Vindorka fyrir land, þjóð og umhverfi

Skúli Thoroddsen skrifar um vindorku og segir hana ákjósanlegan virkjunarkost. Hann segir það þá túlkun ráðherra að fella vindorkukosti undir rammaáætlun vera til þess fallna að fresta um árabil öllum virkjunarkostum í vindi hér á landi.

Auglýsing

Það er orku­skortur á Íslandi og í heim­in­um. Lands­virkjun annar ekki eft­ir­spurn og ábata­söm starf­semi er skert. Arð­greiðslur til rík­is­ins minnka. Móðir jörð og mann­kynið allt kallar á orku­skipti, vist­vænt rafafl. Evr­ópa svarar með meiri kjarn­orku, vind- og sól­ar­orku. Það dugar ekki „að snúa baki við sóun og ofgnótt; verða hóf­söm og nægju­söm við lág­stemmd­ari aðstæður en við njótum nú.“ Svíar þurfa að auka orku­fram­leiðslu sína meira en 100% á næstu 25 árum. Kjarn­orka er aftur á dag­skrá. Á Íslandi er vind­orka ákjós­an­legur kostur með vatns­afli og jarð­varma, þó enn í fjötrum laga­legrar óvissu.

Í fjórða sinn er ­þriðja ramma­á­ætlun á dag­skrá Alþing­is. Umhverf­is­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son frá Sjálf­stæð­is­flokki leggur fram sömu til­lögu og for­verar hans þrír; Svan­dís Svav­ars­dóttir og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son úr Vinstri græn­um árin 2011 og 2018 og Björt Ólafs­dóttur úr Bjartri fram­tíð 2013. Til­lagan gerir m.a. ráð fyrir því að vind­orku­kost­irn­ir Blöndu­lundur og Búr­fellslund­ur, falli undir lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun land­svæða, ramma­á­ætl­un. Það er röng túlkun ráð­herr­anna fjög­urra á lög­un­um, að virtum ákvæðum stjórn­ar­skrár­innar og til þess fallin að fresta enn um ára­bil öllum virkj­un­ar­kostum í vindi hér á landi.

Þessi mis­skiln­ingur og ætluð van­þekk­ing á lögum hefur hindrað nýt­ingu vind­orku á Íslandi. Mik­il­væg tæki­færi hafa glatast, síð­ast skerð­ing á raf­orku Lands­virkj­unar til stór­iðju. Svo er loðnu­bræðsla keyrð með olíu vegna skorts á rafa­fli. Á það má benda að sam­þætt­ing vind­orku og vatns­orku er senni­lega einn umhverf­is­væn­asti orku­kostur sem um get­ur. Sparar vatn í lónum þegar vindur er mik­ill en nýt­ist þegar vindur er hægur sem vara­afl. Ísland og heim­ur­inn þarf þannig rafafl og við getum lagt okkar af mörk­um. 

Auglýsing
Gildissvið laga um ramma­á­ætlun tekur til land­svæða þar sem er að finna virkj­un­ar­kosti fall­vatns og háhita­svæða, innan eign­ar­landa sem þjóð­lendna. Verði skiln­ingur Alþingis sá að virkj­un­ar­kostir í vind orku falli þar undir að óbreyttum lög­um, færi það gegn jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­innar og bryti í bága við ákvæði hennar um frið­helgi eign­ar­rétt­ar, atvinnu­frelsi manna og skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga. Laga­á­kvæði sem ætlað er að víkja til hliðar grund­vall­ar­lögum lands­ins, þarf að vera ótví­ræð og í þágu almanna­heill. Svo er ekki um virkj­un­ar­kosti í vind­orku í lögum um ramma­á­ætl­un.

Allir umtals­verðir virkj­un­ar­kostir í vatns­afli og jarð­varma eru í þjóð­lendum eða á jörðum í eigu rík­is­ins. Vind­orka er hins vegar á öllu land­inu. Slík svæði eru bæði í opin­berri eign og einka­eigu á landi og í sjó innan net­laga. Vilji Alþingi flokka hag­kvæm land­svæði í einka­eign fyrir vind­orku­ver í vernd­ar­flokk ramma­á­ætl­unar vegna umhverf­is- og almanna­hags­muna er um bóta­skylda tak­mörkun á eigna­rétti að ræða. Sé slíkur kostur hins vegar settur í nýt­ing­ar­flokk, má meta þá flokkun til opin­berrar úthlut­unar tak­mark­aðra fjár­hags­legra gæða, (gjafa­kvóta). Gæta verður jafn­ræð­is, annað hvort allir eða eng­inn.

Ef tak­marka á virkj­un­ar­kosti í vind­orku með ramma­á­ætlun þarf Alþingi að ákveða með lög­um, að slík land­svæði yrðu skil­greind fyr­ir­fram af þar til bæru stjórn­valdi og eftir atvikum tekin með eign­ar­námi séu þau í einka­eign en ekki í þjóð­lendu eða á rík­is­jörð. Þessi svæði yrði svo að bjóða út til að gæta jafn­ræðis og sam­keppn­is­sjón­ar­miða á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu sam­kvæmt skuld­bind­ingum EES-­samn­ings­ins. Skil­yrði raf­orku­laga um teng­ingu við flutn­ings­kerf­ið, mat á umhverf­is­á­hrifum og skipu­lag við­kom­andi sveit­ar­fé­lags verður að liggja fyrir í útboð­inu ásamt vil­yrði um virkj­un­ar­leyfi. Engu slíku er til að dreifa. Verði Blöndu­lundur sam­þykktur í nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­un­ar, verður að bjóða virkj­un­ar­kost­inn út. Þar hefði Lands­virkjun engan for­gang.

Vind­orku­ver í gild­andi lagaum­hverfi utan við lög um ramma­á­ætl­un, þ.e. raf­orku­lög, skipu­lags­lög og lög um mat á umhverf­is­á­hrifum tryggja vel þau mark­mið raf­orku­laga; að stuðla að þjóð­hags­lega hag­kvæmu raf­orku­kerfi, efla atvinnu­líf og byggð í land­inu og stuðla að nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa eins og vind­orku með þeim tak­mörk­unum sem nauð­syn­legar eru vegna almanna­hags­muna og umhverf­is­sjón­ar­miða, þ.m.t. ­loft­lags­mála á lands- og heims­vísu. Þó til­laga umhverf­is­ráð­herra og afstaða boði ekki gott um vind­ork­una, fyrir land og þjóð, má enn vona að nýlega kos­inn þing­heimur fangi skyn­semi sína í þessum efn­um. 

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar