Breytingar eru forsenda framþróunar

Formaður Geðhjálpar skrifar um fjóra grundvallarþætti þegar kemur að því að bæta geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi, sem hafi dregist aftur úr annarri heilbrigðisþjónustu.

Auglýsing

Að und­an­förnu, eins og svo oft und­an­farin tvö ár, hafa sögur af sam­skiptum not­enda og aðstand­enda við heil­brigð­is­kerfið verið pláss­frekar í fjöl­miðlum hér á landi. Iðu­lega er ákall not­enda og aðstand­enda um betri þjón­ustu rauður þráður í þessum sög­um. Þær eru per­sónu­legar og snerta við sam­kennd okk­ar. Við upp­lifum ekki sömu líðan en finnum til með þeim sem um ræðir og látum okkur annt um og viljum gera það sem í okkar valdi stendur til að breyta og bæta líðan þeirra.

Heil­brigð­is­kerfið hefur á grunni okkar göf­ugu sam­trygg­ing­ar­hug­sjónar staðið frammi fyrir áskor­unum allt frá lýð­veld­is­stofn­un. Það er verk­efni full­trúa okk­ar, þeirra sem þjóna fyrir okkar hönd innan lög­gjafans, að vega og meta almanna­heill við frjálsan vilja ein­stak­lings­ins og í kjöl­farið tak­marka það frelsi svo almanna­heill sé tryggð. Þetta mat end­ur­spegl­ast svo í lög­gjöf okk­ar, reglu­gerð­um, stefn­um, áætl­unum og leik­reglum almanna­þjón­ust­unn­ar.

Það virð­ist erfitt að breyta og jafn­vel hafa áhrif á stjórn- og þjón­ustu­kerfi almanna­þjón­ust­unn­ar. Þau eru um of margt bundin í margar skipu­lags­heild­ar; stofn­anir og sveit­ar­fé­lög. Menn­ing þeirra heilda lit­ast iðu­lega af gildum „ör­ygg­is“ og „reglu“ sem getur þýtt að heildin á erfitt með að bregð­ast hratt við breyt­ingum og starfs­fólk er bundið umboði til athafna frá stjórn­end­um. Stjórn­end­urnir sem kunna að eiga erfitt með að deila umboði og hafa e.t.v. sjálfir ríka stjórn­un­ar­þörf.

Mig langar að vekja athygli full­trúa okk­ar, sér­stak­lega þeirra sem fara fyrir meiri­hluta, leiða sam­fé­lagið og almanna­þjón­ust­una, á fjórum grund­vall­ar­þáttum þegar kemur að því að bæta geð-heil­brigð­is­þjón­ust­una á Íslandi. Grund­vall­ar­þáttum sem þarf að end­ur­skoða og taka ætti til­lit til við gerð opin­berrar geð­heil­brigð­is­stefnu fyrir Ísland árin 2022-2030. 

Fyrsti þátt­ur: Að end­ur­skil­greina hver veitir þjón­ust­una og hver greiðir fyrir hana?

Fer­hyrn­ingur þjón­ustu og fjár­mögn­unar (mynd 1.) er þekktur þegar kemur að því að meta hvar almanna­þjón­ustu skuli komið fyr­ir. Hver á að veita þjón­ust­una og hver á að greiða fyrir hana? Þegar kemur að geð­heil­brigð­is­þjón­ust­unni er bráða- og sjúkra­hús­þjón­usta hennar öll innan opin­bera kerf­is­ins en lengri tíma- og við­halds­með­ferð er skipt á milli opin­bera- og einka­kerf­is­ins. Þegar kemur að end­ur­hæf­ingu koma allir þrír hlutar kerf­is­ins, hinn opin­beri (e. public), einka (e. pri­vate) og borg­ara­legt sam­fé­lag (e. civil soci­ety), að fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar. Í nýrri geð­heil­brigð­is­stefnu stjórn­valda þarf að end­ur­spegl­ast hvernig fram­tíð og útfærslu við sjáum fyrir okkur þegar kemur að því hver á að veita þjón­ust­una og hver að greiða fyrir hana. Viljum við t.a.m. að frjáls félaga­sam­tök veiti heil­brigð­is­þjón­ustu sem er fjár­mögnuð af almanna­fé? Hvaða hluta eiga sveit­ar­fé­lögin að sjá af þjón­ustu hins opin­bera? Geta þau tekið við auknum hluta af opin­berri nær­þjón­ustu? Nú er skipt­ing opin­berrar þjón­ustu á Íslandi 27% hjá sveit­ar­fé­lögum og 73% hjá ríki á meðan með­al­tal sömu skipt­ingar í Evr­ópu­ríkjum er nær 50/50.

Annar þátt­ur: Að auð­velda sam­starf á milli þjón­ustu­stiga og starf­rækja þjón­ustu á for­sendum not­enda

Í Heil­brigð­is­stefnu stjórn­valda til 2030 er lögð áhersla á „rétta þjón­ustu á réttum stað“ sem hluta af fram­tíð­ar­sýn stefn­unn­ar. Þar er heilsu­gæslan skil­greind sem fyrsta stigs, sér­fræði­þjón­usta utan sjúkra­húsa ann­ars stigs og sjúkra­hús­þjón­usta sem þriðja stigs heil­brigð­is­þjón­usta. Þegar kemur að geð­heil­brigð­is­þjón­ust­unni er mik­il­vægt að end­ur­skoða þjón­ust­una í heild sinni og á hvaða stigi eigi að veita hana og í umboði hverra. Mark­mið þess­arar end­ur­skoð­unar er að brjóta niður veggi og auð­velda sam­starf með það að leið­ar­ljósi að þjón­ustan sé fyrst og fremst starf­rækt fyrir not­endur og aðstand­endur þeirra en þró­ist ekki ein­göngu á for­sendum þjón­ustu­veit­enda.

Auglýsing
Einnig þarf að end­ur­skoða hvort þjón­ustu­stig fram­kvæmda­valds­ins, ríki eða sveit­ar­fé­lög fara með umboð fyrir þjón­ust­una til fram­tíð­ar. Ásetn­ingur stjórn­valda sem end­ur­spegl­ast í Heil­brigð­is­stefn­unni fyrir árið 2030 er m.a. þessi: „Heilsu­gæslan sé fyrsti við­komu­staður not­enda þegar þeir þurfa á heil­brigð­is­þjón­ustu að halda. Heilsu­gæslan hefur yfir að ráða víð­tækri þekk­ingu heil­brigð­is­starfs­fólks. Starf heilsu­gæsl­unnar ein­kenn­ist af þver­fag­legri teym­is­vinnu þar sem unnið er að stöð­ugum umbótum í nánu sam­starfi við félags­þjón­ust­una með hags­muni not­enda í for­grunn­i“. 

Þriðji þátt­ur: Að jafna hlut geð­heil­brigðis (~ 12%) í heild­ar­fjár­mögn­unar heil­brigð­is­mála og hlut­fall geð­heil­brigðis (~ 30%) í heild­ar­um­fangi heil­brigð­is­þjón­ustu

Það verður ekki horft fram hjá þeirri stað­reynd að um langt ára­bil hafa geð­heil­brigð­is­mál verið und­ir­fjár­mögnuð á Íslandi. Umfang mála­flokks­ins innan heil­brigð­is­kerf­is­ins er áætlað um 30% en fjár­magnið sem veitt er til hans er á sama tíma áætlað í kringum 12% af heild­ar­fjár­magni sem rennur til heil­brigð­is­mála. Þegar búið er við slíka und­ir­fjár­mögnun í ár og jafn­vel ára­tugi er ljóst að eitt­hvað lætur und­an. Þess ber að geta að þessi staða var uppi áður en Covid far­ald­ur­inn skall á fyrir tveimur árum. Ef ráð­ast á í að breyta og ná fram­förum hvað við­víkur hug­mynda­fræði, strúktúr og menn­ingu geð­heil­brigð­is­kerf­is­ins umfram hefð­bundið við­bragð þarf að end­ur­skoða fjár­mögnun og jafna hlut­fall umfangs og fjár­mögn­un­ar.

Fjórði þátt­ur: Að taka ákvörðun um að breyta hug­mynda- og aðferða­fræði með­ferða

Hug­mynda- og aðferða­fræði um með­ferðir í geð­heil­brigð­is­málum þarfn­ast end­ur­skoð­un­ar. Við ættum að vera opin fyrir nýj­ungum við með­ferðum sem eru vel þekktar í lönd­unum í kringum okk­ur. Má þar nefna lyfja­lausar deild­ir, opna sam­ræðu (e. open dialogue), skjóls­hús o.fl. Það ætti í raun að heyra til und­an­tekn­inga í fram­tíð­inni að þurfa að leggj­ast inn á geð­deild, en sé þess þörf verði þjón­ustan nútíma­leg, þjón­andi og fram­sæk­in. Fram­tíð þar sem saman koma nýsköp­un, aukið vægi not­enda, stór­aukin sam­fé­lags­geð­þjón­usta og end­ur­skoðuð og umfangs­minni sjúkra­hús­þjón­usta, sam­hliða end­ur­skoð­uðum grein­ing­ar­við­miðum og stór­auk­inni áherslu á geð­rækt og styrk­leika­þætti manns­ins. Við eigum mark­visst að láta heil­brigð­is­mál snú­ast meira um heil­brigði en veik­indi, frá­vik og rask­an­ir. Færa áhersl­una frá vand­an­um, hvað sé að, og nær orsökum um hvað hafi komið fyr­ir. 

Við eigum að þjón­usta sem flesta í sam­fé­lag­inu á fyrsta stigi, í heilsu­gæsl­unni og á öðru stigi, sér­fræði­þjón­ustu utan sjúkra­húsa. Á milli þess­ara stiga á að vera öfl­ugt sam­starf, þannig er fram­þróun sam­fé­lags­geð­þjón­ustu. Þessi nálgun hefur svo áhrif á það hversu stórar bygg­ingar þarf fyrir þriðja hluta þjón­ust­unn­ar.

Nið­ur­staða: Breyt­ingar eru for­senda fram­þró­unar

Geð­heil­brigð­is­þjón­usta hefur að mínu mati dreg­ist aftur úr annarri heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi, hún byggir enn að hluta á gam­al­dags aðferðum og líður fyrir að ekki er skýrt hver á að veita hana. Þau sem glíma við geð­heil­brigð­is­á­skor­anir eigi líkt og allir aðrir sjúk­lingar að geta leitað til sinnar heilsu­gæslu eftir með­ferð. Sömu­leiðis má það ekki vera þannig að þau sem þurfi á sál­fræði- eða geð­þjón­ustu að halda, geti þurft að láta eigin efna­hag stýra því hvort þau hafi efni á aðstoð eður ei.

Við þurfum breytta og end­ur­bætta almanna­þjón­ustu þegar kemur að geð­heil­brigð­is­mál­um. Nú er tím­inn til að móta stefnu næsta ára­tugar sam­an.

Höf­undur er for­maður Geð­hjálp­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar