Máttur skáldskapar og menningar

Örn Bárður Jónsson skrifar um Verbúðina. Hugleiðingu um spillingu, sem gegnsýrir þjóðfélag okkar og hvernig menningin með skáldskapinn að vopni afhjúpar lygar og spillingu og birtir sannleikann eins og sólin skær á himni og vekur nýjar vonir um betri tíð.

Auglýsing

Merki­legt hvernig menn­ing og listir túlka veru­leik­ann á annan hátt en allar aðrar greinar mann­legrar tján­ing­ar. Þess vegna getum við ekki lifað án listar og menn­ing­ar.

Fyr­ir­sögn þessa grein­ar­korns vakn­aði eftir að ég hafði horft á lok þáttar­að­ar­inn­ar, Ver­búð­in. Skáld­skap­ur­inn birtir sann­leik­ann betur en nokkuð annað þegar mann­leg tján­ing á í hlut. Þætt­irnir birtu okkur á ljósan hátt hvernig græðgi og spill­ing grass­erar í mann­líf­in­u. 

Þessi brota­löm, eða synd, er í okkur öll­um, en við getum varist henni með því að vera árvökul í dag­legu lífi og leit­ast við að lifa í takti við rétt­læti og sann­leika, og styðja við hið sama í sam­skiptum okkar við annað fólk, í nefndum og ráðum, í félögum og stjórn­um, á vinnu­stað og heim­ili og síð­ast en ekki síst, í kjör­klef­an­um!

Svo er það athygl­is­vert að á íslensku tölum við um menn­ingu meðan á flestum öðrum tungu­málum sem eru skyld okk­ar, þ.e.a.s. evr­ópskum tungu­mál­um, er notað orðið kúlt­úr, sem vísar til rækt­un­ar. Minn góði og fróði pró­fess­or, Einar heit­inn Sig­ur­björns­son, vakti athygli okk­ar, nem­enda sinna, á þessu forðum daga í guð­fræði­deild HÍ. 

Menn­ing er af orð­inu maður. Í guð­fræð­inni eru tvær tákn­myndir um mann­inn sem rísa hæst. Önnur er Adam hinn fyrsti maður sem brást og kall­ast því hinn gamli Adam. Hin er Jesús Kristur, hinni nýi Adam, sem ekki féll fyrir meini heims­ins, synd­inni, sem á frum­máli Nýja testa­ment­is­ins er ham­artia og merkir geigun eða brota­löm. Menn­ingin fæst því við að túlka mann­lífið í glímunni sem stendur milli hins góða og illa og ætti í því sam­bandi að horfa til Manns­son­ar­ins, sem var eitt af tign­ar­heitum Krists, sem birti mennsk­una/­menn­ing­una í sinni tær­ustu mynd. Kristnin hefur fært okkur þessa túlkun og skiln­ing á til­vist manns­ins, mann­eskj­unn­ar.

Ég hef kallað synd­ina galla í stýri og vísa þar með til fyrsta bíls­ins sem ég eign­að­ist. Hann var af sænskri gerð, en ég gef ekki upp teg­und­ina! Hlaup var í stýr­inu og þess vegna leit­aði hann ætíð út af veg­inum og mitt hlut­verk var að halda honum á réttum vegi. Og bíll­inn á sinn skáld­lega hátt færði mér heim sann­inn um að ég er einmitt hald­inn sams­konar hlaupi í stýri og á það því til að leita út af veg­in­um.

Auglýsing
Við erum öll með hlaup í stýri, haldin þess­ari brota­löm, sem er ekki upp­runa­leg í sköpun heims­ins, heldur til­komin vegna breysk­leika manns­ins. Jesús er hinn full­komni mað­ur, sá sem ekki féll, heldur full­komn­aði sitt skeið og opn­aði okkur leið til hins góða, fagra og full­komna. Hann tal­aði gegn órétti og djöf­ul­gangi á sínum tíma og galt fyrir það með lífi sínu. Í heimi kristn­inn­ar, lifir hann og ríkir og leið­beinir enn með orðum sínum og gjörð­um.

Á Alþingi sátu menn, sem voru hreinir agentar sér­hags­muna, þegar kvóta­lögin voru samin og sam­þykkt, agentar þeirra sem mynd­uðu græðg­is- og valda­klík­ur, sem í a.m.k. sumum til­fell­um, hafa í tím­ans rás afhjúpað sig sem glæpaklík­ur. Agent­unum tókst að sann­færa meiri­hlut­ann um órétt­inn, m.a. með flokksag­ann sem tyft­ara.

Og enn er Alþingi ófært um að laga skekkj­una, geig­un­ina, hlaupið í stýr­inu, synd­ina í kerf­inu, þrífa upp óþverr­ann. Á Alþingi sitja enn agentar og varð­hundar sér­hags­mun­anna, sem mæla flátt og hugsa lágt. Um þá koma mér í hug orð hins þjáða Jobs, sem varð fyrir ótrú­legum órétti af hálfu vina sinna, og varð að hlusta á maka­laust tal þeirra: 

„Því að sann­lega sam­tvinnið þér lygar og eruð gagns­lausir gutl­arar allir sam­an." (Job 13.4) 

Ég hef leyft mér, oftar en einu sinni, í mál­flutn­ingi mín­um, að breyta einum staf í orð­inu þjóð­þing og skipt út ð fyrir f. Þingið er í þeim sporum að standa vörð um þjófn­að­inn og arðránið sem þjóðin verður fyrir alla daga meðan hið bölv­aða gjafa­kvóta­kerfi er við lýði. Þing­menn sem vilja breyt­ingar á þess­ari spill­ingu og eru í minni­hluta, sitja uppi með að vera nyt­samir sak­leys­ingjar, sem ná engu fram og verða þar með hluti af óhreinu mengi - þjóf­þing­i. 

Alþingi hefur breytt Íslandi í léns­veldi á ný og léns­herr­arnir eru kvóta­greif­arn­ir. Þeir munu græða á því um aldur og ævi meðan þjóðin lætur þá og þjóna þeirra á Alþingi og í rík­is­stjórn­um, skammta sér þunnan graut í skál.

Auð­vitað þurfti að setja bönd á fisk­veið­ar, kvóta­kerfi í ein­hverri mynd, en ekki þeirri sem nú er. Og athygl­is­vert er að kerf­inu var ætlað að koma í veg fyrir ofveiði. Hvers vegna berst minni afli á land nú en þegar óbermis kvóta­kerfið var sett á? Hefur því ekki mis­tek­ist að koma böndum á græðgina?

Stjórn­laga­ráð setti fram auð­linda­á­kvæði sitt með rétt­látum og sann­gjörnum hætti í 34. grein um Nátt­úru­auð­lind­ir:

Auð­lindir í nátt­úru Íslands, sem ekki eru í einka­eigu, eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið auð­lind­irn­ar, eða rétt­indi tengd þeim, til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja.

Til auð­linda í þjóð­ar­eign telj­ast nátt­úru­gæði, svo sem nytja­stofn­ar, aðrar auð­lindir hafs og hafs­botns innan íslenskrar lög­sögu og upp­sprettur vatns- og virkj­un­ar­rétt­inda, jarð­hita- og námu­rétt­inda. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Auglýsing
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda eða ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­réttar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræðis yfir auð­lind­un­um.

Hér er tek­inn af allur vafi um eign­ar­hald og veð­setn­inga. Gengið er út frá því að aðgangur að auð­lind­unum skuli vera „gegn fullu gjaldi". Þetta studdu 83% kjós­enda í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um til­lögur Stjórn­laga­ráðs árið 2012 og 67% sögð­ust vilja leggja til­lögur ráðs­ins fram sem grunn að frum­varpi um nýja stjórn­ar­skrá.

Að þessu orða­lagi „gegn fullu gjaldi" hefur ítrekað verið gerð atlaga m.a. af núver­andi for­sæt­is­ráð­herra og flokki hennar VG. Þá liggur það í augum uppi að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn vilja ekki heldur þetta orða­lag, en kjósa þess í stað að skipt­ast á um, ásamt með VG, að klæð­ast jóla­sveina­bún­ingi og útdeila „gjöfum sínum" til léns­herr­anna með því að gegn­is­fella orðin - „fullt gjald". 

Allir þing­menn, sem kosnir voru til yfir­stand­andi þings og allra þinga, voru kosnir sem full­trúar hags­muna­afla og þess vegna eru þing­menn ófærir um að rita þjóð­inni nýja stjórn­ar­skrá. Þjóðin fól það öðru fólki, sem kosið var af þjóð­inni, sem ein­stak­ling­ar, en ekki agentar flokka og sér­hags­muna. Þessu verk­lagi hefur verið fylgt meðal margra lýð­ræð­is­þjóða með góðum árangri.

Bar­áttan er harð­vítug við spill­ingaröflin í land­inu sem smeygja sér alls­staðar inn eins og veira sem sýkir allt, veikir og skælir hið góða, fagra og full­komna.

­Synd­in, hlaupið í stýr­inu, geig­un­in, er eins og veira, hún er eins og húsa­sótt, sem hefur lagst á Alþing­is­húsið og breið­ist þar út og gerir þing­mönnum erfitt fyrir að standa upp­réttir á vegi rétt­læt­is­ins, en lætur þá í stað­inn skriplast á skötu í sínum laga­setn­ingum og skrifa lög sem minna á mynd­hverf­ingu um skratt­ann á hálum ís sem skakklapp­ast á hálum hófum og párar illan og grodda­legan boð­skap með járn­karli á svellið. Rétt­læt­is­sólin mun í fyll­ingu tím­ans bræða það svell vondra laga og sökkva ljótum áformum spill­ing­arafl­anna í djúpan sæ. En til þess að svo megi verða, þarf þjóðin að vakna af sínum Þyrni­rós­ar­svefni.

Aðkoma Hæsta­réttar er svo kap­ít­uli út af fyrir sig sem Þor­valdur Gylfa­son hefur gert ræki­leg skil í grein sinni í Frétta­blað­inu 18. febr­úar 2021 sem hann rit­aði ásamt Lýði Árna­syni og Þórði Má Jóns­syni, undir yfir­skrift­inni: Van­hæfni í Hæsta­rétti.

Ég veit ekki hvort þú tókst eftir því í loka­senu síð­asta þáttar Ver­búð­ar­inn­ar, að Harpa sem upp­nefnd var Vest­fjarða-­norn­in, horfði út um glugga her­bergis síns á Hótel Sögu þegar hún var flúin að vestan með gróð­ann í reið­ing­um. Þar sást Nes­kirkja handan Haga­torgs. Það gladdi mig því þar þjón­aði ég í ein 15 ár og talað ítrekað af pré­dik­un­ar­stóli um órétt­inn í þjóð­fé­lag­inu, um auð­lindir lands­ins og manns­ins mein og sár og leit­að­ist við að benda á veg­inn til hins góða fagra og full­komna. Hún horfir út um glugg­ann áður en skipt er niður á Alþingi þar sem Jón Hjalta­lín flytur ræðu sína og endar með orð­un­um: Góða nótt! 

Og enn ríkir nótt­in!

En lifi menn­ing­in, lifi skáld­skap­ar­hefð­in, með hinu ríka mynd­máli og hnífskar­pri gagn­rýn­i! 

Þakkir til ykkar í Vest­ur­porti fyrir hug­rekki, hnífskarpa sýn og skáld­lega takta!

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­­­ar­­­prest­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar