. Vla­dimir Monom­a­kos, hæst­ráð­andi í Kiev á árunum 1113 til 1125, tók upp sæmd­ar­heitið (3) „Akron allra Rússa“ sam­kvæmt grískri hefð (4). Eft­ir­nafn­ið, Monom­a­kos, tók hann upp vegna fjöl­skyldu­vensla við Býsanskeis­ara Kon­stantín IX Monom­a­kos. Keis­ar­inn í Kon­stant­ínópel var Guði næstur og stóð framar öðrum kon­ungum og akron­um. Hann var krýndur í emb­ætti af patrí­arka borg­ar­inn­ar, æðsta manni grísku rétt­trún­að­ar­kirkj­unn­ar. Þannig hafði það verið í höf­uð­borg Aust­ur-Róm­verska rík­is­ins í nærri níu hund­ruð ár.

Floti Rússa bíður afhroð framan við strandvirki Konstantínópel Mynd: Aðsend

En þessi regla raskað­ist hins­vegar í inn­rásum vold­ugra og her­skárra afla austan úr álf­unni – fyrst með inn­rás Mongóla sem jöfn­uðu rúss­neska ríkið í Kiev við jörðu og skiptu svæð­inu upp í hjá­lendur sínar og lén. Að lokum féll svo sjálf Kostant­ínópel end­an­lega í hendur tyrk­neska Ottómanætt­ar­veld­is­ins. Kiev sem eitt sinn var öfl­ugt og stolt ríki var orðið rústir einar og haug­arnir af haus­kúpum lágu á víð og dreif um það litla sem eftir var af byggð­inni. Og seinna meir fyrir fannst engin keis­ari lengur í Býsans­ríki til þess að ríkja yfir rúss­neskum höfð­ingjum og tengja þá við almætt­ið.

Þegar Mongóla­veldið norðan Svarta­hafs fór að gefa eftir seint á 15. öld og hnigna fyrir alvöru með orr­ust­unni við Ugrafljót (5) reyndu hlutar hins gamla veldis Rúss­anna í Kiev að ná aftur völdum á svæð­inu – sem þeir nú voru farnir að kalla „Rúss­land“. Þeir mættu hins­vegar annarri áskorun úr vestri: Pól­land hafði nefni­lega eflst mjög á þessum tíma og inn­limað stóran hluta svæð­is­ins sem í dag er vest­asti hluti Úkra­ínu og land Hvít – Rússa heyrði orðið undir Lit­háen.

Það var á þessu tíma­skeiði sem Úkra­ína, eitt sinn heima­land Rúss­anna er ríktu í Kænu­garði (Ki­ev) fékk sitt sér­staka nafn. Það eru tvær kenn­ingar í gangi um hvernig nafnið er til­komið – önnur sem flestir sagn­fræð­ingar eru inn á, auk rúss­neskra stjórn­valda og síðan hin sem úkra­ínskt fræða­sam­fé­lag og rík­is­stjórn hall­ast að. Sú fyrri upp­ástendur að eftir yfir­töku pólsku krún­unnar á gömlum land­svæðum Kiev­rík­is­ins 1569, hafi það hlotið við­ur­nefnið „Úkra­ína“ (sem túlka má „út við landa­mær­in“ á fornu máli Slava) því frá pólskum sjón­ar­hóli þá nam landið við gresj­una og hér­uðin austur við Krím­skag­ann, þar sem hirð­ingja­þjóð­flokkar á borð við Tat­ara réðu ríkj­um.

Hin kenn­ingin (6) full­yrðir að á úkra­ínsku og fornri slav­nesku sé merk­ing­ar­munur á orð­unum „oukra­ina“ og „okra­ina“. Bæði eru þau dregin af „kraj“ – sem þýðir „landa­mæri“ á fornri slav­nesku, en það sé mik­il­vægur munur á for­setn­ingu. Ou útgafa orðs­ins merkir „inn­an“ en o útgáfan merkir „um­hverf­is“ – í þessu sam­hengi merkir Úkra­ína „löndin sem tengj­ast miðj­unni“ eða „löndin sem liggja að miðj­unni“ sem þá er túlkað að tákni land­svæðið umhverfis Kiev og heyri beint undir það. Það má telj­ast lang­sótt krafa, en hún gefur Úkra­ínu­mönnum öfl­uga teng­ingu við arf­leifð sína í Kænu­garðs­rík­inu.

Á sínum tíma þurfti nýja rúss­neska ríkið að sanna til­veru­rétt sinn í heimi rétt­trún­að­ar­ins – og ætt­ar­tengsl við Róm­ar­veldið gamla, enn eina stoð við þjóð­ar­-póli­tískt lög­mæti sitt. Með Kon­stant­ínópel sem verið hafði önnur Róm (Nýja Róm stofnuð eftir hrun Róm­ar­ríkis á Ítal­íu), og fallin í hendur múslíma, og þá varð Moskva „þriðja Róm“ (7) og patrí­ar­kíið þar gert jafnt að virð­ingu og verið hafði í Kon­stant­ínópel og Róm. „Fyrstu tvær Róm­ar­borg­irnar horfn­ar, sú þriðja stendur og það verður engin fjórða Róm,“ líkt og segir í rúss­neskri orðs­kviðu. Rúss­neskir þjóð­ar­leið­togar eftir 1547 lýstu því að þeir væru ekki lengur kon­ung­ar, heldur keis­arar – „ts­ar“ dregið af hinum forna róm­verska titli caesar.

Og þessi hug­mynd heppn­að­ist. Hún gagn­að­ist rúss­neska valda­skipu­lag­inu; með aðstoð rúss­nesku rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar og patrí­ar­kís­ins (feðra­veld­is­ins) hjálp­aði það ráða­mönnum að efla mið­stýr­ingu og færa til Moskvu nauð­syn­legt lög­mæti vald­hafans. Rúss­neskir leið­togar kvænt­ust inn í býsönsku ætt­ar­veldin er steypt hafði verið af stóli og hrak­ist höfðu upp til Moskvu og með því urðu til heilla­rík afbrigði af goð­sögum sem rétt­lættu meinta arf­leifð þeirra frá Kon­stant­ínópel.

En einn hængur var á. Líkt og forðum hafði verið í Róm, til að geta kall­ast keis­ari varð við­kom­andi að ríkja yfir öllum Róm­verjum og þá varð einnig sá er kall­að­ist tsar að ríkja yfir öllum Rúss­um. Menn­ing­ar­leg, sögu­leg og trú­ar­leg sér­staða Kænu­garðs var hins­vegar aðeins of mikil til að hægt væri að láta eins og hún væri ekki til stað­ar. Það var hins­vegar ekki vanda­mál sem tsar­inn setti fyrir sig, eftir að vera búinn að klóra undir sig aftur töp­uðum land­svæðum í vestri – því þá hófst hann handa við að færa út ríkið til aust­urs.

Rúss­neska keis­ara­dæmið reyndi að upp­ræta önnur austur slav­nesk tungu­mál úr sam­eig­in­legu menn­ing­arminni – það var látið eins og það væri ekki nein Úkra­ína og hafði aldrei ver­ið, það sama var upp á ten­ingnum í Hvíta-Rúss­landi. Sam­kvæmt keis­ara­stjórn­inni þá höfðu íbúar Úkra­ínu alltaf verið Rússar og ættu sjálfir enga sögu. Úkra­ínska og hvít-rúss­neska voru bönn­uð. Úkra­ínsk þjóð­rækni var ógn við rúss­nesku goð­sögn­ina og stóð í vegi fyrir að hægt væri að skapa „eitt rúss­neskt þjóð­ern­i“. (Þetta svipar til vand­ans sem tyrk­nesk stjórn­völd hafa glímt við frá lýð­veld­is­stofn­un­inni 1923 og birt­ist m.a. í ára­tuga deilum við kúrdíska þjóð­ar­brotið í land­inu, sem vilja ekki vera Tyrkir).

Í Sov­ét­ríkj­unum var þessu öðru­vísi far­ið, fyrstu hug­sjóna­menn­irnir horfðu með fyr­ir­litn­ingu til gamla léns­skipu­lags­ins og sáu fyrir sér Úkra­ínu, Hvíta-Rúss­land og Rúss­land sem aðskildar þjóðir en sam­ein­aðar og jafnar í sov­ésku hug­sjón­inni.

Þær hug­myndir viku hins­vegar fljót­lega fyrir þeirri sov­ésku og Jósef Stalín var það bein­línis kapps­mál að upp­ræta og eyða öllum þjóð­ræknistil­burðum í Úkra­ínu. Holodomor (8) eins og hún kall­að­ist til­búna hung­ursneyðin á árunum 1932-1933 sem varð millj­ónum íbúa lands­ins að bana – og sagn­fræð­ingar deila um af hve miklu leyti hafi verið skipu­lögð sem slík. Úkra­ínsk menn­ing var kerf­is­bundið bæld nið­ur, þar með talið bann við kennslu á úkra­ínsku (9) í skólum og fjölda skóla var lok­að.

Samt var eft­ir­maður Stalíns, Nikíta Krút­sjov, frá Úkra­ínu og yfir­maður komm­ún­ista­flokks­ins í Úkra­ínu þar til 1949 þannig að hann fylgd­ist með nán­ari sam­þætt­ingu inn í sov­éska stjórn­mála­kerfið með tak­mörk­uðu sjálf­ræði í stað­bundnum málum og skil­virkri stefnu frekar en beinni útrým­ingu. Sem hluti af svoköll­uðum inn­an­rík­is­um­bótum árið 1957 voru svæð­is­bundin efna­hags­ráð kynnt til við­bótar við lýð­veld­is­efna­hags­ráðin til að styrkja sjálf­stjórn Úkra­ínu. Úkra­ínska sós­íal­íska sov­étlýð­veldið (10) öðl­að­ist rétt til að setja eigin lög á sínu sviði svo fram­ar­lega sem þau sam­rýmd­ust lögum sam­bands­ins og að sam­tök verka­lýðs­fé­lag­anna hefðu kallað eftir þeim. Borgin Kíev varð mjög ein­kenn­andi fyrir sov­éskar hér­aðs­höf­uð­borgir en naut engrar athygli eða sér­rétt­inda fram yfir aðrar hlið­stæðar borgir í Sov­ét­ríkj­unum og var látin falla vel inn í raðir ann­arra sov­étlýð­velda. Það var lítið gert úr sér­stakri stöðu þess í aust­ur-slav­neskri sögu og hún tónuð niður og huns­uð, af því hún féll ekki að sögu­skoðun stjórn­valda.

En þetta er mun meira vanda­mál fyrir Rúss­land nútím­ans sem hvorki ræður yfir hug­mynda­fræði­legum sveigj­an­leika Sov­ét­manna né land­svæðum gamla heims­veld­is­ins. Pútin sýnir sig sem ígildi keis­ara. Hann vill fara í sögu­bæk­urnar sem sam­ein­ing­ar­afl í löndum Rússa – ef ekki undir sam­eig­in­legri rík­is­sjórn, þá afdrátt­ar­laust með hann sjálfan sem æðsta yfir­vald í hinum rúss­neska heimi.

Pútin hefur alla tíð leit­ast við að sýna sig sem glæsi­legan og sig­ur­sælan leið­toga. Í því sam­bandi má nefna sig­ur­ræðu hans eftir kosn­ing­arnar 2012 (11), eða eftir inn­limun Krím­skaga hvernig hann lagði áherslu (12) á sögu­legt mik­il­vægi þeirrar sam­ein­ingar í ávarpi sínu til þing­manna Dúmunn­ar, kall­aði hana „heim­komu“ og mærði fyrri afrek rúss­neska hers­ins. Mark­mið hans voru ekki síður aug­ljós í við­brögð­unum við öllum mála­leit­unum Jap­ana varð­andi samn­inga um Kúril­eyjar (13). Þá hefur hann einnig látið byggja risa­stóra og veg­lega höll (14) fyrir sjálfan sig, skreytta um allt með gull­húð­uðum tví­höfða örn­um, skýru tákni rúss­neska keis­ara­dæm­is­ins og fornu tákni rétt­trún­að­ar­ins – meira að segja í prí­vat nekt­ar­dans­klúbbi (15) hans, stað­settum í kjall­ara hall­ar­inn­ar. Rúss­neska rét­trún­að­ar­kirkjan er honum síðan ávallt til aðstoðar ef róa þarf íbú­ana og styðja við hverja þá goð­sögn sem stjórn­völd í Kreml vilja upp­hefja. Pútin vill eigna sér heiður af sov­ésku arf­leifð­inni og um leið láta líta á sig í sama ljósi og keis­ar­ana forð­um. Þess vegna verður hann að end­ur­vekja og halda til haga gömlum goð­sögnum og gildum heims­veld­is­ins – og til þess verður hann að ná og halda traustu taki á Kiev. Því þegar öllu er á botn­inn hvolft þá var það hinn end­ur­reisti rúss­neski Kænu­garður sem varð Rúss­land og hin þriðja Róm.

Úkra­ína fer sínar eigin leið­ir, krefst arf­leifðar Kænu­garðs­rík­is­ins og fær­ist frá Moskvu með ofnæmi fyrir eigin rétt­trún­að­ar­kirkju – allt þetta gengur gegn mýtólógíu Kreml­verja. Goðsagnir heims­veld­is­ins skil­greina Rúss­land og jafn­vel hvað það er að vera Rússi. Án þeirra þá hættir Rúss­land að vera það Rúss­land sem það hefur verið í augum margra. Pútin er sann­færður um að ef þessi sam­fé­lags­lega sam­heldni raskast þá muni Rúss­land aftur lið­ast í sundur – og ef hann leyfir því að ger­ast þá er arf­leifð hans í rúst. Frá hans bæj­ar­dyrum þá getur aldrei orðið aðskilið úkra­ínskt tungu­mál, menn­ing eða saga.

Úkra­ína stendur frammi fyrir sams­konar vanda­máli. Henni finnst hún vera rétti erf­ingi rúss­neska Kænu­garðs­rík­is­ins, en ekki Rúss­land, að íbúar Úkra­ínu verði að skilja Kænu­garð frá Rúss­landi nútím­ans og halda á lofti eigin sögu. Þeir hafa séð hvað gerð­ist þegar rúss­nesku goð­sögn­inni er fram­fylgt í Hvíta-Rúss­landi – þar sem stjórn­ar­and­staðan veifar nú hvítum og rauðum fánum frá tíma Pólsk-Lit­háíska sam­veld­is­ins í mót­mæla­skyni og gefa sögu rúss­neskrar þjóð­ern­is­hyggju langt nef.

Þannig er áfram deilt. Og það mun halda áfram svo lengi sem Rúss­land vill í raun og veru geta kallað sig Rúss­land, líkt og það skil­greinir sig og aðrir afkom­endur Rúss­anna frá Kænu­garði vilja ráða eigin örlögum og eiga sitt eigið tungu­mál, sögu og hefð­ir, án afskipta frá Moskvu. Það má takast á um efna­hags­mál, veita örygg­is­á­byrgð og und­ir­rita nýja samn­inga – en þessi fornu vanda­mál verða aðeins leyst með því að ráð­ast í nýtt verk­efni byggt á nýjum hug­myndum og hug­sjónum á nýjum grund­velli lög­mætis sem þarf ekki á því að halda að styðj­ast við fornar arfsagn­ir. Ef til vill er kom­inn tími til að láta þriðju Róm falla. Og til að gefa gömlu sagna­minni sóma­sam­leg enda­lok ætti að heiðra þann hluta sér­stak­lega er fjallar um að aldrei yrði lagt í að byggja þá fjórðu.

Höf­undur er blaða­maður búsettur í Riga í Lett­landi og heldur úti hlað­varp­inu The Eastern Border þar sem fjallað er um lönd gömlu Sov­ét­ríkj­anna og sam­tíma­stjórn­mál í Aust­ur-­Evr­ópu. Hann er dokt­or­snemi í sam­skipta­fræð­um.

Þýð­andi grein­ar­innar er Ást­þór Jóhanns­son.


Heim­ild­ir:

1.Art­icle by Vla­dimir Putin ”On t­he Hi­stor­ical Unity of Russi­ans and U­kra­ini­ans“ • Pres­ident of Russia (kreml­in.ru)

2. session0810t­hes­eis.pdf (msu.ru)

3.Актовые печати Древней Руси X-XV вв., etc - Google Books

4.archon | anci­ent Greek magistrate | Britann­ica

5.“The great stand on the Ugra river” put an end to the Tartar yoke | Pres­idential Libr­ary (prlib.ru)

6Neue Seite 5 (vost­lit.in­fo)

7.(PDF) "Moscow the Third Rome" as Histor­ical Ghost | Don Ostrowski - Academ­i­a.edu

8.“The Third Rome”: From Eschatology to Polit­ical Myth (mospat.ru)

9.Holodomor | Facts, Def­ini­tion, & Death Toll | Britann­ica

10.Ukra­inian Soviet Soci­alist Repu­blic (encyclopedi­a­ofu­kraine.com)

11.Speech at a rally in s­upp­ort of ­pres­idential candi­date Vla­dimir Putin • Pres­ident of Russia (kreml­in.ru)

12.Address by ­Pres­ident of t­he Russian Feder­ation • Pres­ident of Russia (kreml­in.ru)

13.Kremlin den­ounces Jap­an’s sover­eignty claim over disp­uted islands | News | Al Jazeera

14.Putin Leak: Navalny Group Says 479 Photos Show Secret, Opu­lent Palace (business­insider.com)

15.Золотое безумие. Реальные фотографии дворца Путина - YouTube

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar